Morgunblaðið - 20.11.1958, Page 8

Morgunblaðið - 20.11.1958, Page 8
8 M O R GTJ /V B l 4 Ð 1 Ð Fimmtudagur 20. nóv. 1958 Vantraust er undirrót verstu erfiðleikanna í sambúð þjóðanna Rœða Thor Thors um afvopnunarmálið SÉR fer á eftir ræða sú, er Xhor Thors, sendiherra, flutti á Allsherjarþingi S.þ. um afvopn- unarmálið: Herra forseti: Við erum nú komnir að loka- þættinum í umræðunum og af- greiðslu bins svokallaða afvopn- unarmáls. Að þessu sinni gætu ákvarðanir okkar vakið meiri vonir en á mörgum undanförnum árum. Það yrðu eigi færri en þrír dagskrárliðir hjá stjórnmála nefndinni, sem fjölluðu um hið víðtæka og mikla afvopnunar- mál. Stjórnmálanefndin ræddi þetta mál nú í meira en þrjár vikur og árangurinn er nú lagð- ur fyrir þennan allsherjarfund. íslenzka nefndin blandaði sér ekki inn í umræðurnar í stjórn- málanefndinni, og það af ýmsum ástæðum. Þess vegna teljum við rétt, að nota þetta tækifæri til þess að skýra afstöðu okkar til málanna í heild, og atkvæða- greiðslur okkar sérstaklega að því er snertir ýmsar hliðar þessa mesta vandamáls vorra tíma. Ýmsir fulltrúar hér kunna að álíta, að smáþjóð eins og íslend- ingar, sem hefur ekkert herlið, eigi ekkert að hafa að segja um afvopnunarmálið. En, góðir full- trúar, er nokkur hér, sem dirfist að halda því fram, að sprengjur, sem kunna að falla yfir ísland, ef til allsherjar brjálæðis stríðs kynni að draga, mundu verða nokkuð ilmbetri, heldur en sprengjurnar, sem féllu yfir Bandaríkin, Sovétríkin eða Bret- landeyjar? Er það ekki augljóst mál, að ef grimmdin brýzt út óheft, þá mundi eyðileggingin Og tortímingin, sem félli yfir land mitt verða eins átakanlegt og al- gjör, eins og hvarvetna annars staðar og rústirnar yrðu þá svip- aðar og þær rústir, sem yrði að finna í Washington, Moskva, París eða London. Við yrðum vissulega allir fórnardýr rán- fugla dauða og eiturvopna, og það er skylda sérhvers fulltrúa hér að vara við hættunum, og beina öllum kröftum sínum í þágu friðar og til eflingar frið- samlegrar samvinnu og sambúð- ar allra þjóða til þess að reyna að forða heiminum frá dauða- dómi styrjaldar. í pólitísku nefndinni fengum við til meðferðar margar álykt- anir og tillögur, sem í fyrstu virt- ust mjög frábrugðnar. En það varð ljóst í hinum löngu umræð- um, að flestar sendinefndirnar stefndu að sama markmiði, og erf iðleikarnir, góðu heilli, urðu ekki eins ókleifir eins og í fyrstu gat virzt. Aðal einkenni umræð- anna var sú ósk, sem fram kom hjá sérhverri sendinefnd, að til- raunir með kjarnorku- og vetn- isvopn yrðu stöðvaðar þegar í stað. íslenzka sendinefndin áleit, að þingsályktunartillagan, sem bor- in var fram af 17 ríkjum, þar á meðal Danmörku, Noregi, Banda- ríkjunum Brazilíu, Kanada, íran og Síam, væri allra víðtæk- ust, og benti til lausnar á flestum sviðum hins víðfeðma afvopnun- armáls. Við greiddum þess vegna atkvæði með þeirri ályktun, og við álitum að hún ætti forgangs- rétt við atkvæðagreiðsluna. í frystu grein þessara samþykktar segir, að allsherjarþingið leggi brýna áherzlu á það, að við samn ivigana milli ríkjanna, sem hafa KaupsýslumennJ Simi 2-24-80 gjört tilraunir með kjarnorku- vopn, leitist aðilar við á allan hátt að reyna að ná skjótu sam- komulagi um stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn og koma á raunhæfu, alþjóðlegu eftirliti með því. Ennfremur segir, að skorað sé á aðilana, sem að þess- um samningum standa að gjöra engar frekari tilraunir með kjarn orkuvopn meðan á þessum samn- ingum standi. Við getum ekki lokað augun- um fyrir staðreyndum heimsmál- anna nú í dag. Skortur trausts meðal kjarnorkuríkjanna er aðal vandamál vorra tíma, og þetta vantraust er undirrót verstu erf- iðleikanna í sambúð þjóðanna. Það er þess vegna Ijóst, að sér- hvert samkomulag á milli stór- Thor Thors sendiherra veldanna kemur að vafasömu gagni, og skapar ekki hið nauð- synlega traust, nema samkomu- lagið sé styrkt með öruggu, al- þjóðlegu eftirliti. Þessa þýðingar mesta atriðis er gætt í þeirri ályktun, sem stjórnmálanefndin hefur nú samþykkt samkvæmt tiilögu hinna 17 ríkja. Eins og kunnugt er, komu til fundar í Genf. s.l. sumar sérfræð- ingar frá 8 ríkjum þar á meðal frá Bandaríkjunum og Sovét- ríkjunum, til þess að kynna sér, hvort það væri tæknilega kleift að komast fyrir griðarof á vænt- anlegu samkomulagi um stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn. Góðu heilli fór svo, að sérfræðing arnir urðu einum rómi sammála ura það, að þetta væri tæknilega kleift og létu 1 ljósi þá skoðun, ÖRN CLAUSEN heraðsdómslögmaður Málf'utnmgsskrifstofa. Bankastræti 12 — Sími 18499. Látið ekki sambandið við viðskipfavini yðar rofna Mikilvægasti þátturinn í afkomu verzl- unarinnar er að vera í góðum tengslam við fólkið. — Hagsýnn kaupsýslumaður auglýsir því að staðaldri í útbreiddasta blaði landsins. Frímerki Sendi stór, falleg blóma-, dýra- og íþróttamerki. Verð í dönskum krónum, 1 dönsk kr. = 3 íslenzk- ar. Borgist í ónotuðum, íslenzkum frímerkjum. ANDERS NIELSEN Niels Bjerresvej 16, Hajbjerg, Danmark. I. O. G. T, St. Andvari nr. 265 Skemmtun sjúkrasjóðs stúkunnar. Sjkra- og minningarsjóðs frú Guðrún-ar Clausen verður haldin fimmtudagiinn 20. nóv. og hefst ki. 8,45 stundvíslega. Skemmtiat- riði: Tízkusýning. Spurninga- þáttur: Kökubögglauppboð. Kaffi og dans. Aðgangur 15,00 kr. — Æ.t. SKIPAUTGCRB RIKISINS HERÐUBREIÐ austur um land til Vopnafjarð- •ar hinn 25. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpa vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Borgar fjarðar og Vopnafjarðar 1 dag og árdegis á morgun. — Farseðlar seldir á mánudag. að eftirlit með kjarnorkutilraun- um væri æskilegt. Þetta atriði um eftirlit ætti þess vegna ekki að verða málinu til hindrunar. í þriðju grein ályktunarinnar segir, að allsherjarþingið vilji vekja athygli á því, að það sé brýn nauðsyn að ná þegar sem víðtækustu samkomulagi á ráð- stefnunni, sem koma á saman í Genf hinn 10. nóvember til þess að kynna sér tæknileg ráð gegn skyndiárás. Hvað þessa ráðstefnu snertir eigum við aðeins þess úrkosta, að láta í ljós þessa von, eins og til- laga Indlands og Júgóslavíu felur í sér, og við höfum nú þegar sam- þykkt. Þriðja atriðið, sem fram kem ur í ályktun hinna 17 ríkja og tekið var upp samkvæmt tillögu margra ríkja Suður-Ameríku, er það, að óska þess, að því fé, sem sparast við minnkandi vígbúnað verði varið til aukinna framlaga til að bæta lífskjörin í heiminum, einkum þar sem fólkið bágast. íslenzku sendinefndinni var það ánægjuefni að greiða atkvæði með þeirri tillögu, sem borin var fram af Austurríki, Japan og Sví- þjóð, sem sem látin var í Ijósi sú von, að ráðstefnan um kjarnorku tilraunir, sem nú er saman kom- in í Genf megi ná þeim árangri, er leiði til samkomulags allra aðila. Þessari ályktun var ætlað að vera málamiðlunar tillögu, en það tókst ekki, en samt munum við enn á ný greiða henni at- kvæði. íslenzku sendinefndinni var einnig ánægja að því að greiða atkvæði með aðalefninu í ályktun þeirri, sem írland bar fram, þar sem vakin var athygli á þeirri hættu, sem það felur í sér, ef þeim ríkjum fjölgar, sem eiga kjarnorkuvopn í fórum sín- um, því að það gæti aukið við- sjár í heiminum, gjört það erfið- ara að viðhalda friðnum og skap- að aukna örugleika á því að ná allsherjar samkomulagi um af- vopnun. Þetta er sannarlega tímabær aðvörun, og það er aug- ljóst mál að það gæti aukið hætt una á atómstyrjöld, ef mörg riki eignuðust atómvopn, þar sem það kynni að leiða þjóðirnar í þá freistni að vilja ógna óvinunum með atómsprengjum. Þar sem við höfum greitt at- kvæði með öllum þessum álykt- unum, þá álítum við, að ekki sé ástæða til frekari ákvarðana á þessu stigi og að svo komnu, og þess vegna sátum við hjá við at- kvæðagreiðsluna um það eina atr iði í tillögu Asíu og Afríku, sem til atkvæða kom í stjórnmála- nefndinni, og sama munum við gera hér á allsherjarþinginu í dag. Eins og öllum er kunnugt, þá heifir verið algjör stöðvun á störfum afvopnunarnefndar þingsins. S.l. ár jukum við tölu meðlimaríkjanna í þessari nefnd úr 11 í 25 á þeim forsendum, að allir gætu unað við þetta skipu lag, og að afvopnunarnefndin mundi þess vegna hefja störf sín á ný. Þetta hefir algjörlega brugðist. S.l. ár, er þetta mál var til umræðu, taldi íslenzka sendi- nefndin það vera vafasamt, að nefnd samansett af 81 ríki væri fær um að fjalla um hið mikla vandamál afvopnunarinnar. Við létum þó hins vegar það álit í ljós, að það skipti ekki megin máli hversu mörg ríki ættu sæti í nefndinni. Við getum þess vegna sagt, að við fögnúm því, að samkomulag náðist í stjórn- málanefndinni í gær um að setja á laggirnar nýja afvopnunar* nefnd, þar sem öll ríki Samein- uðu þjóðanna eiga rétt á að sitja og kynna skoðanir sínar og óskir. Það er að sjálfsögðu á færi nefnd arinnar sjálfrar að ákveða starfs- reglur sínar þó að henni beri að hafa til hliðsjónar 162. grein í fundarsköpun þingsins. Það er énnfremur réttur nefndarinnar sjálfrar að ákveða, hvort hún telur heppilegt að auðvelda að tilnefna undirnefndir fárra með- lima og nefndir sérfræðinga. Það var góðs viti, þegar hin breytta tillaga Indlands og Júgó- slavíu í þessu efni hlaut stuðn- ing bæði Bandaríkjanna og Sovét ríkjanna, og við síðan samþykkt um með 78 samhljóða atkvæðum. Við höfum þess vegna enn á ný skipulag og tæki innan Samein- uðu þjóðanna til þess að vinna að afvopnun, og það er nú á valdi meðlimaríkjanna, sérstaklega þó atómveldanna, að ákveða það og sýna í verki, í hvaða tilgangi og að hvað miklu leyti þau vilja not færa sér þetta tækifæri til frið- samlegra ákvarðana. Sá einhug- ur, sem ríkti um þetta nýja skipu lag getur gefið mannkyninu nýj- ar vonir, en það getur einnig leitt til mikilla og sárra von- brigða. Það getur oltið á störfum af- vopnunarnefndarinnar, á afrek- um hennar eða úrræðaleysi, hvort mönnum auðnast framveg- is að lifa án stöðugs ótta og skelf- ingar, hvort þeim verður veitt frelsi til að mega vænta betri og öruggari framtíðar. Eins ogégsagði áðanerörðugasti hjallinn í heimsmálunum í dag skortur á trausti milli stórveld- anna. Ef aðeins væri unnt smám saman að eyða því vantrausti svo að eðlileg sambúð meðal allra þjóða heimsins mætti takast, þá mundi mannkynið vissulega geta horft á móti bjartári framtíð á þessari öld atómsins; möguleik- anna til stórkostlegri afreka og kjarabóta mannanna. Það verður því að finna einhverja leið til þess að eyða þessu vantrausti Við vitum, að engin þjóð í heim- inum vill stríð, því að fólkið alls staðar hræðist það og hatar það. Við verðum að finna leið til þess að færa þjóðirnar saman og nær hver annarri, og gefa þeim tækifæri til þess að kynnast betur. Ég vil leyfa mér að bera fram þá hugmynd, að það gæti verið hið mesta heillaráð til að koma á betri sambúð meðal þjóðanna e allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna yrði boðið að koma til fundar í Moskva árið 1959 eða 1960, því á þann veg yrði fólk- inu í Austur-Evrópu gefin gost- ur á að heyra raddir þjóðanna í hinum vestræna heimi, og raun- ar raddir allra þjóða heimsins á þann sama hátt og fólkið í Banda ríkjunum og Vestur-Evrópu á þess kost að kynnast öllum hlið- um á þessu óþolandi ástandi, sem kallað hefur verið „kalda stríðið". Er nú ekki kominn tími til, góðir fulltrúar, að við reynum að binda bráðan bug að því að af- létta þessu óheilla ástandi, og ættum við ekki í þeim tilgangi að reyna að nota sérhvert tækifæri og skapa ný og ný tækifæri fyrir þjóðir heimsins til þess að kynn- ast hver annarri betur. „Saga Snæbjarnar í Hergilsey" og „Siglingin til KVÖLDVÖKUÚTGÁFAN á Ak- ureyri gefur út í ár tvær nýjar bækur. Hin fyrri er Saga Snæ- bjarnar í Hergilsey rituð af hon- um sjálfum. Birtist hún nú í annarri útgáfu prýdd nokkrum myndum og með nýjum formála eftir Sigurð Nordal. Fyrri út- gáfa hefur um langt skeið verið ófáanleg. Önnur bókin er Siglingin til segulskautsins eftir norska heim- skautafarann Roald Amundsen. Segulskautsins" Hana hefur þýtt Jónas Rafnar læknir. í þessari bók segir Am- undsen frá því er hann fyrstur manna sigldi vestur fyrir megin- land Ameríku, norðanvert og allt til Kyrrahafs. í þessum leiðangri var hann þrjú ár, og segir frá ferðalögum þeirra félaga um heimskautslöndin og rannsókn- um þeirra. Amundsen kynntist Eskimóum náið og segir og ýtar- lega frá öllu hátterni þeirra og siðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.