Morgunblaðið - 13.11.1958, Blaðsíða 18
18
MOR'CVN n 14 f> I Ð
Fimmtudagur 13. nóv. 1958
Á æfingu
í Iðnó
Helga Bachman og Gísli Halldórsson. Myndin er tekin
á æfingu.
Nýtt sakamálaleik-
rit sýnt hráðlega
UM miðjan dag í gær leit frétta-
maður blaðsins inn í Iðnó. Þar
var verið að „myrða“ konu á
sviðinu, og var honum tjáð að
það yrði endurtekið á hverjum
degi, ef ekki oft á dag, fram í
næstu viku, þegar sýningar hefj-
ast á enska sakamálaleikritinu:
„Þegar nóttin kemur“. Áður en
að þessu atriði kemur í leikritinu
hefur ýmislegt gerzt, og frétta-
maðurinn lofaði að segja ekki frá
því sem á eftir kemur, svo að
leikhúsgestir viti ekki fyrirfram
hvernig fer fyrir þessum 8 mann-
eskjum, sem eiga hlut að máli.
Þó er óhætt að segja að leikurinn
fer fram á heimili gamallar konu
í hjólastóli og þar er sálsjúkur
maður á ferðinni.
„Þegar nóttin kemur“ er ann-
að viðfangsefni Leikfélags
Reykjavíkur á þessu leikári og í
allt öðrum dúr en „Allir synir
mínir“, sem félagið byrjaði með
í haust. Þetta er regluleg hroll-
vekja og ekki fyrir nema tauga-
sterkt fólk, jafnvel þó það þurfi
ekki að sitja aleitt frammi í
dimmum salnum, eins og blaða-
maðurinn í gær.
Þetta leikrit hefur verið sýnt
við góða aðsókn á Broadway, í
London og víðar, og var leikið í
danska sjónvarpinu í haust. Höf-
undur þess, Emlyn Williams, er
þaulvanur slíkri leikritagerð og
leikur venjulega sjálfur aðalhlut-
verkin í leikritum sínum, þegar
þau eru fyrst sett á svið.
Á sviðinu í Iðnó verða í aðal-
hlutverkum þau Gísli Halldórs-
son, Helga Bachman og Áróra
Halldórsdóttir, en í minni hlut-
verkum eru Guðmundur Páls-
son, Jón Sigurbjörnsson, Nína
Sveinsdóttir, Guðrún Ásmunds-
dóttir og Guðrún ísleifsdóttir.
Þau voru öll í óða önn að æfa
í gær, undir handleiðslu Helga
Skúlasonar, sem nú setur í
fyrsta sinn á svið leikrit í
Reykjavík.
Ólafs Thors í Alþingi, vita hins
vegar mæta vel, að Ólat'ur not-
aði þessi ummæli ekki í neinum
tengslum um landhelgismálið,
heldur í sambandi við umræður
um frumvarp ríkisstjórnarinnar
um að leggja niður þriggja
manna undirnefnd í utanríkis-
málum. Kvaðst Ólafur telja eðli-
legast, að Sjálfstæðismenn hefðu
engin afskipti af makki stjórnar-
flokkanna í því máli, en bætti
því við, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði ekki enn tekið afstöðu til
málsins, og því hefði hann ekki
umboð til að tala fyrir hönd
flokksins í því sambandi. Þessi
misnotkun Þjóðviljans á ummæl-
um Ólafs Thors er í góðu sum-
ræmi við annað innihald hinna
fáránlegu fúkyrðaskrifa Þjóð-
viljans í gær í garð Ólafs Thors.
Það er svo að lokum íhugunar-
efni fyrir þjóðina, að maðurinn,
I sem telur sig vera að berjast
I fyrir íslenzkum hagsmunum í
[ þessu stærsta máli þjóðarinnar,
landhelgismálinu, skuli láta aðal-
málgagn sitt birta íullyrðingar
um það, að formaður lang-
stærsta flokks þjóðarinnar telji
stækkun landhelginnar „til ills“,
einmitt meðan þjóðin á að mæta
erlendum ofbeldisaðgerðum. Að
j vísu er Bretum um það kunnugt,
af fyrri viðskiptum sínum við
Ólaf Thors í landhelgismáiinu,
að hann er allra manna ólíkleg-
1 astur til þess að vera undanhalds-
maður í því máli, en þessi raka-
| lausu skrif Þjóðviljans eru engu
að síður stórvítaverð og til þess
eins fallin að valda þjóðinni
tjóni og leiða til sundrungar, ein-
mitt þegar mest á ríður að þjóðin
sé samhent í baráttunni gegn
hmu erlenda ofbeldi.
Sinfóniuhljómsveit ís-
lands í Þjóðleikhúsinu
— Lúðvik vanrækti
Framh. af bls. I
tveimur dögum áður en ríkis-
stjórnin tók sinar ákvarðanir, til-
kynnti Ólafur Thors forsætis-
og utanríkisráðherra, að flokkur-
inn vildi ekki aðeins 12 mílna
landhelgi heldur einnig útfærslu
á grunnlínunum. Þessi staðreynd
er svo alkunn, að það er tilgangs-
laust fyrir Lúðvík Jósefsson að
reyna að dylja þjóðina þess, að
það er ekki Ólafur Thors, heldur
Lúðvík sjálfur, sem stjórnað hefir
undanhaldi íslendinga í land-
helgismálinu. Það er Lúðvík Jós-
efsson en ekki Ólafur Thors, sem
fellur frá kröfunni um útfærslu
grunnlínanna og hann gerir þetta,
þrátt fyrir mótmæli Ólafs Thors
og viljayfirlýsingu Sjálf-
stæðisflokksins um útfærslu
grunnlínanna. Hið eina, sem
menn eiga eftir að fá svarað,
er hvers vegna Lúðvík Jósefsson
gerði þetta, og það er rétt að
menn velti því þá fyrir sér,
hvort ástæðan muni ekki vera sú,
að Lúðvík hafi frá öndverðu haft
meiri áhuga á að kveikja ófrið-
arbálið milli fslendinga og ann-
arra vestrænna þjóða, heldur en
hinu, að sjá sjálfu málinu borgið.
En sé sú tilgáta rétt, þá geta
menn betur skilið, af hverju hon-
um sást yfir að heimta útfærsiu
á grunr.línunum og lét nægja 12
mílurnar.
Lúðvík Jósefsson verður að
gera sér það Ijóst, að það er hon-
um ofvaxið að kasta rýrð á Ólaf
Thors eða Sjálfstæðisflokkinn í
sambandi við landhelgismálið,
því að það eru einmitt Sjálfstæð-
ismenn, sem þar hafa alltaf haft
forustuna. Og það er líka rétt
fyrir Lúðvík Jósefsson að gera
nér grein fyrir því, að hafi hann
ekki vit á að hafa hægt um sig,
þá verða kannske plokkaðar af
honum fjaðrirnar í þessu máli.
Að lokum skal svo aðeins til
fróðleiks, og sem vitni um sann-
leiksást Þjóðviljans. bent á til—
vitnun blaðsins í þau ummæli
Ólafs Thors, að hann hefði ekki
umboð til þess að tala fyrir hönd
flokks síns í þessu máli“. Segir
Þjóðviljinn, að með þessum um-
mælum hafi Ólafur átt við land-
helgismálið, og notar blaðið síð-
an tilvitnunina sem uppistöðu í
heimskulegar hugleiðingar sínar
um það, að Ólafur Thors sé „ein-
angraður" í Sjálfstæðisflokknum
í landhelgismálinu. Allir þeir,
sem hlýddu á umiædda ræðu
AÐRIR tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands fóru fram í Þjóð-
leikhúsinu í fyrrakvöld. Á efnis-
skránni var forleikur að óper-
unni „Oberon" eftir Weber, kon-
sert fyrir píanó og strengjasveit
með trompet-sóló, op. 35 eftir
Shostakowich og sinfónía nr. 2
í D-dúr, eftir Beethoven.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
var að þessu sinni Hans Antol-
itsch, sem nýlega var ráðinn
hljómsveitarstjóri Ríkisútvarps-
ins. Einleikarar voru Guðmund-
ur Jónsson á píanó og Björn Guð-
jónsson á trompet.
Fyrst lék sveitin „Oberon“-
forleikinn, og stjórnaði Antolitsch
verkinu af myndugleik og krafti,
og naut það sín vel. Konsert
Shostakowich er nokkuð ójafn að
gæðum, að því er mér virð-
ist, og úr ýmsum áttum. Margt
er þó fagurt í fyrsta og J ó sér-
staklega í öðrum þættimim, en
lokaþátturinn dregur verkið nið-
ur. Nú er Shostakowich mikill
meistari, sem hefur vel ráð á
því að vera ekki „banal“. Er hér
annars um mikið verk að ræða.
Guðmundur Jónsson lék píanó-
hlutverkið prýðisvel, var að vísu
nokkuð hlédrægur á köflum, en
leikur hans var í alla staði vand-
aður. Björn Guðjónsson leysti
sitt vandasama hlutverk einnig
ágætlega af hendi.
Sinfónía Beethovens naut sín
yfirleitt vel. En inngangurinn,
Adagio molto, var þó of hraður,
og skapaðist því ekki sá nauð-
synlegi „contrast" við aðalþátt-
inn allegro con brió, sem nauð-
synlegur er. Einnig skorti sums
staðar á hljóðfalls-öryggi, eins og
t. d. í Scherzóinu. Larghettóið var
bezt leikið, en sá þáttur er einn
hinn fegursti sem Beethoven
samdi á yngri árum sínum. Ann-
ars stóð hljómsveitin sig ágæt-
lega undir öruggri stjórn Antol-
itsch. Hann er mikilhæfur stjórn-
andi og röggsamur, og var auð-
heyrt að hann hefur lagt mikla
vinnu og alúð við undirbúning
þessara tónleika.
Aðsóknin var ekki sem skyldi,
en í hvert sinn ætti að vera fullt
hús áheyrenda þegar Sinfóníu-
hljómsveitin leikur. Verður svo
vonandi framvegis. Áheyrendur
fögnuðu einleikurum og stjórn-
anda hið bezta, og einnig hljóm-
sveitin fékk verðskuldaðar þakk-
ir fyrir góða frammistöðu.
Kynningar- og 'útbreiðslu
vika Neytendasamtak-
anna
STJÓRN Neytendasamtakanna
hefur ákveðið að efna til kynn-
ingar- og útbreiðsluviku til þess
að kynna starfsemi og stefnumál
samtakanna og afla aukins með-
limafjölda þeim til eflingar.
Neytendasamtökin hafa oft ver
ið nefnd í sambandi við verð-
hækkanir þær, sem orðið hafa
undanfarna mánuði, og þá oft
verið ætlazt til stórræða af þeim.
Verðlagsmál eru oft svo nátengd
stjórnmálum, að þau verða vart
aðgreind. En Neytendasamtökin
hljóta að kappkosta að standa
utan við flokkadeilur. Gegn al-
mennum verðhækkunum geta
samtökin eflaust seint snúizt, þeg
ar þær eru liður í ráðstöfunum til
að draga úr neyzlu þjóðarinnar.
En öflug Neytendasamtök geta
haft áhrif á verðlag eigi að síður,
og starfsemi þeirra hlýtur ávallt
að stuðla að hóflegu verði. Auk
þess eru margar aðrar hliðar á
hagsmunamálum neytenda og oft
engu veigaminni en verðið. Næg-
ir þar að minna á gæði vöru og
dreifingu hennar, hvernig þjón-
usta er af hendi leyst og með
hvaða skilmálum, hver réttar-
staða kapanda sé o.s.frv.
Það er oft spurt, af hverju
Neytendasamtökin gera ekki
þetta og hitt. Svarið er oft: m.a.
vegna þess, að spyrjandinn hefur
ekki gengið í Neytendasamtökin.
Starfsemi Neytendasamtakanna
hlýtur að byggjast á því, hversu
fjölmenn þau eru. Þess virðist
oft full þörf að minna á það, að
Neytendasamtökin eru félags-
skapur en ekki opinber stofnun,
sem hefur á að skipa starfsliði
eftir áætluðum þörfum. En það
sýnir þörfina á öflugum Neyt-
endasamtökum, hve oft er á þau
minnzt og mikið til þeirra leítað.
Skrifstofa Neytendasamtak-
anna er nú opin 2 klst. á dag,
milli kl. 5 og 7 e.h., en það er
alltof skammur tími miðað við
þann málafjölda, sem samtökin
fá til meðferðar. Árgjald meðlima
er kr. 25. — og er í því innifalið
allt það, er Neytendasamtökin
gefa út meðlimunum til leiðbein-
ingar um vöruval o.fl. og þeim er
jafnframt heimilt að leita til
skrifstofunnar, þar sem þeir geta
fengið ókeypis lögfræðilega að-
stoð og upplýsingar, ef þeir telja
sig órétti beitta í viðskiptum.
Auk þess vinna Neytendasamtök-
in að ýmsum almennum hags-
munamálum neytenda.
Þessa viku verður skrifstofa
samtakanna opin frá kl. 10 f.h.
og þá tekið á móti nýjum með-
limum í síma 1 97 22.
Eflið Neytendasamtökin með
því að gerast meðlimir.
Sveinn Ásgeirsson, hagfræðigur,
Arinbjörn Kolbeinsson, læknir,
Jón Snæhjörnsson, verzl.m.
Knútur Hallsson, lögfræðingur,
Sveinn Ólafsson, forstjóri.
Eina leiðin
LONDON, 12. nóvember — Fram
kvæmdastjóri OEEC lét svo um
mælt í dag, að stofnun fríverzl-
unarsvæðis væri eina leiðin til
þess að samræma efnahagsþróun
landanna 6, sem standa að sam-
eiginlegum markaði og hinna
Jandanna 11, sem eru meðlimir
OEEC.
Jökull Pétursson, mál-
arameisfari fimmtugur
HANN mun því vera fæddur 13.
nóvember 1908, hér í Reykjavík,
sonur Ágústu Þorvaldsdóttur og
hins kunna fræðimanns og hag-
yrðings, Péturs G. Guðmunds-
sonar, bókbindara og síðar fjöl-
ritara.
Strax á „sokkabandsárum"
okkar Jökuls lágu leiðir okkar
oft saman og urðu með okkur
góð kynni. Jökull er maður vel
greindur, sem hann á kyn til, og
ekki hefur hann orðið afskiptur
arfi með hagmælskuna.
Þannig fer hann með þá gáfu
sína, að gott þykir hverjum
vísnavini sem næst honum að
vera. Fyrir utan að vera snjall
hagyrðingur á venjulegan mæli-
kvarða, hefur hann þar sérkenni
og það, að mér virðist meðfætt,
að vera jafnan hittinn á hina
hljómsterkustu stuðla endaríms
og miðríms. Hringhendan er oft
hjá honum eins og þrumugnýr,
eins og höggvið sé broddstafnum
ofan í ísinn við hvert spor, svo
að kveði við, svo sem þessi staka
sýnir, er hann kvað eitt sinn við
mig þegar mér varð vant smá-
hlutar:
Margt þig herja má hér tjón
mundum verjast hörðum
unz þín ferja fer í spón
fjörs á skerjagörðum.
Málgagn okkar málara, blaðið
„Málarinn", hefur notið góðs af
hagleik orðsins hjá Jökli í Ijóði
og lausu máli, því að ritstjóri
hans hefur Jökull verið frá upp-
hafi og líklega venjulega minna
studdur þar til brautryðjanda-
starfsins en skyldi.
Félagssöngur Málarameistara-
félagsins er líka ljóð eftir hann
og sýnir mjög vel, hversu sann-
ur félagshyggjumaður JökSll er.
Jökull hefur um langt skeið
gegnt ritarastarfi Málarameist-
arafélagsins og öðrum tímafrek-
um trúnaðarstörfum fyrir stétt
sína og er slíkt ekki alltaf metið
að verðugu, en er þó oft ekki
svo litlir óbeinir skattar til sam-
félagsins.
Kona Jökuls er Svava Ólafs-
dóttir og eiga þau þrjá uppkomna
syni. Á heimili þeirra hjóna er
gott að koma. Þar er sami létti
andblær orðsins, sem hjá Jökli,
hvar sem hann hittist. Þau hjón
eiga þrjá uppkomna syni, og er
einn þeirra málari.
Ég vil óska þess að stéttarsam-
tökin og þá ekki sízt blaðið
„Málarinn“ megi um langan ald-
ur njóta starfskrafta Jökuls og ég
og aðrir hans ljúfa og hnyttna
gamanmáls.
Að endingu vil ég svo ósfca
honum og fjölskyldu hans til
hamingju með þennan áfanga
ævinnar.
Heill þér vinur, hálfa öld
hefur þú að baki,
ennþá gleðin á sín völd
enginn burt sem taki.
Marga geymi minning frá
mætum gleðistundum,
hugðarmála akri á
er við rósir fundum.
Veit ég alltaf rós við rós
ræktar sólarmegin,
tendrar áfram ljós við ljós
lýsir öðrum veginn.
Ingþór Sigurbjs.