Morgunblaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1958, Blaðsíða 1
II fH0¥0iltitl>lll3!>Í$ Sunnud. 14. des. 1958) JÓLA-BÆKIJR fyrir alla fjölskylduna BÓKAÚTGÁFAN SETBERG. HÖFÐATÚNI12. SÍMI 17554.’ MeS þessu þriðja þindi lýkur bókaflokknum „Við sem bygrgðum þessa borg“. Alls hafa 25 Reykvíkingar úr öllum stéttum sagt frá, en í þessu bindi segja átta kunnir borgarar sögu sína: Halldór Jónasson cand. phil.; Guðjón Jónsson kaupmaður; Guðmundur Bjarnason bakari; Jóhanna Egils- dóttir húsfrú; Grímur Þorkelsson skipstjóri; Jónas Jónsson frá Grjótheimi; Kristinn Brynjólfsson skipstjóri; Garðar Gíslason stórkaupmaður. — Sögumenn segja skemmtilegar persónusögur, — þeir lifðu æsku borgar- innar og hafa á einn eða annan hátt unnið að því að byggja hana. í frá- sögnum þeirra endurspeglast Reykjavík aldamótanna, lífsönn þess fólks, sem nú er að kveðja, en tímarnir, sem það lifði, koma aldrei aftur. Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni lætur vel ævisagnaritun og leiðir sögumenn iína örugglega fram á sjónarsviðið og glæðir frásögnina lífi hins snjalla Bvisagnaritara. — Kr. 168,00. Kjartan Ólafsson, höfundur bókarinnar „Sól í fullu suðri“, hefur skrifað nýja ferðabók: ELDÓRADÓ. Hann býður lesandanum að ferðast með, sjá og njóta, dansa við Indíána- meyjar, ræða við milljónera, heimsækja glæsilegasta fornminjasafn Suður-Ameríku, ferðast um frumskóga, heimsækja nætur- klúbba. Kjartan ræðir við alfonsa og betlara á strætinu og gengur á vit mannætu í Kólombíu. ELDÓRADÓ á sérstöðu meðal íslenzkra ferðabóka; Neistandi myndræn frásagnargáfa, mikill fróðleikur og frumleg stílsnilld. — Kr. 148.00. Dod Orsborne er mikill ævintýramaður, — honum er ævintýraþráin í blóð borin. í DAUÐANS GREIPUM er síðasta bók hans, skrifuð nokkrum mánuðum fyrir hinn voveiflega dauða hans í febrúarmánuði síð- astliðnum. Allar þrjár fyrri bækur hans hafa komið út á íslenzku á vegum Setbergs: „Skip- stjórinn á Girl Pat“, „Hættan heillar" og „Svaðilför á Sigurfara“. Orsborne fer að þessu sinni tvær ferðir á skútunum „Argosy“ og „Mirage", sem báðar sökkva, en Orsborne er tekinn höndum, — sleppur þó, nær dauða en lífi, eftir miklar þrengingar. — Kr. 145.00. FJÖLFRÆÐIBÓKIN er full af fróðleik fyrir fólk á öllum aldri. í bókinni eru 1800 myndir og uppdrættir, fullur helmingur lit- myndir. Fjörutíu fræðimenn og þjátíu listamenn unnu að frumút- gáfunni. Bókin er í mjög stóru broti og kostar kr. 198,00. KRISTÍN LAFRANZDÓTTIR Öll þrjú bindin, í snilldarlegri þýðingu Arnheiðar Sigurðardóttur og Helga Hjörvar, eru 1227 blaðsíður og kosta 450 krónur í fallegu rexin- bandi. „Kristín Lafranzdóttir“ sameinar það tvennt: að vera eitt af öndvegisritum heimsbókmenntanna og um leið stórbrotin ættar- og ástarsaga. ...og tvö öndvegisverk ■ ALDUR PÁLMASON hefur um árabil séð um marga barnatíma Ríkisút- varpsins. Hann hefur nú tékið saman í eina bók allar skemmtilegustu vísurnar og kvæðin, sem börnin syngja á jólun- um: Göngum við í kringum einiberja- runn — Nú skal segja — Dansi, dansi dúkkan mín — Adam átti syni sjö — ’Þyrnirós — Jólasveinar einn og átta — og margar fleiri skemmtilegar vísur og kvæði. Með hverri einustu vísu fylgir teikning. — Kr. 25,00. SIGURBJÖRN EINARSSON hefur tekið saman litla og fallega bók með morgunbænum, kvöldbænum og öðrum barnaversum, svo sem: Ó, Jesú, bróðir bezti — Nú er ég klæddur og kominn á ról — Ástarfaðir himinhæða — Ó, faðir, gjör mig lítið ljós — Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn — Ungum er það allra bezt — Ó, ljóssins faðir, lof sé þér — Faðirvorið — Blessunarorðin og fleira, sem öllum börnum ætti að vera hollt að kynnast. Kosta kr. 20.00. Fyrir yngstu lesendurna: Fjórar nýjar bækur um Snúð og Snældu: „Snúður og Snælda í jólaskapi“ — „Lappi, vinur Snúðs og Snældu“ — „Lappi og Lína“ — „Snuður, Snælda og Lappi í skólanum”. — Hver bók kostar kr. 22,00. HEIÐA og PÉTUR eftir Jóhönnu Spyri er meðal þekktustu barnabóka, sem nokkru sinni hafa verið ritaðar, enda þýdd á flest tungumál veraldar. Fjöldi íslenzkra barna sáu kvikmynd- irnar um Heiðu og Pétur, en þær voru sýndar hér á landi fyrir skömmu. „Heiða og Pétur“ hefur til að bera alla beztu kosti barna- og unglingabókar: er skrif- uð á léttu máli, spennandi bók og fram- úrskarandi falleg að efni og myndum. Islenzku þýðinguna hefur gert frú Lauf- ey Vilhjálmsdóttir. Bókin er mynd- skreytt og kostar kr. 65.00. BÖÐVAR FRÁ HNÍFSDAL skrifaði þessa nýju drengjabók síðastliðið sum- ar. — „Ævintýralegt jólafrí“ er fram- hald bókarinnar „Strákarnir sem struku“, en hún kom út fyrir síðustu jól og vakti mikla hrifningu allra röskra drengja. í þessari nýju bók, „Ævintýra- legt jólafrí“, segir frá því, er vinirnir þrír, Ingólfur, Maggi og Kalli hittast i jólafríinu. Þeir komast í mörg ævintýri: lenda í eltingaleik við aðra stráka, kom- ast allir þrír í lífsháska, fara í flugferð, útvega sér bát og fara um allan Eyrar- fjörð, villast í þoku. Kostar kr. 58.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.