Morgunblaðið - 20.11.1958, Side 3
Fimmtudagur 20. nóv. 195b
M O R C V N B L 4 Ð 1 Ð
3
Viðskiptamálaráðherra neitar að skýra
frá ferðum Vilhjálms Þórs
Enn allf á huldu um lántökurnar
A FUNDI sameinaðs þings í gær og hverrar skoðunar hver ein-
var haldið áfram umræðum um
fyrirspurn Magnúsar Jónssonar
til ríkisstjórnarinnar um togara-
kaup.
Bjarni Benediktsson tók fyrst-
ur til máls og sagði:
Ég hafði kvatt mér hljóðs, þeg-
ar þetta mál var hér síðast til
umræðu fyrir réttum hálfum
mánuði, en þá þurfti að slíta
fundi, áður heldur en ég fengi
orðið. Nú er því sumt í gleymsku
fallið, sem þá var um rætt, en>
þó eru nokkur atriði, sem ég
vildi víkja að.
Hið fyrsta er það, að sjávar-
útvegsmálaráðherra skýrði þá
frá, að aðalbankastjóra Seðla-
hankans hefði verið falið að afla
lána til þessara togarakaupa og
hann hefði unnið að málinu þá
undanfarið. Sjávarútvegsmálaráð
herra bætti því við, að ef málið
leystist ekki á næstu dögum,
yrði að grípa til annarra úrræða.
Hvar er Vilhjálmur?
Nú vildi ég af þessu tilefni og
þar sem hálfur mánuður er lið-
inn frá fyrri hluta umræðanna,
spyrja ráðherra, 'hvort nokkuð
hafi gerzt í málinu síðan. Fjórtán
dagar eru þó nokkur tími og þar
sem seðlabankastjórinn mun
hafa verið að vinna að málinu
allan þennan tíma, að því er
manni skilst, þá verður að búast
við því, að máiið liggi nú eitt-
hvað ijósara fyrir en það gerði.
Ég vildi því biðja ráðherrann
um að svara því afdráttarlaust,
hvort lausn sé nú fengin á mál-
inu.
í>á vildi ég spyrja ráðherrann
hvar aðalbankastjóri Seðlabank-
ans hafi leitað fyrir sér um þess-
ar lántökur. Það var svo að skilja
orð ráðherrans á dögunum eins
og bankastjórinn hefði fyrst og
fremst verið í Vestur-Þyzkalandi,
en auk þess skauzt það upp úr
honum, að nokkrar umleitanir
hefðu átt sér stað bæði í Hollandi
og Belgíu.
Um hitt gat ráðherrann ekki,
að seðlabankastjórinn var ein-
mitt, þegar hann gaf skýrslu
sína, staddur í Bandaríkjunum
og hafði farið pangað þeirra er-
inda að leita ásjár utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna um enn
nýja lánveitingu til íslands.
Nú vildi ég spyrja hæstvirtan
ráðherra: Hefur verið leitað eft-
ir þessu láni á öllum þessum
stöðum og e. t. v. fleiri stöðum
á undanförnum vikum?
Hvað víða hefur seðlabanka-
stjórinn farið í lántökuerindum
frá því, að hann hvarf fyrir all-
mörgum vikum síðast brott frá
íslandi?
Hversu lengi hefur hann dval-
izt i hverju landi og hvar er
hann nú niður kominn?
„Tlltekna landið"
Þetta skiptir allt máli, til þess
að átta sig á því, sem hér er um
að ræða. Og þá vildi ég einnig
spyrja ráðherrann:
Hver eru þau önnur úrræði,
sem hann telur, að komi til
greina, ef málaleitanir aðalbanka
stjórans takast ekki?
Ráðherrann gat þess, að í „til-
teknu landi“, sem hann nefndi
ekki, væru einhverjir möguleik-
ar til lántöku. Ég vildi spyrja
ráðherrann:
Hvert er það tiltekna land, sem
ekki mátti nefna við síðustu um-
ræðu, og eru þær ástæður, sem
þá voru þess valdandi, að ráð-
herrann tók til orða á svo dular-
fullan hátt, nú fallnar niður?
Hann gat þess einnig þá, að
innan ríkisstjórnarinnar væri
litið ólíkum augum á, hvar lán
skyldi taka og nvar hagkvæmast
væri að taka lánið. Ég tel nauð-
synlegt, að hæstvirtur ráðherra
skýri afdráttarlaust, í hverju
þe^ai skoðanamunur er fólginn
stakur ráðherra er, ekki sízt
vegna þess, að ráðherrann
beindi því til okkar Sjálfstæðis-
manna, hvort við myndum verða
með lántöku í þessu „tiltekna
landi“, ef alger samstaða fengist
um það. En samstaða milli
hverra?
Fyrst þarf ríkisstjórnin að
gera upp sinn hug og skýra Al-
þingi frá því, hvað þarna er á
ferðum. Alþingi á að fá vitneskju
um, hvert landið er og með
hvaða kjörum hægt er að fá lán-
ið, áður en hægt er að ætlast til
þess, að alþingismenn svari því,
hvort þeir geti haft „algera sam-
stöðu“ við einhverja aðra.
Ríkisstjórnin getur ekki vænzt
„algerrar samstöðu" þingheims,
meðan það eitt er vitað um
afstöðu sjálfrar rík'isstjórnarinn-
ar í málinu, að hún kunni að
geta fengið eitthvert lán í ein-
hverju „tilteknu landi“, sem
ekki er nefnt, og það eitt er sagt
um stefnu stjórnarinnar í mál-
inu, að hún líti ólíkum augum
á, hvar eigi að taka lánið og
hvar hagkvæmast sé að taka
það.
öll þessi atriði er nauðsynlegt
að fá upplýst til þess, að menn
geti gert sér grein fyrir þeim
atriðum, sem hér er um að
ræða, og ég efast ekki um, að
svo skilríkur maður sem sjávar-
útvegsmálaráðherra er, hafi af
því mikla ánægju að svara af-
dráttarlaust þeim spurningum,
sem ég hef hér borið fram.
Ekki hægt að segja
Lúðvík Jósefsson, sjávarút-
vegsmálaráðherra varð fyrir
svörum af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar. Kvaðst hann í fyrirspurnar-
tíma fyrir hálfum mánuði hafa
vikið að því, að það væri ein-
kennilegur háttur hjá Sjálfstæð-
ismönnum, að bera fram einstak-
ar fyrirspurnir og spyrja svo og
spyrja um óskyld efni í þeim
umræðutíma, sem fyrirspurnun-
um væri ætlaður. Nú síðast hefði
1. þm. Reykvíkinga spurt hvar
aðalbankastjóri Seðlabankans
hefði verið upp á síðkastið og
hvar hann væri nú niðurkominn.
Sæu allir, að ekki væri hægt
að svara slíku. Kvað Lúðvík það
ekki sitt, að svara því, hvar að-
albankastjórinn væri niðurkom-
inn, né hvað hann væri að gera.
Hins vegar sagði hann það rétt,
að aðalbankastjóri Seðlabankans
hefði unnið að umræddum lán-
útvegunum á vegum ríkisstjórn-
arinnar, fyrst og fremst í Vestur-
Þýzkalandi. Þá sagði hann, að
það væri fullkominn misskilning-
ur, að hann hefði rætt um það
á dularfullan hátt, hvar hægt
væri að fá lán. Hann hefði sagt,
að ríkisstjórnin hefði tekið lán
til minni skipanna tólf í Sovét-
ríkjunum. Þegar smíði þeirra
væri lokið væri hægt að fá tog-
arana smíðaða í Austur-Þýzka-
landi og hægt að fá lán í Sovét-
ríkjunum með sömu kjörum og
lánið til minni skipanna. Hann
sagðist ennfremur hafa sagt, að
ef ekki tækist að fá lán þar sem
nú væri unnið að lánsútvegun,
þá teldi hann rétt að taka lán
í Sovétríkjunum og fá togarana
smíðaða í Austur-Þýzkalandi.
Hann kvaðst hafa spurt að því,
hvort fulltrúar Sjálfstæðisflokks
ins vildu styðja það, að tekið
væri lán í Sovétríkjunum, en 1.
þm. Reykvíkinga hefði ekki svar
að því. Kvaðst Lúðvík að lokum
vilja beina þeirri fyrirspurn til
Bjarna Benediktssonar, hvort
hann og flokkur hans vildu styðja
þá leið, að tekið væri lán í Sovét
j-íkjunum, en að öðru leyti kvaðst
hann ekki sjá ástæðu til að elt-
ast við spurningalista hv. þing-
manns.
Ný gerð togara
Ásgeir Sigurðsson tók næstur
til máls. Fór hann fyrst nokkrum
orðum um nauðsyn þess, að end-
urnýja togaraflotann, en beindi
síðan nokkrum fyrirspurnum til
sjávarútvegsmálaráðherra. í
fyrsta lagi spurði hann, hvort
nefnd sú, er skyldi vera ríkis-
stjórninni til aðstoðar, væri enn
að störfum. Þá spurði hann um
stærð og gerð hinna nýju togara
og hversu mikill stærðarmunur
yrði á þeim og litlu skipunum,
og hvort þeir gengju fyrir diesel-
vélum eða brenndu lítt hreins-
aðri olíu.
Þá vék ræðumaður að nýrri
gerð togara, sem íslenzkir fiski
menn hefðu veitt athygli að komn
ir væru á miðin. Væri það svo-
kallaðir skuttogarar, en þar er
varpan tekin inn um skut skips
ins, en ekki á hliðinni eins ög
tíðkast á eldri togurum. Sagði
Ásgeir, að Sovétríkin væru kom
in með slíka togara, en einnig
Bretar og Þjóðverjar. Þarna
mundi um að ræða skip framtíð-
arinnar. Gat hann þess, að ís
lenzkur maður hefði um nokkurt
skeið starfað um borð í einum
slíkum togara. Reynsla sú, er af
þeim hefði fengizt, mundi talinn
mjög góð, Spurði Ásgeir að lok-
um, hvort nokkur hinna nýju
togara yrði skuttogari.
Þá varpaði Ásgeir Sigurðsson
einnig fram þeirri fyrirspurn,
hvort nokkuð hefði verið hugs-
að fyrir því, að eitt hinna fimm-
tán skipa yrði útbúið sem fiski
leitarskip.
Óvissa um rússneska lánið
Bjarni Benediktsson kvað það
leitt, að Lúðvík Jósefsson skyldi
ekki treysta sér til að skýra frá
ferðalagi aðalbankastjóra Seðla-
bankans. Hann hefði talið spurn-
inguna fráleita, en áður hefði
hann sjálfur skýrt svo frá, að
bankastjórinn ynni að lánsút-
vegun á vegum ríkisstjórnarinn-
ar. Þingheimi væri full nauð-
syn að vita, hvar hann væri að
lánaleitinni og hvernig hún
gengi.
Þá vék Bjarni Benediktsson að
fyrirspurn Lúðvíks Jósefssonar
til Sjálfstæðismanna. Kvað hann
ekki hægt að taka afstöðu til þess
máls, nema vitað væri að öðru
leyti, hvað hefði gerzt í málinu.
Hvaða leiðir hefðu verið reyndar
til lánsútvegunar og hvernig þær
hefðu reynzt. Það væri ný vitn-
eskja fyrir alþingismenn, ef lán
væri fáanlegt í Rússlandi með
þeim kjörum, sem ráðherrann
segði. En það væri nauðsynlegt,
að frekari gögn lægju fyrir áð-
ur en hægt væri að taka afstöðu
til þess. Varpaði Bjarni fram
þeirri fyrirspurn til þeirra
tveggja ráðherra, sem voru stadd-
ir í þingsalnum (sjávarútvegs-
málaráðherra og fjármálaráð-
herra) hvort þeir vildu skýra
nánar frá þessu rússneska láns-
tilboði. Alþingi ætti heimting á
að fá um það fullkomna skýrslu.
Fyrr væri ekki hægt að taka af-
stöðu til þess. Mjög lærdómsríkt
væri og að heyra, hvort ráðherr-
unum tveim kæmi saman í
skýrslugjöf sinni. Fyrst eftir að
slík skýrsla væri gefin, yrði hægt
að dæma um, hvort réttar ástæð-
ur eða fordómar hefðu ráðið því,
að ríkisstjórnin hefði hingað til
ekki viljað taka rússneskt lán
þessu skyni. #
Að lokum wiinntist Bjarni á
nauðsyn þess, að þingmönnum
væri skýrt frá því, hvernig skip-
in ættu að vera, eins og fram
hefði komið í fyrirspurn 2. þm.
Reykvíkinga. Einnig væri nauð-
synlegt, að reynsla fengizt fyrir
því hvernig þau skip væru, sem
smíðuð hafa verið í Austur-
Þýzkalandi áður en ákvörðun
yrði tekin um meiri skipasmíðar
í sömú stöðvum, og þar með lán-
tökur, sem bundnar væru við
skipasmíði þar.
Ekki vegna fordóma
Lúðvík Jósefsson sagði, að við
hefðum þegar fengið reynslu af
skipasmíðastöðinni í Austur-
Þýzkalandi, við höfum fengið
þaðan báta, sem hefðu reynzt
mjög vel. Hann sagði að það
væri ekki vegna fordóma, sem
lánið hefði ekki þegar verið tekið
í Sovétríkjunum, en það væri sín
skoðun að taka bæri þetta lán og
fá togarana smíðaða í Austur-
Þýzkalandi, þegar smíði minni
skipanna 12 væri lokið, ef pening
arnir fengjust ekki annarsstaðar.
Þá vék Lúðvík að fyrirspurn-
um Ásgeirs Sigurðssonar. Kvað
hann nefndina enn starfandi rík-
isstjórninni til ráðuneytis. Skip-
in yrðu milli 800 og 900 smálest-
ir að stærð og botnvarpan tekin
inn á hliðinni. Þetta yrðu diesel-
togarar. Skuttogarar væru enn
að verulegu leyti á tilraunastigi
og hefðu togaraskipstjórar, sem
kvaddir voru til ráðuneytis um
þetta mál, lagt gegn því að þeir
yrðu keyptir. Meðal þessara skip
stjóra hefði verið hinn kunni afla
maður Sæmundur Auðunsson.
Að lokum skýrði Lúðvík svo frá,
að fyrir nokkru hefði verið haf-
in undirbúningur að því, að smíð-
að yrði sérstakt fiskileitar- og
fiskirannsóknarskip. Væri þeim
undirbúningi langt komið.
Ásgeir Sigurðsson þakkaði fyr-
ir svörin. Kvað hann ánægjulegt
að nefndin væri enn starfandi,
því þá gæti hún skipt um skoð-
un, en það væri alkunna að menn
væru oft seinir til að aðhyllast
nýjungar. Þá fór hann nokkrum
orðum um, hve aðbúnaður á skut
togurunum væri miklu mun
betri en á eldri gerð togara. Á
skuttogurum væru sjómennirnir
í vari við að draga-inn vörpuna
en eins og allir v'issu' sem til
þekktu væri það mikið kulda-
verk á venjulegum botnvörpung
um og sjálfur hefði hann í æsku
séð sjómenn missa fingur við það
starf.
8T4KS1EIHAR
til Morgunblaðsins
Reykjavík, 18. 11. 1958.
Hr. ritstjóri!
AÐ gefnu tilefm bið ég yður að
birta eftirfarandi:
Faðir minn, Stefán B. Jóns-
son, kaupmaður, kom hingað til
lands, eftir 12 ára dvöl í Kanada,
árið 1899, og hafði þá með sér
mörg umboð fyrir alls konar vör-
ur frá Kanada og Bandaríkjun-
um, og hóf hann þegar sölu á
þeim. Má þar nefna fyrstu
hringprjónavélar, sem hingað
fluttust (,,Dundas“), skilvindur
(Alexandra), Patent-strokka,
vagna, skerpivélar, kvarnir, girð
ingavír, svo að eitthvað sé nefnt
og ótal margt ar.nað, sem hann
seldi til einstaklinga, félaga og
kaupmanna um allt landið. Sam-
anber t. d. verðlista prentaðan í
tímaritinu „Hlín“ (sem hann gaf
út 1901—5), nr. 1, 1. ár, 1. okt.
1901 (útg. í Rvík), bls. 71—80.
Stundaði hann og rak umboðs-
og heildverzlun undir sínu nafni
stöðugt frá árinu 1899 til dauða-
dags 1928 og lengst af hér í
Reykjavík, með fullum réttind-
um sem slíkur.
Samkvæmt upplýsingum, er ég
var að fá frá skrifstofu borgar-
fógetans í Reykjavík, hefur
Stefán B. Jónsson fengið borgara
bréf hér hinn 18. júní 1901 (sem
þá voru hin einu verzlunarleyfi,
sem hér voru veitt og tóku til
réttinda til allrar verzlunar, þ. e.
smásölu sem heildsölu).
Hins vegar mun faðir minn
ekki hafa látið skrá firma sitt
þá á firmaskrá þá, sem byrjað
var á árið 1904, þar eð þess gerð-
ist ekki þörf, samkvæmt lögum,
þar sem um einstaklingsrekstur
var að ræða.
Virðingarfyllst,
Þóra Marta Stefánsdóttir.
Skorinorð áljktun um
kjctrdæmamálið
Alþýðuflokksfélag Reykjavík-
ur hélt fund um kjördæmamálið
í fyrrakvöld. Var þar samþykkt
með samhljóða atkvæðum all
skorinorð ályktun um málið. —
Segir í henni á þessa leið:
„Fundur haldinn í Alþýðuflokks*
félagi Reykjavíkur þriðjudaginn
18. nóvember 1958 skorar á full-
trúa félagsins á næsta flokks-
þingi að beita sér fyrir því og
fylgja fast eftir, að þar verði
mótuð skýr og ótvíræð stefna
flokksins varðandi breytingar í
kjördæmaskipun landsins, með
það fyrir augum, að sem mest-
ur jöfnuður fáist um rétt is-
lenzkra kjósenda til áhrifa á
gang þjóðmála, og að sem fyllst-
ur jöfnuður riki um þingmanna-
tölu stjórnarflokkanna, miðað
við atkvæðamagn þeirra. Sér-
staklega bendir fundurinn á þá
leiff að fækka kjördæmum og við
hafa í þeim hiutfallskosniagar,
ásamt nauðsynlegum uppbótar-
sætum til jöfnunar.
Jafnframt ályktar fundurinn
að skora á þingmenn flokksins að
kanna nú þegar möguleika fyrir
samstöðu meiri hluta Alþingis á
nauðsynlegum breytingum, til
þess að ná fyrrgreindu marki“.
Veltur á „festu“ for-
ystunnar
Þessi skorinorða ályktun Al-
þýðuflokksfélags Reykjavíkur
hlýtur aff vekja ánægju allra
þeirra, sem vilja í einlægni beita
sér fyrir heilbrigffri og réttlátri
kjördæmaskipun í landinu. En
eftir er nú að vita, hvernig for-
ysta Alþýðuflokksmanna reynist
í málinu. Mikið veltur á því að
þeir komi fram af þeirri „festu“,
sem flokksmenn þeirra í Reykja-
vík ræða um í ályktun sinni.
Blað kommúnista hefur einnig
undanfarið rætt mikið um nauð-
syn nýrrar og réttlátrar kjör-
dæmaskipunar. Er vel farið að
tveir núverandi stjórnarflokka
skuli nú hafa fengiff slíkan á-
huga fyrir breyttri kjördæma-
skipun. Vonandi eru yfirlýsingar
blaða þeirra ekki yfirborðshjal
í þeim tilgangi einum að hræða
Framsókn gömlu, sem alltaf fær
sting i hjartastað þegar minnst
1 er á réttlæti í þessum málum.
Afstaða Sjálfstæðisflokksins í
kjördæmamálinu er ákveðin og
hiklaus. Hann er hvenær sem er
reiðubúinn til þess að ganga til
samkomulags um réttláta og heið
arlega kjördæmaskipun, sem
trygffi grundvöll íslenzks lýð-
ræðis og þingræffis. Á Sjálfstæð-
ismönnum hefur aldrei staffiff í
baráttunni fyrir þessu réttlætis-
máli.
1. desember nálgast
Hinn 1. desember nálgast. f
dag er 20. nóvember. En ekkert
liggur ennþá fyrir um úrræði
vinstri stjórnarinnar í efnahags-
málunum. Hinn 1 .des. hækkar
kaupgjaldsvisitalan um 17 stig.
Framsókn hefur ýmist haft uppi
ráðagerðir um að fella þessa
hækkun niffur með nýjum laga-
boffurn eða að afla tekna til auk-
inna niðurgreiðslna með nýjum
og stórfelldum sköttum. Affrar
leiffir eygir Eysteinn ekki. Um
þær hefur hann verið að semja
á víxl við Hanmibal og Gylfa.
En báðir eru hræddir, dauð-
hræddir en vilja þó allt til vinna
til þess aff geta lafaff áfram i
ríkisstjórn. Annan daginn vilja
þeir fallast á nýja skatta, hinn
daginn á niðurskurð vísitölunn-
ar. Og timinn líður. Alþingi sit-
ur, Alþýðusambandsþing nálg-
ast — og vinstri stjórnin veit
ekki sitt rjúkandi ráð!!