Morgunblaðið - 13.11.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. nóv. 1958
MORCVNBLAÐ1Ð
11
Séð inn yfir Suðureyri í Súgandafirði.
Um Vestfirði:
Myndirnar tók vig.
Blómlegt atvinnulíf á Suðureyri
í Súgandafirði er erfitt um búrekstur
MÉR virtist það hlyti að vera
alllangur fjallvegur um Botns-
heiði frá ísafirði til Súganda-
fjarðar. Það var um það rætt, að
ef til vill myndi heiðin ófær,
enda kominn vetur og nokkuð
snjóað í fjöll. Mér kom því á
óvart, hve skyndilega við vorum
komnir til Súgandafjarðar. Það
var eiginlega ekki annað en fara
upp talsvert bratta brekku og
niður enn brattari brekku og svo
var þetta búið. Þetta var mér
ókunnugum framandi, að fara
um heiðar milli heilla byggðar-
laga, án þess að eyða í það all-
mörgum klukkustundum. En
þannig virtust mér velflestir
vegir á Vestfjörðum, upp og nið-
ur snarbrattar brekkur eða utan
í veggbröttum hlíðum, en vega-
lengdir stuttar.
Undirlendi er nánast ekkert í
Súgandafirði, ekki einu sinni
ræma niður undir föru fyr-
ir veginn. Þegar þessa er gætt
er ekki að undra þótt erfitt sé
að reka kúabú, þar sem svo
óhægt er Um ræktun. Hins vegar
eiga Súgfirðingar um 1200 fjár
svo að búskapur er þar nokkur
þótt jarðir séu ekki margar.
Til Suðureyrar.
Fyrir mann, sem gerst þekkir
breiða dali og ávöl fjöll Norður-
lands, er ekki erfitt að skilja að
lífsbjörgin til lands muni harð-
sótt í þessa þröngu firði. Sjórinn
hlýtur því jafnan að hafa verið
lífgjafi þess fólks sem þá
byggði. Nú eru aðeins 6 jarðir
byggðar í Súgandafirði með sjö
ábúendum.
Lengsti hluti Súgandafjarðar er
örmjór og utarlega lokast hann
því næst af tveimur eyrum og
nokkrum skerjum á milli þeirra.
Eyrar þessar heita 'Suðureyri og
Norðureyri. í skugga snarbrattr-
ar hlíðar hefur þétt byggð mynd-
azt á eyrinni sunnan megin fjarð-
arins. Þangað var ferðinni heitið
að þessu sinni og þar kom ég í
rökkurbyrjun einn síðustu dag-
anna í október.
Staðinn skoðaði ég næsta dag
undir góðri leiðsögn Jóns Krist-
jánssonar verkstjóra. Því miður
gafst mér ekki kostur að hitta tvo
framámenn athafnalífsins á staðn
um, þá Óskar Kristjánsson for-
stjóra ísvers og Pál Friðbertsson
útgerðarmann og kaupmann, sak-
ir fjarveru þeirra og anna. En
mér gafst kostur á að ræða við
sóknarprest staðarins séra Jó-
hannes Pálmason, Jón Kristinsson
skólastjóra og Gissur Guðmunds-
son byggingameistara auk odd-
vitans Hermanns Guðmundsson-
með blóma og samvinna forystu-
manna góð. Enda virðist svo sem
hér geti aðeins lifað við góðan
kost harðsnúnir sjósóknarmenn
og fyrirhyggjusamir athafna-
menn
Nýtt akólahús.
Fyrsta verk mitt eftir góða
næturhvíld var að heimsækja
hið nýja skólahús, sem verið var
að ljúka við og vígja átti við há-
tíðlega athöfn um næstu helgi.
Þar hitti ég yfirsmiðinn, Gissur
Guðmundsson, ennfremur skóla-
stjórann Jón *Kiistinsscn, þar
sem hann í óða ömi var að mála
gólflista, en Jón er maður hagur
og listfengur. Það sem mér fannst
fyrst og fremst einkenna hið nýja
skólahús var, hve stórir glugg-
arnir voru. Er í raunkmi ekki að
undra þótt Súgfirðingar vilji láfa
börn sín njóta eins mikillar birtu
og kostur er, því skuggsælt er
undir Spilli, en það táknræna
glæsilegt. Þar hefur Gissur einnig
séð um yfirsmíði. Fálagslífið er
með mikilli grósku, þótt ekki sé
staðurinn stærri. Fimm félög
hafa staðið að byggingu félags-
heimilisins.
Þegar komið er inn í forstof-
una blasa við nöfn allra félág-
anna greypt í terrassógólfið og
mynda stjörnu í það mitt. Eru
það „Súgandi", verkalýðsfélag-
ið, „Skátar", „Stefnir", íþrótta-
félagið, „Ársól“, kvenfélag, og
„Dagrún“, stúlka. Til hliðar við
forstofuna, sem er rúmgóð og
smekkleg, er gufubaðstofa og
vakti hún sérstaklega athygli-.
mína. Hefur hún verið starfrækt
um 15 ára skeið, en félagsheimilið
er byggt við gamalt samkomuhús,
sem um leið er breytt til sam-
ræmis við kröfur tímans. Salur
gamla hússins er nú kaffistofa
með sambyggðu eldhúsi. Ný salur
hefur svo verið byggður með
leiksviði og er hann 8x12 metrar
á stærð og rúmar um 130 manns
í sæti. Undir sviðinu eru búnings
herbergi. Önnur hæð er yfir for-
stofu og kaffistofu og er þar
bókasafn staðarins, vinnusalur
fyrir kvenfélagið, herbergi fyrir
skáta og fleiri félög. Salur fé-
lagsheimilisins er jafnframt
íþróttasalur og fer þar fram fim
leikakennsla. Allar þessar mynd-
arlegu framkvæmdir bera því
vitni að Suðureyri byggir dug-
andi fólk, er hefur fullan hug á
Hið nýja félagsheimili.
Nýr barnaskóli í byggingu á Suðureyri.
Gesturinn finnur fljótt, að á
Suðureyri býr athafnasamt og
dugandi fólk. Þar er atvinnulíf
Fiskvinnslustöð Páls Friðbertssonar.
nafn ber fjall það, er himinhátt
gnæfir í sólarátt yfir staðnum.
Hið nýja skólahús er 240 fer-
metrar að grunnfleti, á tveimur
hæðum. Undir því er 40 fermetra
kjallari og húsið allt er nálægt
2000 rúmmetrar. f því eru þrjár
kennslustofur og hver þeirra ætl-
uð fyrir 36 börn. Auk þess er
skrifstofa skólastjóra og smáher-
bergi á báðum hæðum fyrir bóka
safn og kennslugögn. Forsalur er
stór og rúmgóður, 4x8 m á stærð.
Er þar geislahitun í gólfi til þess
gerð að forsalurinn haldist jafn-
an þurr. Þá eru snyrtiherbergi
fyrir pilta og stúlkur á báðum
hæðum.
í forsal er gert ráð fyrir að
verði skápur frrir náttúrugripa-
safn, ennfremur er þar allstórt
blómabeð við gluggann, sem er
mjög stór, nánast öll framhliðin.
Þetta blómabeð á bæði að vera
ítil skrauts og til þess að venja
börnin á snyrtilega umgengni og
vekja fegurðarsmekk þeirra.
Tvær kennslustofanna eru á efri
hæð og er hægt að sameina þær
í einn sal, með því að nema burtu
skilrúmið milli þeirra. í skól-
anum er gert ráð fyrir að starf-
rækja unglingadeild.
Á teikningu þeirri af skólahús-
inu sem Skarphéðinn Jóhannsson
arkitekt hefur gert, auk þess sem
þegar hefur verið byggt, er gert
ráð fyrir fimleikasal og viðbygg-
ingu til stækkunar í framtíðinni,
en ekki er að sinni kostur á að
Ijúka allri byggingunni. Þá er
einnig gert ráð fyrir að hjá skól-
anum verði íþróttasvæði staðar-
ins.
Gamla barnaskólabyggingin er
orðin 50 ára og alls ónóg, enda svo
lítil að hún samsvarar forsaln-
um einum í nýja skólahúsinu Nú
eru 80 börn á skólaskyldualdri á
Suðureyri.
Nýtt fálagsheimili.
Eftir að hafa skoðað hið nýja
skólahús fórum við og sáum hið
nýja félagsheimili, sem er einkar
því að byggðarlag þess geti boðið
íbúum sínum upp á góðan að-
búnað á sem flestum sviðum.
Fimm stórir bátar.
Enn er órætt um atvinnu-
ástandið á Suðureyri, sem þó er
þýðingarmesta atriðið. Eins og
fyrr getur er sjórinn sá aflgjafi,
er fólkið sækir lífsviðurværi sitt
til. Nú eru gerðir þaðan út 5
stórir bátar 40—60 tonna. Verið
er að byggja tvo nýja báta úti í
Danmörku fyrir Súgfirðinga og
voru sjómennirnir, sem sækja
áttu annan þeirra að leggja af
stað utan, er ég var þar vestra.
Hinir nýju bátar verða 60—70
tonn að stærð.
Hraðfrystihúsið Isver h.f., er
eitt stærsta fyrirtæki Suðureyr-
ar. Meðan á vertíð stendur veit-
ir það um 40—50 manns vinnu
að staðaldri. Aðra tíma ársins er
vinna stopulli í frystihúsinu. 7—
11 trillur stunda handfæraveiðar
um sumartímann og leggja upp
afla sinn í frystihúsið.
Annað stórt fiskvinnslufyrir-
Framh. á bls. 13.
Hraðfrystihús fsvers h.f.