Morgunblaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. jan. 1959 MORGVTSBLAÐIÐ 5 Úr verinu --Eftir Einar Sigurðsson- Sr. Óskar J. Þorláksson: Með nýju ári HÉR á heimamiðum hefur verið slæm tíð siðasta hálfan mánuð. Skip þau, sem eru þar, eru nú öll til og frá út af Vestfjörðum, frá Víkurálnum og norður fyrir Horn. Skip og skip hefur verið að skjótast út á Hala, en þaðan er sömu sögu að segja: enginn afli. Sem dæmi upp á aflaleysið á heimamiðum má nefna, að skip þau, sem sigla og eru öll á heima- miðum, hafa verið að fá 100—150 tonn á hálfum mánuði eða helm- ings og það niður í þriðjungsafla á móti þeim, sem sækja á Ný- fundnalandsmiðin. Þar er alltaf jafngóður afli, skip in fylla sig á 3—4 dögum og eru við hálfan mánuð í túrnum. Veð- urfar er gott á þessum slóðum, a. m. k. enn sem komið er, hvað sem kann að verða. Þetta er mjög sunnarlega, suður á móts við syðsta odda Englands, eða um 50—51 n. br.gráðu. Spá nú margir því, að þessi veiði verði stunduð, allt þar til fiskur er vel genginn á heimamið, sem vart verður fyrr en síðari hluta febrúar eða fyrri hluta marzmánaðar. Úr því sá tími er kominn, ættu skipin að fylla sig á ekki lengri tíma en fer í veiðiför vestur. Fisklandanir s.l. 'A mánuð Hallv. Fróðad. 303 t. 15 dagar Pétur Halldórss. 353 - 16 — Fylkir ....... 143 - 9 — Sk. Magnúss. .. 320 - 14 — Egill Sk.gr. um 280 - 14 — Þorm. goði um 360 - 14 — Jón Þorlákss. um 300 - 14 — Reykjavík Síðan fyrir hátíðir hefur verið blíðskapar veður, hæg austræna Lítið hefur samt verið róið. Netja fiskinn tók alveg undan rétt fyrir jól, og eru allir búnir að taka upp netin. Nokkrir bátar hafa verið að róa með ýsulóð. Hafa þeir sótt alla leið suður í Miðnessjó, út af Sandgerði. Hjá sumum þeirra hef ur verið sæmilegur afli, allt upp í 4 lestir, en líka niður í % lest hjá öðrum. Þeir fáu, sem hafa reynt fyrir sér innbugtar, hafa ekki séð fisk. Virðist þar vera þurr sjór eins og er. Keflavík Síðast var róið 18. des. og síðán ekki söguna meir. Upp úr því fóru menn að taka netin úr bát- unum, en margir gerðu það ekki fyrr en milli jóla og nýárs og þar með lauk síldveiðunum að þessu sinni. Heildarsíldaraflinn reyndist verða 84.500 tunnur á þessu ári, þar af 9.000 tunnur, sem kalla má vorsíld. I fyrra var heildaraflinn 47.000 tunnur, en 1956 var hann svo að segja nákvæmlega sami og nú. Smáufsi hefur veiðzt í höfn- inni undanfarið í litlar loðnunæt- ur. Hófst veiði þessi annan dag jóla og stunda hana 4 bátar, og eru þeir allir búnir að fá um 500 lestir eða eins og venjulegur ver- tíðraafli eins báts. Verðið er 6iy2 eyrir kg. Þó nokkrir bátar eru tilbúnir að hefja veiðar, við aðra er unnið af kappi. Útlit er fyrir, áð um 60 bátar gangi í vetur á móti 50 í fyrra. Akranes Reknetjabátarnir fóru síðast á sjó 18. fyrra mánaðar. Einn fór þó út milli hátíða að leita, en fann enga síld. Menn eru sem óðast að búa sig undir vertíðina, og eru margir til búnir. Óráðið er á marga báta. V estmannaey jar í síðustu róðrunum fyrir hátíð- ar var lítill afli, um 3 lestir á skip. Lítilsháttar varð þá vart við þorsk í aflanum, en þangað til hafði hann verið nær eingöngu ýsa. Bendir það til þess, að þorsk- ur sé aðeins að byrja að ganga á miðin. Við helmíngur af flotanum er nú tilbúinn að hefja veiðar með stuttum fyrirvara, en mannafla vantar meira og minna á flesta báta. Marga vantar helming skips hafnar, og aðra meira, sérstak- lega er erfitt að fá beitumenn. Verið er nú dð skipta um vélar í 8 bátum og þegar lokið í sum- um. Þessir bátar eru: Andvari, Frigg, Hafbjörg, Hafdís, Hannes lóðs, Heimir, ísleifur I. og ísleif- ur II. Einna athyglisverðast við veiði skap á s.l. ári voru hinar miklu humarveiðar, sem leystu fullkom lega atvinnuvandamálið yfir sum arið. Það hefur verið erfitt um atvinnu a sumrin, síðan dragnóta veiðunum var hætt, þótt framboð á karfa hafi bætt þar úr að nokkru um tíma, en það hefur minnkað mjög síðari árin og var ekkert í sumar. Hefði horft til hreinna vandræða í jafnstórum bæ, ef ekki hefði notið við þess- ara veiða. Hugsa margir gott til þeirra næsta sumar. Metútflutningur í desember voru fluttar út 8.000 lestir af frosnum fiskflök- um og frosinni síld. Mun aldrei hafa verið meira flutt út af slíkri vöru í einum mánuði. Fisklandanir 10 skipa 1958 Marz.............. 6450 t. Askur ............ 6305 - Neptunus ........ 6051 - Geir ............. 5875 - Þorsteinn Ingólfss. 5733 - Hallv. Fróðadóttir 5585 - Skúli Magnússon .. 5566 - Pétur Halldórsson 5534 - Jón forseti ......... 5393 - Hvalfell ............ 5259 - Hafi skip þessi siglt með afla er sá fiskur að auki. Afli skipa „á salti“ er tvöfaldaður. Frátafir þessara skipa frá veiðum eru að sjálfsögðu misjafnar. Nýja stjórnin Með myndun stjórnar Alþýðu- flokksins og loforði Sjálfstæðis- flokksins um að verja hana falli er ráðin bót á stjórnarkreppunni. Útvegsmenn og aðrir, sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi, munu fagna því, að tekizt hefur að mynda stjórn. Nógir eru erfiðleik arnir samt, þótt ekki bætist ofan á að hafa enga ábyrga stjórn í landinu. Eins og stefnu Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins er háttað verður að telja þessa flokka þá skyldustu og borgara- legustu. Alþýðuflokkurinn hefur að vísu þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni, sem fellur skiljanlega ekki í geð hjá útvegsmönnum, en eins og hjá öðrum sósíaldemókrata- flokkum hefur þess stefnumáls gætt stöðugt minna í seinni tíð. Hefur það m.a. verið gert til þess að tapa ekki kjósendum frá hægri. Er t.d. talið, að í Noregi hafi þeir haldið meirihlutanum kjörtímabil eftir kjörtímabil með því að sveigja hæfilega mikið til hægri. Þess verður því að vænta að vel fari á með þessum flokk- um. Emil Jónsson forsætisráðherra, fer með þau má — sjávarútvegs- málin —, sem snerta langsamlega mest útgerðarmenn. Hann er gagnkunnugur þessum mólum, fyrst af afskiptum sínum áf bæj- armálum eins með stærri útgerð- arbæjum landsins og svo sem vitamálastjóri og loks banka- stjóri. Það ætti að mega vænta góðs skilnings hjá honum á þörf- um og vandamálum útvegsins, og væri æskilegt, að hann setti sig persónulega sem mest inn í þau mál. Þetta er einhver mikilvæg- asti atvinnuvegur þjóðarinnar, þar sem hann stendur svo til und ir allri gjaldeyrisöflun lands- manna og lífsafkoma þjóðarinnar byggist að miklu leyti á. Það gæti ekki hörmulegra hent en að verr yrði búið að útgerð, fiskverkun og fiskimönnum en áður var, hvernig sem á það mál væri litið. Það má tvímælalaust rekja alla velgengi síðustu ára, stöðuga at- vinnu og miklar framfarir til sjávarútvegsins. Þá á sjávarútvegurinn mikið undir forystu Guðmundar í. Guð- mundssonar utanríkisráðherra í landhelgismálinu. Enginn lætur sér detta þar neitt undanhald í hug frekar en hingað til. fslend- ingar báru fullan sigur úr býtum í átökunum um fyrri áfanga þessa máls, þegar sett var á lönd- unarbannið, og vona allir sem einn, að svo verði enn. Þá skiptir ekki litlu mál fyrir sjávarútveginn, hversu haldið er á viðskiptamálunum, sem Gylfi Þ. Gíslason fer með. Mörgum hef- ur þótt nóg um, hversu afurða- salan hefur beinzt austur á bóg- inn. En viðskipti þessi hafa að miklu leyti byggzt á nauðsyn. Eftirspurn fer nú vaxandi eftir sjávarafurðum hvarvetna í heim- inum vegna minnkandi afla og fólksfjölgunar. Ekki er líklegt, að mikil breyting verði á þessum viðskiptum eins eg sakir standa. Þá heyra undir þennan ráð- „OG SÁ, sem í hásætinu sat, sagði: Sjá ég geri alla hluti nýja, og hann segir: Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu. Og hann sagði við mig: Ég er Alfa og Omega, upphafið og end- irinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsvatns- ins. Sá er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð, og hann mun vera minn sonur. “(Op. 21.5). Sjáandi Opinberunarbókarinn- ar horfði þannig til framtíðarinn- ar. Hann gerði það í ljósi þeirrar trúar, sem miðar allt við Guðs vilja; Guð var fyrir honum allt, upphafið og endirinn. En hvernig horfum vér til framtíðarinnar, þegar vér erum að byrja nýtt ár? Gamla árið hefur kvatt oss með öllum sínum minningum, margar þeirra eru bjartar og fagrar, en yfir öðrum hvíla skuggar sorga og vonbrigða. Svona hefur þetta gengið til við öll áramót, því að eitt ár, jafnvel eitt augnablik get- ur ráðið svo miklu um gæfu vora og ógæfu. herra þau mál á viðskipasviðinu, sem nú ber hæst hjá hinum vest- rænu þjóðum: Fríverzlunin, tolla bandalagið og aukið gjaldeyris- og viðskiptafrelsi. Veltur ekki á litlu fyrir okkar borgaralega þjóð skipulag, hversu til tekst í þess- um efnum, að því er ísland varð- ar. Efnahags- og gjaldeyrismálin hafa sett Island á bekk með þeim þjóðum, sem eru illa stæðar og búa við ótryggt stjórnarfar. Sjálf stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk urinn hafa sett sér það mark að stöðva verðbólguna, og vonandi tekst það. Fylgir þá annað gott á eftir. Fjórði ráðherrann Friðjón Skarphéðinsson fer með dóms- málin. Sameiginlega ætla svo stuðn- ingsflokkar stjórnarinnar að beita sér fyrir lausn kjördæma- málsins, og þótt þeir hafi ekki þingfylgi til þess að fá málið samþykkt í báðum deildum al- þingis, er lítill vafi á, að slíkt réttlætismál nái ekki fram að ganga. Réttur manna til áhrifa á löggjafarþing þjóðarinnar verður að vera nokkurnveginn jafn, hvar sem þeir búa á landinu. Framh. á bls. 12 Vér lærum af því, sem liðið er, hvort sem það er blítt eða strítt, vér horfum til framtíðar með þá reynslu í huga, sem árið hefur flutt oss og biðjum Guð að gefa oss vit og vilja, til þess að læra af reynslunni. Það er þýðingarlaust að fárast yfir því, sem skeð hefur, það verður aldrei þurrkað út úr til- verunni, það sem mestu máli skiptir er að horfa til framtíðar- innar í trausti til Guðs eilífu handleiðslu. Hann fyrirgefur oss syndir vorar og yfirsjónir, ef vér sýnum einlægan vilja til lífernis- betrunar. Vér getum bæði lært af því, sem vel hefur tekizt og einn- ig því, sem miður hefur farið. Hér sannast hið fornkveðna: „Þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs.“ (Róm. 8. 26). II. Um áramót tala menn um at- burði og vandamál líðandi stund- ar um leið og horft er til fram- tíðarinnar. Þetta hafa menn gert að þessu sinni, eins og svo oft áður. For- ystumenn í andlegum og verald- legum málum hafa talað til þjóð- arinnar. Biskup landsins hefur talað um nauðsyn andlegrar vakn ingar í þjóðlífinu. Forsetinn og forsætisráðherrann hafa talað um vandamál þjóðarinnar á sviði fjár mála og atvinnumála, stjórnmála- viðhorf og samskipti vor við aðrar þjóðir. Öllum ber saman um það nú, að þjóðinni sé mikill vandi á höndum. Um alllangt skeið hefur þjóðin þreytt kapphlaup um hin tímanlegu gæði, og orðið vel á- gengt. En nú virðast forystu- menn þjóðarinnar- og allur al- menningur vera að komast á þá skoðun, að ekki sé alltaf hægt að halda áfram á þeirri braut, helzt verði nú að snúa til baka, hvernig sem það kann að ganga. Það er vissulega takmark hvesr ar þjóðar, að þegnar hennar geti búið við góð lífskjör og lifað heil- brigðu menningarlífi. En það er hinn mikli vandi, að segja til um það, hvenær því marki sé náð. Það er alkunnugt, að menn heimta alls konar óhófseyðslu, bæði í nautnalífi og skemmtun- um, sem ekkert á skylt við lífs- nauðsynjar, eða heilbrigt menn- ingarlíf. Forystumenn þjóðarinn- ar eru settir í mikinn vanda, að meta það, hvar takmörkin séu í þessum efnum. En vér hljótum að gera þá kröfu til þeirra, að þeir leysi af hendi þetta vanda- verk. Og ef þeir ganga sjálfir fram fyrir skjöldu og gefa þjóð- inni fagurt fordæmi og sýna það í verki, að þeim sé alvara að verja þjóðina fyrir ytri og innri áföllum, þá hljóta þeir virðingu allra góðra manna, og þjóðin mun veita þeim braulargengi til sig- urs. III. Með hveru nýju ári, fáum vér alltaf ótal tsékifæri til góðs, ef vér notum þau réttilega. Hver einasti dagur, sem vér lifum er dýrmætur, ef vér lítum á hann sem tækifæri til þjónustu við Guð. Guð er upphafið og endirinn. Öll tilveran er í hans hendi, einn- ig líf hvers einasta manns. Vér vitum ekki hve lengi vér fáum að lifa, vér vitum ekki nema þetta ár kunni að verða vort síðasta. Vitur maður sagði eitt sinn, að vér ættum að nota hvern dag, eins og það væri síðasti dagurinn, sem vér fengjum að lifa í þess- um heimi. Og þegar vér nú byrjum nýja árið með reynslu hins liðna að baki, en óvissuna framundan, þá viljum vér segja við Drottin: „Kenn oss að telja daga vora, svo að vér megum öðlast viturt hjarta." (Sálm:90.12). Ó. J. Þ. Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. í fyrradag af bátum í Hafnarfjarðarhöfn. UnniS hefur verið að því af kappi undanfarið í öllum verstöðvum að búa flotann undir vetrarvertíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.