Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 2
MORGU1VRLAÐI& . i • • >).•. • ■ ■ •1 *; u- Miðvikurlagnr 24. des. 1958 skiþti sagði ég félaga mínum frá því, að mér hefði áskotnazt 10 krónur. Hann sagði: „Hvað eigum viS þá að gera við þær?“ Við fórum í Tivoli um kvöldið. Það sem var mín séreign var nú orð- in sameign. Þegar ég var á Garði bjó ég til mat handa sjálfum mér Og hafði um eitt skeið fjóra stúd- enta í fæði. Þeir skáru niður brauðið, ég fór niður í kjallara og bjó til kaffi. Var svo sameigin- leg máltíð og útgjöldin færð inn 1 sameiginlega viðskiptabók og kostnaður greiddur um mánaðar- mót. Aðalfundur var haldinn, reikningar lagðir fram og endur- gkoðendur fluttu ræður með nær göngulum spurningum. — Og svo komstu heim að loknu námi? — Já, að loknu námi kom ég heirn sumarið 1907, hélt þá um haustið til ísafjarðar, þar sem ég var skólastjóai við barna- og unglingaskólann. Þar naut ég mikillar fræðslu hjá séra Þor- valdi Jónssyni, prófasti. Lét hann mig oft prédika og jókst mér þannig hugrekki, þegar ég hugsaði um mí» framtíðarstörf. Prédikaði ég þar í kirkjunni í fyrsta skipti á jólum 1907 og ekki grunaði mig þá, að fram undan væru jafnmargar jóla- prédikanir og raun er á. í þeirri kirkju flutti ég ásamt prófasti ræðu, þegar 18 i»enn voru jarð- aðir, en það voru þeir sem fórust í snjóflóðinu í Hnífsdal. Þessi jarðarför fór fram 26. febrúar 1910. Á þeirri sömu klukkustund var verið að kjósa prest í Reykja- vík og hlaut ég kosningu. Var þetta ekki fyrirboði þess að ég ætti eftir að halda margar lík- <ó='!Q=«J=s<Q=<CP‘?Q=«PíCCi=«J=!«i=í(J© | (jfe&ilecj. jót! Verzlunin Vegur A 4 f | gULf }ái! I J Gott og farsælt nýtt árl I Verzlunln Dísafoss V ó^Cb^ó^Q^ó^Q^íó^Q^ó^QsKdf )) ‘Ö <») r \ Cjteklecf jót! | | Cttektey jót7 \ Dömu- og Herrabúðin ^ Laug^avegi 55. ^ A Cjlkley ját! \ Kjötverzlnnin Búrfell } ( (jtektey jól! \ Sigurður Kjartansson Laugaveg 41. é | Ljleóíley jól! | | Verzlunin LUNDUR. C( I | K © l=;CP<Ct-£CP<Q=<CP*Q=<<PíQ=«P''^ | | 1 CLUea fói!! I J og farsælt nýtt ár. M 4 C J Þökkum fyrir viðskiptin íl l • - — t á liðnum árum. I y> L $ MOSAIK h.f., Eskihlíð A. © u Ji @©<b»<óP'Q-<ú2«l=<ó='«Q=*ó=<Q=«CP< f ’ ræður? Upp frá þessu hef ég átt öll mín jól í Reykjavík og auð- vitað alltaf flutt jólaprédikun. Á ég margar minningar frá jól- unum. Núna nýlega var þess minnzt, að 40 ár voru liðin frá því, að íslenzki fáninn var dreg- inn að hún í fyrsta sinn. Það mætti geta þess, að vikurnar og dagana áður voru flöggin daglega í hálfa stöng um alla Reykja- vík, þvx þá dó fjöldi manna úr Spönsku veikinni, sem geisaði hér í bænum nóvember og des- ember. Voru þá jarðarfarir dag- lega frá morgni til kvölds. Há- tíðlegur var 1. desember,' en gleymum því ekki, að 2. desem- ber fóru enn fram margar jarðar- farir. Dapurt var skammdegið á fjölda mörgum heimilum og má segja, að þá hafi jólum verið fagnað eftir dimma nótt. Þá voru í huga mínum, eins og oft endra- nær orðin úr okkur alkunna jóla- sálmi: „Himneskt ljós lýsir ský“. Sá ég það þá og hef oft séð, að hið himneska jólaljós hefur náð að lýsa hið dimmasta ský. — Minnistæð eru mér enn jólin 1933. Á aðfangadagskvöldið and- aðist Kristinn bróðir minn. Fannst mér það einkennilegt, en um leið huggunarríkt að prédika næstu daga í okkar gömlu kirkju. Ég minnist margra kirkjugesta, og þegar jólin koma sé ég í ljósi minninganna hin mörgu andlit góðra vina. Vekja þær minningar hátíðargleði. Oft hef ég séð að skiptist á sólarbros og skuggar, en heilagri jólagleði fylgir alltaf styrkur. 3. Nú er Kríusteinn horfinn Nú hafði séra Bjarni minnzt jólanna. Við stóðum upp og feng- um okkur kaffi hjá frúnni. Þegar við komum aftur inn í skrifstof- una, virti ég fyrir mér skrifborð- ið, þar sem þessi höfuðklerkur hefur samið drögin að prédikun- um sínum, líkræðum og tæki- færisræðum. Allir veggir eru þakktir myndum, gömlum og nýjum. Þarna er mynd af Olfert Ricard, Fenger prófasti í Kaup- mannahöfn, hirðpresti konungs: — Hann var góður vinur minn, sagði séra Bjarni. Stórmerkileg- ur maður. Hann fermdi núver- andi konung Dana. Þarna er einnig mynd af fyrstu fermingar- börnum séra Bjarna, myndir frá stúdentafundum, af skólabræðr- um og svo er þarna einnig mynd af Bjarna rektor: — Ég heiti eftir honum sagði séra Bjarni, og benti á gamla manninn. Þegar við virtum fyrir okkur myndirnar frá bernsku og æsku- dögunum, barst talið að þessum glöðu, gáskafullu árum. Séra Bjarni sagði: — Ég er orðinn svo gamall, að ég man jarðarför Péturs biskups 1891. Einnig man ég jarðarför Helga Hálfdánarsonar. Hann var jarðaður í janúar 1894. Þá hlust- aði ég undrandi á þrjá presta leggja út af sama textanum: „Líf- ið er mér Krist-ur, og dauðinn er mér ávinningur". Það er eins og gamli maðurinn hafi heimsótt þá alla og hvíslað textanum að þeim. Ég var málkunnugur Páli Melsteð og sé eftir að hafa ekki skrifað upp margt af því, sem hann sagði mér, því þar var mikil þekking og fróðleikur. Hann tal- aði oft um Jónas Hallgrímsson, eins og hann hefði verið með honum daginn áður. Orð hans stjórnuðust af elskulegri vináttu og fögrum minningum. Ég ma* Halldór Friðriksson, Benedikt Gröndal, kennara mína, Morten Hansen, Steingrím Thorsteins- son. — Já, Steingrím. — Hann var ákaflega sérstæð- ur maður. Þegar talið barst að einhverju hugðarefni hans, leiftr uðu í honum augun. Hve hann var allur í sinni frásögn! — Ég man Geir Zoega kaupmann og kynntist þeim hjónum báðúm. Ég var oft í Geirsbúð, þegar ég var drengur, og heyrði mörg hnyttiorð gamla mannsins. Þá gáfu menn sér tíma til að staldra við í búðum og við drengirnir fórum ekki fyrr en búið var að leysa okkur út með gjöfum. Ég man sérstaklega eftir, hve smá- kökurnar voru góðar í Fischers- búð. — Á þessum árum var sjálf- sagt að leita þeirrar atvinnu sem kostur var á. Þá var engin verð- lagsuppbót og engin vísitala. Morgun einn komst ég í fisk- vinnu niður við Hafnarstræti, vann þar í 14 tíma, fékk 7 aura um tímann, skrifaðir inn í reikn- ing 98 aurar og gramdist að tekj- urnar náðu ekki einni krónu. Og auk þess skyldu teknar út vörur, en ekki greitt í peningum. Kjör verkalýðsins voru bágborin í þá daga og því ber áð fagna, að þar hafa orðið miklar bætur á. En á þessum árum þýddi ekki að tala um kauphækkun. Þá var eitthvað annað að vera þing- sveinn og fá 1 krónu og 33 aura á dag og finna til sín að vera í þjónustu hins opinbera. Meg- um við minnast þeirra sælu stunda Ólafur Þorsteinsson, Ósk- ar Clausen, Vilhjálmur Finsen og ég. Fyrir einstaka góðvild Magnúsar Stephensen landshöfð- ingja var ég þingskrifari 1905, þegar bændafundurinn var hald- inn og fékk 6 krónur á dag. Það voru stórkostleg laun. Og séra Bjarni heldur áfram: — Þegar ég lít til liðinna daga, er ég í þakkarskuld við kennara mína. Allir kennarar mínir hafa kvatt þenhan heim. Nýdánir eru kennarar, sem veittu mér fræðslu í Barnaskólanum, Thora Frið- riksson og Ölafur Finsen. Ég tel mér það mikið gagn að hafa lært ýmislegt af bókum. En meira gagn tel ég mig hafa •haft af því að kynnast mönnum og læra ýmislegt mér til heilla í persónulegri viðkynningu. Ég hef séð menn að störfum og tekið eftir því, hvernig þeir unnu dags ins störf trúlega. — Man ég hve eftirsóknarvert það hlyti að vera að gegna fakt- orsstörfum. Sé ég enn fyrir mér faktorana við skrifborðið. Við inntökuprófið í Lærðaskólanum vorið 1896, þegar Björn Jensson spurði mig, hvort það skipti miklu máli, í hvaða röð faktor- arnir væru, var mér erfitt um svar. Ég þekkti faktorana hjá Bryde, Fischer, og Knutzon og gerði á þeim lítinn mun. Ég sagði, að mér fyndist standa á sama, í hvaða röð faktorarnir væru. Þannig slapp ég þá við stærð- fræðina, náði prófi og fór glaður heim, því nú var ég orðinn skóla- piltur. Þá nutu skólapiltar mik- illar virðingar í bænum og hlakk að var til að lesa í blöðunum nöfn þeirra og athugasemdir um kunnáttu. Á leiðinni heim að loknu inntökuprófi var kallað til mín. Það var vinkona móður minnar Guðrún í Götuhúsum, amma Erlendar Ó. Péturssonar. Hún spurði mig hvernig hefði gengið Og var ahyggjufull mjög. Ég svaraði: „Ég stóðst prófið“. Þá táraðist gamla konan og sagði: „Hver hefði hugsað sér, að þú kæmist í slíka stöðu“. — Skólaárin liðu og ég varð stúd- ent. Ég hafði áður fyrr haldið, að stúdentar vissu allt og bjóst við, að svo yrði einnig um mig. En ég komst að öðru seinna. — Þegar ég hugsa til skólaár- anna finnst mér flestir dagar hafa verið sæludagar og sólar- stundir. Á ég nú ekki að koma að Vesturbænum, eins og Erlend- ur Pétursson, spurði séra Bjarni og brosti. Hvernig er hægt að gleyma morgunstundunum í Vest urbænum, þegar sólin rann upp á heiðrikum morgni, hvernig er hægt að gleyma hinu friðsæla sólarlagi, hvernig er hægt að gleyma körlum og konum, hinu sístarfandi fólki, ungum og göml- um, sem undu glaðir við sitt? Margt vantaði á, sem nú þykir sjálfsagt, en þá kunnu menn að gleðjast yfir litlu. Þá gátu nokkr- ir aurar veitt ánægjustundir. Halda skyldi sumarhátíð og kostaði aðgangseyrir 10 aúra, en ekki var hægt að fá peninga. Þá var okkur gefinn rauðmagi, fór- um með hann niður í bæ og feng um 10 aura fyrir hann. Og hátíð var haldin, ræður fluttar og sungin ættjarðarljóð. Margar endurminningar á ég frá mál- fundafélaginu, sem nefndist Von- in. Voru fundir haldnir uppi á lofti í Mýrarholti og voru þar oft allharðar umræður um margvís- leg þjóðmál. Eitt sinn skyldi fund halda, en þá var auglýsing á bæjarhurðinni: „Enginn fundur í Voninni í dag, því að funda- salurinn lekur“. Hlýtur Einar Hermannsson yfirprentari að muna eftir þessu, því hann var einn af hinum áhugasömu ræðu- mönnum. Um jólaleytið var sam- kvæmi haldið og tóku félagar þátt í því. Móðir mín stóð fyrir veizlunni. Það er ekki hægt að gleyma bernsku og æskuárunum í Vesturbænum, enda verður mér oft gengið þangað og þekki húsin og lóðirnar með nafni. Þarna komu þeir að úr sjóróðrinum og skiptu hlutum niður við Kríu- stein fyrir neðan Geirsbúð og í Grófinni. Nú er Kríusteinn horf- inn. Nú eru þessir gömlu dagar horfnir, þegar landrými var mik- ið og engin umferðarhætta, þeg- ar safnað var liði og kappleikir háðir hjá Ánanaustum, Seli og í Bráðræðisholti. Þá var oft safnað liði við Bræðraborg og flokkarn- ir dreifðust þaðan í ýmsar áttir, engin hætta stafaði af bílum, því þeir voru ekki til og aldrei þurfti lögreglan að auglýsa eftir ungl- ingum. Þeir skiluðu sér á kvöld- in. Já, lögreglan, þá dettur mér dálítil saga í hug: Við vorum niður í Grófinni og flugumst þar á. Ég stjakaði óþyrmilega við einum jafnaldra mínum. Hann varð reiður og sagði: „Það verður dýrt spaug fyrir pabba þinn a* mæta hjá bæjarfógeta á morgun. Ég kæri þig tafarlaust fyrir Þor- valdi pólití“. Það fannst mér hræðilegt, því allir óttuðust Þor- vald. Þótti mér ráðlegast að halda heim, en á Vesturgötunni mætti ég Þorvaldi. Hann nam staðar og sagði: „Það var gott að ég hitti þig“. Mér fannst hjartað hætta að slá, ég var negldur við götuna og gat ekkert sagt, en fann að fæturnir titruðu. Ég hugsaði: Stundin er komin, rétt- lætinu verður fullnægt, og hegn- ingin á mig lögð. Þá sagði Þor- valdur: „Það var gott, að ég hitti þig, því ég heyri, að þú sért svo góður að sækja hesta. Viltu ekki fara inn í Laugarnes og sækja Grána minn?“ Ég hef aldrei verið fljótari að svara spurningu játl andi. Hjartað fór aftur á stað og ég sótti Grána og hefði gjarnan viljað borga Þorvaldi fyrir að sækja klárinn. Faðir minn kom aldrei á kontórinn, og bardaga- mennirnir voru vinir alla ævi. — Daglegt líf? — Daglegt líf var fábreytt og fátækt allmikil. Hvílíkur munur að sjá börnin nú vel búin, njót- andi margra gæða eða þá gang- andi um göturnar í sauðskinns- skóm með kuldabólgu í höndum og hlakkandi til þess, að vel gæti svo farið, að kjötsúpa yrði á morg un. Eitt sinn er ég kom úr barnaskóla sá ég það á reyknum, sem lagði upp af þekjunni, að nú væri kjötsúpa. Aldrei gleymi ég þeirri kirkjuferð, þegar ég var með föður mínum uppi á norður- loftinu í Dómkirkjunni, og þótti ræðan alltof löng og sálmarnir alltof langir, því ég vissi, að þegar heim kæmi, ætti að vera ávaxtasúpa. Hnippti ég oft í föð- ur minn og spurði: „Er ekki messan á enda?“, því að hugur- inn var allur við súpuna. Þá var indælt að koma heim. En nú skulum við hætta þessu, ég er hræddur um, að þér finnist, að kominn sé prédikunar- tónn í samtalið. Ég tel mér það til gildis að hafa átt heima í Vesturbænum, en atvikin hafa borið það með sér, að ég hef í 40 ár búið við Lækjargötu og hefur það komið sér vel starfs ins vegna, Það er einnar mínútu gangur yfir í kirkjuna, tvær mín- útur að pósthúsinu og símstöðina. Ég held ég mundi ekki kunna við mig inni við Elliðaár. _,I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.