Morgunblaðið - 13.11.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1958, Blaðsíða 2
z morcrynlað;ð Fimmtudagur 13. nðv. 1958 Tvær linsustærðir: stærri gerð. til hægri venjuleg stærð — til vinstri Ósýnileg „gleraugu Nýjung, sem ryður sér til rúms // LITLIR strákar eru stundum feimnir við að nota gleraugu. í>eir eru kallaðir „gleraugna- glámar“, eða „gleraugnagránar“. í>að er ekkert skemmtilegt — og stundum betra að vera gleraugna laus og sjá illa en að heyra strák- ana hrópa þetta, sérstaklega, ef stelpur eru nálægar. Nú þurfa litlir strákar ekki að vera hræddir við að nota gler- augu, sem sjást ekki. Þessi nýja tækni er líka tilvalin fyrir stúlk- ur, sem þurfa alltaf að skipta um gleraugnaspangir, þegar þær fá sér nýjan kjól. Hér er um að ræða nýjung, sem ryður sér óðum til rúms bæði í Evrópu og Ameríku. Þetta er ör- lítil linsa, sem sett er á augað, veldur ergum óþægindum og sést ekki. Að visu er þetta gömul upp- finning. Múller nokkur í Wies- baden í Þýzkalandi fann þessa aðferð til þess að bæta sjón- ina árið 1887. Hann bjó til mjög lítil sjóngler, sem hann setti á hornhimnu augans — og náði glerið yfir sjáaldrið og hluta af lithimnunni. Flaut það á tára- vökvanum, undir efra og neðra augnaloki — og varð Múller til hins mesta gagns. Síðan hafa margar tilraunir verið gerðar til þess að bæta þennan útbúnað, sem hefur þó ekki náð verulegri útbreiðslu fyrr en nú á síðustu árum. Þegar plastið kom til sögunn- ar tók þessi gleraugnatækni mikl um framförum — og nú er svo komið, að þessi ósýnilegu ,,plast“ augu renna út eins og heitt brauð — eða húlahringir, sagði fyrsti ís- lenzki sérmenntáði maðurinn á þessu sviði, er fréttamaður Mbl. náð' tali af honum fyrxr helgina. Maðurinn er Jóharrn Sófusson, gleraugnasérfræðingui', sem um 18 éra skeið starfaði hjá Optik og hefur stundað nám í grein sixini bæði í Bandarncj jnum cg Bretlandi. Jóh; nn er nýiega kominn heim trá ði etlandi. par >vm hann hef- ur að undanförnu lært augn- mælingar fyrir þessa nýju gerð „gleraugna". Hefur hann nú í hyggju að hefja starf hér og má gera ráð fyrir að margir sjón- daprir fagnj þessari nýjung. „Ekki eru nema tvö ár síðan verulegur kippur komst í fram- leiðslu og notkun þessara nýju gleraugna, ef ég mætti segja svo. I rauninni eru þetta ekki gler- augu, því að þau eru úr plasti. Yfir 100 þUs. manns nota þau í Englandi núna og í Bandaríkj- unum eykst notkun þeirra hröð- um skrefum. Þessi nýja gleraugna gerð er mörgum lausn, sem illa er við að ganga með gleraugu — og ekki sízt þeim, sem eru með þykkustu sjónglerin — eixxs og hjólbarða á andlitinu", sagði Jó- hann. Framleiðsla þessara gleraugna er mikil nákvæmnisvinna, því að engin fjöldaframleiðsla er á lins- um. Þær eru búnar til sérstak- lega fyrir hvern og einn sjúkling samkvæmt mælingum á augun- um — og það eru einmití þessar mælingar, sem Jóhann hefur ver- ið að læra. Munu linsur fyrir væntanlega íslenzka notendur verða framleiddar í Englandi. Það tekur venjulega um fimm vikur að venjast nýju gleraugun- gengið er til náða vegna þess, að hætt er við að seltanítáravökv anum kristallist á linsunni og rispi augnalokin að innanverðu og valdi þannig óþægindum. Lítil sogskál er notuð til þess að setja linsurnar í augun — og taka þær aftur. Engin hætta er á því, að þrýst- ingur myndist undir linsunni á hornhimnuna, eða himnao þorni og linsan festist við augað. Lins- an er fljótandi en helzt þó á sama stað — á sjaaldrinu, og er að dómi lækna og sérfræðinga frem ur til varnar auganu en til skaða. Kosturinn er hins vegar sá, að regn sezt ekki á þessi gleraugu né móða. Þó er talið ráðlegt að taka þau af sér áður en farið er í sund, því að þau geta skolazt burt. Og þessj gleraugu eru of dýr til þess að skola þeim niður. Annars eru stærri linsur fram- leiddar fyrir þá sem vilja — og hafa sundmenn, hnefaleikamenn, járnsmiðir og fleiri notað þær með góðum árangri. Þær renna ekki úr í vatni og vernda augað, betur en hinar. Jóhann tók það fram, að sumir væru hálfhræddir við að nota þessi nýju gleraugu af ótta við að linsurnar gætu brotnað og skemmt augað. Á því mun engin hætta, það hefur aldrei komið lyrir. „Ég hef hitt raarga, sem hafa roikinn áhuga á að reyna lins- urnar“, sagði Jóhann, „en ég er enn ekki búinn að fá húsnæði Plastlinsan er sett á augað á morgnana og tekin af á kvöldin. um. Fyrst nota menn þau eina stund á dag, síðan er notkunin aukin dag frá degi og full notkun er talin 18 stundir á sólarhring. Þau eru jafnan tekin af áður en Fullvísf þykir, að Aksel Larsen verði rekinn Kaupmannahöfn, 12. nóv. Einkaskeyti til Mbl. INFORMATION skýrir í dag frá því, að búizt sé fastlega við því, að Aksel Larsen verði rékinn úr kommúnistaflokknum á fyrsta fundi hinnar nýkjörnu miðstjórn ar flokksins, sem haldinn verður um helgina. Það er ekkert Iaun- ungarmál, segir blaðið, að mið- stjórninni er óljúft að vísa Lar- sen úr flokknum, en Larsen hef- ur virt samþykkt hins nýaf- staðna flokksþings kommúnista um fordæmingu endurskoðunar- stefnunhar algerlega að vettugi — og miðstjórninni er þessi kost- ur nauðugur. ★ Larsen hefur verið á fyrir- lestraferð um Jótland að undan- förnu og hefur þá ekki dregið neina dul á skoðanir sinar. Hefur hann hvergi guggnað og hafa margir flokksmenn lýst stuðningi við sinn fyrri formann. Hann hélt fund í Silkiborg í gær og sóttu hann um 600 manns. Larsen sagði m. a.: — Ég er að I hugleiða hvað til bragðs skuli taka, ef ég verð rekinn úr flokknum. Ég verð að taka tillit til þeirra, sem standa að baki mér, ég er málsvari þeirra og ég held baráttu minni áfram. Formaður kommúnistadeildar staðarins tók og til iftáls og hvatti til fylgis við Larsen og skoðanir hans — og sagði, að því miður mundi flokksblaðið, Land og Folk, ekki styðja hann. Information segir, að raðir kommúnista muni þynnast mjög í Danmörku eftir óhjákvæmileg- an rekstur Larsens úr flokknum. Þá muni bæði einstaklingar og heilar flokksdeildir segja sig úr flokknum í enn ríkara mæli en nú er. Önnur blöð fullyrða, að Aksel Larsen sé enn sami kommúnist- inn út í fingurgóma og hann eigi miklu fylgi að fagna meðal danskra kommúnista. og get því ekki byrjað. Þú getur látið það koma fram — svona óbeint, ég er orðinn þreyttur á að auglýsa og fá aldrei neitt viðun- andi“. Kristian Hans- son látinn KRISTIAN Hansson skrifstofu- stjóri kirkjumálaráðuneytisins norska andaðist hinn 4. nóv. síð- astliðinn, 63 ára að aldri. Hans- son var lögfræðingur. Árið 1920 varð hann ritari í dómsmálaráðu neytinu, skrifstofustjóri í sama ráðuneyti 1929, en var fluttur yfir í kirkjumálaráðuneytið árið 1945. Auk þess var hann kennari í kirkjurétti við háskólann í Osló. Meðal rita frá hans hendi má telja „Norsk Kirkerett" og „Stat og Kirke". Hansson var maður í miklu áliti, bæði í heimalandi sínu og utan þess. Hann var útnefndur heiðursdoktor við amerískan há- skóla í viðurkenningarskyni fyrir störf sín í þágu norsku kirkj- unnar vestan hafs. — Á stríðs- árunum tók hann mjög mikinn þátt í frelsishreyfingu Norð- manna, og var meðal annars með limur í hinni leynilegu kirkju- stjórn norsku kirkjunnar, sem starfaði í blóra við þá kirkju- stjórn, sem kvislingar höfðu sett á laggirnar. Hann hafði orðið að yfirgefa embætti sitt í ráðu- neytinu, og starfaði „að nafninu til“, eins og hans komst að orði, sem fiskimaður, við aðgerð. Var sjómaðurinn ofarlega í Kristian Hansson, og beitti hann Kristian Hansson. sér kröftuglega fyrir kjarabótum hafnsögumanna í Noregi. Annars helgaði hann kirkjunni starfs- krafta sína að öllu leyti. Sem em- bættismaður var hann samvizku- samur og nákvæmur. Hansson hafði mikinn áhuga á norrænni og alþjóðlegri sam- vinnu kristinnar kirkju, og var meðal annars meðlimur í stjórn norrænna kirkjusamtaka. Hingað til íslands kom hann einu sinni sem sendimaður þeirra samtaka, ásamt ýmsum öðrum ágætismönn um frá Norðurlöndum, og í annað sinn kom hann sem gestur ís- lenzku kirkjunnar á Skálholtshá- tíðinni. Hann hafði áhuga á ís- lenzkum kirkjumálum, og var góðvinur margra íslenzkra kirkjumanna. Með Kristian Hansson er fall- inn í valinn einn hinn ágætasti liðsmaður norskrar kristni, víð- sýnn maður, einlægur og sannur, og skarðið verður vandfyllt á vettvangi norrænnar samvinnu. Vér íslendingar þökkum honum af vorri hálfu starf hans, biðjum honum fararheilla inn á eilífðar- innar land og vottum fjölskyldu hans samúð vora. Megi Guð gefa norrænni kristni sem flesta hans líka. Jakob Jónsson. •«lt 1*1* #» Juan Casadesús var krókloppinn, þegar hann stóð í nepjunni og teiknaði þe3sa haustmynd frá Reykjavík Nokkur verk hans <ru nú til sýnis í Mokka-kaffi að Skólavörðustíg 3. Eru það mynd- ir frá Reykjavík og Paris. Leitinni haldið áfram LISSABON, 12. nóvember. — Leitin að portúgalska flugbátn- um, sem nauðlenti á Atlantshafi á sunnudaginn með 36 manns innanborðs er haldið áfram. Nokkurt brak hefur fundizt, sem haldið er að sé úr flugbátnum, en forráðamenn flugfélagsins segja að enn sem komið er hafi ekki tekizt að sanna, að hér sé um brak úr flugbátnum að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.