Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 5
Miðvik'udagur 24. des. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 47 Af graftólum: 1 járnkarl, 1 klaka högg, 2 járnrekur, 1 páll, 1 lítil tréreka, 2 stigar (annar á kirkju- lofti í góðu lagi, hinn ca. 7 álnir, gamall og farinn að fúna), 2 lausabekkir í kór, 1 bekkur á kirkjulofti, 3 hrákadallar og 4 grafarbönd. Af bókum: 4 sálma- bækur nýlegar og 3 gamlar og 4 Viðbætar, 1 sálmasöngbók (séra Bj. Þorsteinss.) í mjög lé- legu standi, Þorláksbiblía og Ferðabók Olaviusar og 1 helgi- siðabók. (Síðan er lýst ástandi kirkjunnar, sem er gott.). B. Staðarhúsin. 1. Baðstofa, 21x6 áln. og eru 12 áln. portbyggðar, sjádfstæð grind á fótstykkjum með topp- sperrum, súðir eru úr 5/4” borð- um, stafhæð 5 áln. — og 2 áln. á þeim 9 áln., sem ekki eru port- byggðar. Húsið er allt þiljað í hólf og gólf og loft í 12 álnum, 11 gluggar, 2 þverskilrúm uppi og niðri. 8 rúmstæði (6 í bað- stofu, 1 í Litlustofu og 1 rúm- stokkur á Skála-lofti). Tvær múr pípur eru í húsinu, sem liggja frá gólfi upp í gegnum þak húss- ins, með leiðslu frá eldavél og 2 ofnum, allt tryggilega útbúið. Torfveggir og torfþak. Nýtt loft hefir verið lagt ofan á hið gamla í miðhúsinu og nýtt gólf lagt í frambaðstofuna. Kontórinn hef ir verið endurbættur eftir bruna árið 1917. Þrjú herbergi hússins eru pappalögð og máluð. Bað- stofan er nú 57 ára gömul. Þó verður furðanlega lítið vart við fúa, nema í lausholtum. Nýir gluggar hafa verið settir á hana uppi, en vart verður við fúa í gluggaumgerðum niðri. Austur- veggur er dálítið snaraður, en þak allgott. Kontór og innan- þiljur uppi eru eign fráfaranda. 2. Búr. 14x5 áln., stafhæð 3 áln., sperrubyggt með þéttu langrefti, 2 gluggar, 1 þverskilrúm. 5 álnir af húsinu eru þiljaðar. Veggir eru á 3 vegu, en þilstafn að göng- um. Norðurendi hússins, 5 áln., er eign fráfaranda, og innanþilj- ur. Aldur 62 ár. Viðir eru farnir að fúna, en samt er húsið all- stæðilegt. Veggir snaraðir og austurveggur klofinn. Þak hrjá- legt. 3. Litlastofa. (Piltahús), suður úr göngum, 8x4 álnir, stafhæð 3 álnir, sperrubyggt, skarsúð úr heilum borðum, alþiljað innan. 2 gluggar, torfveggir og torfþak, aldur 57 ár. Fúa lítið vart, nema undir gluggum. Húsið stæðilegt að veggjum og viðum. Þak gott. 4. Brúðarhús, 7%x4 álnir, staf- hæð 4 álnir, sperrubyggt, með reisifjöl og allt þiljað. Torfveggir og torfþak, aldur 84 ár (elzta hús staðarins). Húsið er allstæði- legt, lítið fúið, nema undirlögin. 5. Eldhús, 9x5 álnir, stafhæð 3V2 alin, sperrubyggt og þétt reft, tveir gluggar, torfveggir og torf- þak. Veggir snaraðir, húsið sömu leiðis, en fúalítið og allstæðilegt að viðum og veggjum. Þak all- gott. R. Göng frá baðstofu til bæjar- dyra, 24x2 álnir. Meiri hluti þeirra er með sjálfstæðri grind og sperrum, öll reft, torfveggir, nema þar sem timburstafnar búrs, brúðarhúss og litlustofu, liggja að þeim. Veggir hrörlegir og snaraðir. Grind snöruð og sperrur, og eitt langband brotið. Aldur 55—60 ár. 7. Bæjardyr, 9x6 álnir, port- byggðar með 10(?) stöfum 4 áln. á fótstykkjum, 2 höfuðbitar, 5 toppsperrur með súð, 5/4” borð- um. Þilstafn á framhlið með 3 gluggum. Hurð á járnum og skrá- læst. Gólf og loft er í öllu húsinu og þiljað uppi og niðri. Skilrúm er eftir húsinu endilöngu. Aldur 47 ár. Veggir á tvo vegu, stæði- legir, þak allgott. Gólf og undir- lög fúin og aurstokkar að fram- an. Húsið að öðru leyti fúalítið, ósnarað og stæðilegt. 8. Skálinn sunnan við bæjar- dyr, 12x6, stafhæð 4 álnir, sperru byggt og þétt reft, þilstafn að framan og á bakstafni ofan að bita. Loft er í öllu húsinu, 4 gluggar. Torfveggir og torfþak. Aldur 47 ár. Húsið er ósnarað. Ein eða tvær stoðir hafa hlaupið til á stoðarsteinum. Veggir og þak gott. 9. Stofa út úr bæjardyrum, 12x6 álnir, stafhæð 4 álnir, sperrú byggt með súð úr 5/4” borðum. Þil á framstafni og bak- stafni ofan að bita. 5 gluggar eru á húsinu. Gólf og loft í því öllu er úr plægðum borðum og það allt þiljað innan. Eitt þverskil- rúm skiptir húsinu í tvær stofur niðri, vel vandaðar að öllum frá- gangi, málaðar, og vesturstöfan betrekt ofan að þillista, en eikar- máluð að neðan og loft hvítmál- að. Gangur úr bæjardyrum inn í stofurnar, 2V2x2V2 áln., með sjálfstæðri grind, sperrubyggt og þiljað og málað, og myndar hann forstofu. Einn gluggi er á honum, og í austurstofunni er rúmstæði, vandað, með útdrægi. Torfvegg- ur er að norðan með skansglugga, svo og torfstafn að austan og torfþak. Súðin í forstofunni er fúin á austurhlið. Töluverður fúi er og í fótstykki austurstofunnar að norðanverðu og er sá hluti hússins snaraður norður. Uppi á lofti er allt fúalaust og í bezta ástandi. Norðurveggur snaraður að framan. Þak gott. 10. Dúnhúsið sunnan við Skála, 12x6 álnir, stafhæð 4 álnir, sperrubyggt og þétt reft, grind á fótstykkjum, þil á framstafni og bakstafni ofan að bita. 4 glugg ar. Gólf er í 7 álnum, undir því kjallari, 6x4 álnir, með 2 glugg- um. Aldur 47 ár. Húsið er stæði- legt að veggjum og viðum, þó lítilshátar snarað il vesturs. Þak gott. 11. Smiðja, sunnan við bæ, 6x5 álnir, stafhæð 2% álnir, sperru- byggt og reft. Þil á framstafni með hurð á járnum. 2 gluggar, torfveggir og torfþak. Aldur 47 ár. Aurstokkur að framan fúinn. Húsið er allstæðilegt að veggjum og viðum. 12. Fjósið, fyrir 7 kýr, með 11 stoðum og 2 styttum undir brún- ásum, 7 stoðum undir einaukn- um mæniás og reft. Útidyr og 3 hurðir á járnum fyrir fjósinu. veggjum og viðum, þak vont. Hlaðan er betur viðuð og allstæði leg, þak hrjálegt. 16. Dilkhús, byggt að nýju á næstliðnu ári, 10 stoðir undir 2 mæniásum, reft á brúnása, með stoðum undir, sem ná ofan í miðja veggi. Þil framanundir úr plægðum s/%“ skífum, hurð á járnum og garðaumbúnaður. Hús ið er í ágætu standi að veggjum og viðum og stærra en hið fyrra var. Hlaða er við húsið með sömu stærð og áður var og órótað frá fyrri úttekt. 17. Garðhús, nýlega byggt tví- stæðuhús með milligerð úr timbri, 20 stoðum undir 5 ásum, reft á brúnásum með stoðum undir, sem standa í miðja veggi. Fóðurgangur er aðskilinn frá hús inu með járnplötum, 2 gluggar, 2 dyr með hurð á járnum. Húsið er fyrir 60—70 fjár, ágætlega viðað og veggir og þak gott. Stein- steyptur garði með baðkeri er í öðru húsinu, en hlaðinn í hinn með góðum garðaumbúnaði. Hús þetta er nú % stærra en það, sem var — jötukofi fyrir ca. 20 kind- ur. Va húss þessa fylgir jörðinni álagsfrítt, % verði virtir upp í álag“. Þessi úttekt séra Ásmundar er v~W>V••wiy<y,wwy-% .w w’"n«.vnw Séð heim að Laufásstað. mltmilli i ■ svipur hjá sjón og er ekki að furða svo lítill sómi, sem honum hefir verið sýndur um langt ára- bil. Enginn hefir talið sér skilt að halda þessum fornminjum við, eftir að nýtízkulegt staðarhús hefir verið byggt. Þó hefir, sem betur fer, ekki svo illa tekist til að bærinn væri rifinn og er það vel, því nú er hægt að reisa hann við, veita honum aftur nokkuð af sinni fornu frægð og Ijóma og gera þjóðina þannig ríkari og fróðari um gengna tíð og sögu. Heimildir að grein þessari eru auk úttektargerðarinnar rit dr. Þorkels Jóhannessonar um Tryggva Gunnarsson og samtal við Svein Þórðarson fyrrum bónda í Nesi, sem var einn útekt- armannanna 1924. •— vig. <S © g QUiLf jdl\ BRAUÐBORG. (jidite e9 t° I // Húsið er byggl upp að viðum og veggjum fyrir nokkrum árum og stæðilegt. Flór og tröð steypt, og flórstokkur básameginn úr tré. Húsið er stæðilegt — sumt af röftum fúið, en allir aflviðir góð- ir. 13. Áburðarhús, sunnan við fjós, 7x6 álnir, með skúrlagi og járnþaki. Hæð þess er ca. 5 V2 al. Húsið er nýlega endurbætt og sett járnþak í stað torfþaks, sem áður var. Húsið er viðagrannt, en stæðilegt. Úttektarmenn leggja til að þetta hús komi í stað tveggja hesthúskofa, nr. 13 og 14 i síðustu úttekt, sem nú eru eyði- lagðir. 14. Brekkuhús með hlöðu, nú notað sem hesthús, 1314x514 áln- ir með 10 stöfum undir mæniás- um, reft með birki og greni. Torf veggir og torfþak. Dyr með hurð á járnum. Húsið er mjög gamalt. Áfast við húsið er hlaða, reft á 2 ása með 2 stoðum undir. Sama stærð og áður var. Torfveggir og torfþak. Viðir og veggir hrjálegt, þak allgott. 15. Benedikthús með hlöðu, stærð 4%x5 álnir, með 10 stoðum undir ásum, reft með birki og greni. Dyr með hurð á járnum. Hlaða fylgir, 12x4 álnir, hæð 4% álnir, með 4 stöfum undir mæni- ásum og reft. Húsið er lélegt að vissulega merkilegt skjal. Við lestur hennar sér maður ljóslif- andi fyrir sér þennan forna og glæsilega bæ. í dag er hann vart /° <j) Ólafur Þorsteinsson & Co < ( í f 1 1 í I í X Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Vesturveri. vjteóiie^ jof! Gott og farsælt nýár. § J LILJUBÚÐ, | ^ Bergstaðastræti 55. ^ I - - /7| QLkL e^ joi £ I I 1 I £ 1 © GLERIÐJAN sf., Skólavörðustíg 46. QULf jót! Kjöl & Fiskur í kórdyrum í Laufáskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.