Morgunblaðið - 09.12.1958, Qupperneq 6
6
MORGTJNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. des. 1958
Landhelgismáíið fyrir
Sameinuðu þjóðunum
r'*: Þór Vilhsálms-
son
New York fimmtudaginn 4. des.
ÍSLENDINGARNIR, sem sátu í
drungalegum fundarsal Efnahags
og félagsmálaráðs Sameinuðu
þjóðanna um fimmleytið í dag,
höfðu um nóg að hugsa. Rétt í
þann mund, sem fréttir bárust
um, að íslenzka ríkisstjórnin
hefði beðizt lausnar, tilkynnti
formaður laganefndar Allsherj-
arþingsins, sem sat á fundi í
salnum, að fleiri hefðu ekki kvatt
sér hljóðs í umræðunni um nýja
ráðstefnu um réttarreglur á haf-
inu. Yrði því gengið til at-
kvæða.
Umræðan stóð í hálfa þriðju
viku og fór fram á 13 fundum.
Málið á dagskrá var, hvort kalla
skyldi saman nýja ráðstefnu um
réttarreglur á hafinu, en eins og
kunnugt er náði engin tillaga um
landhelgi og fiskveiðilögsögu
fram að ganga á ráðstefnu þeirri
um þessi mál, sem haldin 'var í
Genf í vor. Á fundum laganefnd-
arinnar að undanförnu hafa ýms-
ir ræðumenn aðeins rætt um
dagskrármálið sjálft, en aðrir
hafa að einhverju leyti vikið að
því, hvaða reglur þeir álíti æski-
legt, að ríki komi sér saman um
varðandi lögsögu við strendur.
Ýmsir góðir ræðumenn tóku
að vísu þátt í umræðunni í laga-
nefndinni, en þó verður varla
sagt, að hún hafi verið sérlega
skemmtileg. Eins og oft vill verða
á fundum, þar sem fulltrúar
margra ríkja koma saman, telja
fleiri sér skylt að taka til máls
en hlutlausum áheyrendum
finnst brýn nauðsyn að láti í sér
heyra.
íslandsmálið.
Áður en lengra er haldið, er
rétt að rifja upp, að yfirstand-
andi deilu Breta við íslendinga
hefur borið á góma í laganefnd-
inni, og bæði ríkin hafa dreift
prentuðum skýrslum um afstöðu
sína. Hacknessatburðurinn hefur
verið sérstaklega ræddur og
hafa fréttir um það verið birtar
á íslandi. 1 dag var dreift skýrslu
frá íslendingum, þar sem frá at-
burðinum var sagt skv. dagbók
varðskipsins Þórs. Jafnframt
flutti Hans G. Andersen sendi-
herra ræðu og lagði áherzlu á,
að varðskipið hefði hafið eftir-
förina innan 3 mílna markanna
og einkum á, að Bretar vildu
halda því fram, að þeir megi
hindra með valdi að togarar séu
teknir utan þessara marka. Mót-
mælti sendiherrann þessu harð-
lega.
Mörg ríki hafa talið, að finna
þurfi almenna lausn á því sem
fyrst, hver sé regla þjóðarétt-
ar um lögsögu ,og hafa sagt, að
atburðirnir við ísland sýni, að
til vandræða geti dregið, ef það
er ekki gert. Aðrir fulltrúar hafa
tekið beina afstöðu með íslend-
ingum. í þeim hópi eru fulltrúar
fjrrir ríkin í Austur-Evrópu, ým-
is ríki í Suður-Ameríku, svo og
nokkur Arabaríki. Þá var því
lýst yfir, að Grikkland myndi
styðja málstað íslands á nýrri
ráðstefnu. Loks lýsti fulltrúi
Dana því yfir, að ísland hefði
sérstöðu varðandi fiskveiðilög-
sögu eins og Færeyjar og Græn-
land og fulltrúi Noregs lét einn-
ig orð falla, sem sýndu stuðning
við íslendinga.
Ljóst er, að fulltrúunum er
yfirleitt ljóst, að hér er um al-
varlega deilu að ræða. Þó verður
ekki sagt, að fram hafi komið,
að menn úti í hinum stóra heimi
hafi verulegar áhyggjur af mál-
inu. Fulltrúi Túnis, sem hafði
lýst samúð með íslendingum,
sagði í dag, að það gæti verið
hættulegt, að önnur ríki en ís-
land og Bretland kæmu hér
nærri. Og fulltrúi Sovétríkjanna,
sem oft hefur vikið að málinu
og jafnan lagt áherzlu á, að Is-
lendingar byggðu aðgerðir sínar
á reglum þjóðaréttarins spurði
í hálfkæringi í gær, — hvers
vegna brezki flotinn, sem gert
hefði innrás í íslenzka lögsögu,
„ræki ekki nefið“ í breiða lög-
sögu fleiri ríkja. Var hann þar
að bjóða upp í sjómann við
Rússlandsstrendur. Þótt fulltrú-
ar voldugra þjóða tali þannig
um lífshagsmunamál íslendinga,
er Ijóst, að samúðin er með okk-
ur og enginn hefur mælt fram-
ferði Breta bót aðrir en þeir
sjálfir. Eiga þeir þó marga
trygga vini innan S. Þ. og tóku
ýmsir þeirra til máls í laganefnd-
inni. Kenning þeirra um að 3
mílna reglan sé í gildi skv. al-
þjóðalögum fékk einnig daufar
undirtektir. Lýstu aðeins Japanir
og Líberíumenn yfir stuðningi
við þá kenningu.
Tiilögurnar.
Áður en umræðan hófst kom
fi am tillaga frá 11 ríkjum: Ástra-
líu, Malaya, Frakklandi, Grikk-
landi, Honduras, ítalíu, Líberíu,
Nikaragúa, Tælandi, Bretlandi
og Bandaríkjunum. Þar var svo
mælt fyrir ,að framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna skuli
kalla saman nýja ráðstefnu í
júlí eða ágúst næsta sumar til
að fjalla um landhelgi og fisk-
veiðilögsögu. Tillagan er alllangt
plagg og hefst, eins og venja er
í S. Þ., á eins konar greinargerð
fyrir því, hvers vegna hún sé
fram borin. í þessum inngangi er
m. a. minnt á, að í Genf hafi
verið samþykkt að biðja alls-
herjarþingið að athuga, hvort
kalla skuli saman nýja ráð-
stefnu og að vilji sé fyrir því,
að samkomulag verði gert um
hin tvö fyrrgreindu atriði.
Breytingatillaga kom fram frá
7 ríkjum. Hún var í tveimur lið-
um. Sá fyrri fjallaði um að bæta
við inngang aðaltillögunnar setn-
ingu um, að allsherjarþingið
væri þeirrar skoðunar, að veru-
legur undirbúningur væri nauð-
synlegur til að unnt væri að ná
samkomulagi. Þessi viðauki við
innganginn átti að vera eins kon-
ar skýring á aðalatriði breyting-
artillögunnar, sem var í öðrum
lið hennar. Sagði þar, að tekið
skyldi á dagskrá næsta allsherj-
arþings að ná samkomulagi um
landhelgi og fiskveiðilögsögu,
þar á meðal að fjalla um efnis-
hlið málsins, ef svo verður á-
kveðið. Nokkur fleiri atriði voru
í þessum lið breytingartillögunn-
ar. Flutningsríki breytingatillög-
unnar voru Chile, Ekvador, E1
Salvador, Indland, írak, Mexíkó
og Venezúela.
Úrslit atkvæðagreiðslnanna
Atkvæði voru sem fyrr segir
greidd síðdegis í dag og var haft
nafnakall.
Fyrst var borinn upp fyrri lið-
ur breytingatillögunnar, sem
fjallar um breytingu á inngangs-
orðum upphaflegu tillögunnar.
Þessi liður var samþykktur með
37 atkvæðum gegn 35.
Atkvæði féllu þannig: Já
sögðu: Afganistan, Albanía,
Argentína, Brazilía, Búlgaría,
Hvíta-Rússland, Chile, Kolumbía,
Tékkóslóvakía, Ekvador, E1
Salvador, Eþíópía, Ghana, Ung-
verjaland, ísland, Indland, Indó-
nesía, írak, Líbanon, Líbía, Mexí-
co, Marokkó, Nepal, Panama,
Paraguay, Perú, Pólland, Rúm-
enía, Saudi-Arabía, Túnis, Ukra-
nía, Sovétríkin, Arabíska sam-
bandslýðveldið, Uruguay, Vene-
zúela, Yemen og Júgóslavía.
Nei sögðu: Ástralía, Austurríki,
Belgía, Kanada, Ceylon, Kína,
Kúba, Danmörk, Dóminikanska
lýðveldið, Malaja, Frakkland,
Guatemala, Haiti, Honduras, ír-
an, írland, ísrael, Ítalía, Japan,
Laos, Líbería, Luxemburg, Hol-
land, Spánn, Svíþjóð, Tæland,
Tyrkland, Suður-Afríka, Bret-
land, Bandaríkin.
Hjá sátu: Bólivía, Burma,
Kambódía, Costa Rica, Finnland,
Grikkland, Jórdanía, Filippseyj-
ar. Fulltrúi Súdan var fjar-
staddur.
Næst kom síðari liður breyt-
ingatillögunnar til atkvæða. Þá
urðu úrslit þau, að Bólivía,
Filippseyjar og Jórdanía flutti
sig úr flokki þeirra, sem hjá sátu,
í flokk þeirra, sem sögðu nei. —
Var því aðalgrein breytingatil-
lögunnar felld með 38 atkvæð-
um gegn 37, en 5 ríki sátu hjá.
Loks var upphaflega tillagan
borin undir atkvæði með áorð-
inni breytingu, sem satt að segja
virðist vera í mótsögn við aðra
liði hennar. Þá urðu úrslit þau,
að tillagan var samþykkt mcð
42 atkv. gegm 28. 9 ríki sátu hjá,
þ. á. m. ísland, Brasilía, Ghana,
Indland, Indónesía, Saudi-Ara-
bía og Júgóslavía. — Afganistan,
Burma, Kambodía, Nepal og
Grikkland, sögðu já.
Lúxemburg og Súdan voru
fjarverandi.
Þar með var ákveðið að kalla
saman nýja ráðstefnu. Atkvæði
voru loks greidd um það, hvar
hún skyldi koma saman. 44 ríki
voru fylgjandi því, að það yrði
í Genf, — 12, að það yrði í New
York.
Tvísýn úrslit.
Eins og sést af framansögðu
var fellt með aðeins eins at-
kvæðis mun að taka málið fyrir
á næsta allsherjarþingi í stað
þess að efna til ráðstefnu. Var
tvísýnt fram til síðustu stund-
ar, hvernig fara myndi, og reynt
eftir megni að undirbúa at-
kvæðagreiðsluna. Beittu Bretar
og Bandaríkin áhrifum sínum til
að fá breytingatillöguna fellda,
en áttu í óvenjulegum erfiðleik-
um vegna afstöðu ýmissa Suður-
Ameríkuríkja. Mexico, Indland
og fleiri ríki söfnuðu liði undir
merki breytingatillögunnar.
Sovétríkin komu í þann flokk og
með þeim átta fylgiríki.
ísland tók í upphafi umræð-
unnar þá afstöðu, að minna á,
að helzt vildi það, að málið yrði
afgreitt á þessu allsherjarþingi.
Það fékk ekki hljómgrunn og
var því lýst yfir, að ísland myndi
taka þátt í ráðstefnu, ef hún
skrifar ur daglega lífinu ,
„Öllu snúið öfugt þó“. I
Dalakarl skrifar:
„11AÁLIÐ þitt góða í faðminn
lTl þinn flýr með flekkina á
skrúðanum sínum“. Nú flýr ekki
íslenzk tunga lengur í faðminn
hans Jónasar, hvernig sem henni
er misþyrmt. Og hvert á hún að
flýja, þegar enginn heldur leng-
ur uppi vörnum fyrir hana? Lík-
lega var síra Jóhannes á Kvenna-
brekku síðasta skjaldsveinn henn
ar. Og sigið hefur á ógæfuhlið-
ina síðan hann féll frá. svo að vel
mætti hann nú bylta sér í gröf
sinni. Hann hfði það, að fíflin
voru tekin að hnýta greininum aft
an í flest þa i nafnorð, er á vegi
þeiira urðu, en ekki að þetta
yrði almennt. „Það verður að fa) a
að rísa gegn þessu með oddi og
eggju“, sagði r.ann í síðasia skipt
ið, sem hann lrít inn til mín. En
þá var hann dauðadæmdur, og
cnginn kom í það skarð, er hann
skildi eftir. Nú mun brátt svo
komið að ekki verði nefndur Pét-
ur eða Páll að ekki dingli greinir
í halanum á þeim. Engin þjóð er
nú nefnd greinislaust, heldur eru
það Danirnir, Bretarnir, Frakk-
arnir o. s .frv. Gata er engin til
greinislaus: nei, Austurstrætið,
Bankastrætið verður það að vera.
Það er óskaplsgt að heyra þetta
og sjá. Fyrir rokkrum dögum
var í útvarpi einn hinna mál-
snjallari manna, snjall á bundið
mál og óbundið. En jafnvel hann
gat ekki nefnt svo á, fjall eða rétt
að ekki væri með halaklepp. Sú
var þó tíð að í minni sveit mundu
alveg óháðskir menn hafa brosað
að þeim bjálfa, er talað hefði um
að fara í Brekkuréttina, eða spurt
um vaðið á Laxánni.
„Sigaðu, blessaður sigaðu",
sagði Geir biskup Vídalín við
prestinn. Ekki hefði hann þurft að
brýna alla presta á þessu núr.a.
Ég vildi að ég hefði getað sigað
á við þá fyrir sextíu árum, þeg-
ar ég var að reka úr túninu. Þeim
nægir sannarlega ekki öllum eitt
r í fleirá. Nei, nei, fleirra verður
það að vera, og svo kemur að sjálf
sögðu meirra og að heyrra. „Mætt
um við fá meira að heyra“. Já,
svo gjarna. Núna á sunnudaginn
(30. nóv.) var rithöfundur einn í
útvarpinu að segja frá bók eftir
sig, og ekki komst hann af með
minna en fimm (segi og skrífa 5)
r í fleirrrrra.Svona má nú hrækja
hraustlega á þeim stað.
Eitt sinn var sagt að í íslenzku
lægi áherzlan á fyrsta atkvæði
orðs. En hvar er hún nú? “A
síðasta stafnum", eins og Stephan
sagði. Ýms orð heyrast nú aldrei
í útvarpi með áherzlu annarstað-
ar en á síðara eða síðasta atkvæði;
svo er t. d. um ágætt, yfirleitt o.
fl.
Eða þá skilningurinn. Fyrir
nokkrum dögum sagði einn af
ræðumönnum, að þegar Jónas
talaði um guðaveigar, þá hefði
hann átt við brennivín, þ. e.
„svartadauða“. Já, það er leitt að
ekki skuli vera unnt að kenna
Snorra Sturlusyni, sökum þess að
nann er dauður".
Afsakið, skakkt númer!
FYRIR skömmu sat ég að k völd-
lagi á kaffihúsi hér í Aðal
stræti og var að spjalla við
nokkra kunningja yfir kaffibolla.
Allt í einu glumdu við furðuleg-
ustu hljóð, hringingar, óp og vein
og eitthvað sem helzt líktist
skriðufalli. Ég leit upp og í kring
um mig. Rétt hjá mér sátu tvær
unglingstelpur, stjarfar í andliti,
upp við útvarpið í einu horninu
stóðu báðar þjónustustúlkurnar,
og lögðu eyrun að útvarpinu, sem
þær höfða hækkað svo að það
næstum skóf innan á manni eyr-
un, og frá næsta borði var okk-
ur sent þvílíkt manndrápsaugna-
ráð, ef við opnuðum munninn, að
við sáum okkur þann kost vænst
an að steinþagna. Það sem gerzt
hafði, var að fluttur var síðasti
þátturinn í framhaldsleikritinu
„Afsakið, skakkt númer!“
Nú hefur saumaklúbburinn
„Nálin“ skrifað Velvakanda og
beðið hann um að koma á fram-
færi hvort ekki væri hægt að
flytja síðasta þátt þessa leikrits
aftur, fyrir þá sem misstu af end-
inum. Og þegar mér verður hugs
að til þess með hve miklum áhuga
fólkið á fyrrnefndu kaffihúsi
gleypti í sig ópin og veinin og
hringingarnar og skriðuföllin, þá
renni ég grun í hve hræðilegt
það hlýtur að vera að hafa misst
af einum þætti — hvað þá ef það
er endirinn á sögunni
yrði ákveðin. Jafnframt var sagt,
að það yrði að taka afstöðu tií
þess, hvenær rétt væri að halda
hana, þegar fram væri komið í
nefndinni, hver væri afstaða
ríkja til efnisatriða málsins. —
Mætti þá sjá, hve rnikils undir-
búnings væri þörf.
Fulltrúar íslands virðast í
upphafi hafa haft mesta sam-
vinnu við fulltrúa Kanada, Dan-
merkur og Noregs, en þessi ríki
eru fylgjandi því, að fiskveiði-
lögsaga geti náð 12 mílur út frá
ströndinni. Flutti Kanada sem
kunnugt er tillögu um það í
Genf og fékk hún meirihluta
atkvæða, þó ekki þann meiri
hluta, sem þurfti. Þessi þrjú ríki
vildu ráðstefnu í febrúar eða
marz í vor. Þegar ljóst varð,
að það fékk ekki undirtektir, en
mörg ríki vildu þvert á móti
láta næsta allsherjarþing fá mál-
ið til meðferðar, mun hafa ver-
ið reynt að ná samkomulagi á
þeim grundvelli milli allra, sem
ekki voru ánægðir með aðaltil-
löguna um ráðstefnu í júlí eða
ágúst. Kanada, Danmörk og
Noregur vildu ekki fallast á til-
löguna um, að taka málið fyrir
á allsherjarþinginu í september
næsta ár, en lyktirnar urðu þær,
að ýmis ríki, sem talin hafa verið
fyrr í þessari grein, báru fram
breytingatillögu þess efnis. Eftir
að hafa haft samband við Reykja
vík lýsti íslenzka nefndin stuðn-
ingi við breytingatillöguna, en
ekki varð úr, að hún gerðist með-
flutningsaðili.
í augum íslendinga fylgja því
nokkrir kostir, að allsherjarþing-
ið fremur en sérstök ráðstefna
fjalli um málið. Er ástæðan fyrst
og fremst sú, að meðal þátttak-
enda í ráðstefnu verða 7 ríki,
sem ekki eru aðilar að Samein-
uðu þjóðunum sjálfum og eru
þau flest andvíg okkar skoðun-
um. Virðast þau sum ekki hafa
mikla ástæðu til að hafa sig í
frammi um þetta mál, og má þar
til nefna San Marínó, Vatíkan-
ið og Mónakó.
Hins vegar verður því vart
neitað, að það er nokkuð „brog-
uð“ fylking, sem ísland hefur
tekið sér stöðu í, með því að
fylgja breytingatillögunni. En
því má ekki gleyma ,að flest rík-
in, sem henni fylgdu, eru fylgj-
andi rúmri lögsögu og í þeim
hópi eru ríki, sem stutt hafa
íslendinga bezt undanfarið. —
Kynni þeim að hafa þótt undar-
legt, ef íslendingar hefðu verið
í hinum hópnum. Hins vegar
virðast þau sum hver ekki hafa
mikinn áhuga á, að settar verði
reglur um lögsöguna fljótlega.
Sovétríkin og önnur Austur-
Evrópuríki hafa lýst því yfir,
að þau vilji, að ráðstefna verði
haldin, en telji of fljótt að gera
það næsta sumar.
Fulltrúi Mexico, sem fylgdi
breytingatillögunni úr hlaði,
sagði í ræðu sinni, að næsta alls-
herjarþing gæti gert þrennt ef
það fengi málið til meðferðar:
það gæti ákveðið að kalla sam-
an nýja ráðstefnu, það gæti skip-
að nefnd til að semja, þar sem
deilur væru uppi og loks gæti
það sjálft rætt efnishlið máls-
ins. Island lýsti því yfir, að
það greiddi atkvæði með breyt-
ingatillögunni í þeirri trú, að síð-
asti kosturinn yrði valinn, en
ekki er gott að vita, hvað orðið
hefði, ef til hefði komið. Það er
að sjálfsögðu mikið hagsmuna-
mál fyrir íslendinga að fá mál-
ið leyst á hagkvæman hátt sem
fyrst til að losna við hina óboðnu
gesti úr fiskveiðilögsögu sinni.
Það er nú ákveðið, að ný ráð-
stefna verði haldin. Fyrst sá
kostur var tekinn af íslands hálfu
að greiða atkvæði með annarri
málsmeðferð, verður að ætla, að
þeir, sem fylgzt hafa með að
tjaldabaki í laganefndinni síð-
ustu vikur, telji nokkra óvissu
úm, hvernig málalyktir verði á
slíkri ráðstefnu. Með því að
slíta félagsskapnum við ríkin
þrjú, sem fyrr voru nefnd, get-
ur áhorfendum virzt, sem ísland
hafi afsalað sér aðstöðu til að
hafa áhrif með aðstoð þessara
ríkja á önnur ríki, sem raunveru-
lega var þörf á að reyna að
Frh. á bls. 22.