Morgunblaðið - 13.11.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. nóv. 1958 MOKCVlVnL 4 Ð1Ð 3 . .Eg heyri í þér, skammlífa, skjálfandi alda, skóhljóð tímans, sem fram skal halda. . .“, kvað þjóðskáldið Einar Benediktsson. Þessi brimmynd var tekin vestur við Gróttu í fyrrad. í útsynn- ingi er oft brim við Gróttutanga. hafnir eru frumskilyrði fyrir öryggi og hœttum hag fólksins Frá umræðum á Alþingi i gær Á DAGSKRÁ sameinaðs Al- þingis í gær var tekin til umræðu fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar um framkvæmdaáætlun um hafn argerðir o.fl. frá Ásgeiri Sigurðs- syni. Fyrirspurnin er á þessa leið: Hvað hefur gerzt í sambandi við þingsályktun þá, er sam- þykkt var á síðasta þingi um framkvæmdaáætlun um hafnar- gerðir, endurskoðun hafnarlaga og laga um hafnarbótasjóð? Fylgdi Ásgeir fyrirspurninni úr hlaði og mælti á þessa leið: Eins og hv. Alþingismenn rek- ur minni til var samþ. á síðasta þingi, að fela hv. ríkisstjórn, að láta gjöra í samráði við Vitamála stjóra 10 ára framkvæmdaáætl- un, um hafnargerðir og láta fram fara endurskoðun hafnarlaga og laga um hafnarbótasjóð. Tilgangurinn með tillögunni skyldi vera að stuðla að öryggi og aukinni útflutningsframleiðslu. Til þess að fá fregnir af þessu merka máli, er fyrirspurnin til hv. ríkisstjórnar borin fram. Því leyfi ég mér að spyrja hv. ríkisstjórn að því hvernig málinu miði, hvort þessi athugun hafi átt sér stað, og hvort áætlun hafi þegar verið gjörð. En það er eins og allir vita mjög þýðingarmikið atriði, að þar sé rétt á málum haldið frá upphafi. Það þarf ekki að lýsa því, að þegar samgöngur í lofti og á landi gerast ótryggar, .þá er treyst á samgöngur á sjó. En eins og öllum má ljóst vera véltur þá mjög á því að hafnirn- ar séu góðar og öruggar, svo að öryggi skapast bæði fyrir þá sem í sjávarþorpunum búa og fyrir aðliggjandi sveitir. Það leiðir af sjálfu sér, að svo bezt er hægt að byggja á hvers konar iðnaði á umræddum stöðum, að samgöngur séu ör- uggar. Til þess að skipum sé óhætt á höfnunum í hvers konar veðrum, þurfa hafnarmannvirkin, að vera örugg skipun og hafnirnar vel staðsettar. Hér er því eigi um neitt smá- mál að ræða. Vandinn er að hefja verkið með fyrirhyggju á traust- um grunni. Því þarf að athuga hvort hyggi legra sé fyrir langa framtíð að endurbæta gömul og oft léleg mannvirki eða gjöra ný. Er vert að hafa í huga til- lögur er áður hafa komið fram á hinu háa Alþingi um rannsókn á vissum hafnarstæðum og lúkn- ingu ýmissa hafna, sem mörg ár hafa verið í byggingu og er ekki lokið. Er ekki ástæða nema sér- stakt tilefni gefist til, að telja þær upp, hv. Alþingismönnum, munu nöfn þeirra svo kunn. En góðar hafnir eru frumskil- yrði fyrir öryggi og bættum hag fólksins sem úti á landsbyggð- inni býr. Það er mælt að forfeður vorir hafi verið fundvísir á góð og fög- ur bæjarstæði. Eins voru þeir fundvísir á góðar hafnir fyrir þá tíma. Margar víkur sem og hafnir, er þeir gáfu nöfn, eru hið bezta skjól, sem völ er á fyrir skip, hér lendis, þegar hinar svonefndu hafnir, er nútímamenn hafa valið sér veita ekkert skjól. Það er því að mínu viti nauð- synlegt áður en endanlega er frá málum þessum gengið, að veita þessari hlið málsins fulla at- hygli. Láta athugunina einnig snúast um það, að velja beztu staðina. Það fer ekki milli mála, að um er að ræða lífsspursmál fyrir margar byggðir landsins. Eins er það víst, að við það að atvinnu- öryggi skapaðist á stöðunum við bætt hafnarskilyrði mundi einnig aukast hið margumrædda og æskilega jafnvægi í byggð lands- ins. Væri æskilegt, að fá góðar fregnir af framkvæmd þessa máls. Þess vegna er fyrirspurn þeirri, er að framan greinir, beint til hv. ríkisstjórnar. Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra varð fyrir svörum af hálfu ríkisstjórnarinnar. Kvaðst hann s.l. vor hafa átt tal við vita- og hafnarmálastjóra og beðið hann að framkvæma undirbúning máls ins. Hann hefði talið nauðsyn á tæknilegum athugunum áður en gengið væri frá öðrum undirbún- ingi. Kvaðst fjármálaráðherra þá hafa falið atvinnutækjanefnd að vinna að málinu með vita- og hafnarmálastjóra, og hefðu þess- ir aðilar haldið fundi og unnið að framkvæmdum s.l. sumar. Kvað hann hafa komið í ljóst í sumar, að það mundi skorta ýmis tæki til að rannsóknin gæti verið full nægjandi, en gert væri ráð fyrir. því á fjárlögum næsta árs, að kaupa þau. Ásgeir Sigurðsson þakkaði ráð herra upplýsingarnar. Án þess að hann vantreysti atvinnutækja nefnd, kvaðst hann vilja koma á framfæri, að hann teldi heppi legra, að hafa siglingafróðan mann í þessari nefnd með vita og hafnarmálastjóra, en sér vitan lega væri enginn siglingafróður maður í atvinnutækjanefnd. Fjármálaráðherra kvað hafa þótt heppilegra, að fela atvinnu- tækjanefnd þetta, en setja nýja nefnd. Hins vegar væri ætlazt til að nefndin leitaði álits þeirra maiila, sem bezt eru að sér varð andi siglingar. Fleiri tóku ekki til máls og var fyrirspurnin tek- I in af dagskrá. Dómur komi ekki í stað refsingar Óviðunandi ástand fangelsismála rætt á Alþingi Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var tekin til umræðu þáltill. um athugun á aðbúnaði fanga. Fyrri flm. tillögunnar, Alfreð Gíslason, fylgdi henni úr hlaði með ræðu. Gerði hann grein fyr- ir meginefni tillögunnar, sem er á þá leið að ríkisstjórnin skipi nefnd er athugi aðbúnað fanga og komi í ljós, að aðbúnaðinum sé í einhverju áfátt frá sjónar- miði betrunar, skuli nefndin gera tillögur um nauðsynlegar endurbætur. Kvað flm. hið forna sjónarmið, að refsing væri nauð synleg friðþæging fyrir afbrot, hefði á síðustu árum vikið fyrir því sjónarmiði, að refsing væri meðal til betrunar. Þá kvað hann einnig talið mikilvægt, að refs- ingarmeðferð unglinga væri tek- in réttum tökum frá upphafi. Nú leitaðist menningarþjóðfélag við að veita fanganum vernd í stað hefndar. Flm. kvað ástandið í þessum efnum hér á landi þannig, að við það yrði ekki unað öllu lengur. í fangelsum hérlendis vantaði öll skilyrði til betrunar. Geðlæknar kæmu sjaldan í fangelsin og sál- fræðingar aldrei. Að lokum lagði flm. til að tillögunni yrði vísað til allsher j ar nef ndar. Ólafur Thors kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu flm. Kvað hann tillögu þessa án efa góðra gjalda verða. Tillagan legði meginá- herzlu á rannsðkn ástandsins í fangelsismálum eins og það væri nú, og ef eitthvað kæmi í Ijós við þá rannsókn, sem áfátt væri, frá sjónarmiði betrunar, skyldi nefndin gera tillögur til úrbóta. Þetta væri virðingarvert sjónar- mið og sjálfsagt að veita því stuðning. Hins vegar kvað hann fleiri sjónarmið koma til greina í þessu máli. Hann kvaðst ekki vera þeirrar skoðunar, að rétt væri að láta auga koma fyrir auga og tönn fyrir tönn, þ.e. að skilyrð- islaust beri að refsa fyrir hvert afbrot. Ástandið í þessum mál- um væri á hinn bóginn orðið mjög alvarlegt hér á landi, svo alvarlegt, að við yrðum að spyrja okkur, hvort við vildum láta dóm inn nægja sem refsingu. Hvort það sé aðalatriði að afbrotamað- ur þoli þá niðurlægingu, sem í dóminum felst, en þurfi ekki að taka út refsingu. Framkvæmd þessara mála væri algerlega ó- viðunandi hér á landi. Tók Ólafur nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Minntist hann á manninn, sem var svo óstýri- látur í fangelsinu, að honum var sleppt lausum af því að þjóðfé- lagið treysti sér ekki til að geyma hann. Þá gat hann um annan fanga, sem hafði verið svo ögr- andi í framkomu við fangaverði að þeir kröfðust þess, að fanginn yrði fluttur, en sögðust mundu segja upp starfi sínu ella. Kvað Ólafur vart hægt að búast við því, að þjóðin hefði rétta meðvit und um alvöru afbrotsins, ef þeir, sem slíkt fremdu, gengju lausir öðru hverju. Við værum að vísu alltaf í fjárkröggum, en þessi mál væru í þeirri niðurlægingu, að brýna nauðsyn bæri til að kippa því í lag. Þá vék Ólafur nokkrum orð- um að því, að refsingunni yrði að haga þannig, að þeir, sem af- brotin fremdu, kæmu ekki verri menn út úr fangelsunum. Það væri mjög varhugavert, að setja unglinga, sem hefðu framið af- brot í gáleysi, sinnuleysi eða öl- æði, með mönnum með reglulega glæpahneigð. Ólafur sagði að lokum, að það hefði hvarflað að Sjálfstæðis- mönnum, að hreyfa þessu máli Meðan umræður hefðu staðið yf- ir um það í flokknum hefði þessi tillaga komið fram. Hefðu Sjálf- stæðismenn þá ákveðið, að koma sínum athugasemdum á framfæri við nefnd þá, er fengi málið til meðferðar. Alfreð Gíslason kvaðst fylli- lega viðurkenna, að það væru fleiri hliðar á fangelsismálum okkar, en fram kæmu í tillögunni og hefði Ólafur Thors bent á tvær hliðar, öryggi þjóðarinnar og öryggi fangavarðanna. Þá tók hann undir það, að refsing ætti að vera til viðvörunar. Fleiri tóku ekki til máls og var tillagan samþ. til 2. umr. og allsherjarnefndar samhljóða. Erlend heiti á götum talin ótæk í FYRRA barst bæjaryfirvöld unum bré'f frá manni í Helsing fors með ósk um að gata eða garð ur hér í Reykjavík bæri nafn hins mikla tónsnillings Sibelíus ar. Nú mun þetta mál hafa hlotið endanlega afgre'ðslu nafnanefnd ar bæjarins. Hún mun hafa verið á einu máli um, að erlend gatna nöfn fari svo klaufalega og illa í samsettum ísl. orðum að ekki sé hægt að verða við fyrrgreindri ósk. Sams konar beiðni hafði borizt áður um að gata yrði látin bera nafn hins mikla mannvin ar og snillings Alberts Schweitz ers. STAKSTEIMAR í æðra veldi Alþýðublaðið birtir forystu- grein til lesendanna i gær o* liefur mörg orð um jafnaðar- stefnuna og hversu mikla fram- tíð hún eigi hér og hversu ómiss- andi hún sé. Það var ein setning í þessari forystugrein, sem kem- ur sjálfsagt mörgum undarlega fyrir sjónir. Hún hljóðar svo: „Jafnaðarstefnan er einstakl- ingsframtakið í æðra veldi sam- hjálparinnar“. Þegar maður lítur á þessa setningu, að jafnaðarstefnan sé „einstaklingsframtakið í æðra veldi samhjálparinnar“, þá dett- ur mönnum í hug það einstakl- ingsframtak margra Alþýðu- flokksmanna að hlúa vel að sér í opinberum stöðum og vafalaust er „samhjálp“ þar á bak við. En hvort þetta er eitthvert „æðra veldi samhjálparinnar“ er aftur annað mál. Ef til vill telja Al- þýðuflokksbroddarnir að þetta sé einmitt „æðra veldi samhjálpar- innar“ að koma sér vel fyrir i opinberum stöðum, fá góð og róleg embætti, þar sem þeir geti verið áhyggjulausir út af sinni framtíð. Oft hefur það verið sagt, bæði af meðhaldsmönnum Al- þýðuflokksins og andstæðingum, að þarna hafi þeir gengið of langt, þetta sé flokknum sízt af öllu til góðs, en svona er nú þetta og eru dæmin mjög mörg. Þetta æðra veldi samhjálpar- innar, sem Alþýðublaðið tengir við jafnaðarstefnu, kemur óneit- anlega kátlega fyrir sjónir, þegar á þetta er litið. Athyglisverðar játningar f stjórnarblöðunum dag eftir dag hefur verið skrifað um alls konar misferli á einu og öðru sviði. Sú var þó tíðin að stjórn- arflokkarnir lofuðu að útiloka varnarliðið sem mest frá við- skiptum við innlenda menn og fyrir eina tíð var talað um girð- ingu kringum Keflavíkurflug- völl, þannig að þar kæmist naum ast yfir nema fuglinn fljúgandi. Þetta virðist hafa farið mjög í handaskolum, ef það er rétt, sem Þjóðviljinn segir, að „smygl og þjófnaðir“ séu „í fullum blóma“ þar á vellinum. Þegar ríkisstjórn in kom til valda átti allt að vera „í fínu lagi“, eins og það er kallað, þar átti engin spilling að koma til og atburðir eins og þessir áttu að vera óhugsandi. En það virðist vera önnur raun- in á. Á forsíðu Alþýðublaðsins í gær er stór fyrirsögn: „Stórfelld mls- notkun á þurrafúasjóði!“ Til nánari kynningar á þessu er rétt að birta kafla úr greininni. Greinarkaflinn var svohljóðandiit „Alþýðublaðið hefur fregnað að nokkur brögð séu að því, að fúasjóður sé misnotaður. Á veg- um fjármálaráðuneytisins hefur verið sjóður, er styrkt hefur báta eigendur, er orðið hafa fyrir tjóni af völdum þurrafúa í bát- um sínum. Hafa háar upphæðir verið greiddar bátaeigendum úr fúasjóði, en brögð eru að því, að féð sé síðan notað til annarra þarfa en greiðslu viðgerðarkostn- aðar vegna fúatjóns. Nýlega frétti Alþýðublaðið t.d., að bátseigandi nokkur hefði fengið rúmar 100 þús. kr. greidd ar úr fúasjóði. Er það beint skil- yrði fyrir slíkri greiðslu úr sjóðn um, að hún sé notuð til við- gerðar vegna skemmda af völd- um fúa“. Þegar litið er á frásagnir Þjóð- viljans og Alþýðublaðsins sýnist potturinn hjá þeim vinstri mönn um vera orðinn nokkúð mikið brotinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.