Morgunblaðið - 16.11.1958, Side 23
Sunniuíagur 16. nðv. 1958
MOltavmtT 4 T) IÐ
23
Unnið að uppsetningu myndanna.
Sýning á myndum áhuga-
Ijósmyndara frá 7 borgum
375 myndir eru á sýningunni sem var
opnuð í gœr
í GÆR var opnuð hér sýning
á 375 myndum áhugaljósmynd-
ara í 7 borgum. Er sýningin í
hinni nýju vinnustofu Ásmund-
ar Sveinssonar, myndhöggvara,
við Sigtún. Stendur Félag á-
hugaljósmyndara í Reykjavík
fyrir henni.
Foto expo, eins og sýningin er
kölluð, var fyrst opnuð í lista-
safninu í Eskiltuna í Svíþjóð 13.
apríl sl. Sendu íslendingar 55
myndir á þá sýningu og álíka
margar myndir komu frá Es-
bjerg í Danmörk,, Stavanger í
Noregi, Jyváskylá í Finnlandi,
Luton í Englandi og Diisseldorf
í Þýzkalandi. Þá var ákveðið að
senda sýninguna til allra þátt-
tökuborganna og er hún búin að
vera í Stavangri. Það leit um
hríð út fyrir að áhugaljósmynd-
arar í Reykjavík yrðu að sleppa
tækifærinu til að fá sýninguna
hingað á þessu hausti, vegna þess
að ekki fékkst sýningarsalur. —
En þá hljóp Ásmundur Sveins-
son, myndhöggvari, undir bagga,
og lánaði nýbyggða vinnustofu
sína, en svo vel stendur á að hann
— Tyrone Power
Framh. af bls. 1
ekkert í veginum fyrir að kvik-
myndinni verði lokið. I henni
leikur Gina Lollobrigida. Tyrone
Power lék Salomon og stóð hann
í skylmingum við eldri bróður
sinn Adomijah (Georg Sand-
ers). Voru þeir afbrýðissamir
hvor út í annan út af Gínu.
Á laugardagsmorguninn virt-
ist Tyrone við beztu heilsu, er
hann drakk morgunkaffi með
konu sinni, Deborah Minardos á
hóteli í Madrid. Hann lagði af
stað til vinnu sinnar kl. 8,30 og
kvaðst mundu koma heim í há-
degismat. Kom andlát hans fólki
á óvart.
Tyrone Power varð heims-
frægur fyrir ;kvikmynda)eik
sinn fyrir stríð. Hann lék þá í
mörgum skrautlegum söngva-
myndum eins og „Lloyds of
London“, „Aleaxnders Ragtime
Band“, „Marie Antoinette" og
„Blóð og sandur“.
í styrjöldinni var hann í her-
þjónustu á Kyrrahafi, en hóf
kvikmyndaleik að nýju að stríð-
inu loknu og þá í alvarlegri
myndum, þar sem reyndi meira
á leikarahæfileika’hans, svo sem
„The Razors Edge“, „Untamed“,
„The Eddy Duchin Story“ og
„Witness for the Prosecution“.
Tyrone Power var þrígiftur.
Fyrsta kona hans var franska
kvikmyndaleikkonan Ananbella,
önni* Linda Christian, sem
hann átti tvær dætur með. í
þriðja skipti kvæntist Tæ eftir-
lifandi konu sinni í maí sl. Á
hún von á barni í febrúar n. k.
er ekki búinn að taka hana í
notkun. Héðan fer sýningin til
Danmerkur, síðan til Finnlands
og svo áfram til hinna þáttöku-
landanna.
Þrír garðyrkjubændur í Hvera
gerði hafa lánað þær pottaplönt-
ur, sem nú eru á markaðinum,
til skreytingar á salnum og hafa
þeir Óli Valur Hansson og Sveinn
Indriðason komið þeim fyrir í
sýningarsalnum.
Ljósmyndasýningin verður op
in alla daga frá kl. 4—10 e. h.
og frá 10—10 á sunnudögum.
Braudenborgar-
konsert fluttur
hjá IvammcriiRi ik-
klúbhnum
5. TÓNLEIKAR Kammermúsík-
klúbbsins á þessu ári verða
haldnir í samkomusal Melaskól-
ans sunnudagskvöldið 16. nóv.
kl. 9 síðdegis.
Verður þá hafinn flutningur
Brandenborgarkonsertanna eftir
J. S. Bach, en þeir eru sex að
tölu og verður sá þriðji fluttur
á sunnudagskvöldið, en hann er
saminn fyrir tíu hljóðfæri, þótt
hann, eins og hinir, séu oft flutt-
ir í hljómsveitarútfærslu. Ráð-
gert er að annar Brandenborgar-
konsert, verði fluttur í desember
á síðustu tónleikum klúbbsins á
þessu ári.
Nokkur skírteini eru til sölu
við innganginn og geta menn
þá gerzt meðlimir og átt kost
á að heyra alla Barndenborgar-
konsertana.
Auk þess verður á sunnudags-
kvöldið flutt Divertimento eftir
W. A. Mozart, K 563, en það er
hrífandi fallegt tónverk.
Þess má geta, að það er fram-
lag úr Músíksjóði Guðjóns Sig-
urðssonar, sem gerir Kammer-
músíkklúbbnum kleift að ráð-
ast í flutning Brandenborgar-
konsertanna.
Dr. Páll ísólfsson mun kynna
verkin en hljóðfæraleikarar úr
Sinfóniuhljómsveit íslands leika
undir stjórn Björns Ólafssónar.
Hvernig œfli úrslit kosn-
inganna verði? 98-
eða 99°Jo
LONDON, 15. nóv. (Reuter) — t dag fara fram kosningar í tveim-
ur Evrópulöndum. Enginn er í nokkrum minnsta vafa um hver
verði úrslit þeirra, vegna þess að löndin eru bæði austan járn-
tjalds og í framboði er aðeins einn listi.
Austur-Þj óðver j ar
kjósa 400 þingmenn
deildar. Auk þess munu þeir
kjósa 14 héraðsstjórnir og borg-
arstjórn Austur-Berlínar.
Frambjóðendur í Austur-
Þýzkalandi eru allir á einum
lista, öruggir með að ná kosn-
ingu. 100 frambjóðendanna eru
fulltrúar kommúnistaflokksins,
96 eru frambjóðendur ýmissa
samtaka kommúnista, svo sem
frá æskulýðsfylkingu þeirra, 46
frambjóðendur eru að nafninu til
frá Frjálslynda flokknum, 47 frá
Kristilega lýðræðisflokknum, 43
frá Þjóðflokknum og 45 frá Smá-
bændaflokknum. Mörg ár eru þó
síðan allir raunverulegir forustu-
menn þessara flokka voru fangels
aðir og er flokkunum því í raun-
inni stjórnað af kommúnistum.
Við síðustu kosningar, sem
fram fóru 1954, var frá því skýrt,
að hinn sameiginlegi listi hefði
hlotið 99,46% atkvæða.
★
Þá eiga að fara fram kosning-
ar í Ungverjalandi. Þar er held-
ur enginn vafi á því hvernig úr-
slitin verða, enda sagði Ferenc
Munnich, forsætisráðherra Ung-
verjalands, í ræðu í dag, að að-
eiga að eins einn flokkur, kommúnista-
til neðri . flokkurinn, væri leyfður í Ung-
verjalandi, vegna þess að enginn
kærði sig um að arðræningjar
fengju tækifæri til að láta í ljós
skoðanir sínar, hvað þá að þeir
fengju að velja fulltrúa á þjóð-
þingið.
Kosningabaráttan í Ungverja-
landi hefur venð einhliða áróður
fyrir því að fólk mæti á kjörstað
og greiði hinum eina lista at-
kvæði. Þessi áróður hefur verið
að kalla skrykkjalaus þó með
nokkrum undantekningum, eins
og á kirkjuþingi nýlega,
þegar lesa átti upp biskups-
bréf, þar sem skorað var á presta
að styðja kommúnistastjórnina.
Meðan á lestri bréfsins stóð,
fengu prestarnir allt í einu óstöðv
andi hóstaköst, svo að vart heyrð
ist mannsins mál.
í síðustu þingkosningum í Ung-
verjalandi, 1953, hlaut hinn eini
listi stjórnarinnar 98,2% allra
greiddra atkvæða. í kvöld var
gefin út fyrirskipun um að loka
öllum vínsölum og veitingastöð-
um, til þess að kjósendur haldi
fullu og óskertu viti.
Vegna jarðarfarar
verða ska-ifstofur okkar, verksmiðjur og
vörugeymslur lokaðar þriðjud. 18- nóv-
ember.
O. Johnsson & Kaaber hf.
Góður árangur
með gamla
gullbornum
VIÐ Sigtún í Laugarneshverfi
hefur elzti jarðborinn, sá sem
notaður var í gullæðinu í Vatns-
mýrinni í gamla daga, borað
niður á allverulegt magn af
heitu vatni. Er borinn nú kom-
inn niður á rúmlega 480 metra
dýpi. Hefur vatnið farið jafnt
og þétt vaxandi og er nú orðið
8,5 sek.lítrar, og er vatnið 98 st.
heitt. í ráði er að bora víðar á
þessu svæði. Það er ákveðið að
vatni úr þessari holu skuli veitt
að dælustöð hitaveitunnar við
Fúlutjörn, en dælustöðin er
þannig úr garði gerð, að hún get-
ur hvort heldur vill dælt vatni
inn á bæjarkerfið, eða dælt því
inn á hitaveitukerfi fyrir Laug-
arneshverfið þegar að því mann
virki kemur.
Við Höfðahún er einnig verið
að bora eftir vatni um þessar
mundir. Vatnið hefur lítið auk-
izt, en það sem kemur þar upp
nú er um 110 stiga heitt.
Umræður
NEW YORK, 15. nóv. —
(Einkaskeyti frá fréttaritara
Mbl. Þór Vilhjálmssyni. —
Umræða hefst á mánudaginn
í laganefndinni um landhelg-
ismál. Fyrstur á mælendaskrál
er fulltrúi íslands, Hans G.'
Andersen.
Ellefu ríki, þ. á m. Banda-
ríkin, Bretland og Frakkland
lögðu í dag fram tillögu þess
efnis að landhelgisráðstefna
yrði lialdin í júlí eða ágúst
nk. Ekkert er minnzt á það,
hvar ráðstefnuna skuli lialda.
Minningarathöfn um bróðir okkar
STLINGRlM KRISTMUNDSSON
frá Isafirði,
sem féU útaf Þorkeli Mána, 16. f.m. fer fram frá HaU-
grímskirkju mánudaginn 17. þ.m. kl. 1,30. Kirkjuathöfn-
inni verður útvarpað.
Fyrir hönd systkina og fóstur systkina.
Guðrún Kristmundsdóttir, Jón Kristmundsson.
BALDUR HELGI BJÖRNSSON
skósmiður,
er andaðist 13. þ.m. verður jarðsettur frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 18. nóv. kl. 10,30 f.h.
Fyrir hönd vandamanna.
Reynir Berndsen.
Eiginmaður minn
GUÐBJÖRN GUÐLAUGSSON
frá Sogni,
sem lézt að heimili sínu þann 12. þessa mánaðar, verður
jarðsunginn miðvikudaginn 19. þ.m. Kveðjuathöfn verður
í Fossvogskirkju kl. 10,30 f.h. Jarðsett verður að Reyni-
völlum kl. 13,30 sama dag. Blóm afbeðin.
Jóna O. Halldórsdóttir.
Þeir sem óska eftir sætum frá Fossvogskirkju að
Reynivöllum hringi í síma 32993 eða 50905.
Útför mannsins míns
ÓLAFS JOHNSON
stórkaupmanns,
fer fram þriðjudaginn 18. þ.m. kl. 2 e.h. frá Fossvogs-
kirkju. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar
afbeðið. Þeim sem kynnu að vilja minnast hins látna
er bent á Styrktar og Sjúkrasjóð verzlunarmanna.
Guðrún Johnson.
Innilegar þakkir til allra fjær og nær, sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin-
konu minnar og móður okkar
SYLVIU JÓNSDÓTTUR
Helgi Stefánsson og dætur.
Háteigsvegi 11.
ÞÖkkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
ÓLAFAR EINARSDÓTTUR
Vandamenn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við
andlát og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður
ALEXANDERS D. JÓNSSONAR
sölumanns.
Björg Þorsteinsdóttir, börn og tengdabörn.
Innilega þökkum við samúð við útför
MAGNEU GlSLADÓTTUR
Sérstaklega þökkum við hjónunum Guðbjörgu og Ein-
ari Guðmundssyni, Vesturvallagötu 6 alla þeirra tryggð
og vináttu við hina látnu.
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.