Morgunblaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 23
Sunnudagur 14. des. 1958. MORCTPVnLAÐID 23 Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Skrudda II. Páll skáldi. Eítir Kagnar Ásgeirsson. Búnaðarfél. Islands gaf út. Skrudda I. varð vinsæl mjög og seldist upp á stuttum tima. Það var skemmtileg bók, en þó tel ég þessa snöggtum betri. Hún fjallar um síðustu kraftaskáldin á íslandi: Pál skálda og Guð- rúnu yngri, dóttur hans. Ragnar Ásgeirsson hefur unn- ið að þessari bók og safnað tii hennar um margra ára skeið. Fyrstu sögurnar um Pál heyrði hann hjá móður sinni í bernsku, en Páll er langafi Ragnars og þeirra systkina — eitt þeirra er herra Ásgeir Ásgeirsson, for- seti Islands. Páll Jónsson fæddist í Vest- mannaeyjum árið 1779. Hann mun hafa misst foreldra sína á barnsaldri og ólst upp hjá vanda- lausum við hörku talsverða, eins og þá gerðist. Voru fóstrar hans tveir og báðir prestar; kvaðst hann hafa fengið sextíu hýðingar hjá öðrum, en fjörutíu hjá hin- um. Launaði hann fyrir sig með þeim eina gjaldmiðli er hann hafði tiltækan, nefnilega skáld- skapnum, og lifir nú orðstír þeirra í níðvísum hans. Eru þær sumar gamansamar í betra lagi og eins bænir þær, er hann hef- ur snarað í ljóð eftir síra Ög- mundi, en svo nefndist sextíu- hýðinga-klerkurinn og verður hann að vonum mest fyrir barð- inu á hinu unga skáldi. Hljóðar ein af bænum sr. Ögmundar svo: „Virstu að taka að þér hinn langþjáða mann, Halldór Guð- mundsson á Strönd. Þú veist hvar hann býr. Kann hefur fáar kýrn- ar, en færri hefur hann ærnar, því allt er gengið af honum. Virstu að levera honum þína hjálp og aðstoð! Verði þinn vilji. En virstu að girða mig um mínar lendar að ég kunni réttilega fyr- ir honum að biðja. — Amen“. Þessu snaraði Páll í rím á þessa leið: „Halldóri veittu hjálp á Strönd, hefur hann mikið þjáða önd. Þú veizt hvernig og hvar hann býr, hvort hefur færri ær en kýr. Liðsemd honum því levera — ljá skal ég þér hann Gráskotta. — Gjörðu helzt það sem girnir þig, en girtu buxurnar upp um mig!“ Drápu mikla og gamansama gerði drengur einnig um Ög- mund þennan og fór hún víða um sveitir; er sagt að afkomendur prests erfi hana jafnvel enn við skáldið! Má af þessu lær? hversu háskalegt vopn skáldskapurinn er, og er betra að styggja ekki skáldin að óþörfu, því þau yrkja eftirmæli samtíðar sinnar, — kannske hin einu, sem vara? Góðir menn studdu Pál til mennta og gerðist hann prest- ur, — nefndist eftir það síra Páll skáldi. Hann var fljúgandi hagmæltur, rimleiknin alveg ó- venjuleg og orðheppni mikil. Skopskyn hafði hann svo gott, að helzt er að líkja til norska skálds- ins Johan Herman Wessel, sem var uppi nokkru fyrr á öldinni, f. 1742. Er gamansemi þeirra tals- vert skyld, eins og ljóst má verða af ljóðabréfinu til Bjama Thor- arensen; — „skólapilts Bjama Vigfússonar frá Hlíðarenda“. Það er allhressilegt á köflum og lista- vel kveðið, en ekki vel fallið til upplestrar í fermingarveizlum. — Höf. segir svo um vináttu þeirra Bjarna: „Æskuvináttu Páls skálda og Bjarna Thorarensen hefur hvergi verið minnzt, svo ég viti, þó hún komi svo augljóst fram í þessu bréfi. Bjarni var meira skáld en hagyrðingur, og Páll meiri hag- yrðingur en skáld. Á það ber að líta, að umhverfið mótar persónu leikann. Bjarni sigldi til fram- andi landa á tímum, þegar mikil tíðindi gerðust og kynntist er- lendum bókmenntum, sem þrosk- uðu listasmekk hans. Páll sat heima, þar sem fátt bar við, vann fyrir sér með líkamserfiði, gerð- ist síðan aðstoðarprestur í sveit og „forpokaðist“, eins og kallað er á þeim fátæktar- og eymdar- tímum, sem voru um og eftir aldamótin 1800. Virðist hafa verið i honum efniviður til annars og meira“. Já, það hefur margt gott farið í súginn hjá okkur vesalingunum hér norður á heimsenda. Og al- veg er það óskiljanlegt, hvernig skaparanum gat dottið í hug að spandera á okkur því ógnarfári af skáldgáfu sem dembt hefur verið niður á þennan yzta hjara öld fram af öld! Það er ekki minnsti vafi á því, að gott skáldefni hefur verið í Páli. Og gamansemin hefur ver- ið alveg ódrepandi, á hverju sem gekk. Oft kom hún honum í koll, eins og þegar hann kvað um landlækninn í Nesi vísuna frægu: „Album graecum gefur hann inn“. Ekki er að furða þótt sumar stökur hans kæmu illa við kaun, t.d. þessi: „Illt sér temur öðrum fremur, engla gremur, djöflum ann. Finnur kemur, flærðir semur, fjandinn lemur áfram hann“. Eða þessi: „Skálkurinn kreistir skammarorf í skitinni loppu sinni. Mannhelvítið mer upp torf úr mýrarháðunginni“. Það orð komst fljótt á um Pál, að kraftur fylgdi vísum hans. Mun hann sjálfur hafa unað þvi allvel, sem fleiri hagjrrðingar, því kraftaskáldið átti skaðvænt vopn, er fæsta langaði til að verða fyrir. Tilfærir höf. all- margar sögur um þá tegund skáld skapar Páls og er þessi ein: „Páll kom einu sinni sem oft- ar út í verzlunarskip i Vest- mannaeyjum, og fylgdi honum hundur hans. Einn skipverja sparkaði hundinum útbyrðis og drukknaði hann. Reiddist Páll mjög og kvað þessa vísu: Þú ert randaraftur, rifinn naglakjaftur, fjandans fylgikraftur, þú flæmdir minn í sjóinn. Hangdu hels við hóinn. Allt hvað er, er, er, allt hvað er, það ami þér og að þér kreppi skóinn. Hásetanum brá svo, að hann veiktist þegar, blánaði allur og bólgnaði, einkum fæturnar, svo að stígvélin þrengdu mjög að honum og náðust ekki. af“. — Fyrir orð og bænir skipstjórans bætti Páll þá um og kvað krank- leikann aftur af hásetanum. Páll var jafnan góður smæl- ingjum og þótti börnum vænt um hann. Hann gat líka sýnt þakklæti sitt í ljóði, eins og þessi visa sýnir, en hana kvað hann til stúlku, sem oft gaf hon- um neftóbak: „Nærirðu á mér nefið enn, nálaskorðin dygga. Mikill djöfuls merkis kvenn- maður ertu Sigga!“ Páll flakkaði um suðurlandið, eftir að hann lét af prestsskap. Hafði hann jafnan verið fátækur. Drukknaði hann seinast í Eystri- Rangá og bar straumurinn hann til hafs. Fannst hann aldrei með vissu, en talið er að hann hafi rekið á Hafnarskeiði og verið jarðaður við Hjallakirkju. Guðrún yngri, dóttir Páls var og talin kraftaskáld, en ekki var hún jafnvel hagmælt og faðir hennar. — Það er í frásögur fært, að í júnímánuði 1888 dreif svö mikinn hafís að Vestmannaeyj- um, að öll höfnin og flóinn fyllt- ust af ís. Horfði af þessu til hinna mestu vandræða og var leitað til Guðrúnar. Kvað hún þrjár vísur og tók þá þegar að losna um ísinn, ’en hann var alveg horf- inn eftir þrjá daga. Ragnar Ásgeirsson segir skemmtilega og skilmerkilega frá, auk þess sem hann hefur víða leitað fanga um heimildir. Hann á miklar þakkir skildar fyrir að bjarga þeim þjóðlegú fræðum og vísnasjóði, sem Skrudda geymir nú komandi kyn slóðum. Honum er einkar vel lagið að hirða aðeins það, sem máli skiptir, og hann fer sparlega með orð, en það er öndvegiskost- irr í fari rithöfundar. Þá hefur hann og næmt skopskyn, en það er kostur engu minni og alltof sjaldgæfur vor á meðal. Áætlað er, að þriðja og síð- asta bindi Skruddu komi út á næsta ári, og mun fylgja því nafnaskrá yfir bindin ölL Þýzkir gúmmibjörgunarbátar væntanlegir LJLI pOI i láMta&ciiaF Fallegt borð og fljóthreinsað er það sem nútímakonan vill. Og þaS getur hún fengið meS því að kaupa þessi fögru og hentugu ávaxta- og ábætissett. Tizkuskraut þeirra er fagurt bæði í hreinum kristal og pastil- litum. Hagsýnar húsmæður munu fagna því að þessi sett er auðvelt að þvo. BÆHEIMSKT GEER ER AÐ- EINS FRÁ TÉKKÓSEÓVAKÍU. Umboðsmenn: JÓN JÓHANNESSON & CO. Simi 15821 — Reykjavík. SÍ-SLÉTT POPUN (N0-IR0N) MINERVAc/Á^^~ STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.