Morgunblaðið - 09.12.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 09.12.1958, Síða 13
Þriðjudagur 9. des. 195h MORSVNBLAÐIÐ 13 Barnaskólinn í Hnífsdal, sem jafnframt er kirkja. Hnífsdalur lítur þannig út í srámóöu hauslveðráttunnar. (Myndirnar tók vig.) Með háfjöll á aðra hönd og ólgandi haf á hina una Hnífsdœlingar gla&ir við sitt ið byggð þetta 2—3 íbúðarhús á ári. Þá hefur nýlega verið byggð- ur stór og vandaður barnaskóii, sem jafnframt er kirkja eða ö.lu heldur kapella. Mér þótti hér um merkilega ráðstöfun að ræða. Ekkert er athugavert við það þótt börnin séu frædd um bæði and- leg og veraldleg efni í einu og sama húsi, því hinu sama og foreldrar þeirra og skyldulið hlýðir á guðsþjónstu. Ekki stærra kauptún en hér er um uð ræða hefur ekki efni á að byggja allt í einu. Það vantaði samtímis hvort tveggja skóla og kirkju og með þessu smekklega húsi vai vandinn leystur. Ég skoðaði hús- ið með hinum ötula forystumanni staðarins, Einari Steindórssyni oddvita. Tvær samliggjandi skóla HNIFSDALUR er eitt þeirra kauptúna á Vestfjörðum þar sem mikil gróska er í atvinnulífi, enda ráða þar ríkjum dugnaður, sam- heldni og forsjálni. Þannig kom það mér að minnsta kosti fyrir sjónir þá dagstund er ég dvald- ist þar. Eins og víða annars staðar und- ir hinum veggbröttu hamrahlíð- um Vestfjarðafjallanna hefur hrjóstrugt land og lítið beint sjón um manna til hafs og hert þá og stælt til fangbragða við Ægi. Hnífsdælingar byggja nær ein- vörðungu afkomu sína á sjónum og eru orðlagðir fyrir dugnað við sjósókn. Kauptúnið hefur byggzt upp í landi tveggja jarða, Neðri-Hnífs- dals, sem jafnan er nefndur Hennabær og Búðar. Inn- ar í sjálfum dalnum eru nokk- ur býli til viðbótar. Hlíðar fjall- anna, sem að Hnífsdal liggja, eru snarbrattar og skriðum skornar, en undirlendi mjög lítið. tr Óttast ekki snjóflóðin. Einn vágestur vofir yfir Hnífs- dælingum, en það er snjóflóða- hættan. Að sönnu hafa snjóflóð ekki gert þar usla hin síðari ár. Hins vegar minnast menn enn þess hörmulega atburðar, er snjó fióð úr Búðarhyrnu sópaði hús. um á sjó fram en 18 manns fór- ust árið 1910. En íbúar þessara staða æðrast ekki þrátt fyrir snjó flóðahættuna. Ég spurði marga, sem við þetta eiga að búa víðs vegar á Vestfjörðum, hvort þeim hrysi ekki hugur við þessari sí- felldu hættu, sem staxdði af skrið- um og snjóflóðum. Þeir hristu aðeins höfuðið. Við þe-su var ekk ert að segja. Myndarlegt hraðfrystihús. Mér varð fyrst fyrir á leíðinni út í Hnífsdal frá ísafirði að heim- sækja hið myndarlega hraðfrysti hús staðarins, sem er nokkurn spöl innan við kauptúnið á svo- nefndum Völlum innan til við Skeljavík. Þetta irystihús tón fyrsta til starfa árið 1941 þá að eins með ein frystitæki. Síðan var það stækkað 1945 og aftur 1950. Hefur það nú 3 pressur og 6 frysti tæki og geymslu fyrir 12—15 þús- und kassa af fiski. Síðasta ný- byggingin við húsið var fiskmót- taka reist 1956, sem rúmar um Ao vestan 100 tonn fiskjar. Rétt við hrað- frystihúsið er fiskimjólsverk- smiðja, en úrgangur úr. húsinu er fluttur á færiböndum í verk- smiðjuna. Vinnslumöguleikar frystihússins eru um 40 tonn af hráefni á dag og veitir það þá 50 —60 manns vinnu þegar flest er. Eins og gefur að skilja byggj- ast lífsmöguleikar frystihússins á því að nægilegt hráefni fáist þar til vinnslu. Frá staðnum eru gerð ir út þrír bátar, en það er tæp- ast nægilegt til þess að viðhalda stöðugri vinnu í frystihúsinu. Þess vegna hafa Hnífsdælingar á undanförnum árum keypt hluta af togaraförmum og þá fyrst og fremst af ísafjarðartogurunum. Þurfa anikinn bátaflota Nú hafa ísfirðingar sjálfir reist sér stórt og mikið fiskiðjuver, sem nýtir allan þeirra afla og þótt Frá vinstri: Magnús Guðmundsson, stjórnandi Fiskimjölsverk- smiðjunnar, Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri og oddviti og Ingimar Finnbjörnsson verktjóri. hefir fólksfjöldi haldizt svipað- stofur er hægt að gera að einum ur um alllangt árabil. Fram- sal með því að fjarlægja skilrúm, 1 kvæmdir hafa verið miklar íkaup sem eru á milli þeirra. Er þar túninu og hafa að undanförnu ver með kirkjuskipið fengið. Þá er meira væri. Þess vegna er nú kauptúnunum í nágrenni ísafjarð ar lífsnauðsyn á aukningu skipa stóls. Hnífsdælingar eiga sem fyrr segir 3 báta. Einn þeirra er orð- inn 30 ára gamall og hefur þvi lif- að sitt fegursta. Hann er 40 tonn að stærð. Hinir tveir eru nýrri bátar, báðir 60 tonn. Hnífsdæl- ingar hafa nú sótt um leyfi fyrir nýjum báti. Það er lýðum ljóst, að slíkir kj örgripir liggja ekki lausir fyrir, en þó gera þeir sér vonir um að hljóta umbun i því efni á hærri stöðum. Það er ekki óeðlilegt, að þeir, sem framleiða útflutnings- verðmæti fyrir 8—11 milljónir kr. árlega, telji sig eiga kröfu á því að fá endurbætt þau tæki sem þeir nota til þess að aila þessara verð rnæta. Það er einmitt á þessum upphæðum sem útilutningsfram- verðmæti til. Þarna kemur og það til að kauptúnsbúar eiga allt undir sjósókninni og því ekki í önnur hús að venda í atvinnuleit. Miklar byggingar og fram- kvæmdir. Hnífsdælingar eru um 300 og tveimur stórumrennihurðum skot ið til hliðar í enda annarrar stof unnar og kemur þá í Ijós altari og predikunarstóll. Við enda hinnar kennslustofunnar er kenn araherbergi. Það er einnig hægt að opna með rennihurðum, en við messugjörð er organistinn þar með kirkjukór sinn. Það þarf því aðeins nokkur handtök til þess að gera skólann að kirkju. Byrjað á byggingu félagsheimília Byrjað er á byggingu félags- heimilis í Hnifsdal, því ekkert skemmtanahald fer fram í kirkju skólanum. Er þegar lokið við að grafa fyrir grunni heimilisins og fjárfestingarleyfi er fyrir byrjun- arframkvæmdum. Enn skal getið einnar bygging- ar, sem nýlega er risin af grunni, en það er fiskimjölsverksmiðja, sem byggð var hjá frystihúsinu fyrir þremur árum og áður er nefnd. í húsakynnum hennar fer einnig fram saltfiskverkun. Verk smiðjan vinnur fyrir um það bil 1 milljón á ári og er það vissulega nokkurt búsílag. Er henni stjórn- að af Magnúsi Guðmundssyni. Þegar ég var að skoða hrað- frystihúsið í fylgd Ingimars Fmn björnssonar verkstjóra kom þang að Jóakim Páisson skipstjóri og var mér tjáð að hann værx einn fengsælasti skipstjóri þeirra Hnífs dælinga og jafnvel þótt viðar væri leitað. Jóakim sat nú á skóia bfckk inni á ísafirði við framhalds nám í sjómannaíræðum. Vax það allmerkilegt skólahald þar sem gamiir aflakór.gar sátu á bekk með unglingum. Hefir verið itar- leg frásögn um það hér í blaðinu og verður þaðþvíekki rætt frekar hér. Langir róðrar. Ég sneri mér til Jóakims með nokkrar almennar spurningar um sjósókn þeirra Hnífsdælinga. Róðrar hefjast í byrjun nóvem- bermánaðar og standa fram um miðjan maí. Oft er sótt langt Framh. á bls. 22 Þannig lítur barnaskólinn út hið innra, þegar honum hefir verið brcytt í kapellu. Að vísu eru skólaborðin þá fjarlægð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.