Morgunblaðið - 29.11.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1958, Blaðsíða 12
MOnCUlSBL 4 fílÐ Laugardagur 29. nóv. 1958 mitt verið f hinni daglegu röntgen skoðun og það var mjög áríðandi, að hjarta hans og l'ungu væru und ir stöðugu eftirliti, því það var hættulegt, ef slím safnaðist í loft- vegunum í slíku tilfelli. Hættan á smitun var alltaf mikil, og það varð að hreinsa hálsinn við og við með pípu. Tómasi var ekkert vel við þessa meðferð, en hann skildi auðsjáanlega, að hún var nauðsyn leg og b.ar hana með sæmilegri þolinmæði. Nú lá hann og var að fletta bók, en leit undir eins til dyranna, þegar Súsanna kom inn. Það leit helzt svo út, að hon- um leiddist. „Er ekki gaman að bókinni?“ spurði Sú&anna og gekk að rúm- inu. „Jú, en ég hef lesið hana svo oft“, svaraði hann. „Á fyrstu blað síðunni er konungur og höll, síð- an kemur kóngssonur og kóngs- dóttir og heill hópur af tröllum, og seinast dansa þau öll. Átt þú ekki aðra bók?“ „Við verðum að spyrja ungfrú Ingrid, hún á heil-mikið af bók- um. Nú mátt þú bráðum fara að sitja uppi, það verður miklu meira gaman“. „Pabbi ætlaði að koma í dag, en nú er ég búinn að bíða svo lengi og hann er ekki kominn enn- þá. Hann ætlaði að koma með eitt hvað handa mér. Heldur þú að hann hafi gleymt því?“ „Nei, áreiðanlega ekki, hann kemur efalaust, — en hann hefur áreiðanlega mikið að gera. Það er ekki heldur svo framorðið ennþá. Þú skalt sjá, að það verður ekki svo langt þangað til hann kemur, Tómas. Hvernig líður þér ann- ars? Þú átt víst ekki erfitt með að draga andann?“ „Nei“, sagði Tómas, og bætti við í sömu anúránni, „pabbi minn á bíl. Stóran bíl með f jórum hurð- um. Hann ekur fjarska vel“. „Já, það get ég hugsað. — Nú HESTAR Litmyndabók af íslenzkum hestum og íslenzku landslagi. Frú Helga Fietz tók myndirnar. Dr. Broddi Jóhannesson samdi textann. Prentuð hjá Mandruck í Múnchen í Þýzkalandi. „Er prentunin með fádæmum góð og myndirnar snilldarverk“. Morgunblaðið 26. nóv. „Undurfalleg og afbragðs vel gerð . . . Hressandi og rammíslenzkur blær yfir öllum þessum fögru myndum af íslenzkum hestum“. Alþýðublaðið 26. nóv. Tilvalin gjafabók. — Verð kr. 110.00. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1. desember. Samkvæmiskjólar MARKAÐURINN Hafnairstræti 5. Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmibja iblah orcj-imt )ómó Súsanna var svo niðursokkin í þessar hugsanir, að hún hafði nærri rekið sig á ungfrú Corel, sem kom á hraðri göngu fyrir horn. Súsanna baðst afsökunar á athugunarleysi sínu, og fór að tala um frú Blomgren. „Við verðum að biðja félags- málaráðunautinn að athuga, hvernig börnunum hennar líður. Hún hefur áhyggjur af þeim lið- langan daginn. Og svo tökum við til við rannsóknirnar á morgun. Það er gamalt magasár og það verður áreiðanlega að gera skurð- aðgerð á henni“. | Deildarhjúkrunarkonan fussaði „Skárri er það nú hegðunin hjá I ungum hjónum *ú á dögum. — Maðurinn er vitanlega drykkju- maður. Hvers vegna getur fólk ekki hugsað sig dálítið um, áður en það giftist og eignast börn, sem það varla getur séð fyrir Súsanna var með hugann við frú Blomgren á meðan hún var að skrif-a brottskráningarmiða handa nokkrum sjúklingum, sem áttu að fara heim morguninn eft- ir. Hin unga, fráskilda kona, var hér um bil jafnaldra hennar sjálfrar, en að mörgu leyti miklu reyndari. Það gat farið svo, að hún yrði fyrir ýmsu, sem hefði meira eða minna áhrif á hana, en hún gat varla beðið svo sáran ósigur, að sjá hjónaband sitt fara út um þúfur og sitja eftir ein með þrjú lítil börn. Súsanna fór skyndilega að gefa því gaum, hve rólegt og öruggt líf hennar sjálfr ar hafði verið hingað til, og hversu mikið hún mátti vera þakk lát fyrir. Myndi hún. nokkru sinni geta skipt á þessu Iífi og öðru, sem var óvissara, og látið tilfinningar sín- ar ráða um framtíðina. Frú Blom gren hafði gert það. Þúsundir kvenna höfðu gleymt skynseminni og látið tilfinningarnar ráða — og margar með sama hörmulega árangri. En" áður en allt fór illa höfðu þær áreiðanlega verið mjög hamingjusamar, — hamingjusam- ari en hún hafði nokkru sinni ver- ið sjálf, þrátt fyrir það, sem henni hafði þegar hlotnazt á ævinni. Seinini hluta dagsins fór hún inn til Tómasar. Hann hafði ein- skal ég biðja ungfrú Ingrid að út- vega þér aðrar bækur“. Súsanna veifaði til Tómasar og gekk fram að dyrunum, en svo sineri hún sér við og spurði: „Hvaða bækur vi'lt þú?“ „Bók með dýrum“, svaraði Tóm as. „Helzt með fílum, ef þið eigið þess konar bækur“. „Við verðum að reyna að ráða fram úr því“, sagði Súsanna hlæjandi. „Vertu sæll, Tómas '»S líði þér nú vel“. Þegar hún kom inn í læknastof una sá hún út um gluggann, að svörtum Sedan-bíl hafði verið 'lagt fyrir utan sjúkrahúsið. Rolf Agréus fór einmitt út í sama bili. Hann var með böggul undir hend- inni og gekk hröðum skrefum að útidyrunum. Súsanna fór úr sloppnum og skemmti sér við að gizka á, hvað hann myndi nú hafa keypt handa syni sínum. Hún gat séð hann fyrir sér, þar sem hann hafði staðið í ’eikfangabúðinni og valið og hafnað meðal hinna ýmis ‘konar leikfanga. Henni þótti gam- an að hugsa sér, hvernig faðir hann væri. Vinnudagur hennar var liðinn og hún ætlaði að fara heim og hvíla sig vel, ganga frá dálitlum þvotti og halla sér síðan út af með góða bók. Það var barið að dyrum og jij úkrun arkona kom inn. „Ung- frú Corell bað mig að vita, hvort þér væruð búin. Ef svo væri, átti ég að biðja yður að hringja til rönt'genlæknisins. Hann var víst með einhverjar myndir, sem hann ætlaði að biðja yður að Hta á“. Súsanna kinkaði kolli og ge,kk að símanum. Röntgenlæknirinn var nákvæmur maður og hann myndi þurfa tíma til að segja það, sem hann hafði í huga. Það var líka liðinn meira en hálftími, þegar hún var tilbúin að fara frá sjúkrahúsinu, og hún flýtti sér að fara í kápuna til þess að komast út á meðan enn var dagsk'ma. — Dyravörðurinn veifaði fjörlega til hennar um leið og hún fór. „Indælt kvöld, læknir minn“, sagði Karlsson, „maður verður alveg draumóramaður, þegar rökkrið er svona heiðblátt. — Þér skuluð hafa gát á yður!“ Súsanna hló, opnaði hina þungu hliðhurð og gakk út. Hún stóð kyrr á þrepinu og andaði ákaft að sér hinu milda lofti. Þá opnað ist hliðið að baki hennar og Rolf Agréus stóð allt í einu við hlið Ihennar. Han.n heilsaði henni og þau töluðu dálítið um góða veðrið. „Ég er reyndar með vagninn minn hérna. Hvert ætlið þér? Það er velkomið, að ég aki yður“. Hann tók upp bifreiðarlykilinn og gekk að svarta Sedan-vagnin- inum. Súsanna hikaði andartak. „Ég ætla akki annað en heim, en gjlltvarpiö Laugardagur 29. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn- dís Sigurjónsdóttir). 14,00 Iþrótta fræðsla (Benedikt Jakobsson). — 14,15 Laugardagslögin. — 16,30 Miðdegisfónninn. 17,15 Skákþátt- ur (Guðmundur Arnlaugsson). 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 ÍFtvarpssaga barnanna: „Pabbi, mamma, bérn og bíll“ eftir Önnu Cath-Vestly; XI. (Stefán Sigurðs son kennari). 18,55 1 rökkrinu; tónleikar af plötum. 20,30 Leikrit „Leikur í sumarleyfi“ eftir Mi- hail Sebastian, í þýðingu Helga J. Halldórssonar. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Leikendur: IndriðiWaage, Helgi Skúlason, Haraldur Björnsson, Helga Bach- mann, Bessi Bjarnason, Jón Aðils, Baldvin Halldórsson, Þóra Frið- riksdóttir og Áróra Halldórsdótt- ir. 21,50 Tónleikar (plötur). — 22,10 Framhald leikritsins „Leik- ur í sumarleyfi“; þriðji þáttur. — 22.50 Danslög (plötur). — 01,00 Dagskrárlok. 1) „Ég held, að Monti hafi ekki gert sér grein fyrir, hve þessi andarhringur er merkilegur, Davíð“. 2) „Það er merki á honum — LUKE 6:31 .... — og hér er einhver einkennileg táknmynd á honum líka“. f 3) „Davíð, hverjum getur eig- inlega komið til hugar að merkja önd með gullhring? Þetta er svei mér undarlegt!“ VIKAHI BLADID YKKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.