Morgunblaðið - 20.11.1958, Side 18

Morgunblaðið - 20.11.1958, Side 18
18 MORCVTSBl AÐIÐ Fimmtudagur 20. nðv. 1958 Samhandsráb /. S. /. á fundi Frœgasti gítarleikari heims heldur hér hljóm leika FUNDUR var haldinn í sam- bandsráði ÍSÍ 14. og 15. nóv. 1958 í húsakynnum ÍSÍ, Grund- arstíg 2A, Reykjavík. Fundinn setti og stjórnaði for- seti ÍSÍ, Ben. G. Waage, erf fund- arritari var Hannes Þ. Sigurðs- son, fundarritari ÍSÍ. í upphafi fundarins minntist forséti ÍSÍ nokkurra forvígis- manna og velunnara íþrótta- hreyfingarinnar er látist hafa frá því að síðasti sambandsráðfund- ur var haldinn, þ. e.: Sighvats Sighvatssonar, for- stjóra, er lézt 3. júlí sl. Dr. Helga Tómassonar, skáta- höfðingja, er lézt 24. júlí sl. Sigurjóns Danivalssonar, for- stjóra, er lézt 15. ágúst sl. Erlendar Ó. Péturssonar, for- j stjóra, formanns KR, er lézt 25. ágúst sl. Guðmundar H. Þorlákssonar, húsameistara, er lézt 31. ágúst sl. Torgeirs Andersen Ryst, sendi- herra Norðmanna, er lézt 8. sept. sl. Fyrrv. forsetafrú Georgíu Björnsson, er lézt 18. sept. sl. Óskars Þórðarsonar, fyrrver- andi íþróttalæknis, er lézt 24. sept. sl. Ólafs JohnsonS, stórkaup- manns, er lézt 9. nóv. sl. Að minningarorðum loknum risu fundarmenn úr sætum sín- um og heiðruðu minningu hinna látnu vina og samherja. Á fundinum voru fluttar skýrslur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og sérsambandanna 6 (FRÍ, GSf, HSÍ, KSÍ, SKÍ og SSÍ) og þar voru tekin fyrir mörg mál. Helztu gjörðir fundarins voru þessar: Skipting á Vá skatttekna ÍSf milli sérsambandanna Samþykkt var eftirfarandi til- laga: „Knattspyrnusamband fslands kr. 2,000,00; Frjálsíþróttasam- band fslands kr. 5,000,00; Skíða- samband íslands kr. 2,800,00; Sundsamband íslands kr. 2,300,- 00; Handknattleikssamband ís- lands kr. 2,900,00 og Golfsam- band fslands kr. 2,000,00. Samtals kr. 17,000,00. Nái % hluti skatttekjanna ekki kr. 17,000,00 lækka framan- greindir styrkir í sama hlutfalli". Tilnefning ÍSf í íþróttanefnd ríkisins fiefndar lýkur í byrjun marz nk. Starfstímabili núverandi íþrótta 1959. Var samþykkt að tilnefna sem fulltrúa ÍSÍ í íþróttanefnd- ina Gísla Ólafsson, ritara ÍSÍ, og til vara Stefán Runólfsson, gjald- kera ÍSÍ. Starfstími nefndarinnar er 3 ár. Staðfesting breytinga á lögum SKÍ Lagðar voru fyrir fundinn nokkrar breytingar sem skíða- þing hafði gert á lögum skíða- sambandsins og voru þær sam- þykktar. Aðild ÍSÍ að Æskulýðsráði íslands Mikið var rætt um aðild ÍSÍ að Æskulýðsráði fslands og að umræðum loknum var eftirfar- andi samþykkt: „19. fundur sambandsráðs ÍSÍ samþykkir aðild ÍSÍ að Æskulýðs ráði íslands“. Landhelgismálið Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt í því máli: „19. fundur sambandsráðs ÍSÍ tekur undir samþykkt fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ í landhelgis- málinu og fagnar stækkun hinn- ar islenzku fiskveiðilögsögu í 12 sjómílur um leið og sambands- ráð fordæmir framkomu og of- beldi Breta. Jafnframt ályktar sambands- ráð að íþróttaleg samskipti við Breta séu ekki æskileg fyrr en þeir hafi látið af ofbeldisverk- um sínum gagnvart íslending- um“. fþróttakennaraskóli íslands að Laugarvatni Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt: „Fundur sambandsráðs ÍSÍ, haldinn 15. nóv. 1958, samþykk- ir að veita skólastjóra og skóla- nefnd íþróttakennaraskóla fs- lands, alla þá aðstoð sem ÍSÍ er unnt að veita til þess að skólinn megi eflast og í því sambandi leyfir fundurinn sér að skora á Alþingi það er nú situr, að veita íþróttakennaraskóla fslands á fjárlögum 1959, allt að kr. 300,- 000,00 til þess að reisa heima- vistarhús". ★ Að lokum þakkaði forseti ÍSÍ fundarmönnum fyrir komuna á fundinn og störfin þar, óskaði hann utanbæjarmönnum góðrar heimferðar og sleit síðan fundi. Á þessum 19. fundi sambands- ráðs ÍSÍ mættu eftirtaldir menn: Ur framkvæmdastjórn ÍSÍ: Ben. G. Waage, Guðjón Einarsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Stefán Runólfsson, Gísli . Ólafsson, Gunnlaugur J. Briem, Axel Jóns- son. Fulltrúi Vestfirðingafjórð- ungs: Óðinn Geirdal, Akranesi. Fulltrúi Norðlendingafjórðungs: Einar Kristjánsson. Fulltrúi Austfirðingafjórðungs: Þórarinn Sveinsson, Eiðum. Fulltrúi Sunn- lendingafjórðungs: Gísli Sigurðs- son, Hafnarfirði. Fulltrúi Rvik- ur: Jens Guðbjörnsson. Frá Frjálsíþróttasambandi íslands: Guðmundur Sigurjónsson og Lárus Halldórsson. Frá Golfsam- bandi fslands: Ólafur Gíslason. Frá Handknattleikssambandi fs- lands: Ásbjörn Sigurjónsson. Frá Knattspyrnusambandi íslands: Ragnar Lárusson. Frá Skíðasam- bandi íslands: Hermann Stefáns- son. Frá Sundsambandi fslands: Ingvi Rafn Baldvinsson. Formað- ur Ólympíunefndar íslands: Bragi Kristjánsson. íþróttafull- trúi ríkisins: Þorsteinn Einars- son. Ritstjóri íþróttablaðsins: Eysteinn Þorvaldsson, og fram- kvæmdastjóri ÍSÍ: Hermann Guðmundsson. Áður en sambandsráðsfundur hófst fóru fulltrúar á fúndinum til Bessastaða í boði forseta ís- lands, hr. Ásgeirs Ásgeirssonar, verndara ÍSÍ, og forsetafrúar, Dóru Þórhallsdóttur. Þar fengu fulltrúarnir alúðar- viðtökur svo sem vænta mátti. Aðstoð við Túnis? TÚNIS, 19. nóv. — Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að undanfarna daga hafi bandarísk skip flutt 2,300 lestir af hveiti frá Bandaríkjunum til Túnis til handa alsírskum flóttamönnum, sem dveljast í Túnis. Síðustu 7 mánuðina hafa Bandaríkjamenn sent alsírskum flóttamönnum í Túnis 8,000 lest- ir af hveiti, 450 lestir af osti og 60 af þurrmjólk. Burgiba, Túnisforseti ræddi í daga við bandaríska sendimenn, fulltrúa þeirrar stjórnardeildar í Washington, -sem annast efna hags- og tækniaðstoð við útlönd. Hefur i 50 ár leikið fyrir húsfylli víðs- vegar um heim í GÆRKVÖLDI hélt frægasti gí- tarleikari heims, Andrés Segovia, sína fyrstu hljómleika hér á landi. Lék hann fyrir styrktarfélaga Tónlistarfél. í Austurbæjarbíói. í kvöld leikur listamaðurinn aftur á vegum Tónlistarfélagsins og á föstudaginn heldur hann hljóm- leika fyrir almenning á sama stað. Ekki getur orðið úr fleiri hjómleikum að þessu sinni, þvi hann fer af landi brott á laugar- dagsmorgun. I ár eru liðin 50 ár síðan Sego- via lék í fyrsta skipti opinberlega, þá 14 ára gamall. Þeir hljómleik- ar voru í Granada á Spáni, ætt- landi hans. Síðan hefur hann ferð ast um og leikið í næstum öllum löndum heims, hvárvetna við hús fylli. Oft er aðsóknin svo mikil, að forráðamenn hljómleikanna freistast til að láta áheyrendur sitja uppi á sviðinu. — Ég er stundum eini maðurinn, sem sæmilega fer um fyrir þrengsl- um, sagði Segovia, þegar þetta bar á góma í viðtali, sem hann átti við fréttamenn í gær. Á 2. hundrað hljómleikar á ári. Andrés Sogovia er nú búsettur í New York, og er hann vanur að halda 45 hljómieika í Ameríku, frá því fyrst í janúar og til maí- loka ár hvert. En þá leggur hann land undir fót, og áður en árið er liðið, hefur hann venjulega haldið 100—120 hljómleika víðs vegar um heim. í vor fer hann — Kvikmyndir Framh. af hls. 9 nafninu sínu á þennan merkilega seðil. — Þetta er allur minn leik- listarferill, segir hún að lokum. — Ég átti að vera með í myndinni, sem Tyrone Power var að leika í, þegar hann dó um daginn, en myndatakan í Madrid dróst þang- að til ég var að fara heim. — Mundirðu vilja verða kvik- myndaleikkona? — Nei, ég hefi engan áhuga fyrir því og sjálfsagt enga hæfi- leika heldur. Ég held að það sé ekkert sérlega skemmtilegt að tönnlast á sömu setningunni 10—20 sinnum, með æpandi karla allt í kringum sig. Leikararnir áttu sannarlega ekki sjö dagana sæla í Madrid. Það bogaði alltaf af þeim svitinn. Annars fannst mér reglulega gaman að þessu ævintýri. — Og hvað gerirðu núna, eftir að þú ert hætt að vera kvik- myndastjarna? — Ég vinn hjá flugvélaafgreiðsl unni á Keflavíkurflugvelli, er „Ground stewardess“, eins og það er kallað. Þú getur þýtt orðin ef þú villt og kallað mig „jarð- neska flugfreyju." Svo mikið er víst, að ég verð að halda mig við jörðina. t. d. til Japan, Ástralíu, og Nýja Sjálands. Hingað skrapp hann frá Hamborg, en hann er á hljóm leikaför um Þýzkaland um þessar mundir. Var ísland eina landið í Evrópu, sem hann hefur ekki komið til með gítarinn sinn, en hann sérstaklega smíðaður handa honum í Miinchen árið 1936. — Sogovia fór frá Spáni árið 1923, til Parísar, og 10 árum síðar flutt ist hann til Sviss. Þegar borgara- styrjöldin skall á í heimalandi hans, flutti hann til Uruguy í Suður-Ameríku og 1943 til Bar da ríkjanna. Hefur franskur blaða- maður skrifað ævisögu hans, sem þýdd hefur verið á mörg tungu- mál. Bach vantar aldrei á efnisskrána. Á efnisskrá hljómleikanna í Austurbæjarbíói eru m. a. fjögur lög tileinkuð listamannmum, eft- ir Torroba, Tansman, Castelnu- ovo-Tedesco og Rodrico. Önnur lög eru eftir Milan, Roncalli, Scar latti, Granados og síðast en ekki sízt Bach, sem aldrei vantar á efnisskrána hjá Segovia. Lista- maðurinn er mikill Bach-aðdá- andi, segir að hann gnæfi yfir alla aðra eins og Himalayafjöllin yfir önnur fjöll. Hljómleikar Segovia eru 10. tón leikar Tónlistarfélagsins fyrir styrktarfélaga á þessu ári. Ekki er enn ákveðið hvenær næstu tón leikar Tónlistarfélagsins verða, en þá leikur Björn Ólafsson fiðlu- leikari. Ný bók eftir Björn J. Blöndal ÚT er komin ný bók, eftir skáld- ið og bóndann Björn J. Blöndal. Er þetta skáldsaga og nefnist-hún „Örlaga þræðir". Hér er um að ræða fyrstu skáldsögu Björns og sagði hann í stuttu samtali við Mbl., að hún gerðist í sveit. — 'Bókin er gefin út af Bókaútgáf- unni Norðra. Hún er 227 blaðsíð- ur. Áður hafa komið út eftir Björn J. Blöndal eftirtaldar bækur: „Hamingjudagar" og „Að kvöldi dags“, sem eru endurminningar skáldsins. Báðar þessar bækur vöktu mikla athygli, þegar þær komu út og voru í hópi beztu sölubóka. — 1953 gaf Björn út bókina „Vinafundir", sem fjallar Hjörn J. Blöndal um átthagafræði og náttúrufræði, enda er skáldið mikill náttúru- skoðari og veiðimaður eins og sjá má af næstu bók „Vatnamaður", sem út kom fyrir tveimúr árum. Bækur Björns J. Blöndals hafa alltaf vakið athygli, þegar þær hafa séð dagsins ljós og sérstak- lega hefur hann fengið hrós fyrir látlausan stíl og gott mál. AKRANESI, 19. nóvember.—Tog arinn Akurey kom í dag af Nýja Fylkis-miðum með tæpar 300 lest ir af karfa eftir 16 daga veiðiför. Fengu þeir vonzkuveður vestur um haf, en gott veður á miðunum og á heimleiðinni. — O.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.