Morgunblaðið - 09.12.1958, Síða 17
Þriðjudagur 9. des. 1958
MORCVNBLAÐIÐ
17
Cunnar Björgvinsson
Minningarorð
HANN lézt af uppskurði á Lands-
spítalanum aðfaranótt 1. desem-
ber og verður jarðsettur í dag.
Var það fimmti uppskurðurinn,
sem hann gekk undir á nokkrum
árum.
Gunnar Björgvinsson er fædd-
ur á ísafirði, sonur hjónanna
Björgvins Hermannssonar tré-
smíðameistara og Sigurrósar
Böðvarsdóttur. Tæplega tveggja
ára fluttist hann með foreldrum
sínum til Reykjavíkur og ólst
þar upp. Ungur að aldri gerðist
hann sendisveinn hjá Valdimar
Poulsen & Co. og vann í því fyr-
irtæki um 13 ára skeið .
Árið 1943 fluttist hann austur
á land og kvæntist þar Kristínu
Stefánsdóttur, ættaðri frá Eski-
firði. Hafa þau eignazt 5 mann-
vænleg börn: Björgvin, Sigurrós,
Guðný, Erla og Ingibjörg. Eina
stjúpdóttur átti Gunnar, Þórhildi
að nafni, sem hann reyndist eins
vel og sínum eigin börnum.
Eftir að Gunnar fluttist aust-
ur fékkst hann við ýmiss konar
störf, m .a. gegndi hann toll-
gæzlustörfum á árunum 1948—
1951.
Fyrstu kynni mín af Gunnari
voru á Eskifirði 1943. Það voru
veizluhöld í barnaskólahúsinu,
sem þá var samkomustaður kaup
túnsins, er tvo óvænta gesti bar
að garði, þá Gunnar Björgvins-
son og Gunnar Thoroddsen, þá-
verandi erindreka Sjálfstæðis-
flokksins. Var þeim auðvitað
boðið sæti í veizlunni. Komst
eg þá að því að Gunnar Björg-
vinsson var ágætur að flytja
skemmtiþætti og varð hann strax
við þeirri ósk okkar að flytja
einn þátt og þótti afbragðs
skemmtun að.
Skömmu síðar stofnaði hann
heimili á Eskifirði og tókst þá
góður kunningsskapur með heim-
ilum okkar. Var hann ætíð glað-
ur og ræðinn, kunni frá mörgu
að segja frá æskuárum sínum. —
Minntist hann þá oft á æsku-
heimili sitt með virðingu og
kærleika. Árið 1952 flytjast þau
hjónin búferlum til Hveragerðis
og fékk hann þá vinnu við Sogs-
virkjunina. í sumar hitti eg Gunn
ar í Hveragerði og var hann þá
nýkominn af sjúkrahúsi, en samt
reifur og glaður að vanda og
leit bjart á lífið, þrátt fyrir
erfiðleikana. Gunnar fylgdi alltaf
Sjálfstæðisflokknum að málum.
Hann var einn af stofnendum
Heimdallar og um skeið í stjórn
félagsins. Hann las mikið af góð-
um bókum. Gunnar var mjög
viðkvæmur maður og sárast þótti
honum ,er gamlir vinir hans
brugðust honum.
Hann var sérlega góður heim-
ilisfaðir, og þótt hann ynni oft
og tíðum langt frá heimili sínu,
reyndi hann alltaf að komast
heim og dveljast hjá fjölskyld-
unni um helgar og aðra frídaga.
Hin erfiða vinna við Sogsvirkj-
unina, sem Gunnar stundaði síð-
ustu árin, reyndist honum of-
raun. Fárveikur var hann flutt-
ur nokkrum sinnum frá vinnu-
stað til heimilis síns og síðan
beint á sjúkrahús. En aldrei vildi
hann gefast upp. Stórt heimili
má ekki missa margar vinnu-
stundir fyrirvinnunnar.
Kona hans reyndist honum
góð stoð í öllum veikindum hans
— og bezt þegar mest á reyndi.
Gunnars er nú sárt saknað af
6 börnum, elskulegri eiginkonu,
öldruðum foreldrum og systkin-
um.
Við sendum öllum ástvinum
hans innilegar samúðarkveðjur
og biðjum Guð að styrkja þau.
Davíð Jóhannesson.
Gísli Einarsson
héraðsdóinslögma JUr.
Máli'lulningsskrifslofa.
! augavegi 20B. — Sími 19631
ÖRN CLAUSEN
tieraðsdómslögmaður
Malf'utmngsskrifstofa.
Bankastræti 12 — Sirrú 18499.
► BEZT AO AVCLÝSA
t MOIiGUI\BLAÐlI\U 1
kápu í jólagjöf
MARKABURINN
Laugaveg 89.
Sænsk herragarðssaga, sem gerist um miðja 19. öld
Aðalsöguhetjur bókarinnar eru afkomendur bræðranna, Karls, hins glæsilega
sendiherra og Wills, ofurstans og óðalsherrans á Hellubæ.
Ungmenni ættarinnar safnast saman á Hellubæ til hátíðahalds og örlagaþræð-
irnir spinnast fram og aftur og binda alla í net sitt.
Undir hlæjandi yfirborði dyljast hættulegir undirstraumar, ekki sízt í róman-
tískum ástarævintýrum dætranna, svo hátíðahöldin á Hellubæ verða ekki ein-
göngu draumljúf friðsæld.
Hátíðin á Hellubæ er eldheit sænsk ásarsaga, rómantísk og þrungin djúpstæð-
um örlögum, dtinandi af fjöri og ltfsgleði, eins og herragarðssögur. Margit
Söderholm geta beztar verið.
{TTTTg s j á
MARSELÍ NÓ
Sagan af Marselínó litla drengnum mun-
aðarlausa, sem ólst upp hjá munkunum
hjartagóðu, er unaðsleg barnabók, fögur
og hugþekk og sannkölluð jólabók.
Kvikmyndin, sem gerð var eftir sög-
unni, hefir farið mikla sigurför og verið
sýnd oftar hér á landi og við meiri hrifn-
ingu en flestar aðrar kvikmyndir.
Sagan af Marselínó hefir komið út á
25 tungumálum og hvarvetna hlotið
óskorað lof og vinsældir. — Bókin er
prýdd fjölda mynda og útgáfa hennar
falleg.
Sagan af Marselínó er sjálfkjörin í
jólapakka barnanna í ár.
IÐUNN — Skeggjag. 1 — Sími 12923.
Rammíslenzk skáldsaga
Bókaútgáfan Fjölnir