Morgunblaðið - 09.12.1958, Side 22
22
MORGVIVBLADIB
Þriðjudagur 9. des. 195.
Hraðfrystihús Hnífsdælinga og fiskimjölsverksmiðja.
®------------------------------------------
Einmunatíð í Fljótsdal
Jóhanna Björnsdóttir
Víðidalstungu nírœð
— Að vestan
Framh. af bls 13
eða allt suður í Jökuldjúp og tek-
ur þá róðurinn um tvo sólar-
hringa. Er það einkum síðari
hluta vetrar. Á haustin og fram
eftir er aftur á móti sótt norður
og austur fyrir Vestfjarðakjálk-
ann. Bátarnir róa með 35 bjóð
í róðri.
Hásetahlutur var í fyrra frá ára-
mótum og fram úr 25 þús. krónur.
Nokkru hærri hluturvarhjá þeim
er stunduðu netjaveiðar í vor.
Talið barst í þessu sambandi að
netjaveiðinni og kvað Jóakim
nauðsynlegt að friða sum svæði
fyrir netjaveiði, einkum þar sem
fiskurinn er veiddur um hrygning
artímann. Netin eru skaðræðis
veiðarfæri á þeim slóðum.
Sæmilega gengur að manna
báta þeirra Hnífsdælinga og var
engin ástæða til þess að kvarta
yfir því.
Mér fannst fallegt um að lit-
ast í Hnífsdal. Þótt þar væru
framkvæmdir örar og mikið um-
leikis mátti sjá að kauptúnsbúar
hafa auga fyrir snyrtilegri um-
gengni. Það vill oft vera svo með
unglinga á gelgjuskeiði að fötin
fara þeim illa meðan þeir eru að
vaxa upp úr þeim. Þannig er
það einnig með marga vaxandi
staði hér á landi. Þetta fannst mér
þó ekki eiga við um Hnífsdal.
Þar eru fötin jafnóðum löguð og
unglingurinn vex.
Ég vil ljúka þessu rabbi með
því, að færa þeim þakkir er götu
mína greiddu í Hnífsdal. Vil ég
þar nefna þá Einar Steindórsson
oddvita, Ingimar Finnbjörnsson
verkstjóra og Jóakim Pálsson
skipstjóra.
Maður gæti ætlað að lítill stað-
ur í naesta nágrenni við stóran
bæ eins og Isafjorð mundi eiga
erfitt uppdráttar og þaðan mundu
menn leita til hins stærri. Hér
á þetta ekki við. Hnífsdælingar
una glaðir við sitt, enda eru þeir
sjálfum sér nógir. vig.
SKRIÐUKLAUSTRI, 5. des. —
Álitlegur sumarauki hefir komið
í Fljótsdal eins og annarsstaðar á
landinu. Enn er autt um allar
jarðir, nema efst í út-Héraðs-
fjöllum, og jörð frostlaus. Jarð-
vinnsla hefir því getað gengið
fullum fetum, þar sem einhverj-
um tækjum hefir verið á að
skipa. En eins og víðar hefir
skort varahluti í vélarnar hér
eystra. Ræktunarsamband V-
Héraðs hefir 2 jarðýtur, en aðeins
önnur þeirra hefir gengið í allt
sumar og haust. Hin komst fyrst
í gang í ágúst og hefir gengið
slitrótt síðan, þar sem verið er
að basla með ónýt belti og fleira
er orðið slitið um of. Verður því
útkoman sú í Fljótsdal að nú í
2 ár hafa bændur þar ekki fengið
nálægt því fuilnægt vinnupöntun
um. En fyrirhugað var að gera
öflugt átak í ræktunarmálunum
einmitt þessi ár, enda á því hin
mesta nauðsyn, því að enn eru
túnin víða of lítil.
Af almennum framkvæmdum
er það helzt að segja, að sl. haust
var byggð brú á Gilsá, sem skipt-
ir Suður- og Norður-Múlasýslum
og fellur innst í Löginn að aust-
anverðu. Er þar með yfirstiginn
einn versti farartálminn á leið-
inni frá Hallormsstað og inn að
Hrafnkelsstöðum. Um brúarsmíð
ina sá Sigurður Jónsson. Eftir
er svo að leggja fullkominn veg
yfir svonefnda Ása, sem liggja
innan við Hallormsstaðaskóg og
innst í honum. Verður að þeirri
vegagerð mikið hagræði, bæði
fyrir Fljótsdælinga og alla þá
sem ferðast vilja um ofanvert
Héraðið.
Mannfjöldi í Fljótsdal helzt
nokkuð sá sami ár frá ári. Eru
nú síðustu árin 225—226 íbúar í
hreppnum. Nokkrir hafa flutzt
burtu, en barnsfæðingar eru
nokkrar og einstöku hafa flutzt í
hreppinn. — J.P.
Kirkjumót
á Kirkjubæjar-
klaustri
SL. laugardag, 6. desember, hélt
Kirkjukórasamband V-Skafta-
fellsprófastsdæmis kóramót í
samkomuhúsinu á Klaustri.
Mótið hófst með ávarpi for-
manns, Óskars Jónssonar í Vík,
sem rakti í stuttu máli sögu sam-
bandsins, en það varð 10 ára á
þessu hausti. — Síðan sungu kór-
arnir fjögur lög, hver með undir-
leik Kjartans Jóhannessonar,
söngkennara, en hann hefur und-
anfarnar sjö vikur farið á milli
sóknanna og æft kórana.
Sóknarprestarnir í Ásum og
Vík í Mýrdal, þeir séra Valgeir
Helgason og séra Jónas Gíslason,
fluttu ræður.
Að lokum sungu kórarnir allir
sameiginlega með undirleik
Kjartans Jóhannessonar og Sig-
urjóns Einarssonar í Mörk, org-
anista í Prestsbakkakirkju. Þeim
söng stjórnaði Óskar Jónsson,
organisti Víkurkirkju. — Kóra-
mótið var mjög fjölsótt og alls
var söngfólkið 116 manns.
Eftir samsönginn sátu allir
kórarnir boð Kirkjukórs Prests-
bakkasóknar. Þar var Kjartani
Jóhannessyni sérstaklega þakkað
starf hans í héraðinu og Vilhjálm
ur Eyjólfsson á Hnausum flutti
honum kvæði. — G. Br.
VIÐIDALSTUNGA er eitt af
elztu og þekktustu höfuðbólum
landsins og á sér mjög merkilega
sögu, Hennar er fýrst getið í
Sturlungu og bjó þar þá Jón járn-
búkur, sem var í norðurferð með
Þorgilsi skarða. Á 14. öld bjó
þar Gissur galli, sem varð yfir
100 ára, og síðar sonarsonur hans,
Jón Hákonarson, sem æ mun
minnzt verða fyrir það, að hann
lét rita bæði Flateyjarbók og
Vatnshyrnu. Um miðja 15. öld bjó
þar Sólveig, dóttir Þorleifs í
Auðbrekku og Vatnsfjarðar-
Kristínar, en móðir Jóns lög-
manns Sigmundarsonar, og eftir
hann afkomendur hans í fjórar
aldir. Merkastur þeirra var Páll
lögmaður Vídalín, en síðastur
þeirra ættmenna var nafni hans,
Páll Vídalín alþingismaður, sem
dó 1873, faðir Jóns Vídalíns kon-
súls og frú -Kristinar Jacobson.
Eftir dauða Páls alþingismanns
bjuggu ýmsir leiguliðar í Víði-
dalstungu um 30 ára skeið og
hnignaði þá vegur þessa forna
höfuðbóls, en 1904 fluttust þang-
að hjónin Teitur Teitsson og Jó-
hanna Björnsdóttir, sem höfðu
keypt hálfa Víðidalstungueign,
en þá fylgdu sjálfu höfuðbólinu
níu jarðir aðrar auk heimahjá-
leigu. Teitur var giidur bóndi og
fjáraflamaður. Hann dó 1923 og
bjó Jóhanna eftir það ekkja í
um 20 ár, þangað til Óskar sonur
hennar tók við jörð og búi, en
hann hafði áður verið fyrir búi
hjá móður sinni.
Jóhanna í Víðidalstungu er 90
ára í dag,elzta manneskja í Berg-
mannsætt hérlendis, að því er
ég bezt veit, og er mér bæði ljúft
og skylt að minnast þessarar
ágætu frændkonu minnar á þess-
um merkisdegi hennar. Hún fædd
ist í Gröf í Víðidal 9. des. 1868
og bjuggu þar þá foreldrar henn-
ar, en síðar mjög lengi á Marðar-
mýri íVatnsdal. Björn faðir Jó-
hönnu var annálaður snyrti- og
reglumaður í búskap. Hann var
sonur Guðmundar smiðs á Síðu
og Ytri-Völlum, Guðmundsson-
ar á Húki, en kona Guðmundar
smiðs var Guðrún Sigfúsdóttir
hreppstjóra Bergmanns. Björn á
Marðarmýri og systkini hans
urðu mjög langlíf, flest um og
yfir nírætt, en þau voru Jónas
í Svarðbæli, langafi séra Þor-
steins fríkirkjuprests, Elínborg í
Núpsdalstungu, amma dr. Björns
heitins Björnssonar hagfræðings
Reykjavíkurbæjar, Guðrún,
amma mín, Jóhanna, ógift, Ólöf
á Svertingsstöðum, amma Skúla
Guðmundssonar alþingismanns,
og Guðmundur smiður yngri, fað
ir Ingimundar heitins ráðunauts.
Kona Björns á Marðarmýri,
móðir Jóhönnu í Víðidalstungu
var Þorbjörg Helgadóttir frá
Gröf, af ætt Sigurðar sterka í
Ho'lti, en einn af bræðrum henn-
ar var Sigurður, afi dr. Sigurðar
Nordal.
Jóhanna var næstelzt systkina
sinna, þeirra er upp komust, en
hin voru Guðmundur landlæknir,
er var tveimur árum eldri, Jónas
Bergmann smiður og bóndi á
Marðarmýri, Ingibjörg, húsfreyja
á Torfalæk, og tvíburarnir Elísa-
bet, ráðskona hjá Guðmundi
bróður sínum, og Halldóra hús-
freyja á Geithömrum, sem varð
áttræð fyrir nokkru. Hálfbróðir
þeirra er .Sigurður Björnsson,
brúaryfirsmiður.
Þau Teitur og Jóhanna giftust
14. sept. 1893, bjuggu fyrst eitt
ár á Gilá, síðar í Haga og á
Ægissíðu, en fluttust að Víðidals-
tungu 1904, eins og áður er sagt.
Teitur var Teitsson, Teitssonar
ríka Einarssonar í Kirkjuhvammi
og síðari konu hans, Hólmfríðar
Guðmundsdóttur frá Húki, og
voru þau Víðidalstunguhjónin því
þremenningar að frændsemi.
Þau Teitur og Jóhanna eign-
uðust þrettán börn og eru fjögur
þeirra dáin: Guðmundur, Aðal-
heiður, Ragnheiður og Aðal-
steinn, en níu lifa, sem sé Þor-
björn Leví, bóndi á Sporði, Anna,
húsfreyja á Bakka í .Víðidal,
Eggert Þórarinn, bóndi á Þorkels-
hóli, Óskar Bergmann, bóndi í
Víðitalstungu, Jóhann, bóndi á
Refsteinsstöðum, Guðrún, hús-
freyja í Bjarghúsum, og Þorvald-
ur, Ingunn og Elisabet, öll bú-
sett í Rykjavík.
Ég kom fyrst að Víðidalstungu
fyrir réttum 50 árum, á fyrstu
ferð minni í skóla. Þar var þá
óræktarlegt tún, sundurskorið af
mýrarsundum, en snöggir hólar
á milli, þar sem stóðu fjárhús-
kofar eða rústir gamalla hjáleigu-
kota. Nú er þetta orðið samfellt
og fallegt túnflæmi. Þá var þar
fornfálegur bær, sem verið hafði
einn af stærstu sveitabæjum
landsins á sinni tíð. Leifar hans
brunnu fyrir nokkrum árum og
er nú komið þar myndarlegt
steinhús í staðinn. í öllu þessu
umróti hefur húsfreyjan sjálf til-
tölulega lítið breytzt, þrátt fyrir
langan og erfiðan vinnudag, því
að hún heldur sér með fádæmum
vel, einkum andlega. Hún hefur
þó oft orðið að leggja að sér um
dagana, húsfreyja á mannmörgu
heimili og 13 barna móðir, sem
þar að auki var hölt á öðrum fæti
frá æsku. Hún er að eðlisfari ró-
lynd og æðrulaus, og mun svipa
um það til föður síns, en slíkt
fólk endist oft vel, andlega og lík
amlega. Þegar Jóhanna var hálf-
áttræð, kvæntist Óskar sonur
hennar ágætri konu, Hallfríði
Björnsdóttur, og lét hún þá bús-
umsjá alla innan stokks í hendur
tengdadóttur sinni, en nú byrjaði
nýr og merkilegur þáttur í lífi
gömlu konunnar. Hún hafði alla
ævi verið mjög bókelsk kona og
nú gat hún fylgt þeirri hneigð
sinni í ró og næði. Hún tók að
sér stjórnina á lestrarfélagi og
bókasafni sveitarinnar, sem hafði
verið í vanhirðu, og hóf það til
nýrra þrifa. Hún hefur verið svo
lánsöm að halda góðri sjón og
sinnir enn bókavarðarstarfi sínu.
Hún fékk fyrir nokkrum dögum
heilmikla sendingu nýrra bóka,
sem eru að koma á jólamarkað-
inn, og hefur nú verið að velja
úr þeim þær, sem hún vill kaupa
til bókasafnsins.
Það mun vera næsta fátítt, að
níræð kona sýni slíkan áhuga og
gegni með sóma slíku trúnaðar-
starfi fyrir sveit sína sem gamla
húsfreyjan í Víðidalstungu. Allir
frændur hennar, nágrannar og
vinir munu óska henni þess, að
hún fái að halda sjón sinni og
hafa ánægju af bókum sínum,
það sem hún á eftir ólifað á inu
forna og fræga óðali þeirra ágætu
bókamanna og lærdómsmanna,
Jóns Hákonarsonar og Páls lög-
manns Vídalíns. P. V. G. Kolka.
— Landhelgismálid
Framh. af bls 6.
vinna á okkar mál. Sem stendur
er þó ekki ástæða til að örvænta.
Hér var þrátt fyrir allt aðeins
verið að fjalla um málsmeðferð.
Þar varð ísland undir. En það
sem raunverulega skiptir máli,
er, hvað verður ákveðið á ráð-
stefnunni, sem halda á, og við
trúum því, að málstaður okk-
ar sé slíkur, að hann hljóti að
sigra.
KAPITOLA
hefur lifað á vörum íslenzkra lesenda sem spenn-
andi og hugnæm skáklsaga. Fáar þýddar skáldsögur
hafa átt meiri vinsældum að fagna, enda eru aðal-
persónurnar minnisstæðar: Svarti Donald, Felli-
bylur og ekki sízt Kapítóla sjálf.
KAPÍTOLA
er hin sinsæla skáldsaga kvenþjóðarinnar.
SUNNUFELL.