Morgunblaðið - 09.12.1958, Side 2

Morgunblaðið - 09.12.1958, Side 2
2 MORCUNItLAÐlÐ íriðjudagur 9. des. 1958 Það er gömul trú, að jólasveinarnir komi til byggða síðustu dagana fyrir jót, dveljist þar um hátíðina, en tínist síðan heim- leiðis einn á dag. Sá síðasti á þrettánda. Myndin að ofan, sem er af sýningarglugga Flugfélags Islands í Kaupmannahöfn, sýnir jólasveinana ásamt þeirra gömlu íslenzku nöfnum. Síðau gluggasýning þessi hófst, hefur yngri kynslóðin, sem átt hefur leið um Vesterbrogade, fjölmennt fyrir framan skrifstofu fé- lagsins til þess að skoða þessa gluggasýningu, sem þykir mjög skemmtileg. Mokafli hjá Keflavíkur- bátum í fyrradag Saltab hefir verib í alls 74,64/ t. Tveir stýrimemi ljúka frosk- mannaprófi TVEIR stýrimenn í þjónustu Landhelgisgæzlunnar luku svo- nefndu froskmannsprófi uppi í Hvalfirði sl. laugardag. Stýri- menn þessir, Þröstur Sigtryggs- son og Sveinbjörn Finnsson, hafa notið kennslu Guðmundar Guð- jónssonar, og það var hann sem brautskráði þá sem fullgilda „froskmenn". Prófraunin var meðal annars í því fólgin, að kafa niður á 30 metra dýpi. Fóru „froskmennirnir“ með Sæbjörgu upp í Hvalfjörð til þess að ljúka þar lokaprófrauninni. Á hverju varðskipi er nú einn froskmannabúningur, en Land- helgisgæzlan vill stefna að því að hafa á að skipa nægum fjölda „froskmanna“, svo að á hverju skipi sé að minnsta kosti einn maður sem fyrir sér kann í köf- un og vinnubrögðum frosk- manna. Karl Blomkvist og Rasmus NORÐRI hefur sent frá sér bók- ina Karl Blomkvist og Rasmus. Það er bók jafnt fyrir drengi og stúlkur og skemmtilag fyrir alla „á aldrinum 9—90 ára“, eins og útgefendur komast að orði. Þarna segir frá sumarleyfi Ieik- félaganna Kalla, Andra og Evu Lottu, og margvíslegum ævintýr- um þeirra. En hápunktur sögunn- ar er þegar Karl ræðst í að reyna að koma upp um barnaræningja er rænt hafa Rasmusi litla. KEFLAVÍK, 8. des. — f gær var tunnur; Keflavík hf. 2460 tunn- ur; Jökull og Gerðabátar 2311 tunnur; Söltun hf. 1705 tunnur og Hraðfrystistöðin í Keflavík 872 tunnur. Erfitt að fá menn í skipavinnu Hér í Keflavík hefir mikið ann- ríki verið við höfnina að undan- förnu, þar sem allmikið hefir verið um skipakomur hér. Er erfitt að fá menn hér í skipa- vinnu, þar sem allir vinnufærir menn eru hlaðnir störfum. Hefir hvað eftir annað orðið að gefa unglingum í Gagnfræðaskólan- um frí frá námi, svo að hægt sé að afgreiða þau skip, sem hér koma. Þá hefir orðið að fá verka menn úr nágrenninu og þau skip, sem hingað hafa komið frá Reykjavík, hafa orðið að taka með sér verkamenn þaðan, svo að afgreiðsla geti gengið greið- lega. Höfnin hér er talin vera með verri höfnum á landinu, enda hefir lítið verið gert fyrir hana í þá átt að bæta úr því neyðar- ástandi, sem hér hefir ríkt um lenfri tíma. Um fáar hafnir munu samt fara eins geysimikil verð- mæti og um Keflavíkurhöfn. Má t.d. nefna, að frá áramótum til nóvemberloka hafa verið settar hér á land 25,400 lestir af fiski. Aðeins í nóvembermánuði sl. bár ust hér á land 2200 lestir fiskjar og mest af því síld. Pækurnar um Karl Blomkvist eftir Astrid Lindgren hafa víða furið sigurför. r Agæt reknetja- veiði um helgina HAFNARFIRÐI: — Um helgina lögðu flestir reknetjabátanna upp í Grindavík, en þeir öfluðu allir ágætlega eða yfirleitt frá 100 tunnum og sumir á þriðja hundr- að. Á sunnudag komu þó hingað fjórir bátar, sem voru með 720 tunnur, og var Fákur aflahæstur með 240. 1 gærdag kom hingað einn bátur með 100 tunnur, en hinir lögðu upp í Grindavík. Allir fóru bátarnir út aftur í gær, en munu ekki hafa lagt netin, því að kominn var austan stormur á mið- unum, sem eru suður af Eldey, og komu bátarnir hingað inn í gær- kveldi. — Síld þeirra báta, sem Iögðu upp í Grindavík, er ekíð hingað inn í f jörð og er öll síldin ýmist söltuð eða fryst. Hefur nú verið saltað í «m 8200 tunnur mokafli hjá reknetjabátunum hér. Lönduðu 23 bátar 4180 tunn- um síldar. Hæstir voru þeir Kóp- ur með 367 tunnur, Heimir með 348 tunnur og Faxavík með 345 tunnur. í dag var afli ekki eins mikill ,enda veður tekið að spill- ast. Hér komu níu bátar með samtals 1100 tunnur, og var Gunn ar Hámundarson hæstur með tæp ar 300 tunnur. Síldin veiðist suð- ur í Grindavíkursjó og lönduðu því flestir Keflavíkurbátar í Grindavík. í dag er útlit fyrir, að sjóveð- ur verði ekki sem bezt. Er kom- in norðaustan bræla, og um fimmleytið heyrði ég í talstöðv- um bátanna ,að þeir væru að halda í höfn vegna slæmra veð- urskilyrða. Söltun hefir gengið allvel, og er nú búið að salta hér í 14.641 tunnu, er skiptast þannig milli söltunarstöðva — er hér átt við uppsaltaðar tunnur: Gauksstaðir, Garði 1423 tunnur; Karvel Ög- mundsson, Njarðvíkum 340 tunn ur; hjá söltunarstöðvum í Kefla- vík: Geysir 1717 tunnur; Geir goði 1805 tunnur; Röst hf 2008 hér. — G. E. Stjórnarmyndun gengur treglega í Finnlandi Sukse/ainen athugar möguleika á samstarfi flokkanna HELSINGFORS, 8. des. — Nú eru fimm dagar síðan stjórnar- kreppan hófst í Finnlandi. — Kekkonen forseti hefur beðið forseta Ríkisdagsins, Sukselainen prófessor, að kanna á hvaða for- sendum unnt er að mynda nýja meirihlutastjórn í landinu. Suk- Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis á venjuleg- um tíma- Tvö mál eru á dagskrá efri deildar. 1. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. 2. Biskupskosning, frv. 2. umr. Á dagskrá neðri deildar er eitt mál: Dýralæknar, frv. — 2. umr- selainen, sem er leiðtogi Bænda- flokksins, kvaðst mundu ræða við foringja hinna flokkanna og svara forsetanum við fyrsta tækifæri. Sennilegt er, að við- ræðurnar milli stjórnmálaleiðtog anna fari fram á morgun, þriðju- dag. Sukselainen sagði, að for- setinn hefði ekki með þessu beð- ið sig um að mynda nýja stjórn. Það virðist vera eitt erfiðasta viðfangsefnið að gera sér grein fyrir því, hvaða flokkar mundu geta starfað að nýrri stjórn, eins og stjórnmálum er nú háttað í Finnlandi. í stjórn Fagerholms, sem fór frá í síðustu viku, áttu fimm af sjö flokkum fulltrúa. Kommúnistar voru utan garðs, svo og hluti jafnaðarmaima. Sjávarafurðir, sem fluttar hafa verið út héðan um höfnina frá áramótum til nóvemberloka, eru 27 þús. lestir. Aðflutningur til Keflavíkurhafnar á sama tíma er orðinn 120 þús. lestir, en mik- ið af því er olía til Keflavíkur- flugvallar. Hér hafa fasta viðlegu 50—60 fiskibátar, en hingað koma hins vegar í höfnina milli 70—80 bátar hvern mánuð, er allir njóta ein- hverrar þjónustu. Þar sem bryggjupláss er lítið verður að raða bátunum hverjum utan á annan. Eru því að jafnaði mikil þrengsli hér, og þá einkum er stór flutningaskip liggja í höfn- inni. Er því ekki að undra, þó að keflvískum sjómönnum finnist hið opinbera sýna lítinn sóma þessari lélegu höfn þeirra, sem annars er svo þýðingarmikil fyrir þjóðarbúið sem raun ber vitni. — Ingvar. Er ný borgarastyrjöld aÖ hefjast í Indonesíu ? Sagt er, að uppreisnarmenn séu hœttir að sigla með laufsegli — Cera banda- lag við „hersveitir guðs’4 JAKARTA (Indónesíu), 8. des. — Fréttamenn segja, að uppreisn- armenn á Súmötru, sem stjórnarherinn sigraði fyrr á þessu ári, muni um miðjan þennan mánuð lýsa yfir myndun nýrrar stjórnar á eyjunni og taka höndum saman við ofstækisfulla múhameðstrúar- menn í baráttunni við stjórnina. — Frá Jakarta berast þær fregnir, að uppreisnarmenn hafi haldið uppi skæruhernaði frá fjöllunum og stundum verið allskeinuhættir. 5000 manna her I liðsveitum ofstækisfullra múhameðstrúarmanna, sem kalla sig „hersveitir guðs“, eru um 5000 menn allvel vopnum búnir. Þeir hafa barizt gegn stjórninni síðan 1953. Aðaláhugamál þeirra er að koma á fót nýrri stjórn fyr- ir Indónesíu, sem byggir ein- göngu á Kórarinum. — Eitt stjórnarblaðið í Jakarta segir í dag, að „hersveitir guðs“ og upp- reisnarmenn hafi samið um að slíðra sverðin og taka höndum saman til að „kyrkja kommúnis- mann í Indónesíu". 18 sveitaheiinili fagna rafmagni HELLU, 8. des. — Mikil ánægja ríkir nú á 18 heimilum hér í sýsl- unni, en það er sameiginlegt með þeim öllum, að þar er sama fram faramálinu fagnað: Þessir bæir fengu allir rafmagn nú um helg- ina. Er um að ræða 14 bæi í Austur-Landeyjum og 4 býli í V-Eyj af j allahreppi. Allir bæir í A-Landeyjum að tveim undanskyldum hafa nú fengið rafmagn, en Vorsabær og Leifsstaðir, sem eru x nokkra km fjarlægð frá raflínunni hafa ekki enn fengið rafmagn. Vart mun öðru trúað en að það verði leitt þangað heim, því ófært er að skilja þessa tvo bæi eftir, þeg- ar um er að ræða ekki meiri fjar- lægð en 4—5 km. frá raflínunni. Bæirnir fjórir í Eyjafjallahreppi sem fengu nú rafmagn eru Borg- areyrar, Bjarkarland, Dalsel og Stinmóðarbær. Er rafmagnið þá komið austur að Markarfljóti. — Hj. Hafnfirðingar! VETRARHJÁLPIN í Hafnarfirði hefur hafið starf sitt að þessu sinni. Það er álit stjórnar Vetrarhjálp arinnar, að þörfin til að rétta þeim, sem búa við skarðan hlut af ýmsum ástæðum, hjálparhönd nú fyrir jólin, sé lík og áður. Bæjarbúar hafa undanfarin ár haft á þessari starfsemi fullan skilning og væntum vér, að svo muni enn reynast, er til þeirra verður leitað. í fyrra safnaðist meðal bæjar- búa samtals kr. 30.628,50, auk fata, er gefin voru, en bæjarsjóð- ur lagði fram til ráðstöfunar kr. 25.000.00. Var fé þessu og verð- mæti útbýtt til 135 einstaklinga og heimila í bænum. Næstkomandi miðvikudags- og fimmtudagskvöld munu skátar fara um bæinn og taka á móti loforðum og framlagi frá ykkur góðir Hafnfirðingar. Væntir nefndin þess, að þið takið þeim vel og gerið för þeirra sem bezta eins og jafnan áður, en eftir ár- angrinum af söfnuninni fer það, hvernig okkur tekst að hjálpa þeim sem eiga við erfiðust kjör að búa, og gera þeim svo, sem í okkar valdi stendur, glatt í geði á jólahátíðinni. Stjórn Vetrarhjálparinnar veit ir einnig gjöfum viðtöku, en hana skipa: séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, séra Kristinn Stefáns- son, Gestur Gamalíelsson, kirkju garðsvörður, Guðjón Magnússon, skósmiður og Guðjón Gunnars- son, framfærslufulltrúi. Sendu vopn? Nasution herráðsforingi Indó- nesíu sagði fyrir tveimur mán- uðum, að Hollendingar á vest- urhluta Nýju-Guineu hafi sent „hersveitum guðs“ vopn. Eins og kunnugt er, hefur Indónesíu- stjórn gert tilkall til vesturhluta Nýju Guineu. — Sjálfstæðis- flokkurinn Framh. af bls. 1 ins og Sósíalistaflokksins um kjördæmamálið áttu hvor í sínu lagi fyrsta fund sinn með full- trúum Sjálfstæðisflokksins síðd. í gær. Skýrslurnar um efnahagsmálln dregnar fram Þá hefur þingflokkur Sjálf- stæðismanna óskað þess, að hann fengi aðgang að þeim skýrslum og álitsgerðum, sem vinstri stjórnin lét erlenda og innlenda sérfræðinga gera um ástand efnahagsmálanna. En eins og kunnugt er hefur ríkisstjórn- in aldrei fengizt til þess að birta Alþingi þessar skýrslur, hvað þá heldur þjóðinni í heild. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk þessi gögn nú loks afhent síðdegis í gær. Allir flokkar þingsins sátu á löngum fundum síðdegis í gær. Ekki unnizt tími til að útbúa skýringar!! í bréfi til Ólafs Thors frá for- sætisráðuneytinu, er fylgdi skýrslum ríkisstjórnarinnar um efnahagsmálin, segir m. a. að „ekki hefur unnizt tími til að út- búa (slíkar) skýringar né undir- búa skýrslurnar að öðru leyti til prentunar". Flestum mun þó finnast að nægur tími hefði átt að vera til þess! Bréf forsætisráðuneytisins Bréf forsætisráðuneytisins fer hér á eftir í heild: Forsætisráðuneytið. Reykjavík, 8. desember 1958. Hér með eru yður, herra flokks formaður, sendar ýmsar hagfræði legar skýrslur, er samdar hafa verið á vegum ríkisstjórnarinnar á undanförnum tveimur árum. Eins og kunnugt er, hefur ríkis stjórnin haft í hyggju að birta opinberlega hinar þýðingarmestu þessara skýrslna, og hefur leyfi höfundanna fengizt til þess að það mætti gera. Hins vegar er þannig frá skýrslunum gengið, að ríkisstjórnin hefur talið, að ekki væri gagn að birtingu þeirra, nema þeim fylgdu nokkrar skýr- ingar. Ekki hefur unnizt tími til að útbúa slíkar skýringar né und irbúa skýrslurnar að öðru leyti til prentunar. Skýrslurnar eru því sendar yður í trausti þess, að hvorki einstakar skýrslur í heild né einstakir hlutar þeirra verði birtir opinberlega að svo stöddu. Með þessu bréfi fylgir skrá um þær skýrslur, sem sendar eru. F. h. r. Birgir Tliorlacius. Til formanns Sjálfstæðisflokksins herra alþingismanns Ólafs Thors, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.