Morgunblaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 15
Sunnudagtir 14. cles. 1958i MORCUNBLAÐ1Ð 15 // SJÖ SÖGUR 44 Steingrímur Sigurðsson: Sjö sögur, Prentsmiðja Björns Jónsson- ar, Akureyri 1958. í>etta verk Steingríms Sigurðs- sonar er eitt þeirra bóka, sem kalla má sérkennandi fyrir okk- ar tíma. Höfundur hennar er lista maður, sem hefur til brunns að bera skáldlega innsýn inn í kviku mannlífsins og sterkt og litauð- ugt tilfinningalif. í honum spegl- ast upplausn og umbrot fólks, sem íinnur ekki tilgang sinn, kynslóð- ar, sem virðast hafa beðið and- legt og siðferðislegt skipbrot og geíið sig hégómanum á vald. Og samt — þegar allir bikar- ar eru tæmdir, er snúið heim í leit að uppruna sínum, til hinnar fornu arfleifðar íslendingsins, fjallsins, sem stendur af sér tízku siði rótlausrar kynslóðar, heim til íslenzkrar heiðríkju, þar sem „ekki er hægt að lifa fyrir neitt, sem ekki er fagurt“. Ég fæ ekki betur séð, en Stein- grímur hafi vaxið stórum sem rit- höfundur af þessari bók. Stíll hennar er víðast með ágætum. Hann bregður víðaupp áhrifamikl um svipmyndum í hnitmiðuðum leiftrandi setningum. Þræðir sög- unnar eru oft margir og sam- ofnir í listræna heild. Höfundur kann manna bezt að byrja sögu: „Eftir dansleikinn stóð fyrir dyr- um gleði, sem ekki átti að ljúka, fyrr en enginn gat meir“. Þannig hefst fyrsta sagan „Bardagi“ og hver er sá, sem ekki vill halda áfram lestrinum? Þessi fyrsta saga er skemmtileg sálgreining á hinum frumstæða karlmanni, sem drekkur af ástríðu og berst blint og tilgangslaust vegna þess að það er kona í bikarnum! Næsta saga, „Voðaskot", gerist í London og Skagafirði. Hún er frá hernámsárunum og fjallar um ungan mann, sem gerir sér dælt við setuliðið og verður valdur að dauða brezks hermanns. Endir sögunnar er svo lýgilegur, að sag- an gæti verið sönn! f tveimur næstu sögum bókar- innar „Þáttaskil" og „Sveskjan", kemur hin mikla og mér liggur við að segja meðfædda ritsnilli Steingríms hvað bezt fram í dags ljósið. Þar er að finna mann- lýsingar gerðar af næmum sál- fræðilegum skilningi. Á þetta einkum við um þá síðarnefndu, sem er meistaraverk bókarinnar. Stíll þessarar sögu er listaverk og ádeilan hvöss og markviss. Þar er fjallað um siðferði hinnar fyrstu kynslóðar á íslandi, sem varð fínt fólk, yfirstéttarfólk á mælistiku nútimans. Þetta fólk veltir sér að vísu upp úr stríðs- gróðanum en hefur glatað öllum æðri verðmætum.Fyrst hæfileik- anum til að trúa, þar næst hæfi- leikanum til að skilja andíeg verð mæti og loks hæfileikanum til að elska. — Og hér í þessan sögu Steingríms stendur það í allri sinni nekt. „Gljábelgurir.n", hin siðlaiifa og vínhýra yfirsté'.tar- kona og maðurinn sem glatað hefur sjálfsvirðingu sinni og legg ur í „brimlendinguna“ eftir pönt- un. Kampavínsfroðan er hér orð- ið hið eina inntak lífsirrs — og síðan ekkert. „Appelsínur", er einnig saga í úrvalsflokki. Heilsteypt og vei gerð smásaga. Lausari í reipun- um finnst mér aftur á móti sag- an „Krummi“, þótt hún sé sterk og fjalli af skilningi um mikil örlög: Hina íslenzku bændamenn ingu, sem varð úti á mölinni. í síðustu sögu sinni „Við fjall- ið“ hættir skáldið ádeilum sínum á samtíðina. og snýr heim tii þess sem heibrigt er og bezt í -ari íslendingsins: Trúarinnar á feg- urðina og hugsjónir til að lifa og deyja fyrir. Hér kemst lesand- inn aftur í snertingu við júní- kvöld í íslenzkri sveit. torfarin hraun og grösuga lækjarbaKka í jökulsvölu háfjallalofti. Og hér kynnumst við aftur fólki, sem skynjar andleg verðmæti og kann að elska. „Við fjallið" er hrífandi fagur óður til íslenzkrar nátiúru og 1 henni endurfæðist sú trú, að á þessum tímum uppiausnar, auðhyggju og hégóma muni það Ég lofa FYRIR SKÖMMU barst mér í hendur, drengjasagan „Ég lofa-----“ Mér varð hálfunderlega við, mér fannst eins og ég hefði end- urheimt gamlan dýrgrip, og það rifjuðust upp fyrir mér minning- ar frá löngu liðnum stundum, frá fyrstu skátaárum mínum. „Ég lofa----“ var fyrsta skátaibókin, sem ég las, bókin, sem mér ligg- ur við að segja, að hafi gert mig að skáta. Þessi tvö litlu orð — ég lofa — láta ekki mikið yfir sér, en innihalda þó heilan heim af sannleika, sem stundum getur ver- ið erfitt að horfast í augu við. — Skátabókin: „Ég lofa----“ kom fyrst út hér á landi árið 1927, en efni hennar er tekið frá fyrstu ár- um skátahreyfingarinnar í Dan- mörku. Sagan er af skóladrengj- um, sem eru eins og skóladrengir flestir, ærslafullir óþekktarormar í augum kennarans, en mjög snið- ugir og miklir gaipar í augum þeirra sjálfra. Og þetta hefur ekkert bíeytzt. Eðli drengja er hið sama í dag og það var á fyrstu árum skáta- j hreyfingarinnar, og líkt í hvaða j landi sem er. Þeir eru fullir af . lífi og ærslum, svo yfir flýtur á ; stundum, færir í flestan sjó, og mjög snjallir, að þeim finnst, þeir , vilja svo margt, en þeir eru bara ekki vel vissir um, hvað það er, sem þeir vilja. Fullorðna fólkið I segir, að þeir rjúki úr einu í ann- að, fáist við allt og ekkert, aðal- einkenni þeirra séu óhreinar hend ur, hárlubbi, sem stendur út í all- ar áttir, og í augunum sé stríðnis- glampi eða þá algert áhugaleysi fyrir umhverfinu og því, sem er að gerast — það feé bezt að hafa þá í hæfilegri fjarlægð. Þá kemur skátahreyfingin til sögunnar, og skátabækur eins og t. d. „Ég lofa----“, sýna þess- j um órabelgjum á hvern hátt þeir j geta notað þessa geysimiklu starfs I orku, sem í þeim býr, og yfirleitt býr í sérhverjum hraustum dreng. Skátastarfið er nýtt og „spennandi", þar er yfirfullt af verkefnum fyrir tápmikla drengi, þar sem þeir geta reynt þolið og kraftana, g síðast en ekki sízt ímyndunai'aflið. 1 fyrstu koma þeir ekki auga á það, að í þessum Námsstyrkir til guðfræðinga ALKIRKJURÁÐIÐ (World Council of Churches) veitir guð- fræðingum styrki til námsdvalar við ýmsa háskóla. Styrkþegar skulu hafa lokið kandidatsprófi í guðfræði eða stundað nám í þeirri grein í 2 til 3 ár hið minnsta og helzt ekki vera eldri en 30 ára. Umsóknir um styrki fyrir há- skólaárið 1959—60 skulu hafa borizt úthlutunarnefndinni í Genf fyrir 1. jan. nk., ef sótt er um dvöl í Bandaríkjunum eða Kanada, en fyrir 1. febr. vegna dvalar í Evrópu. Umsóknareyðu- | blöð og nánari upplýsingar hefur forseti Guðfræðideildar háskól- ans, próf. Sigurbjörn Einarsson. Ljóðabók eftir Dag Sigurðsson ÚT er komin hjá Helgafelli ljóða bók eftir ungt ljóðskáld, Dag Sigurðsson, sem áður hefur birt nokkur ljóð í tímaritum. Bókin nefnist „Hlutabréf í sólarlaginu" og er 48 bls. í henni eru 26 Ijóð, flest þeirra mjög nýstárleg og öll órímuð. Eiríkur Bjarnason 50 ára þrátt fyrir allt verða fslending- urinn í okkur, sem sigrar. — Hafi Steingrímur þökk fyrir bók- ina. Reykjavík, 1. des. 1958. Gunnar Dal. skátaleik er innifalinn mikill möguleiki til þroska og sjálfs- bjíirgar, en smátt og smátt eykst skilningur þeirra á skátastarfinu og gildi þess, og þeir skilja, aS það er ekki einungis skemmtilegt að vera skáti, heldur einnig mjög gagnlegt. Það fer þeim eins og flestum, sem reyna sig á skáta- brautinni — það skiptast á sigrar og ósigrar. En þeir sem komið hafa auga á hugsjónina, gefast ekki upp, þeir vita, að skátaheitið ob skátalögin eiga að vera uppi- staðan í lífi þeirra, bæði á alvöru- og skemmtistundum. Ég vildi óska, að sem flestir unglingar ættu þess kost að eign ast bókina: „Ég lofa — —“, og lesa hana, ekki einu sinni, heldur oft, og foreldrarnir ættu einnig að lesa hana. Ég vil ijúka þessum línum með því, að vitna í það, sem móðir Jörgens, söguhetjunnar í bókinni, segir við hann, þegar hann er að því kominn að gefast upp á því að halda saman skátaflokknum: „Mundu það, Jörgen, að þið skát- ar eigið að vera riddarar nútím- ans. Þið liafið engu síður en ridd- arar miðaldanna, heilagt land til þess að vinna. Skátaliljan er ki’oss merki ykkar. Heldurðu, að þeir hafi snúið undan erfiðleikunum? Nei, þeir hættu ekki fyrr en þeir komust á rétta braut". Skátar! Þið skiljið eftir ykkur spor, sem margir munu feta í, vit- andi eða óafvitandi. Mættu þau spor verða ykkur sjálfum, sam- ferðamönnum ykkar og landi og þjóð til heilla og blessunar. Hrefna Tynes. FIMMTUGUR varð 7. des. sl. Ei- ríkur Bjarnason, veitingamaður í Hveragerði. Hann er fæddur að Bóli í Biskupstungum hinn 7. des. 1908, sonur sæmdarhjón- anna Maríu Eiríksdóttur og Bjarna Guðmundssonar, er þar bjuggu lengi. Bjarni lézt á sl. ári ,en María er enn á lifi, og dvelst nú í Hveragerði hjá syni sínum. Á unga aldri varð Eiríkur fyr- ir þeirri þungu raun að missa sjónina, en ekki hafa þau hörðu örlög orðið til þess að hann legði árar í bát. Alla tíð hefur Eirík- ur verið gæddur óbugandi áræði, bjartsýni og dugnaði. Á yngri árum var hann óefað snjallasti harmonikuleikari landsins, og munu margir minnast enn þeirra ánægjustunda, er Eiríkur lék á hljóðfærið af sinni alkunnu snilld. Var hann og manna eft- irsóttastur á hverja samkomu, til að gæða þær lífi og fjöri. Einnig fór hann margar hljóm- leikaferðir út um land og hélt sjálfstæða hljómleika í Gamla Bíói við geysimikla aðsókn. Auk þess hefur Eiríkur samið mörg athyglisverð lög. Leikur enginn efi á því, að ef Eiríkur hefði átt kost fullkominnartónlistar- kennslu, að honum hefði verið mikill frami vís sem hljómlist- armanni. Um mörg undanfarin ár hefur Eiríkur starfrækt veit- ingahús í Hveragerði, með góðri aðstoð konu sinnar, Sigríðar Björnsdóttur. Hefur hann hlotið vaxandi vinsældir í því erilsama starfi. Ekki hefur sjónleysið megnað að kæfa meðfædda lífsgleði Ei- ríks. Jafnan er hann glaður og reifur heim að sækja. Fús að gera öllum greiða. Fylgist undra vel með þeim málum, sem ofar- lega eru á baugi hverju sinni, enda er hann maður gáfaður og gjörhugull. — Þar sem fimmtíu ár eru ekki hár aldur, eru þetta engir eftirmæli, en þá ósk á ég bezta Eiríki til handa, á þessum tímamótum ævi hans, að hann jafnan megi halda sínum óbug- andi • viljastyrk og bjartsýni, þótt örlögin hafi orðið honum þyngri í skauti, en flestum öðr- um. Gamall sveitungi. Stórfelldir nauðungaflutn- ingar í Kína PEKING — Kínverska komm únistastjórnin hefur síðustu þrjú ár látið flytja 1,4 milljón manna um 2000 km leið frá hinum þéttbýlu strandhéruð- um til vesturmarka ríkisins í Sinkiang og Innri-Mongolíu. Hefur útvarpið í Peking skýrt frá þessum stórfelldu þjóð- flutningum. Ætlunin með fólksflutning- unum er fyrst og fremst sú að iðnvæða héraðið Sinkiang vestast í Kína, en þar hefur mikið magn af olíu fundizt í jörðu. Alitið er að þessi 1,4 milljón manna muni mest megnis hafa verið fólk, sem kommúnistar telja pólitískt ótryggt. er nýtízkulegasti penninn blek-innsog Sheffer s Snorkel penni er hrein- legasti penninn sem nú þekkist. Með einföldu handtaki er penninn fylltur án þess að nokkuð blek komi á sjálfan pennaoddinn eða hendur yðar klínist bleki. penni Fæst í ntfanga- verzlunum. Sheffer’s umboðið EGILL GUTTORMSSON Vonarstræti 4, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.