Morgunblaðið - 09.12.1958, Qupperneq 3
Þriðjudagur 9. des. 1958
MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur L.Í.O. telur nauð-
synlegt oð leiðrétta starfs-
grundvöll sjávarútvegsins
Verði jboð ekki gert verður
stöúvun um áramót
EENTS og frá var skýrt í blaðinu
sl. sunnudag, var aðalfundi L.í.
Ú. frestað sl. laugardag til mánu-
dags. — Fundurinn hófst svo að
nýju kl. 3 í gærdag. í byrjun fund
arins voru lesin tvö bréf
frá sjávarútvegsmálaráðherra
‘varðandi hækkun lána úr Fisk-
veiðasjóði vegna áhvílandi lána
erlendis vegna skipakaupa, sem
hækkuðu vegna yfirfærsiugjalds
ins í vor. Hitt var um ákvörðun
um greiðslu bóta úr Hlutatrygg-
ingarsjóði vegna sumarsíldveið-
anna.
Þá reifaði Sverrir Júlíusson
álit afurðasölu- og verðlagsnefna
og fer það hér á eftir:
1) Tekin var til umræðu rekstr-
aráætlun 60 rúmlesta vélbáts á
línuveiðum í Faxaflóa á vetrar-
vertíð 1959. Afli er miðaður við
5 ára meðaltal í Faxaflóaver-
stöðvum. Áætlunin er gerð af
Verðlagssráði L.Í.Ú. og vísað til
nefndarinnar til umsagnar. Tap
samkv. áætluninni nemur kr.
127.486.62, og er þá miðað við að
kaupgjaldsvísitala sé 185 stig og
núverandi fiskverð til skipta.
Áætluninni fylgir greinargerð
yfir tekju- og útgjaldaliði henn-
ar.
Nefndin fór yfir áætlunina lið
fyrir lið, og leggur til, að hún
verði lögð til grundvallar í vænt-
anlegum umræðum við ríkis
stjórnina um starfsgrundvöll fyr-
ir bátaútveginn á komandi ári.
Þó telur nefndin, að óhætt muni
vera að hækka áætlað verð á lif-
ur um ca. 20%.
Framleiðsla hefir stöðvast eða
legið við stöðvun hennar vegna
verðbólgu og hás kaupgjalds
2) Framleiðsla sjávarafurða
hefir stöðvast, eða legið við stöðv
un hennar hvað eftir annað á und
anf. árum vegna verðbólgu og
hins háa kaupgjalds í iandinu,
þar sem ekki hefur reynzt mögu-
legt að fá svo hátt verð fyrir af-
urðirnar á erlendum mörkuðum,
miðað við skráð gengi, að það
gæti borið uppi hinn háa fram-
leiðslukostnað. Hefur því ríkis-
valdið orðið að gera sérstakar
ráðstafanir til þess að leysa þenn
an vanda hverju sinni til þess að
forðast stöðvun. Það er sameigin
legt við flestar þessar ráðstafanir,
að þær hafa aðeins leyst vandann
til bráðabirgða og stundum ekki
nema að nokkru leyti og þá að
eins um skamman tíma.
Síðasta bráðabirgðalausnin á
vandamálum útflutningsfram-
leiðslunnar var gerð með lögum
um Útflutningssjóð o. fl. nr. 33
/1958.
Með þeim ráðstöfunum urðu
þó vissar greinar útflutnings-
framleiðslnnar afskiptar, svo sem
rökstutt var af L.Í.Ú., í bréfum
til ríkisstjórnar og Alþingis frá
3. og 13. maí sl.
Nú er komið í Ijós, að grund-
völlur sá, sem gengið var út frá
við þessa lagasetningu, hefur
raskast mjög verulega, þar sem
grunnkaup hjá verkafólki í landi
hefur hækkað um 9—10% fram
yfir það, sem lögin gera ráð fyr-
ir og kaupgjaldsvísitala hefur auk
þess hækkað um allt að 10% um-
fram það, sem áætlað var.
Fjölda margir kostnaðarliðir
fylgja svo í kjölfarið. Þá hefur
það álit komið fram hjá hagfræð-
ingum, að búast megi við svo mikl
um vixlhækkunum kaupgjalds og
verðlags á komandi ári, að kaup-
gjaldsvísitala verði komin upp í
250 til 270 stig síðari hluta árs-
ins 1959, ef ekkert er að gert til
þess að stöðva þassa þróun.Vegna
hallareksturs bátaútvegsins á yfi-
irstandandi ári og undanförnum
árum telur fundurinn það útílok-
að, að hægt verði að hefja róðra
á komandi ári, nema tryggt sé,
að útflutningsframleiðslunni
verði bættur sá stóraukni tilkostn
aður, sem orðinn er umfram það,
sem gert var ráð fyrir, þegar lög-
in um Útflutningssjóð o. fl. voru
sett. Jafnframt verður að bæta
úr þeim annmörkum, sem voru
á lögunum varðandi vissar grein-
ar útflutningsframleiðslunnar og
síðast en ekki sízt að tryggja, að
starfsgrundvöllur sá, sem nú verð
ur lagður, endist að minnsta kosti
allt árið 1959.
Vegna hins ískyggilega átsands
samþykkir fundurinn að fresta
aðalfundinum og felur jafnframt
stjórn og verðlagsráði L.Í.Ú. að
vinna að því, að fá starfsgrund-
völl fyrir útveginn á komandi ári
í samræmi við það, sem hér er
krafist.
Takist það ekki, felur fundur-
inn stjórn L.Í.Ú. að boða til fram-
haldsaðalfundar fyrir næstkom-
andi áramót, sem taki ákvörðun
um, hverjar ráðstafanir skuli
gera til þess að ná viðundndi
starfsgrundvelli.
Þá var lýst svohljóðandi tillögu
frá Sigurði H. Egilssyni, sem fjall
að hafði verið um í nefnd:
„Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn 3.
de_s. 1958 ályktar að fela stjórn
L.Í.Ú. að hefja nú þegar söfnun
undirskrifta á sama hátt og árið
1955 hjá útvegsmönnum um, að
þeir láti báta sína ekki hefja
róðra um n.k. áramót, nema áður
hafi verið samið um viðunandi
rekstursgrundvöll að dómi stjórn-
ar og verðlagsráðs L.Í.Ú.“.
í framsöguræðu sinni hvatti
Sverrir Júlíusson til eindreginnar
samstöðu um þessi mál. Kvað
hann oft hafa verið sá háttur á
hafður, að vísa endanlegri ákvörð
un um hliðstæða samninga, til
stjórnar og Verðlagsráðs og jafn
vel fulltrúaráðs L.Í.Ú., en vegna
þeirrar óvissu, sem nú ríkti, teldi
hann það nauðsynlegt, að aðal-
fundurinn héldi þessu máli í
höndum sínum eins og nefndin
legði til.
Miiklar umræður urðu um mál
þessi og voru tillögurnar sam-
þykktar samhljóða.
Guðmundur Ingi
Sóldögg, ný Ijóðabók
Gudmundar Inga Kristjánssonar
NÝLEGA er komin út ný ljóða-
bók eftir Guðmund Inga Krist-
jánsson, skáld og bónda á Kirkju-
bóli í Vestur-ísafjarðarsýslu. Út-
gefandi ljóðabókarinnar er Bóka-
útgáfan Norðri. Mun það þykja
sæta nokkrum tíðindum, er ný
ljóðabók kemur frá Guðmundi
Inga, sem fyrir löngu hefir skip-
að sér á bekk meðal beztu ljóð-
skálda þjóðarinnar.
Ttuttugu ár eru liðin, síðan
fyrsta ljóðabók hans, „Sólstafir",
kom út. önnur ljóðabók hans var
,,Sólbráð“. Kom hún út fyrir 13
árum.
Hin nýja Ijóðabók Guðmundar
Inga heitir „Sóldögg“. Má því
segja, að bjart sé yfir heitum
Ijóðabóka hans.
í Sóldögg eru um 50 kvæði.
Nauðsynlegt að herjað
verði á háhyrninginn
I EINU blaðanna birtist um dag-
inn greinarkorn, sem „sjómaður"
hafði undirritað. Gerði hann að
umtalsefni að leitað hafi verið til
varnarliðsins til að herja á há-
hyrningavöðurnar. Hefur þetta
verið gert á hverri síldarvertíð
hér við Faxaflóa nokkur undan-
farin ár.
Sjómenn og útgerðarmenn hafa
kunnað að meta þetta, enda er
okkur það fyllilega ljóst, sagði
Sturlaugur Böðvarsson útgerðar-
maður á Akranesi í gær í sím-
tali við Mbl., að hefði varnar-
liðið ekki brugðið svo skjótt við
þessum vanda og árangurinn orð
ið jafngóður og raun ber vitni,
þá er öruggt mál, að reknetja-
útgerðin við Faxaflóa væri öll i
miklu smærri stíl, ef nokkur.
Því hvaða útgerðarfyrirtæki hef-
efni á því að missa í háhyrning-
inn tugi reknetja í hverri lögn?
Fyrrnefnd grein ber það aug-
Ijóslega með sér, að „sjómaður"
þessi er kominn í land og veit
ekki við hvaða vandamál hér er
að fást.
Agnar Guðmundsson skipstjóri,
hefur jafnan verið með í förinni
þá er varnarliðið hefur sent flug-
vél á vettvang, en það hefur
það alltaf gert, er það hefur
fengið um það boð frá okkur,
sagði Sturlaugur. Sjómennirnir á
bátunum þekkja bezt hve
mikilvægt það er fyrir síldveiðar
þessar, að geta haldið háhyrn-
ingnum í skefjum. Má heita
að það hafi tekizt síðan farið var
að beita flugvélunum gegn hon-
um. Þetta er kjarni málsins, sagði
Sturlaugur. Það væri eðlilegra að
færa varnarliðinu þakkir fyrir
þennan skerf þess og Agnari Guð
mundssyni fyrir mikilvægt starf
í þágu sjávarútvegsins, en að ljá
rúm fyrir barnaleg skrif um mik-
ið hagsmunamál sjómanna og út-
vegsmanna við Faxaflóa.
Eins og fyrr yrkir Guðmundur
mikið um sveitina sína, ræktun-
arstörf, móður jörð, ástir, konur
og drauma, fjárhúsailm, menn og
málleysingja.
Mikill fjöldi ljóðaunnenda mun
fagna „Sóldögg", hinni nýju
ljóðabók Guðmundar Inga.
„Þegar skáld
deyja“, smásagna-
safn
KOMIÐ er út hjá Isafoldarprent-
smiðju nýtt smásagnasafn eftir
Stefán Jónsson, er nefnist „Þegar
skáld deyja“. Stefán Jónsson hef-
ir þegar aflað sér mikilla vin-
sælda fyrir barna- og unglinga-
bækur sínar, en hann er einnig
snjall smásagnahöfundur, og er
þetta fimmta smásagnasafnið,
sem ísafold gefur út eftir hann.
í bókinni eru átta sögur, og bera
þær heitin: Slys á heiðinni, Afi
minn og ég, Frá vettvangi starfs-
ins, Það eðla fljóð, Stefnt til
manns, Vital, Maður skrifar bréf
og Þegar skáld deyja.
Fullveldisfagnaður ís-
lendinga í Hamborg
FÉLAG íslendinga í Hamborg
minntist fullveldisins með fagn-
aði að kvöldi hins 1. desember.
Formaður félagsins, Björn Sv.
Björnsson, bauð gesti velkomna.
Benti hann á; í hversu miklu
dálæti þessi dagur hefði verið
hjá íslendingum erlendis í þau
40 ár, sem liðin væru frá full-
veldi íslands. 1 lok ávarps síns
bað formaður menn um að syngja
þjóðsönginn og minnast fóstur-
jarðarinnar á venjulegan hátt.
Björn Þorsteinsson, sagnfræð-
ingur, flutti aðalræðuna, hug-
leiðingar um fullveldið og þá sér-
stæðu baráttu, sem við hefðum
háð fyrir því og útlendingar ættu
svo erfitt með að skilja.
Þá söng frú Nanna Egilsdóttir
nokkur íslenzk þjóðlög og þýzk
lög með íslenzkum texta. Undir-
leikari var Haukur Guðlaugsson.
Síðasta dagskráratriðið var
flutningur á segulbandsupptöku
úr hófi Stúdentafélags Reykja-
víkur kvöldið áður. Fyrir ein-
staka hjálpsemi Ríkisútvarpsins,
Stúdentafélagsins og annarra
velunnara félagsins, komst þessi
nýlunda í framkvæmd og tókst
svo vel sem raun varð á. Þá
sýndi Stúdentaráð Háskóla ís-
lands félaginu þá rausn, að senda
því eintök af Stúdentablaði til
dreifingar á fagnaðinum.
Samkvæmt tillögu frá Árna
Siemsen, aðalræðismanni íslands
í Hamborg, var einróma sam-
þýkkt að senda forseta íslands
heillaóskir í tilefni af 40 ára af-
mæli fullveldisins.
Fyrsti formaður félagsins og
aðalhvatamáður að stofnun þess,
dr. Magnús Z. Sigurðsson, var
staddur á fundinum, en hann hef-
ur nú flutzt búferlum til íslands.
Tilkynnti formaður, að stjórnin
hefði ákveðið að gera dr. Magnús
að heiðursfélaga á næsta aðal-
fundi félagsins.
Skemmtu menn sér síðan við
söng ættjarðarlaga og hóflegt öl-
teiti fram eftir nóttu. Fagnaðinn
sóttu um 30—40 manns, þar af
nokkrir skipverjar af Reykja-
fossi. — Þ. E.
STAKSl U1\1AR
Beðið len^i
eftir litlu
Alþýðublaðið ræddi á sunnt*.
daginn um verðbólguflóðið og er
að vonum áhyggjufullt vegna
þess, hvernig komið er undir for-
ystu vinstri stjórnarinnar. Kemst
I það m.a. þannig að orði:
Alþýðusambandaþingið vildi
stöðva dýrtíðarflóðið, en gerði
sér naumast ljóst, hvað til þess
þyrfti“.
Þetta er vafalaust rétt. Hinir
350 fulltrúar á Alþýðusambands-
þingi hafa vafalaust viljað stöðva
dýrtíð og verðbólgu. En þing
þeirra haíði þó ekkert jákvætt
til lausnar vandamálanna að
leggja. Þetta stóra þing fór heim
án þess að benda á eitt einasta
jákvætt úrræði í dýrtíðarmálun-
um. Hafði þó stjórn landsins beð-
ið í marga mánuði eftir áiiti þess.
Mun aldrei hafa verið beðið jafn
lengi eftir jafn litlu.
„Stingur höfðinu í sand-
inn eins og strútu*rinn“
Alþýðuflokksmenn kenna nú
kommúnistum mjög um svik
stjórnarinnar í efnahagsmálun-
um. Kemst Alþýðublaðið að orði
á þessa leið sl. sunnudag, er það
ræðir þessi mál í forystugrein
sinni:
„Óheillaþróun dýrtíðarinnar
ætti að vera Alþýðubandalaginu
sama áhyggjuefnið og Alþýð<u-
ftokknum. Þess vegna ber að
harma það, að Alþýðublaðið
skuli þurfa að deiia við Þjóðvilj-
ann um þetta mál. En hjá þvi
verður ekki komizt vegna af-
stöðu eða réttara sagt stefnu-
leysis Alþýðubandaiagsins. Það
stingur höfðinu í sandinn eins og
strúturinn. Alþýðuflokkurinn
hlýtur hins vegar að gera sér
grein fyrir staðreyndunum og
breyta samkvæmt því. Og það
er vinnustéttunum áreiðanlega
meira virði en lýðskrum og blckk
ingar. Lausn efnahagsmálanna
kemur ekki til sögunnar eins og
happdrættisvinningur. Hún fæst
aðeins með fyrirhöfn ábyrgra
manna“.
Þetta sagði málgagn Alþýðu-
flokksins sl. sunnudag. Flestir
munu geta verið sammála því
um það, að kommúnistar hagi sér
svipað og strúturinn. En hve
margir íslendingar mundu kveða
upp þann dóm, að Alþýðuflokk-
urinn hafi samið sig að hætti
„ábyrgra manna“ með afstöðu
sinni til efnahagsmálanna síðan
hann gekk í vinstri stjórnina?
Þeir verða áreiðanlega ekki
margir.
Jólasnjór
á Akureyri
AKUREYRI, 8. des. — Alhvít
jörð er nú hér á Akureyri, en
veður er milt, rétt við frostmark,
svo að snjórinn, sem fellur,
bróðnar fljótt. — Snjórinn á
trjánum, ljósaskreytingar og
annað jólaskraut víða um bæinn
gerir það að verkum, að Akur-
eyri er orðin mjög jólaleg.
Ekki af baki dottinn
Ilinir svokölluðu vinstri flokk-
ar sögðu þjóðinni það allir, er
þeir mynduðu stjórn sína, að þeir
ættu fullt fangið af „nýjum leið-
um“ og „varanleg'um úrræðum“
til lausnar dýrtíðarvandamálinu.
Þeir hafa ekki sýnt framan í
þessi úrræði ennþá. Alþýðuflokk-
urinn hefur meira að segja ný-
lokið flokksþingi sínu. í sam-
þykktum þess um efnahagsmál
örlar hvergi á neinni nýrri leið
eða varanlegu úrræði.
Væri ekki drengilegast fyrir
málgagn Alþýðuflokksins að játa
það hreinskilnislega, að flokk-
ur þess er ekki ennþá af baki
dottinn með trúna á „lýðskrumið
og blekkingarnar“. Þrátt fyrir
spekingssvipinn, sem Alþýðu-
blaðið setur upp á sunnudaginn,
þrátt fyrir tal þess um „fyrirhöfn
ábyrgra manna“ í baráttunni
gegn dýrtíðinni stendur þó flokk-
ur þessi uppi jafnúrræðalaus og
óábyrgur og jafnan áður siðan
hann gekk í björg vinstri stefn-
unnar.