Morgunblaðið - 16.11.1958, Page 6
6
iu on cvwnr 4 niÐ
Sunnudagur 16. nóv. 1958
Ætlaði að láta fólk gráta, en áhortendur
hafa oftast hlegið að mér,
segir Emilia Jónasdóttir i eftirfarandi viðtali
Ó.... hérna.... afsakið, það
var ekki neitt!
Við erum stödd í Þjóðleikhús-
inu, leikurinn er byrjaður, og
allt í einu rís kona upp úti í
sal og segir þessi orð. Hún virð-
ist ætla að setjast aftur, en sér
sig um hönd, sem betur fer....
þvi upp frá því færist fjör í leik-
inn, og hláturinn kveður við.
Konan er Emilia Jónasdóttir og
leikritið er að sjálfsögðu „Sá
hlær bezt....“
í hléinu bregð ég mér að tjalda
baki. Það er verið að greiða Em-
ilíu í hárgreiðslustofunni. — Ég
Kann alveg prýðilega við Láru
Partridge (kvenhetjuna í leikrit-
inu), segir Emilía. Og ég kann
líka vel við karlana mína (þá
Lárus Pálsson, Indriða Waage,
Róbert Arnfinnsson og Valdemar
Helgason).
— Finnst yður Lára ekki ofur-
lítið brosleg?
— Nei, alls ekki. Hún ætlar
ekki að gera neitt illt af sér. Mér
finnst þessar konur, sem ég túlka
á leiksviðinu ekkert hl^gilegar.
Aldrei kom það fyrir að mér væri
hlátur í hug í Tengdamömmu, þó
hláturinn kvæði alltaf við í saln-
um. Mér finnst ekki síður ástæða
til að taka gamanhlutverkin al-
varlega.
Safnar könnum í frístundum
— Jú, ég á mér ýms önnur
áhugamál, ekki síður en Lára
Partridge. Hún hefur sína
„stjörnuspeki“, og ég hefi t. d.
könnusafnið mitt, á annað hundr-
að könnur af ólíkustu gerðum.
Sú elzta er tinkanna úr skipi,
sem strandaði vestur á Strönd-
um fyrir meira en hundrað ár-
um. Komið þér bara heim til
mín á morgun og þá skal ég sýna
yður þær.
Ég greip því tækifærið, til að
fá að spjalla í ró og næði við
Emilíu og barði að dyrum hjá
henni á tilteknum tíma daginn
eftir og hóf yfirheyrsluna:
— Segir Lára Partridge ekki
eitthvað á þessa leið í „Sá hlær
bezt“: „Ég hefi aldrei gert hand-
arvik. Ég er leikkona“. Það á lík-
lega ekki við um yður?
Emilía hló við. — Nei, ég hefi
unnið margt um dagana. Byrj-
a,ði með ömmu minni í fiski vest-
ut á Dýrafirði, þegar ég var 5
ára gömul ,en ég man ekki eftir
að hafa fengið kaup fyrr en ég
var 8 ára. Þá fékk ég 8 aura á
tímann, en amma fékk 15 aura.
Já, ég hefi verið í síld, unnið á
skrifstofu og í verzlun, safnað
auglýsingum o. m. fl. Og jafn-
hliða því hefi ég alltaf haldið
heimili. Enda er það svo, að
lífið er bezti skólinn. Ég hefi
unnið með mörgu og margvís-
legu fólki, og unnið úr því aft-
ur, eftir að ég fór að leika.
Það hefur komið sér vel, því
ég hefi leikið mörg hlutverk um
dagana. Hvað mörg? Það veit ég
ækki, þó skömm sé frá að segja,
en þau eru ýfir 100 í allt. Þegar
ég var lítil, og sá pabba og
mömmu leika í harmleiknum
„Sigríði Eyjafjarðarsól“ á Dýra-
firði árið 1909, þá sagði ég: „Ég
ætla mér að verða leikkona, þeg-
ar ég er orðin stór og láta fólkið
gráta“. Þó hefur það oftast orðið
svo, að áhorfendur hafa hlegið
að mér. En ég hefi heyrt grátið
líka. Eftirlætishlutverkið mitt?
Yður finnst það eflaust skrítið,
en það er ekki gamanhlutverk.
Það er .Þórdís í Hlíð í leikritinu
„Maður og kona“. Það hef ég
leikið bæði hér oð norður á Ak-
ureyri. Óleikið óskahlutverk?
Ja, ég veit ekki hvort ég fæ
nokkum tíma tækifæri til að
leika það. Það ej Nilla í Jeppa
á Fjalli.
— Það þarf sjálfsagt meira til
að verða leikkona ,en að ákveða
— Hvar byrjuðuð þér?
— Ég lék fyrsta hlutverk mitt
á Akureyri árið 1927 undir stjórn
Haralds Björnssonar, sem þá
var nýkominm utan frá námi.
Það var í leikritinu „Ambrosíus“.
Á Akureyri lék ég í sjö ár, áður
en ég flutti til Reykjavíkur. Hér
var ég svo í 10 ár og hafði þau
ein afskipti af leiklistinni, að ég
setti á svið fyrir barnastúkurnar.
Gamanleikararnir köstuðu
upp af taugaóstyrk
Árið 1941 vann ég í brauðbúð.
Þá hringdi Indriði Waage til mín
og spurði hvort ég vildi koma
og tala við sig og Emil Thor-
mætir manni finnst á augabragði.
En þetta á ekki aðeins við í leik-
húsunum. Flestir verða varir við
þetta í starfi sínu. Ég minnist
þess t. d. þegar ég í 8 ár safnaði
auglýsingum fyrir ýmiss tímarit,
þá fann ég hvernig sambandið
var milli mín og auglýsendanna
um leið og símanum var lyft. —
Suma dagana gekk mér ákaflega
vel, ég fékk margar auglýsingar,
en aðra illa. Fólk er svo misjafn-
lega upplagt.
Ég fæ að fletta albúmi, sem
tvær dætur Emiliu og barnabörn
hennar fimm nafa límt inn í
myndir af henni í ýmsum hlut-
verkum og leikdóma um hana.
Emilía Jónasdottir, leikkona, með hluta af könnusafni sínu.
oddsen. Ég þekkti Indriða aðeins
í sjón og spurði til hvers. Hann
sagði mér að búa mig ofurlítið
undir að gráta og hlæja og
kannski að syngja. Ég fór svo
með atriði úr Þórdísi í Hlíð fyrir
þá, og söng eina vísu, hún var nú
víst ekki sérlega vel valin, byrj-
ar svona: „Þó ég þrítug og þrem
árum betur“. Að lokum sagði
Indriði, hvort ekki væri rétt að
láta mig lesa upp úr revíunni
„Nú er það svart“, sem þeir voru
með á prjónunum. En Emil svar-
aði og því gleymi ég aldrei: „Það
er alveg óþarfi að prófa þessa
konu betur. Fáðu henni handrit-
ið“. Þar með var ég búin að fá
aðalhlutverkið í revíunni. Ég
man það, að þegar ég hljóp upp
Amtmannsstígin, sat kökkur í
hálsinum á mér, svo glöð var ég.
Á frumsýningunni þurfti svo að
ýta mér inn á sviðið. Ég og hann
Alfreð minn Andrésson stóðum
hlið við hlið og köstuðum upp
að tjaldabaki, svo taugaóstyrk
vorum við. Já, maginn, það er
nú meiri stjórnarbyltingin sem
hann gerir stundum fyrir frum-
sýningar. Ég er alltaf taugaóstyrk
fyrir hverja sýningu, en svo
gleymist það eftir að byrjað er.
Ég signi mig alltaf áður en ég
fer inn og mér er kunnugt um
að það gera fleiri leikarar. Það
er ekkert sem styrkir menn bet-
ur en bænin, og oft er þörf á
að biðja. Maður kvíðir alltaf fyr-
ir því, sem er ókunnugt. Ekki
dugar að slá öllu upp í kæru-
leysi.
Allir eru misjafnlega upplagðir
— Jú, sýningarnar eru mis-
jafnar. Um leið og tjaldið fer
frá, finnur leikarinn hvort hann
hefur fólkið með sér. Stundum
dregur það mann niður, eins og
maður sé með grjótpoka á bak-
inu. Sýningin £ gærkvöldi var
mjög góð. Eftir að ég kom heim
hringdi hingað ókunnugur mað-
ur, til að segja mér hvað sér
hefði þótt gaman. Slíkt kemur
oft fyrir og það er ákaflega upp-
örvandi fyrir leikarann. Mest bar
á slíkum upphringingum eftir
sýningar á „Gimbli“ og „Tengda
tendamömmuhlutverkið verið
eins og skapað handa henni
vegna þess að hún hafi æfingu í
erjum við tengdasyni.
Bara að vera með
Við tökum aftur upp þráðinn.
— Já, síðan þeir tóku mig í „Nú
er það svart“, hefi ég alltaf ver-
ið með. Mér er alveg sama hvort
hlutverkin, sem ég fæ, eru stór
eða lítil, bara ef ég fæ að vera
með. Það er undarleg baktería,
Framhald á bis. 16.
I i I 1
I
SKAK
i I i
Það er furðulegt hve oft og um
hve ólík hlutverk leikdómararn-
ir hafa sagt: „Hlutverkið er eins
og skapað fyrir Emilíu Jónas-
dóttur". Þetta er sagt um múlatta
konuna í leikritinu „1 deiglunni",
eskimóakonuna í „Landinu
gleymda", Gróu á Leiti, Magða-
lenu í Æðikollinum, móður Jóns
Hreggviðssonar, tengdamömmu
o. m. fl. Það skal tekið fram að I 20. Hf2 Hab8
Emilía segist eiga tvo indæla Dfl Dd7 23.
tengdasyni, svo að ekki hefur I Ha6 Dc7 25. Rgl (Undirbýr
BANDARIKJAMENN sendu nú
aftur sveit til Olypíuskákmótsins,
en þeir höfðu ekki verið með
tvö síðastliðin mót í Amsterdam
og Moskvu. Þó sveitin væri með
4 stórmeistara innanborðs, þá
tefldi alþjóðlegi meistarinn Lom-
bardy bezt af þeim félögum og
fékk í kringum 67% vinninga.
Hér kemur svo skák eftir þenn-
an unga meistara.
Hvítt: Blau, Sviss
Svart: Lombardy, U.S.A.
Sikileyjar-vörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5f
(Blau teflir þetta afbrigði gjarn-
an, en það gefur hvítum litlar
vonir um að halda frumkvæðinu
þegar fram í sækir) 3. .... Rc6
(Eðlilegast er Bd7, en Lombardy
sækist ekki eftir mannakaupum)
4. 0-0 Bd7 5. c3 a6 6. Ba4 b5
7. Bc2 (í fljótu bragði virðist
svartur hafa unnið tvo leiki með
því að hrekja biskupinn til c2,
en hvítur hefir í staðinn mögu-
leika á að veikja peðastöðu
svarts á drottningarvæng) 7.
... . g6 8. d4 Bg7 9. Be3 cxd4
10. Rxd4(?) (Eftir þennan leik
hefur hvítur gefið frá sér alla
möguleika á frumkvæði. Betra
var því 10. cxd4 og hafa vald á
miðborðinu í lengstu lög) 10.
.... Rf6 11. h3 0-0 12. f4
(Eðlilegra var Rbd2) 12........
e5 13. Rf3 De7 14. fxe5 dxe5
15. b4 (Hvítur á nú þegar í erf-
iðleikum og reynir nú að ná fót-
festu á drottningarvæng, en
hann hefur vanrækt Rbl og hon-
um hefnist fyrir það áður en lýk-
ur) 15......Ilfd8 16. Bc5 De8
17. Del Be6 18. Rbd2 (Loks-
ins) 18.......h6 19. a4 Rh5
(Nú er stundin runnin upp, og
svartur byrjar af fullum krafti
með aðgerðir sínar á kóngsvæng)
21. Kh2 Rf4 22.
axb5 axb5 24.
að hrekja Rf4 með h3 en hann
kemur þeirri hugmynd ekki í
framkvæmd) 25. Bf8t
(Losar sig við sterkan biskup
fyrir lélegan) 26. Bxf8 Kxf8
27. Rb3Bc4 28. Dcl(?) (Betra
var Del)
ABCDEFGH
ABCDEFGH
28..... Rxb4! (Einkennandi
fyrir vel teflda skák er loka leik-
flétta) 29. Da3 (Vitaskuld
ekki 29. cxb4 vegna Bxb3 og
Dcl er valdlaus) 29....Bxb3
30. Dxb4f Kg7 31. Dxb3 (Ann
ars Rd3) 31.....Dc5! (Einn
meginn þátturinn í „fléttunni".
Ef 31. Hfl þá Hd2 og helpress-
ar hvítan) 32. Hxf4 (Eini
möguleikinn) 32......... exf4
33. Rf3 Hbc8! (Lombardy not-
færir sér til hins ýtrasta hve R
og B hvíts eru illa staðsettir, en
þessa erfiðleika hvíts hefur hann
séð fyrir þegar hann byrjað; að
flétta) 34. Bbl (Meiri mögu-
leika gaf 34. Da2 en hvergi nærri
fullnægjandi) 34........ Dxc3
35. Dxb5 Hdl (Hvítur lendir
nú í mátneti) 36. Ba2 Dal!
(Ekki 36..... Dcl vegna 37.
Hxg6f! og hvítur fær að minnsta
kosti þráskák) 37. De5f
(Gálgafrestur) 37....... Dxe5
38. Rex5 Hccl og hvítur gaf þar
sem mát verður ekki umflúið.
IRJóh.
úr
skrifar
daggega iífinu
]
á unga aldri að láta fólk gráta. mömmu“. Já, andrúmsloftið, sem
Húsið fyrst, húsgögnin
síðar.
IYRIR nokkrum dögum sá ég í
einu dagblaðanna áskorun til
iðnaðarmanna, listafólks og ann-
aria bæjarbúa, um að fara nú að
gefa húsgagnasamstæður og ann-
að þess háttar í væntanlegt ráð
hús, „sem aðeins er til á papírn-
n“, eins og það er orðað ofar
greininni. Er þarna verið að
skora á fólk að kaupa og velja
húsgögn í hús, sem ekki er enn
vitað hvernig verður.
Væri nú ekki skynsamlegra
að láta fyrst ljúka við teikningu
hússins og koma því upp, þannig
að séð verði hvers konar húsgögn
þurfi í það, hvaða tegund fer bezt,
hvaða litir o. s. frv. Með fullri
virðingu fyrir smekk hugsanlegra
gefenda, efast ég stórlega um
að það sé heppileg aðferð, að láta
marga ólíka aðila velja innan-
stokksmuni í óbyggð hús.
Hitt er annað mál, að ekki er
nema gott eitt um það að segja,
ef einstaklingar eða félagasam-
tök vilja hafa tímann fyrir sér
og safna fé þangað til stundin
er komin til að skreyta ráðhúsið
að innan og búa það húsgögn-
um, og leggja þá fram fé til kaupa
á ákveðnum hlutum, sem valdir
verði í samræmi við byggingar-
stíl — og í samræmi hver við
annan.
Gripir geta verið fallegir í
sjálfu sér, þó þeir njóti sín eng
an veginn í röngu umhverfi. og
séu beinlínis tii óþurftar, þar
sem þeir eru ekki í samræmi við
annað.
Um 1000 bréf á viku.
VELVAKANDA barst um dag-
inn bréf frá sjómanni, sem
er óánægður með sjómannaþátt-
inn í útvarpinu, eða réttara sagt
með það hve seint sum lögin og
kveðjurnar, sem honum eru send
ar, koma til skila. Segist hann
stundum hafa fengið kveðjur að
heiman eftir að hann var attur
kominn heim, en aðrar hafi aldrei
komið.
Velvaktndi hringdi í því tilefni
til Guinunar Erlendsdóttur og
spurði hr.na, hve maigar beiðnir
um ákveðin lög henni bærust í
viku hverri.
Guðrún sagði, að yfir vetrar-
mánuðina fengi hún í hendur 300
—500 bréf á viku, og í hverju
þeirra væri kveðja til einhvers
ástvinar og beiðni um að honum
væri sent ákveðið lag. Meðan síld
arvertíðin stendur yfir, fjölgar
bréfunum, þá verða þau um 1000
á viku.
Hvað á hún nú að gera? Hún
getur í mesta lagi komið um 100
kveðjum til skila á viku, þ. e. a. s.
ef margar fylgja sama lagi.
Það, sem hún hefur tekið til
bragðs er þetta: Hún reynir að
leika helzt þau lög, sem flestir
biðja um. Með því kemur hún
fleiri kveðjum til skiia, en ef
aðeins ein fylgir hverju lagi. Auk
þess reynir hún að taka eitthvað
af kveðjum, sem hafa beðið lengi,
jafnvel þó beðið sé um lag, sem
ekki er mjög vinsælt. Með því
fæst meiri tilbreytni í þáttinn.
En auðvitað þýðir ekki að taka
alltaf elztu kveðjurnar, því þá
yrði hún mörgum mánuðum á
eftir tímanum og jafnvel árum,
þegar til lengdar lætur. Þá gæti
hún verið að skila kveðju til sjó-
manns, sem íyrir löngu er kom-
inn í land, eða til konu, sem er
löngu skilin við sjómanninn sinn
o s. frv.
Afleiðingin af þessu bréfaflóði
er sú, að um það bil helmingur-
inn af kveðjunum sem berast
komast ekki til skila, og sumar
verða seinbúnar. En kann nokkur
betra ráð?