Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 16
58
MORGIINfíf, AÐIÐ
Miðvikudagur 24. des. 1958
Bridge
Um snillinginn Harryson Gray
fáir erlendir bridgespilarar eru
vinsælli hjá íslenzkum bridge-
spilurum en enski bridgemeistar-
inn M. Harrison Gray. Er það
ekki aðeins vegna hinna frábæru
hæfileika hans, heldur einnig
vegna vináttu og vinsemdar í
garð íslenzkra bridgespilara. Ár-
ið 1946 heimsótti hann ísland sem
fyrirliði enska landsliðsins og
hafa þau vináttubönd, er þá
tengdust milli hans og íslenzkra
bridgespilara ávallt haidizt og
verið endurnýjuð á mörgum
bridgemótum víðsvegar um heim
inn.
Maurice Harrison Gray heitir
hann fullu nafni, en mjög fáir
vita um Maurice-nafnið, og eng-
inn notar það. Hann fæddist ár-
ið 1900 og er enskur í aðra ætt
en bandarískur í hina. Þrátt fyrir
ungan aldur tók hann þátt í
heimsstyrjöldinni 1914 til 1918 og
varð 18 ára tveim dögum eftir
að vopnahléið var samið. Hann
tók einnig virkan þátt í síðari
heimsstyrjöldinni, vann þá við
radarstöðvar brezka flughersins.
Harrison Gray var á unga aldri
mikill íþróttamaður, lék eink-
um tennis, rugby og var góður
hnefaleikamaður. En hann var
mjög óheppinn, meiddist oft, og
stundum alvarlega. Hann ákvað
því að snúa sér að mótorhjóla-
kappakstri, en þar fór sem áður
hann slasaðist og má því segja,
að þægindi bridgestólsins hafi
lokkað hann að þeirri íþrótt, er
átti eftir að gera hann heims-
frægan.
Harrison Gray byrjaði því 32
ára árið 1932 — að spila bridge.
Hann hafði í byrjun ekki tök á
að kynnast né spila að staðaldri
við beztu bridgespilara Englands,
sem voru þá fáir og töluvert lak-
ari en t.d. bridgespilarar í
Bandaríkjunum. Hann spilaði til
að byrja með einkum í litlum
klúbb í Bayswater-hverfinu í
London. Dag nokkurn árið 1934,
þegar hann var að spila þar,
kom hann auga á náunga einn,
mjög illa til fara og sem talaði
mjög mikið og torskiljanlegt mál.
Þetta var rússneski gyðingurinn
S. J. Skidelsky (Simon).
Simon var rithöfundur, samdi
einkum kvikmyndahandrit, * en
hann var einnig bridgesnillingur.
Hann talaði mjög mikið, og ekki
sízt við bridgeborðið, hann var
mjög fyndinn og eru margar sög-
ur, sumar sannar, aðrar tilbúnar
sagðar um hann, enn þann dag
í dag.
Harrison Gray og Simon tóku
nú að spila saman og þó þeir hafi
að eðlisfari verið mjög ólikir,
þá höfðu þeir þó eitt sameigin-
legt, en það var þessi sérstaki
hæfileiki til að spila bridge bet-
ur en margir aðrir.
Áður en þeir Simon og Harri-
son Gray hittust, hafði Simon
ásamt þáverandi félaga sínum
Jack Marx unnið að nýjum sagn-
aðferðum, sem nú eru nefndar
einu nafni Acol. Acol var heiti
á litlum og lítt þekktum klúbb
í Hampsted-hverfinu í London,
þar sem þeir Simon og Marx
einkum reyndu þessar nýju sagn-
aðferðir, en nafnið er nú orðið
mjög þekkt í bridgeheiminum.
Mjög fljótlega fór að bera á
þeim Harrison Gray og Simon
í keppnum og að lokum ákváðu
þeir að mynda sveit og var þá
Marx auðvitað sjálfsagður þriðji
og sem fjórða mann völdu þeir
22 ára gamlan stúdent, nýkominn
frá Cambridge, þar sem hann
hafði vakið athygli sem góður
bridgemaður, en þetta var Iain
Macleod. Þessir fjórir sátu svo
kvöld eftir kvöld langt fram á
nótt og ræddu um og reyndu
sagnaðferðir þær er Simon og
Marx höfðu samið í byrjun og
útkoman var svo grundvallarat-
riðin í Acol sagnkerfinu, sem
enn þann dag í dag án teljandi
breytinga eru notuð með góðum
árangri.
Strax frá upphafi varð þessi
sveit, undir stjórn Harrison
Gray, mjög sigursæl og vann
hvern sigurinn á fætui öðrum,
sem of langt væri að telja upp
hér.
sinni og skrifar mjög mikið í dag
blöð og tímarit. Hann var t.d.
fyrsti ritstjóri enska birdgerits-
ins British Contract Bridge Joun-
al og hann átti frumkvæðið,
ásamt Terence Reese, að hinum
vinsæla útvarpsþætti. „Bridge on
the Air“.
Of langt væri að telja upp alla
þá sigra, sem Harrison Gray hef
ir unnið, en rétt er þó að minnast
á einn sigur, er hann sjálfur, þótt
hlédrægur sé, hefir gaman að
minnast á. Sigur þessi er, sá, sem
hann vann ásamt konu sinni,
Stellu Soniu, í keppni þeirri, sem
eingöngu er ætluð hjónum. Þykir
þetta frábær árangur, og mjög
sjaldgæfur hjá heimsþekktum
spilurum. Segja vinir hans, að
hann hafi að keppninni lokinni
sézt hraða sér að barnum, en
Harrison Gray er bindindismaður
á vín að mestu leyti.
Að lokum kemur hér spil, er
M. Harrison Gray
Fyrir utan þessa sigra náði
Harrison Gray einnig mjög góð-
um árangri á alþjóðlegum vett-
vangi með öðrum þekktum ensk-
um bridgespilurum svo sem
Kennet Konstam, Terence Reese,
Boris Shapiro, Adam Meredith
o. fl.
Þótt Harrison Gray hafi nú
þegar verið orðinn þekktur
bridgeheiminum, þá undirstrik-
aði hann getu sína á Evrópumeist
aramótinu árið 1948 sem haldið
var í Kaupmannahöfn. Þar sigr-
uðu Englendingar í fyrsta sinn á
Evrópumeistaramóti og var hann
fyrirliði enska liðsins. Það sem
einkum vakti athygli var hin sér-
staklega prúða og fágaða fram-
koma við spilaborðið svo og sér-
stök ró og öryggi, er ávallt hvíldi
yfir öllum hans gerðum. Hann
fékk einnig orð fyrir góðvild og
hjálpsemi og geta íslenzkir
bridgespilarar staðfest það.
Hápunkturinn í langri sigur-
göngu Harrison Gray kom svo að
margra áliti í maí 1949, þegar
Bandaríkin sendu í fyrsta sinn
eftir heimsstyrjöldina landslið
sitt til keppni í Englandi. Banda-
ríkjamennirnir voru þeir John
Grawford, George Rapee, Sam
Stayman og Peter Leventritt.
Howard Schenken átti að vera
með í liði þessu, en gat ekki farið
þessa ferð.
Fyrsti leikur Bandaríkja-
manna í Englandi var gegn liði,
er eingöngu var skipað mönnum,
er voru meðlimir í hinum þekkta
Crockfordklúbb, og var sveitin
kennd við hann. Englendingarn-
ir voru þeir Konstam, Reese,
Sharpiro og Harrison Gray, sem
var fyrirliði. í leik þessum voru
spiluð 96 spil og unnu Englend-
ingarnir leikinn með 2.950 og er
það enn í dag álit margra, að
þetta sé einhver jafnbezti leikur,
er fram hafi farið.
í byrjun færðist Harrison Gray
ávallt undan áskorunum um að
skrifa um bridge, en nú hefir
hann látið af þessari ákvörðun
Skak
Sfórmeistarinn S. Gligoric
sýnir ljóslega hve erfiður and-
stæðingur Harrison Gray er, og
hve fljótur hann er að átta sig.
A D 10 8
V A G 10
♦ A K 7
♦ 10 8 5 2
465 43
4? D 9 4 2 N VK8753
♦ 962 V A ♦ D 10 8 5
4KG76 S +D43
AAKG9742
V 6
♦ G 4 3
♦ Á 9
Harrison Gray sat í suður og
sagnir gengu þannig:
Suður Vestur Norður Austur
1 spaði Pass 2 tiglar pass
4 spaðar pass 4 grönd pass
5 grönd pass 6 sp. Allir pass
Útspil var spaði 5. Ef litið er
á spilin hjá N og S, þá virðist
í fljótu bragði eini möguleikinn
til að vinna spilið vera sá, að
tigul drottning falli í ás eða
kóng, en Harrison Gray taldi
þann möguleika ekki nægilega
góðan og spilaði því spilið þann-
ig:
Drap spaða. 5 með drottningu
í borði, lét því næst út laufa 2
og drap með níunni. Vestur lét
aftur út tromp sem drepið var
með 10 í borði. Nú var laufi spil-
að og drepið á ás. Því næst kom
tiígull og drepið í borði með ás,
lítið lauf úr borði var síðan
trompað heima. Tígulkóngur tek-
inn og síðan var öllum spöðunum
spilao. Þegar svo Harrison Gray
spilaði siðasta spaðanum, þá varð
Vestur að kasta frá hjartakóng-
inum og þá var laufa 10 úr borði
gefin í, en nú var Austur í vanda,
því hann varð að halda tígul-
drottningu og varð hann því
einnig að kasta hjarta, svo síð-
ustu tvo slaginu fékk Harrison
Gray á hjartaás og gosa.
I NOKKRA áratugi hafa rúss-
neskir skákmeistarar borið höfuð
og herðar yfir annarra landa
meistara, en nú er svo komið að
þjóðir vestan járntjalds og á
mörkum þess hafa eignast
„stjörnur“, sem standa þeim
á sporði. Sá sem hefur for-
ystu fyrir þessari kynslóð er
Júgóslavinn Gligoric. Árið 1947.
tókst honum að verða fyrir ofan
Smyslov og Boleslavsky á al-
þjóðamóti í Varsjá. Gligoric var
þá aðeins þekktur í heimalandi
sínu, og vakti þetta að vonum
mikla athygli í skákheiminum.
Menn töluðu um Jtýjan Murphy
eða Capablanca. Jínn Gligoric
var ekkert undrabarn. ■ Hann
þroskaði skákgáfu sína smám
saman með þátttöku í fjölmörg-
um skákmótum. Árið 1951 sigr-
aði hann í alþjóðlegu skákmóti
í Mar del Plata, en þar kepptu
m.a. Najdorf og Trifonovic og
fjöldinn allur af frægum meistur-
um. Sama ár varð hann efstur á
stórmóti í Englandi, sem haldið
var til minningar um skákmeist-
arann Staunthon. Gligoric hélt
áfram að auka frama sinn með
ýmsum sigrum, sem of langt væri
upp áð telja, en 1957 tefldu Rúss-
ar og Júgóslavar landskeppni, þar
náði Gligoric bezta árangri sín-
um, því hann fékk fleiri vinninga
gegn 8 rússneskum stórmeistur-
um, heldur en nokkur Rússanna
fékk gegn 8 Júgóslövum, og má
það teljast frábært afrek. Þrjú
síðustu árin hefur Gligoric
ávallt verið í einu af efstu sæt-
unum á stórmótum er haldin
hafa verið víðs vegar um Evrópu
og Ameríku. Til dæmis má nefna
Hastings 1956 ásamt B. Larsen,
Dallas 1957 ásamt Reshevsky.
Á síðustu svæðakeppni innsigl-
aði Gligoric öryggi sitt með því
að verða annar í röðinni á eftir
hinum efnilega M. Tal. í kandi-
datakeppninni, sem á að fara
fram í september næstkomandi
verður fróðlegt að fylgjast með
framgangi þessa viðfeldna skák-
meistara.
Skákstíll Gligoric er rólegur
og lætur ekki mikið yfir sér, en
undirniðri er þung undiralda
sem lætur andstæðinginn aldrei
hafa frið. Byrjanir og miðtafl
eru sterkasta hlið hans. Hann er
snillingur í að gera minnstu
stöðuyfirburði að afgjörandi
frumkvæði, sem hann fylgir fast
eftir þar til lokamarkinu er náð.
Gligoric er 35 ára, en það er
bezta skeið skákmeistarans, enda
hafa aðdáendur hans bundið
miklar vonir við hann í Bled
1959.
Eftirfarandi skák er tefld á
Ólympíumótinu í Múnchen 1958
þar sem Gligoric náði hæstu
vinningshlutfalli á 1. borði. Stór-
meistarinn L. Pachman beið tvö-
faldan ósigur fyrir Gligoric á
þessu móti, og hér kemur skák-
in sem tefld var í undanrásum
mótsins.
Hvítt: Svetosar Gligoric.
Svart: L. Packman.
Schlecter vörn.
1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. g3, c6;
4. Bg2, d5; 5. cxd5, cxd5; 6. Rc3,
Bg7; 7. Rf3, 0-0; 8. Re5! Nákvæm-
lega með farið. Margir hefðu
leikið hér fyrst 8.0-0 og ekkert
komizt áleiðis eftir 8. — Rc6.
8. — Rc6. 9. Bg5, (Aftur bezti
leikurinn. Ef 9. — Rxe5, þá 10.
dxe5, Rg4; 11. Rxd5 og vinnur.
9. — Db6; 10. Rxc6, bxc6; 11.
Dd2, e5(?) Svartur leggur út í
sókn á miðborðinu í þeirri von
að geta notfært sér að hvítur
hefur ekki hrókfært. Þessi áætl-
un misheppnast, vegna nákvæmr
ar taflmennsku af hálfu hvíts.
Aðrar leiðir eru tæpast viðunan-
legar t. d. 11. — h6 yrði svarað
með 12. Bf4!, en ekki 12. Bxh6?
vegna Bxh6. 13. Dxh6, Dxd4; og
svartur hefur góða möguleika.
Menn ættu að fylgjast með at-
hygli með því hvernig Gligoric
yfirtekur reitina c5 og d4 með
riddara og biskup. 12. dxe5, Rg4;
13. 0-0, Re5; 14. b3, He8; 15. Ra4,
Db5; 16. Hacl, Bg4; 17. Ilfel!,
Hac8; 18. h3! Góður millileikur,
sem rekur biskupinn á verri reit
og tryggir þar með næg völd á
e2-reitnum. 18. — Bf5; 19. Rc5,
Rd7; 20. Rxd7, Bxd7; 21. Be3
Svartur fær aldrei ráðrúm til
þess að leika c5. 21. — Bf8;
22. Bd4!
ABODEFGH
fm ® 1
1 1A; UÍ'i |
■ i M
1 13
ABCDEFGH
Staðan eftir 22. Be3—d4!
Slæmt væri 22. Bxa7? vegna
22. — c5! og Ba7 er í erfiðleikum.
22. — a5 Reynir að sækja á peða-
stöðu hvíts, en allar tilraunir til
mótsóknar fara út um þúfur,
vegna nákvæmrar meðhöndlunar
Gligoric. 23. Bal! Bd6; Hvítur
hótaði Dd4. 24. e4 Svartur verður
nú að láta peð af hendi rakna,
og er það alls ekki of mikil tíund
sem hvítur fær fyrir sitt frábæra
verk. 24. — Be5; 25. exdð, Bxal;
26. HxeSf, Bxe8; 27. Hxal, cxd5;
28. Bxd5, Dc5; 29. Hel, Bb5;
30. a4, Bc6; Pachman kýs að gefa
drottninguna fyrir hrók og bisk-
up en aðstaða hans var vitaskuld
vonlaus. 31. Hcl, Bxd5 Ekki 31.
— Dxd5 vegna 32. Dxd5 og vinn-
ur skiptamun. 32. Hxc5, Hxc5;
33. f4 Leikið til þess að forða sér
úr mátneti Hcl—hl. 33. — h5;
34. f5!, gxf5; Svartur hefur ekki
betri leik. 35. Dg5f, Kf8; 36. Dd8t,
Kg7; 37. Dg5t, Kf8; 38. Df5, Hclt;
39. Kf2, Bxb3; 40. Dxa5, Hc4;
41. Dd8t, Kg7; 42. Dg5t, Kf8;
43. a5, h4; 44. gxh4, Hc2t; 45. Kel
gefið. IRJóh.
\
(f5
oV
■))
, f Áma Jónssonar & Co. h.f. |
I v j)
l
t
f
t
‘i
'í,
|
í
íj
(JtJiL
ec} jól!
j.
í
1
|
í
Timburverzlun
Qhkhf fó(!
Verzlunin ALDAN
Vesturgötu 29