Morgunblaðið - 20.11.1958, Page 13

Morgunblaðið - 20.11.1958, Page 13
Fimmtudagur 20. nóv. 1958 MORCl’NfíLAÐlÐ 13 Aðalheiður Minning ÞÓ nokkuð sé umliðið síðan að Aðalheiður, vinkona mín, and- aðist, langar mig til að gjalda henni skuld mína, þó seint sé, og minnast hennar að nokkru, þar eð ég hef ekki séð það neins staðar gert. Hún var af góðu bergi brotin. Foreldrar hennar voru Gísli Páls- son prests í Víðivík og seinni kona nans Margrét Einarsdóttir. Var hún náskyld séra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi. Það stóðu því að henni ágætar ættir. Kornung gekk Aðalheiður í kvennaskóla Akúteyrar og út- skrifaðist þaðan með hárri eink- unn. Leiðir okkar Aðalheiðar lágu sama árið til Kaupmannahafnar í sama skóla. Ég kynntist fljót- lega lyndiseikunnum hennar, hún fór ekki dult með þær. Hún var hrein og bein og föst fyrir, þegar því var að skipta, þar var enginn flysjungsháttur á ferðinni. Císladóttir Hún var falleg og gáfuleg stúlka, greiðvikin og mátti ekkert aumt sjá. Eitthvað um tveim árum síðar fór hún heim til Fáskrúðsfjarðar og varð þar símastöðvarstjóri. Nokkrum árum seinna, þegar ég kom til Reykjavíkur, var Að- alheiður ásamt móður sinni kom- in til Hafnarfjarðar. Áttu þær þar lítið og snoturt hús, var Að- alheiður þá verzlunarstjóri fyrir útbúi Braunsverzlunarinnar þar. Þegar verzlunin hætti, fluttust þær mæðgur til Reykjavíkur. Stofnaði Aðalheiður verzlunina „Valhöll" á Hverfisgötu með að- stoð bróður síns, Páls Gíslasonar í Kaupangi, hins kunna ágætis- manns. Nokkru seinna keypti Aðalheiður húsið nr. 8, við Loka- stíg og bjuggu þær mægður þar til dauðadags. Margrét andaðist fáum árum á undan Aðalheiði, þá tæplega 101 árs að aldri Var Margrét sérlega heilsugóð fram á síðasta árið, hafði næstum ó- skerta sjón og heyrn, var fróð og stálminnug. Annaðist Aðalheiður hana í banalegunni með kost- gæfni og dótturlegri umhyggju. Sjálf gekk Aðalheiður ekki heil til skógar. Frá unga aldri gekk hún með ólæknandi sjúk- dóm, skjaldkirtilssjúkdóm, sem ágerðist með árunum, og var hún ekki orðin annað en skugginn af sjálfri sér. Hafði hún tvívegis verið. skorin upp af frænda sín- um, Mattíasi Einarssyni lækni. En nokkrum dögum áður en hún lézt, datt hún á hálku og brotnaði illa, og varð það til að binda enda á líf hennar. Líkamskraftarnir megnuðu ekki að standa það af sér. Aðalheiður var ágætlega gefin til munns og handa. Hún hafði Cott húspláss vantar fyrir skóvinnustofu. Tilboð send- ist Mbl. merkt: „33 — 7314“ fyrir laugardag. Til sölu eða í skiptum 5 herb. íbúð í Laugarneshverfi íbúðin er múrhúðuð utan og inna. Eldhúsinnrétt- ing og hreinlætistæki komin svo og málning að nokkru. Stærð 138 ferm. Sér hitalögn. Hagstæð lán geta fylgt. Skipti á 3ja til 5 herb. íbúð væru æskileg. Forskalað timburhús kæmi til greina. Málflutningsstofa Ingj Ingimundarsson hdl., Vonarstræti 4, II. hæð, sími 24753. MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 — Laugaveg 89. yndi af Ijóðum og margs konar fróðleik og hafði mikla kimni- gáfu, en allt var það græskulaust. Hún var mikil sjálfstæðiskona, og hygg ég, að ef heilsan hefði leyft, myndi hún hafa staðið framarlega í flokki þeirra kvenna, sem börðust fyrir sjálf- stæði landsins og jafnrétti kynj- anna, því hún var vel máli farin, og allt íslenzkt þótti henni bezt. Hún var ævinlega glöð og hress og æðraðist ekki yfir heilsuleysi sínu eða öðrum eriiðleikum. Með þessum orðum vil ég þakka Aðalheiði fyrir órofa- tryggð við mig og mitt heimili. Svo bið ég guð að blessa hana. Helga Þ. Smári. 4-5 herb. íbúð ásamt húsgögnum óskast til leigu yfiir tveggja mánaða tímabil frá 1. desember. Góð leiga. — Upplýsingar í Norska Sendiráðinu, sími: 13065- Hér er frásögnin hressileg, lýsingar skorinorðar, kryddið ómengað! „S/Ö 5KIP og sín ögnin af hverju” eftir SIGURÐ HARALS Frásögn af ferðum Sigurðar með sjö skipum um öll heimsins höf, til Asíu, Afríku, Ameríku, Ástralíu og víða um Evrópu. ék S, ák Það er sjómaður sem segir frá á sjómannavísu 4^^ 4^ Áður hafa komið út eftir Sigurð þessar bækur: „Lazzarónar" (1932) „Emigrant- ar“ (1934) og „Nú er hann Tréfót- ur dauður" (1942). r- N Ý BÓK FRÁ ÍSAFOLD t '■ — J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.