Morgunblaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 10
1C MORCUNRLAÐIÐ Sunnudagur 14. des. 1958. Baldur Helgi Björnsson \ Minningarorð HELGI, en svo var hann oftast nefndur, var fæddur í Hólsseli á Hólsfjöllum 19. 6. 1891. Hann var Vopnfirðingur í föðurætt, en Þingeyingur í móðurætt. Ungur fluttist Helgi með for- eldrum sínum að Hauksstöðum í Vopnafirði og síðar að Teigi í Hofsárdal. Sautján ára gamall varð hann fyrir þeirri þungu raun að missa hægri fót, um miðjan legg. Geta má nærri, að skugga hafi dregið yfir framtíðarlönd unglingsins, er af var fóturinn, skugga, sem oft átti eftir að bregða fyrir síð- ar. Smalamennska um fjöll og firnindi, heyskapur, kaupstaðar- ferðir og sveitastörfin, sem hann hafði alizt upp við, hentuðu ekki einfætlingi. Hér urðu því mikil þáttaskil. Horfið var að iðnnámi, og urðu skósmíðar fyrir valinu, enda ekki um margt að velja á þeim árum. Þetta taldi Helgi ógæfuspor síðarmeir; hann gat aldrei til fulls samlagað sjálfan sig skósmíðastarfinu. Skósmíðar lærði Helgi hjá Her manni Þorsteinssyni á Seyðis- firði, og starfaði hjá honum í nokkur ár að námi loknu. Þessa tímabils minntist Helgi með hlýju, enda kynntist hann þar mörgum, og batt vináttubönd, sem styrktust síðan. Til Reykjavíkur fluttist Helgi 1915 og vann hjá öðrum næstu árin. 1919 stofnaði hann eigið verkstæði í Aðalstræti 12, og starfaði þar óslitið þangað til fyrir 2 árum, að hann lagði skó- smíðarnar á hilluna, enda þá við hnignandi heilsu. Síðustu missirin dvaldist Helgi á Reykjalundi. Atti hann þar góð- an samastað, hafði létta vinnu við sitt hæfi, og um fram allt, gott atlæti yfirlæknis og húsráðenda, undi enda vel hag sínum. Iðn sína stundaði Helgi af kost- gæfni alla tíð, en engu að síður mun honum hafa fundizt hann vera á rangri hillu, sem fyrr segir. Helgi var meðalmaður á vöxt, herðabreiður, stórskorinn og karlmannlegur ásýndum og ör- uggur í fasi. Kom þar upp Þing- eyingurinn. Heimsenda m illi eftir LARS-HENRIK OTTOSON er tvímælalaust með beztu ferðabókum, sem gefm.r hafa verið Út á íslenzku, sakir fjölþættrar frásagnar á langri ferð. — Höfundur fer frá nyrzta odda Noregs til syðsta odda Afríku, eða 58.600 km Hann fer yfir 34 lönd og ratar í hin furðuleg- Ustu ævintýri. HEIMSENDA MILLI er úrvals ferðabók, sem prvdd er fjölda mynuu. Ferðabókaútgata 0 Pósthólf 1054. — Reykjavík. Sæti hans var fullskipað hvar sem hann kom. Félagslyndur var hann og viðræðugóður, enda löðuðust margir að honum, ung- ir sem gamlir. Barngóður var hann svo af bar, og kunni að ræða við börn á þann hátt, að þeim fannst þau vaxa að þroska og viti. Það var gestkvæmt í kjallar- anum í Aðalstræti 12. Ófáir menntamenn, sem nú eru komn- ir yfir miðjan aldur, lögðu þang- að leið sína á skólaárunum. Var þar oft glatt á hjalla, spjallað og kapprætt, í gamni og alvöru, um flest það er máH skiptir. Komið gat fyrir að hnútir flygu stund- um, og var húsráðandinn enginn eftirbátur, því hann var opin- skár og harðskeyttur í kappræð- um. Þótt Helgi hefði ekki notið mikillar skólamenntunar, var hann vel lesinn, stálminnugur og fróður um menn og málefni. Kunningjarnir nefndu hann stundum gervistúdent í gamni enda mundi hann hafa sómt sér Spurningar NÝLEGA birtist í Vísi grein frá fréttaritara blaðsins á Akureyri. í þeirri grein stendur eftirfar- andi: „Drykkjuskapur Akureyr- inga hefur færzt mjög í vöxt frá því vínbúðin var opnuð þar að nýju, en keyrt hefur þó um þver- bak í sumar og haust“. Síðar segir í greininni frá drykkjulátum, er gengu svo langt á skemmtun þar á staðn- um, að lögreglan varð að beita kylfum við hina ölóðu veizlu- gesti. Þó að reynslan hafi orðið svona sorgleg á Akureyri, eftir að vín- búðin var opnuð þar aftur, er verið að tala um að fjölga útsölu- stöðum, og nú síðast að opna áfengissölu í Keflavík. Er furða þó að fram komi spurningar í huga manns? Er þjóðin slegin slíkri blindu að hún sjá ekki hvert stefnir? Og hvar er helzt hjápar að vænta? Ég las fyrir nokkru sam- þykktir, sem gerðar voru á Sam- bandsráðsfundi Ungmennafélags íslands. Samþykktir þessar eru í mörgum liðum. Þar stend- ur: „Sambandsfundurinn beinir þeirri áskorun til félaganna að leggja mikla áherzlu á hinn menn ingarlega og siðbætandi þátt starfseminnar. Auka ber ábyrgð- artilfinningu félaganna að þessu leyti og þá einkum í skemmtana- lífinu. Þar er ekki aðeins um vanda þéttbýlisins að ræða, held- ur einnig sveitanna". Þó ekki sé það sagt berum orð- um, þá má lesa á milli línanna að hér er átt við drykkjuskapar- ómenninguna. Hér kerrtur fram eins og svo ákaflega víða: Al- mennar athugasemdir í vel sömdu orðskrúði, en sneitt hjá kjarna málsins. Það kemur hvergi fram í hin- um mörgu samþykktum fundar- ins, að Ungmennafélag íslands eigi að taka upp aftur bindindis- heitið. vel á skólabekk. Hann myndaði sér ákveðnar skoðanir og stóð fast á þeim, hverju sem blés. Þrátt fyrir alvöru undir niðri var Helgi gleðskaparmaður, og tók þeim lystisemdum, sem lífið rétti honum tveim höndum. Á þeim árum þótti vinum hans eng- inn fagnaður fullsetinn ef hann var fjarri. Helgi var einhleypur alla tíð. Tómstundum sí.ium eyddi hann, eins og gengur og gerist, við lest- ur, tafl og spil, ferðaðist einnig mikið á sumrum meðan heilsan leyfði og var dugandi ferðamað- ur. Söngelskur var Helgi, enda náfrændi Björgvins Guðmunds- sonar tónskálds. Eitt sinn á fjalla ferðalagi hóf hann upp lag Björgvins: „Heyrið vella“, en þá kom í ljós að enginn samferða- mannanna kunni lagið, enda var það þá nýtt. Tók hann þá að kenna lagið, og fengu þeir tón- sljóustu vel útilátið orð í eyra, en laginu tróð hann í nemend- urna, svo að allir sungu hástöf- um að lokum. Helgi naut góðrar heilsu fram yfir sextugt, en þjáðist þá um hríð af magasári, sem þó batn- aði eftir uppslturð. Á meðan hann lá í spítalanum varð einum vini hans að orði: Er ég geng um Aðálstræti, Aðalstræti 12, heyrast engin högg og læti hlátrasköll né önnur kæti, eða hlunk í einum fæti yfir fjalagólf. Allt er hljótt í Aðalstræti, Aðalstræti 12. Nú eru þessi hljóð þögnuð fyr- ir fullt og allt. Þeir, sem vöndu komur sínar í Aðalstræti, og fleiri, sakna hreinskilha vinar- ins úr leikjum lífsins og alvöru. Helgi lézt 13. nóv. eftir skamma legu, og var jarðsettur í Foss- vogskirkjugarði hinn 18. nóv. Vinur. Nú vil ég spyi'ja: Er ekki kom- inn tími til þess? Landssambandið gegn áfengis- bölinu sendi árið 1956 frá sér ávarp til þjóðarinnar, sem birt var í mörgum blöðum. Þar segir: „Áfengisnautnin er í dag eitt mesta vandamál flestra þjóða heims. Af völdum áfengis deyja árl. tugþúsundir manna. Áfengið hefir gert margar milljónir manna að andlegum og líkam- legum aumingjum. Áfengið er undirrót afbrota í stórum stíl. Það eyðileggur lífshamingju milljóna manna og grefur und- an siðgæði og manndómi æsku- lýðsins. Árlegt tjón mannkyns- ins af völdum áfengis verður ekki metið til fjár“. Ennfremur stendur þar: „Með stofnun Lands sambandsins gegn áfengisbölinu hafa helztu menningarsamtök þjóðarinnar tekið höndum saman í því skyni að vinna gegn hinum skaðlegu áhrifum áfengisnautn- arinnar og glæða skilning alþjóð ar á því alvarlega böli, sem áfeng ið veldur“. Síðan er sagt frá því að tuttugu og tvö félagasambönd hafi gerzt aðilar að Landsamband inu og að meiri hluti þjóðarinnar sé innan þessara samtaka. Þegar þetta ávarp birtist var það mörgum mikið fagnaðarefni og ekki sízt templurum, þvi fyrir tilstilli stórtemplarans var Lands sambandið stofnað. Þessi volduga hreyfing átti að vera öflug út- breiðslustöð bindindis hér á landi. En undarlega lítið virðist mér hafa farið fyrir þessum samtök- um með meira en hálfa þjóðina að baki sér. Getur ekki þessi stóri hópur mætra manna skapað svo vold- uga bindindishreyfingu, að öllum útsölustöðum áfengis verði lokað. Vilja ekki þessi tuttugu og tvö félagasamtök ganga hreint til verks og stofna bindindissamtök, hvert þeirra innan síns áhrifa- svæðis. Hugleiðið þetta, góðir menn, og gleymið því ekki að þetta mikla vandamál þjóðfélagsins má eng- inn telja sér óviðkomandi. Maríus Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.