Morgunblaðið - 20.11.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 20.11.1958, Síða 1
20 siður ftfptttMa 45. árg’angmr. 266. tbl. — Fimmtudagur 20. nóvember 1958 Frentsmiðja Morgunblaðsins Hafa sendiherrarnir legið í Lúðvík og Hannibal? Eysteinn og Lúðvik vörðust allra sagna á Alþingi i gær ekki aðra úr ríkisstj. héldur en hæstv. fjmrh. E.t.v. hafa hinir erlendu sendimenn leitað til hans, og mundi ]»á ekki á honum standa að skýra okkur frá því. Hér er um einfaldar spurning- ar að ræða, og efast ég ekki um, að hæstv. ráðh. er ánægja að því að láta hið rétta koma fram. Ef þeir hafa hins vegar ekki orðið fýrir þeirri ásókn, sem Þjóðviljinn hér skýrir frá þá tek ég fyllilega undir það, að ástæða er til að þetta mál verði rannsak að eins og Þjóðviljinn stingur upp á, og vil ég ákora á ríkisstj. að láta ekki ^Jragast deginum lengur að hefja þá rannsókn. Þeir Eysteinn Jónsson og Lúð- vík Jóesfsson sátu báðir undir ræðu Bjarna Benediktssonar og fengust hvorugur til að svara þó að forseti sameinaðs Alþingis spyrði hvort enginn kveddi sér hljóðs. í dag eru liðin 100 ár frá fæð- ingu sænsku skáldkónunnar Selmu Lagerlöf Nasser slœr eign sinni á Abboud og Súdani og Abboud, segja að byltingar- innar hafi verið þörf, því að Bandaríkjamenn hafi verið búnir að ná tökum á cfnahagslífi lands' ins. ★ ★ | Kaíró-útvarpiS skýrði svo frá| í kvöld, að Súdan-útvarpið hefði farið hörðum orðum um „brezku heimsveldissinnana", eins og kom izt var að orði. Súdanir væru búnir að þjást nógu lengi undan Bretum, þeir mundu aldrei styðja þá héðan í frá. Var boðuð hlut- leysisstefna af hálfu Súdans. — Túlkaði Kaíró-útvarpið valda- töku Abboud, sem sigur fólksins, heimsvaldasinnar mundu ekki Iengur geta klofið samstöðu Ar- abaþjóðanna, sem lyti giftu- drjúgri forustu Arabíska sam- bandslýðveldisins og Nassers. Bulganin man sinn fífil fegurri LONDON, 19. nóv. — Frétta. maður AFP fréttastofunnar í Moskvu skýrði svo frá í gær, ai Bulganin, fyrrverandi forsætis- ráðherra, hafi verið vikið frá störfum sem formanni efnaliags- málanefndar Stavropolshérðas fyrir þá sök að hann hafi neitaS að framkvæma samþykktir flokksins í efnahagsmálum. — Þetta hefir ekki verið opinber- lega staðfest í Moskvu. í ræðu, sem Krúsjeff hélt fyrir nokkru, sagði hann Bulganin fjandmann flokksins. Minnka lieraflann WASHINGTON, 19. nóv. — McEIroy, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði svo frá i dag, að frá 30. júni næsta ára yrði herafli Bandaríkjanna minnkaður um 71 þús. manns. Nú eru 2,596,282 Bandaríkjamenn undir vopnum. Adenauer og de Caulle hittast aftur PARlS, 19. nóv. — Tilkynnt var í dag, að de Gaulle mundi halda til Þýzkalands síðari hluta mán- aðarins og eiga fund með Aden- auer kanslara hinn 26. þ. m. Er hér um að ræða framhaldsvið- ræður frá fundi þeirra í sveita- Aflinn minnkaði ekkert Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær kvaddi Bjarni Benediktsson sér hljóðs utan dagskrár og mælti á þessa leið: Ég kveð mér hljóðs vegna þess, að í málgagni stærsta stjórnar- flokksins er í morgun í aðalgrein skýrt svo frá er ég skal nú greina, með leyfi hæstv. forseta: „Eins og Þjóðviljinn skýrði frá s.l. sunnudag hafa sendiherrar NATO-ríkjanna héx á landi haft sig mjög í frammi undanfarna daga og lagt fast að íslenzkum stjórnmálamönnum að fallast á tillögu Ólafs Thors um ráðherra- fund Atlantshafsbandalagsins. Meðal þeirra var brezki sendi- herrann Mr. Gilchrist. Hafa sendi herrarnir að sjálfsögðu fyrirmæli stjórna sinna um að beita sér í málinu“. Og síðar í greininni segir: „Væri vissulega ástæða fyrir stjórnarvöldin til að rannsaka nákvæmlega, hvernig því máli er háttað". Og er þar vikið að því sama, sem ég las hér upp. Nú vildi ég skýra frá því, svo enginn efi væri á því, að við Sjálfstæðismenn höfðum ekki orðið varir við þennan áhuga hinna erlendu sendimanna. Enda er það ekki nema að vonum, að við verðum hans ekki varir því að erlendir sendimenn hafa að eðlilegum hætti fyrst og fremst samband við ríkisstj. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem stjórnarblaðið hér skýrir frá, hafa sendiherrarnir veitt stjórninni, að því er ætla verð- ur, slíkan aðgang í þessu máli, að með ólíkindum er. Annars mundi ekki frá þessu skýrt í blað inu, allra sízt með þeim hætti, sem gert er Að vísu hefur ekkert annað blað en Þjóðviljinn birt þessar fregnir Þess vegna er það senni- legast, að það sé hæstv sjútmrh. og hæstv. félmrh., sem sendiherr- arnir hafa leitað til, og vildi ég því biðja hæstv. sjútmrh. um að skýra þingheimi og þar með þjóð inni frá því, sem í þessu hefur gerzt. Ef ekki hefur verið leitað til hans, þá spyr ég hann hvaða fregnir hann hafi af umleitunum þessara manna til sinna sam- starfsmanna. Nú sé ég að vísu ★--------------------------★ Fimmtudagur, 20. nóvember. Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3: Viðskiptamálaráðherra neltar að skýra frá ferðum Vilhjálms Þórs. Frá umræðum á Alþingi. — 6: Kosningabardaginn í Frakk- landi. --- Bridge. --- — t: Ræða Thor Thors við umræð- urnar um afvopnunarmál á Allslierjarþingi S.Þ. — 9: Bókaþáttur: „Þrettán sögur“ Hagalíns (s-a-m). — 10: Ritstjórnargreinin: Þögn Lúð- víks og fjarstæður Þjóðviljans. „Vonum að það verði drengur" — sagði Tyrone Power (Utan úr heimi). — 11: í þrívíðum tíma hefur maður yfirsýn yfir allt, sem maður óskar sér og miklu meira. — Spjallað við Halldór Jónasson. — 12: Með herveldi slysast Bretar til að sýna fram á fiskþurrð á ís- landsmiðum, grein eftir Sigur- jón Einarsson, skipstjóra. — 18: Íþróttir. +-----------—-------------jf Abboud gegnir þrem valdamestu embættum landsins KARTÚM, KAÍRÓ, LONDON 19. nóv. — Ibrahim Abboud, foringi súdenska hersins, sem stóð fyrir byltingunni á mánudaginn, sór í dag embættiseið sinn, ekki einn heldur þrjá, því að hann mun setj ast í þrjú valdamestu embætti landsins: Forsætisráðherra, land varnamálaráðherra og forseta- embætti herforingjaráðsins. Lét hann þess getið við þetta tæki- færi, að herinn mundi ekki ætla sér að fara með einræðisvöld „til eilífðar". ★ ★ Það hefur borið til tíðinda, að Nasser og Abboud hafa skipzt á heillaóskum og láta þeir í ljósi óskir um að sambúð ríkjanna verði góð. Arabíska sambands- lýðveldið varð fyrst til þess að viðurkenna hina nýju stjórn Súdan og fara egypzku blöðin lof samlegum orðum um stjórnina PARÍS, 19. nóv. — Josef Strauss, varnarmálaráðherra V- Þýzkalands, skýrði frá því í dag á fundi þingmannasambands Atlantshafsbandalagsríkjanna, að V-Þjóðverjar mundu tvöfalda herafla sinn fyrir árslok 1960. Kvað hann 175 þús. menn nú vera í V-þýzka hernum, en 1960 mundu þeir verða 350 þús. — í kommúnistaherjum í A-Þýzka- landi eru nú 727 þús. undir vopn- um, bætti hann við. Sagði Strauss, að efling V- þýzka hersins mundi koma á jafn vægi á hernaðarsviðinu í Þýzka- landi, það væri öruggasta trygg- ingin gegn kommúnískri árás — í frásögu færandi MIDDELBURG, S-Afríku, 19. nóc. — Frú Sibanyoni ól í gær þríbura. Þetta væri ekki í frá- sögur færandi, ef hún hefði ekki átt þríbura fyrir 9 árum og tví- bura fyrir 11 árum. Hún er 38 ára gömul, gift afríkönskum bæj arstarfsmanni hér. Frúin er því orðin 8 barna móðir eftir að hafa alið börn þrisvar. — segja brezkir togaraeigendur KAUPMANNAHÖFN, 19. nóv. — Einkaskeyti til Mbl. — Samtök brezkra útgerðarmanna tilkynna, að fiskveiðilandhelgisdeilan við ísland hafi ekki valdið neinni afla rýrnun brezkra togara þar í sept ember og október. Segir enn- að vera jafnsterkur Lagði hann áherzlu á það, að uppbygging Atlantshafsbandalagsins miðaði nú vel að markinu — að vernd- un friðarins. En ef til styrjaldar kæmi, sagði Strauss, væri það verkefni Dana og V-Þjóðverja að gæta Rússa á Eystrasalti og sjá um að hvorki ofan- né neðan- sjávarskip kæmust þaðan út í Atlantshaf né af hafi inn í Eystrasalt. París, 19. nóv. ÞAÐ er haft fyrir satt, aS v- þýzka stjórnin sé þess fýs- andi að setja allan sjóher sinn undir danska yfirstjórn til þess að koma flota Atlants hafsbandalagsins á þessu svæði undir eina stjórn og samhæfa hann. Enn liggja ekki fyrir neinar fremur að afli hafi farið minnk- andi á flestum fiskimiðum brezku togaranna síðustu tvö árin og sé ástæðan einhverjar lífeðlis fræðilegar breytingar í sjónum. Fiskimiðin við ísland séu eina undantekningin hvað þetta snertir. Enda þótt afli togaranna hafi ekki minnkað enn sem komið er — þá er ekki útséð um það hvernig fer þegar vetrar og veð- ur spillast jafnframt því, sem tog- ararnir verði alltaf að verjast ís- lenzkum varðbátum. Geislavirkni BRISBANE, 19. nóv. — Brezkur vísindamaður lét svo um mælt í dag, að eftir 50—60 ár mundi geislavirkni andrúmsloftsins verða orðin lífinu á jörðinni hættuleg. Þá mundi aðalorku- gjafi mannky.is vera orðinn kjarnorka. ákveðnar tillögur í þessu efni, en gert er ráð fyrir að þær verði brátt birtar. Mál þetta hefur bor- ið á góma á fundum þingmanna- sambands Atlantshafsbandalags- ríkjanna og sat hermálanefnd fundarins á rökstólunum í dag. Skilaði hún áliti sínu, sem lagt verður fyrir sameiginlegan fund — og sennilega fjallað um það á föstudaginn. Talið er, að í alitinu hafi m. a. setri de Gaulles 14. september sl. Ekki hefur ueitt verið látið uppi um dagskrá fundarins, en hins vegar sagt, að viðskipti og sameiginlegir hagsmunir beggja landanna, svo og samstarf Vest- urveldanna mundi fyrst og fremst rætt. Fullvíst má og telja, að leiðtogarnir ræði hið ískyggi- lega ástand í friverzlunarmálun- um. A. m. k. lét taismaður Kristilega demókrataflokksins, flokks Adenauers, svo um mælt, þegar vitnaðist um fundinn, að vonandi mundi fundurinn leiða til betri horfa hvað stofnun fri- verzlunarsvæðis viðkæmi. Ekk- ert hefur enn verið látið uppi um fundarstaðinn. Hættaáferðum, NEW YORK, 19. nóv. — Brezkl aðstoðarutanríkisráðherrann, All an Noble, lét svo um mælt í dag, að Bretar hefðu ekki gefizt upp á því að koma á fríverzlunar- svæði í V-Evrópu. Sagði hann, að ástæðulaust væri að óttast, að fríverzlunin rækist á fyrir- hugað markaðsbandalag ríkjanna sex, en hætta væri á því, að mark aðsbandalagið einangraðist frá öðrum Evrópuríkjum vestan járn tjalds, ef ekkert yrði að gert — og slíkt mundi einungis gagna kommúnistum, en stofna efna- hagslifi V-Evrópu í bráðan voða. verið hvatt til þess að efla her- aflann við Eystrasalt, búa hann betri vopnum, eldflaugum, með tilliti til árásarhættunnar frá kafbátum Rússa, sem nú hefðu margir eldflaugar. Þá mun og lögð áherzla á nauðsyn þess að koma upp sameiginlegum fasta- her bandalagsins, sem jafnan sé tiltækur til þess að senda þáng- að sem ástandið þykir ískyggi- legt. Þessi her eigi að hafa hin fullkomnustu vopn nútímans undir höndum. Jafnframt mun lagt til, að kaup skipafloti bandalagsríkjanna verði undir eftirliti einnar yfir- stjórhar. V-þýzki herinn tvöfald- aður Þýzki sjóherinn undir danska stjórn Lagt til, að sameigmlegur fastaher NATO verði stofnaður. >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.