Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 24. dcs. 1958 MORCVNfíLAÐiÐ 61 Flugfreyjan veröur að „gleyma sjálfri sér“ Spjallað við Hóbnfrfði Gunnlaugsdóltur, yflrflugfreyju hjá Flugfélagi íslands EINHVERN tíma fyrir skömmu las undirritaður grein. í skozku blaði, sem fjallaði' einkum um íslenzk flugmál. Þar var m.a. komizt svo að orði um okkur ís- lendinga, að við værum „about the most air-minded people in the world“ (sem kannski mætti þýða: einhver mest lofthuga þjóð í heimi). — Þótt ekki sé allt sannleikanum samkvæmt, sem um okkur er rætt og ritað er- lendis — og þá sízt meðal brezkra hina síðustu mánuði — mun hér skotið eigi allfjarri marki. Okkur hefir sem sé, á ótrúlega skömmum tíma, tekizt að færa okkur svo vel í nyt hina miklu flugtækni nútímans, að athygli hefir vakið víða um lönd. — Það fólk, sem valizt hefir til þess að starfa að íslenzkum flugmálum, allt frá upphafi, hefir unnið af atorku og framsýni. Og það virð- ist hafa haft til að bera hæfilegt sambland bjartsýni og raunsæis til þess að fá yfirstigið alla þá erfiðleika, sem óhjákvæmilega hafa varðað veginn til þess mikla árangurs, sem þegar hefir náðst á sviði flugtækninnar á íslandi. Þetta má gjgrna muna — og meta að verðleikum vel unnið starf, hér sem á öðrum sviðum. *“Sl Þvi var það, að undirrituðum þótti ekki illa við eiga, þegar rit- stjórinn sagði honum, að ætlazt væri til þess að hann fyllti nokkra dálka í jólablaði Mbl., að nota tækifærið til þess að spjalla ofurlítið við einhvern úr hópi þeirra, sem starfa að íslenzkum flugmálum. Og þar sem mér hefir ætíð geðjazt sérlega vel að flugfreyj- unum okkar, ákvað ég að leita eftir viðtali við Hólmfríði Gunn- laugsdóttur,^ yfirflugfreyju hjá Flugfélagi fslands. Þegar ég svo fyrir nokkru náði fundi Hólmfríðar og spurði, hvort hún vildi fórna stundar- korni af tíma sínum til þess að spjalla við mig um sjálfa sig og starf sitt, tók hún því með blíð- asta flugfreyjubrosi, rétt eins og það væri jafnsjálfsagt og að færa þyrstum farþega um borð í Gullfaxa vatn — eða viskí — að drekka. HBL Við byrjum á því að rabba um uppruna hennar, en þar sem skjótt kemur í ljós, að hvorugt okkar er neinn garpur í ættfræði, hættum við okkur mjög skammt út á það hála svell. .— Ég er fædd á Akureyri, seg- ir Hólmfríður. En ég mun ekki hafa verið nema tveggja ára, þegar foreldrar mínir fluttust til Siglufjarðar — og þar ólst ég upp. Tel mig því alltaf Siglfirð- ing. — Foreldrar mínir? Þau eru Gunnlaugur Guðjónsson, útgerð- armaður á Siglufirði, og Hólm- fríður Sigurjónsdóttir. — Hvað um skólaárin? — Um þau er víst ekkert sér- stakt að segja. Ég gekk í barna- skóla heima á Siglufirði, eins og gengur og lög gera ráð fyrir. Síð- an var ég við nám í Menntaskól- anum á Akureyri þrjá vetur. Tók gagnfræðapróf þar vorið 1947. — Hvort ég hafi þá verið búin að ákveða framtíðarstarf? Nei, það var víst aeði langt frá því. Maður bara kvaddi skólann einn góðan veðurdag — og vissi eigin- lega ekki, hvað maður átti af sér að gera. Hafði ekki skeytt um að reyna að ná áttunum, ef svo mætti segja. — Þetta voru glaðir dagar, í skólanum, og við gáfum okkur víst lítið tóm þar til að gera okkur áhyggjur út af fram- tíðinni — eða hugsa yfirleitt nokkuð um hana. va. — En hvað tók þá við, þegar skólanum var lokið? — Ja, mig langaði til að kom- ast eitthvað út fyrir landstein- ana — hefi alltaf haft yndi af að ferðast. Og svo fór, að ég brá mér til Svíþjóðar. Var þar við nám í verzlunarskóla um skeið og vann síðan nokkurn tíma í skrifstofu. — Og snerir þér svo að flug- inu eftir Svíþjóðardvölina, eða hvað? — Nei, ekki varð það nú strax. Ég þóttist þurfa að sjá meira af heiminum, fór til Frakklands og dvaldist þar um það bil ár. Það var skemmtilegur tími. Síðan kom ég heim og réði mig til skrifstofustarfa hjá Friðrik Bertelsen. — Varstu ekki ánægð að vera komin heim eftir alla þessa úti- vist? — Jú, víst þótti mér gott að koma heim aftur, en heldur fannst mér dauf vistin í skrif- stofunni. Satt að segja dauðleidd- ist mér það hálft annað ár, sem ég vann hjá Bertelsen. — Ekki það, að ég hefði undan neinu að kvarta hjá fyrirtækinu, nei-nei. Skrifstofustarfið átti bara ekki við mig. Alltof einhæft og til- breytingarlítið. — Og fékkstu þá augastað á f lugfreyj ustarf inu? — Ja, þá fór ég að minnsta kosti að hugsa um það í fullri alvöru að gerast flugfreyja. Hafði reyndar komið það til hug- ar áður. Og ég sótti um starfið — og fékk það. Byrjaði svo að vinna hjá Flugfélagi fslands í maí fyrir 5Vz ári, ef ég man rétt. Og Kristín Snæhólm, sem þá var yfirflugfreyja hjá félaginu, tók þegar að leggja mér lífsreglurn- ar og fræða mig um nýja starfið. — Seinna sótti ég svo námskeið fyrir flugfreyjur hjá S.A.S.-flug- félaginu — það var í verkfallinu mikla 1955. — Hvað var ykkur helzt kennt þar? — Það var nú býsna margt. Eiginlega var þetta talsvert strangur skóli, kennt daglega frá kl. 9 að morgpi til kl. 4 síðdegis. Fyrst og fremst vorum við æfðar í framreiðslu, en auk þess var fengin frönsk t tízkusýningar- stúlka til þess að kenna okkur snyrtingu — og „að ganga“. — Já, það er kannski von, að þú rekir upp stór augu, því að fæst þykjumst við víst þurfa að fá sérstaka tilsögn í göngulagi. En sannleikurinn er sá, að það er ekki einhlítt, í þessu starfi að minnsta kosti. Slík kennsla mið- ar að því að gera flugfreyjuna sem öruggasta í allri framgöngu, en það er henni vissulega nauð- synlegt við misjafnar aðstæður „í loftinu". — En er það ekki fleira, sem flugfreyja þarf að kunna skil á, en að snyrti sig og ganga af list og bera fram mat og drykk? — Jú, víst. — Á þessu nám- skeiði hjá S.A.S. voru okkur til dæmis kynntar allrækilega ýms- ar björgunaraðferðir við misjafn- ar aðstæður. Einnig vorum við æfðar í hjálp í viðlögum, og loks voru kennd undirstöðuatriði í veðurfræði og loftskeytatækni. Jafnvel skyggnzt ofurlítið með okkur inn í hreyfilinn og vélina. Það er sem sé ætlazt til þess, að flugfreyjan hafi einhverja nasa- sjón af sem flestu viðvíkjandi flugvélinni, auk þess sem beint við kemur starfinu sjálfu. •* — En hvernig er það, þurfið þið ekki að vera við því búnar að bregða ykkur í gervi ljósmóð- urinnar hvenær sem vera skal? — Jú, alveg rétt. Ég gleymdi að minnast á það. — Það er ein- mitt lögð mikil áherzla á að veita flugfreyjum góða undirstöðu- þekkingu í fæðingarhjálp. Er líka full ástæða til, því að það kemur ekki svo sjaldan fyrir, að konur „leggjast á sæng“ í flug- vélum — og þá dugar ekki að standa ráðalaus; þar er ekki hægt að hlaupa í símann og kalla á Ijósmóðurina eða lækninn. — Meðal annarra orða, Hólm- fríður. Hefir þér hlotnazt sá heið- ur að hjálpa nýjum borgara í heiminn? — Nei — sem betur fer, verð ég að segja. Auðvitað mundi maður gera sitt bezta, ef til slíks kæmi. En ef illa færi .... Ég vil helzt ekki hugsa til þess. — Ég get skilið það. — En, svo við víkjum aftur að menntun ykkar flugfreyjanna — eru slík námskeið, eins og þú varst að segja mér frá, ekki haldin hér heima nú? — Jú. Þau eru haldin á hverju vori og standa yfir 6—7 vikur. Félagið auglýsir oftast lausar flugfreyjustöður í febrúar. Þegar búið er að velja úr þeim, sem sækja, byrjar námskeiðið, og síð- an hefja hinar nýju flugfreyjur venjulega starf í maí. — Og eru stúlkurnar ekki und- ir þínum verndarvæng, sem yfir- flugfreyju, til að byrja með? — Jú, það má kannski segja svo. — Ég tala við þær, sem senda umsóknir, ásamt fleiri fulltrúum félagsins, og við reyn- um eftir föngum að kynna okkur þá þegar, hverjar telja megi hæf- ar til starfsins. — Að námskeið- inu loknu fara hinar nýbökuðu flugfreyjur síðan nokkrar ferðir með mér á flugleiðum innan- lands og tvær til þrjár ferðir til útlanda, áður en þær taka að fullu við störfum. — Mér skilst, að ráða þurfi nýjar flugfreyjur árlega. Endast stúlkurnar yfirleitt stutt við starfið? — Já, því miður er það svo, að- eins 2—3 ár að meðaltali — og má víst kenna ykkur karlmönn- unum um það að allmiklu leyti. Þið eruð sem sagt hálfgerðir vargar í mínum véum! segir Hólmfríður og brosir. — Ég læt þessari sneið hennar til karl- mannanna ósvarað, þar sem ég þarf ekki að taka hana til mín, og spyr hana, hvaða undirbún- ingsmenntunar sé krafizt af þeim stúlkum, sem sækja um flugfreyjustarf. — Við höfum sett gagnfræða- próf sem inntökuskilyrði á nám- skeið okkar. Auk þess eru stúlk- urnar prófaðar í tungumálum, og er þess krafizt, að þær séu sæmi- lega að sér í ensku og dönsku að minnsta kosti. — Aldurstak- mark? Já, við höfum ekki tekið yngri stúlkur en tvítugar. Og mín skoðun er sú, að þetta aldurs takmark megi alls ekki lægra vera — væri jafnvel athugandi að hækka það, í 22 til 23 ár. — Sannleikurinn er nefniiega sá, að þótt þetta starf sé skemmtilegt, þá er það alls ekki fyrir hverja sem er. Stúlkurnar verða að vera vel þroskaðar og þrekmiklar, heilsuhraustar og duglegar. — Tilgangslaust að leggja þetta starf á herðar lítt þroskaðra unglinga. Það hefir viljað brenna við, að sumar þær stúlkur, sem hafa ætlað að gerast flugfreyjur, hafa alls ekki gert sér neina grein fyrir því fyrir fram, hverjar kröfur starfið raunverulega ger- ir. Þær virðast hafa haldið, að þetta væri ekki annað en ferðast, brosa til farþeganna og vera „elegangt" — og fá greitt kaup fyrir öll skemmtilegheitin! — En það er öðru nær en þetta sé svona einfalt. Ég mundi segja, að flug- freyjustarfið sé að vísu mjög skemmtilegt, en erfitt og kröfu- hart, ef ég ætti að lýsa því í mjög fáum orðum. — En það er líka þroskandi, því að fyrsta boð- orð flugfreyjunnar verður að vera það að „gleyma sjálfri sér“ sem mest, en hugsa þeim mun meira um aðra. Hennar hlutverk er fyrst og fremst það að veita farþegum alla þá þjónustu og að- stoð, sem unnt er, og gera þeim ferðina á allan hátt sem ánægju- legasta — án þess að láta eigin hagsmuni eða þægindi grípa þar inn í á nokkurn hátt. ** — Er flugfreyjustarfið ekki alltaf jafneftirsótt? — Nei, það er eins og heldur hafi dregið úr áhuganum upp á síðkastið — við fáum ekki jafn- margar umsóknir og áður. — Ástæðan? Ja, ég veit ekki, hvað segja skal. Ef til vill er það bara það, að nýjabrumið er nú farið af. Kannski stúlkur séu lika al- mennt búnar að gera sér grein fyrir því, að þetta starf er ekki eintómur leikur — og því sæki aðeins þær, sem gera sér í raun og veru Ijóst, hvað hér er um að ræða. — Svo við snúum okkur að öðru, Hólmfríður — eru farþegar ekki misjafnlega góðir við- skiptis, ef svo laætti segja? Mér sýnist næstum á svip Hólmfríðar sem hún þykkist við þessa spurningu fyrir hönd far- þeganna — og hún svarar snöggt, að þeir séu yfirleitt mjög elsku- Hólmfriður: — Tíminn hefir líka flogið legir í viðmóti og ákaflega þakk- látir fyrir allt, sem þær flug- freyjurnar geri fyrir þá. Ekki kveðst hún rninnast þess að hafa orðið vör við neinn flug- skrekk meðal farþega á ferðum sínum, enda sé varla ástæða til slíks — flugið sé nú orðið svo öruggt. Og hún bætir við: — Sjálf hefi ég aldrei fundið til neins ótta eða óróleika í flugvél. Kannski það stafi af því, að ég er víst ofurlítið hjátrúarfull. — Ef maður á að fara — þá .... *SL — Nýju Viscount-flugvélarnar ykkar — hvernig líkar þér við þær? — Þær eru í einu orði sagt dásamlegar — bæði fyrir okkur í áhöfninni og farþegana, segir Hólmfríður og ljómar öll, svo ég sé, að óþarft er að fara frekar út í þá sálma. — Skemmtilegasta ferðin? — Þær eru flestar skemmtileg- ar að einhverju leyti. — Kannski það hafi verið fyrsta flugferðin mín — ég held ég hafi verið 10 ára þá. Hún var ekki löng — að- eins frá Siglufirði til Akureyrar. Ég var þá að fara í sveitina. Var mörg sumur á Laugalandi í Eyjafirði, hjá þeim séra Benja- mín Kristjánssyni og Jónínu Björnsdóttur, konu hans. Þar var ákaflega gott að vera. — Ég hafði lengi nauðað í mömmu og pabba um að fá að fara í flugvél þennan spöl til Akureyrar, og loksins létu þau það eftir mér. Og þetta var afskaplega spenn- andi! Mér þykir gaman að minn- ast þess nú, að flugmaður- inn í þessari fyrstu „loftferð1* minni var enginn annar en örn Johnson, núverandi framkvæmda stjóri Flugfélags íslands. — Ég man, hvað mér þótti búningur- inn hans skrýtinn! Einhver furðulegasta ferð, sem ég hefi farið, ef ég má nota það orð, var aftur á móti þegar við fluttum fulltrúa á þing MRA (Moral Re-Armament, eða sið- væðingarhreyfingin) á Mackin- ack-eyju í Bandaríkjunum sum- arið 1957. Helming eyjarinnar á MRA- hreyfingin, en á hinum helm- ingnum ræður djöfullinn lög- um og lofum — að sögn þeirra siðvæðingarmanna. — Flugvélin beið þarna á meðan þingið stóð. Við flugfreyjurnar bjuggum í mjög veglegu gistihúsi — þarna er allt mjög ríkmannlegt, fínt og fágað — en okkar var gætt eins og smábarna — sjálfsagt til þess að við villtumst ekki inn á áshrifasvæði Satans! Margt í hugsunarhætti MRA- manna var okkur, syndarinnar börnum, mjög^framandi. Og satt að segja þótti okkur nóg um sum- ar „vitnanir" þeirra, sem þarna sneru frá villu síns vegar og létu frelsast. — Þetta var sem sagt Framhald á bls. 65

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.