Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 14
56 MORGVNRLAÐ1Ð Miðvikudagur 24. des. 1958 Jdnas smásaga eflir Björn J. Blöndal Sl.ATTUKINN er að hefjast. Nýi kauparaaðurinn er kominn. Hann gengur með orfið sitt út í varp- ann. Brýnir ljáinn og fer að slá. Á I-augardaginn var sleginn dá- lítill blettur í varpanum. Það er gömul venja að hef ja sláttinn jafn an á laugardegi. Því fylgir lán. En það skiptir engu máli hvor'. bletturinn, sem sleginn er, er stór eða lítill. Nú er mánudagsmorgunn. í gær kom kaupamaðurinn. Hann heitir Jónas. Jónas er sjómaður, hár og þrek- lega vaxinn. Hann er með rauð- leitt alskegg, sem er farið að grána. Börnunum á bænum þykir Jón- as undarlegur í gönguiagi. Hann lyftir fótunum svo hátt við hvert skref og riðar við. Drengirnir taka þetta göngulag eftir Jónasi. Þeir arka til og frá um vaipann með hendur í vösum og lyfta fótunum hátt. Þeim finnst svo mannalegt að ganga svona. Jónas brýnir ljáinn, horfir á drengina svoiitla stund og segir svo: „Stígið þið ölduna, drengir mín- ir. Það veitir ekki af að læra það ungur“. Jónas er barngóður eins og flest ir sjómenn. Það er eins og hið mislynda haf fóstri í sákim þeirra þrá til að vernda það, sem veikt er og viðkvæmt. Börnin færa Jónasi litla skatt- inn út í slægjuna. Hann vill hafa það svo. Hann lætur skálina hvíla á orf- hælnum og borðar hræringinn þegjandi. Að því loknu tekur hann upp úr vasa sínum rauðan vasa- klút, þurrkar sér um munninn, fær börnunum skálina og segir: „Guð-Iaun fyrir matinn“. Svo fer hann aftur að slá. Jónas er frekar fámáll maður í umgengni við fullorðið fólk. En við börnin er hann ræðinn og seg- ir þeim sögur. Á sunnudögum sitja þau oft hjá honum í hlöðunni. Hann segir þeim frá fjarlægum löndum og hinu víðáttu-mikla hafi. En kær- asta umtalsefni Jónasar er þó lúðuveiðar. Lúðuveiðar með hand- færi. Stundum fá þær sögur ævin- týralegan blæ: Einu sinni var Jónas á lúðu- veiðum. Já, það var rétt fyrir Jónsmessuna. Hann hafði fengið tvær litlar lúður og varð svo ekki var langa hríð. Þá var það að hann hélt að færi sitt hefði fest í botni. Hann reyndi að losa það með öllum þeim ráðum sem hann kunni, en árangurslaust. Þá var ekki um annað að gera en slíta færið. En þegar Jónas tók á fær- inu af öllu afli, þá hreyfðist það og Jónas .var ekki í vafa um að hann hefði fest í stór-lúðu. Marga stór-lúðuna hafði Jónas veitt, en þessi tók þeim öllum fram að afli og spretthraða. Hún kom í einu vettvangi upp á yfir- borðið, lamdi bátinn með sporð- inum svo brakaði í hverju tré. — Þaut svo með ógnar hraða niður í sextugt dýpi. Þetta gerði hún aftur og aftur og viðuroignin stóð í margar klukkustundir. Lúðan var farin að þreytast. Þá kom hún einu sinni enn upp á yfir- borðið, spýtti út úr sér önglinum og hvarf glottandi í djúpið. Jónas var alveg viss um, að þetta hefði verið lúðumóðirin. Og sagði það lán, að hann veiddi ungur. Þegar hann fer úr kaupa- vinnunni ætlar hann að hafa með sér nokkra litla sjóbirtinga og einn lax. Sjóbirtingunum ætlar hann að beita í- heilu lagi. En skera laxinn í stykki. Jónas segir að lúðan syndi stundum alveg í yfirborðinu í stór-hópum og eigi það þá til að stökkva upp úr sjónum. Þetta ger ir hún aðeins þegar mannskaða- veður er í nánd. Einu sinni var Jónas að sigla heim af lúðuveiðum. Þá vissi hann ekki fyrr en að allt í einu var orðið krökt af lúðu upp um állan sjó. Þær hringsóluðu umhverfis bátinn og fleyttu kerlingar á öld- unum. Ekki lét Jónas lúðuna glepja för sína og sigldi báti sínum heil- um heim. Hann fór ekki á sjó í marga daga á eftir en það gerðu aðrir og hlauzt mannskaði af. Af kynjadýrum sævarins telur Jónas sæslönguna lang-merkileg- asta. Hann hefur svo gott sem séð hana sjálfur, því langafi hans sá hana einu sinni. Langafinn var þá í hákarla- legu djúpt ét af Vestfjörðum og ekki langt frá ísbrúninni. Skip- stjórinn á skipinu því, var mesti Allt í einu keyrðu þeir busl við borðstokkinn og þungan, sogandi andardrátt. Svo sáu þeir dáfrítt höfuð gægjast upp fyrir borð- sfokkinn, einmitt þar Sem romm- kvartilið var geymt. Þeir félagarnir þekktu þegar, að þetta var sjöslangan stóra. - Enda er það aumur sjómaður, sem ekki þekkir hana í fyrsba sinn og hann sér hana. Þeir höfðu .ekki horft lengi a sjóslönguna þegar hún glennti upp ginið og greip rommkvartilið á milli tanna sér. Þeir sáu hana blása sponsið úr kvartilinu og hvolfa í sig romminu. Þegar hún var búin að tæma kvartilið, skilaði hún umbúðunum á sama stað. En sponsið var farið veg allra vega. Jónas gerir fleira fyrir börnin en segja þeim sögur. Hann smíð- ar fyrir þau skip með rá og reiða. Skip, sem geta siglt á tjörnum og lækjum. Jónas tyggur skro og getur spýtt ótrúlega langt. Stundum spýtir hann yfir öxl sér. Dreng- imir taka þessa íþrótt eftir Jón- asi og ná furðanlegum árangri. Þeir eru sannfærðir um, að þegar þeir eru orðnir nógu gamlir til að svíðingur. Þé að hann ætti fullt! geta tuggið skro, þá geti þeir hana ekki. Því ef hann hefði náð henni, þá hefði öll lúða horfið af miðunum hans. Kæmi það aftur fyrÍT, að lúðu- móðirin tæki beitu hans, þá ætl- aði Jónas tafarlaust að skera á færið. Og ekki mundi hann verða í vandræðum með að þekkja lúðu- móðurina, ef hann sæi hana aft- ur. Glottinu hafði hann ekki gleymt. Jónas segir að bezta beitan fyr- ir lúðuna sé lax og nýrunninn sil- romm-kvartil, þá tímdi hann ekki að gefa sjálfum sér eða öðrum bragð af því. Hann sagðist hafa það með, ef þeir lentu í hrakning- um. Svo var það einu sinni að lang- afinn og félagi hans voru á vakt, að næturlagi. Þetta var að vorlagi rétt fyrir sólaruppkomuna. Þeir voru hálf-syfjaðir því að þeir höfðu verið í óðum hákarli í tvo sólarhringa áðar en þeir fóru á vaktina. Óskum viðskiptavinum vorum 9 le&ilecjra jóía faróceló Loman di áró (jtkLf fói! Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á því liðna. MELABÚÐIN. með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. GEISLAHITUN h.f., Brautarholti 4, Reykjavík. Pósthólf 167. Sími 19804. Símnefni: Geisli. Jtvegum frá viðurkendustu erlendum framleiðendum með styðstum afgreiðslu- tíma og lægsta verði: Koparpípur í öllum þykktum og styrkleikum. Messengstengur í öllum gildleikum. önnumst hitalagnir í hvers konar byggingar. Framleiðum mót- straums- og baðvatnshitara. Veitum tækni- legar leiðbeiningar um val á tækjum og fyrirkomulag hitalagna. spýtt jafnvel lengra en Jór.as. Jónas fer úr kaupavinnunni i sláttulok. Hann ætlar að koma aft ur næsta sumar. En hann kemur ekki. Börnunum er sagt að bróðir Jónasar hafi dáið. Og Jónas hafi tekið börnin hans að sér og ann- ist þau. Þau eiga hvorki föður eða móður á lífi. Mörg ár eru liðin. Unglingarn- ir hafa ekki gleymt Jónasi. Það sem æskan dáir og tekur tryggð við, gleymist ekki. Árin færa sög- ur hans í annan búning. Og það verður varla íþrótt lengur að spýta langt. Ungur maður gengur eftir steinlagðri götunni. Honum finnst vorloftið dásamlegt, þó það sé eitt hvað blandað borgarryki. Hann er á leið ofan að sjónum, til að anda að sér fersku sjávarlofti og horfa á skipin. Þegar hann á skammt ófarið " i (JLiiLcf fót! Gott og farsælt nýtt ár, þakka viðskiptin á því liðna. Prentstofa Helga Sessehussonar Brautarholti 22 l (jtekhq fól! } " (. HOOVER-verkstæði^ Bjargarstíg 15 ( CjLkLf fó(! PENSILLINN Laugavegi 4 Björn J. Blöndal höfundur sögunnar að sjónum sér hann gamlan mann koma gangandi á móti sér. Hann þekkir fljótlega að þarna er Jónas kominn. Jónas er klæddur vinnufötum, eins og venjulega. En það er eitt- hvað í fasi hans, sem hinn ungi maður kannast ekki við. Hann verður þó fljótlega áskynja hvað það er, er þeir hafa heilsazt. Bróð ursonur Jónasar er veikur. Jónas hefur farið að leita læknis, en læknirinn ekki verið við. Og nú er Jónas í stökustu vand ræðum. Ef það væri stór-lúða, sem hann væri að glima við, þá væri nú allt í lagi. En veikindi. Það er nú annað mál. Og þá fer nú gamanið af, þegar vessarnir í lík- amanum ruglast saman. Ungi maðurinn hefur nýlokið læknisnámi. Hann gengur heim með Jónasi. Á leiðinni ræðir Jón- as við hann um blóðtökur. Blóðtökur. Já, það voru nú lækn ingar. Einu sinni varð faktorinn heima vitlaus. Þá var sent eftir blóðtökumanni, sem tók honum ærlega blóð. Og þessi lækning heppnaðist svo vel að eftir að- gerðina var faktorinn ekki vit- lausari en venjulega. Annar afntogaður læknir átti danskar blóðsugur í glasi. Þær voru flestra meina bót. Og kerlingin hún Kristín var vön að taka sjálfri sér blóð, ef hún varð lasin. Svo nuddaði hún sárið upp úr mold, sem vallhumall hafði vaxið í. Kerlingin varð nærri hundrað ára. Bróðuisonur Jónasar var mjög veikur. Ungi læknirinn var í eng- um vafa að um bráða botnlanga- bólgu væri að ræða. Hann sagði Jónasi, að tafarlaus skurðaðgerð væri nauðsynleg. Svo útvegaði hann hinum veika manni sjúkra- bíl og fylgdi honum í spítalann. Aðgerðin tókst vel og bróður- sonur Jónasar náði sér „ð fullu. En þetta atvik varð til þess að treysta vináttuböndin að nýju milli Jónasar og þeirra, er hann sagði sögurnar forðum í hlöðunni. Því hinn ungi læknir var einn af þeim, er hlustað hafði á sögur hans. Enn hafa árin liðið. Húsið hans Jónasar stendur , útjaðri borgar- innar, ekki langt frá sjónum. — Þetta er lítið hús. Hliðar þess eru klæddar hvítmáluðu bárujárni og þakið er rautt. Malarborinn gangstígur liggur heim að húsinu. En beggja megin við gangstíginn eru kartöflu- og gulrófubeð. Það er aldingarðurinn hans Jónasar. Svo var hann van- ur að kall-a hann. I litlu herbergi uppi á lofti liggur Jónas í rúminu. Andlitið er glaðlegt og augun eru vinaleg eins og áður. En það er eins og rödd hans eigi eitthvað af viðkvæmni og trega farfuglanna í blæbrigð- um sínum. Gegnum opinn glugga streymir haustloftið, svalt utan frá sjón- um. Jónas seilist undir koddann sinn og nær þar í færi með sökku og öngli á. Hann greiðir færið vandlega ofan á sængina og renn- ir svo færin^ ofan fyrir rúmstokk- inn. Bros færist um andlit hans og bann keipar hægt og rólega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.