Morgunblaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 12
12 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 4. jan. 1959 Vilhelm Moherg 1 EINNI af „síðustu“ sögum sin- Um lætur Karen Blixen Salvíati kardínála segja álit sitt á frá- sagnarlist. Kardínálinn talar þar um tvenns konar frásagnarlist og tvenns konar sögur. Aðrar mætti e.t.v. kalla yfirmannlegar, þar eð persónur þeirra eru að vissu leyti yfirmannlegar og lúta eigi öðrum lögmálum en frásagnar- listarinnar og sögunnar sjálfrar. Hinar eru þær „mannlegu", sem lýsa venjulegum manneskjum eins og þær eru í gleði og sorg. Þar lýtur sagan oft persónunum. Um þær síðarnefndu segir Salvíati, að þær séu að sönnu virðingar- og jafnvel aðdáunar- — Reykjav'ikurbrét Framhald af bls. 11 ar hjú sitt sem þræl, mun að síð- ustu læra það, sem Hákon jarl af Hlöðum varð að reyna forðum“. Slík er lýsing þess manns, sem jflestum fremur hafði færi á að fyigjast með lífinu á V-stjórnar- heimilinu. Alþýðuflokkiium brigzlað Ummæli Hermanns Jónassonar á gamlársdag sýna, að Einar Ol- geirsson hefur sízt ofsagt í þess- ari lýsingu sinni. í Tímagrein- inni segir ennfremur: „Vinstri fylgjendur Alþýðu- flokksins, einkum í Reykjavík, fóru í stórum hópum yfir til Al- þýðubandalagsins og það svo mjög, að síðustu bæjarstjórnar- kosningar sýndu, að Alþýðuflokk urinn hefði sennilega engum þing manni komið að í síðustu kosn- ingum, án bandalags við Fram- sóknarflokkinn“. Hér brigzlar fyTrverandi for- sætisráðherra samstarfsmönn- um sínum um það, að fylgi- spektin við hann hafi orðið til þess að þeir töpuðu þúsundum atkvæða! Til að bæfá gráu ofan á svart, lætur hann á sér skilja, að Alþýðuflokkurinn hafi við bæjarstjórnarkosningarnar síð- ustu tapað fylgi til Alþýðubanda- lagsins, þó að sannleikurinn sé, að Alþýðubandalagið galt þá einnig afhroð. Ætti Framsóknar- mönnum þó ekki að vera úr minni fallin þeirra eigin gleði yfir því, að þeir skyldu þá vinna litilsháttar fylgi af báðum sam- starfsflokkum sínum, samtímis því, að fyrri fylgjendur þessara fiokka allra fóru í stórum hópum yfir til Sjálfstæðismanna. i Mælirinn fullur Þegar allt þetta er hugleitt, verður það sannarlega ekki „ó- skiljanlegt" heldur þvert á móti ljóst, af hverju allir flokkar aðrir en Framsókn sameinast nú í því, að vilja hrinda fram nýrri kjördæmaskipun. Framsóknar- flokkurinn hefur ekki náð völd- um og áhrifum í þessu landi vegna fjölda fylgismanna sirina, heldur sökum ranglátrar kjör- dæmaskipunar. Þeim rangindum hefur verið beitt til að afla lít- illi klíku pólitískra valda og ráða yfir mesta fjármagni, sem nokkru sinni hefur hér á landi verið undir einni yfirstjórn. Enginn Sjálfstæðismaður vill beita Framsókn eða nokkurn annan ranglæti. En yfirgnæfandi meirihluti landsfólksins samein- ast Sjálfstæðismönnum í því, að rangindunum verður að linna. Þau eru öllum hættuleg en eng- um þó fremur en því fólki, sem Framsókn reynir nú að telja trú um, að hún sé að vernda. Æsing og hræðsla Framsóknar yfir fyrir sjáanlegri samþykkt á nýrri kjör dæmaskipun er skiljanleg en hún mun ekki fá hljómgrunn hjá ís- lenzkum almexmingi. verðar, en séu aldrei í ætt við guðina. Ef benda ætti á dæmi um fyrrnefndu sögurnar eru sög- ur Blíxen sjálfrar nærtækastar. Einnig mætti benda á kafla úr íslandsklukkunni eða Temúdjín snýr heim, sem dæmi um þá frá- sagnarlist, er Salvíati mat mest. Hinsvegar myndi kardínálinn vafalítið hafa heimfært Sölku- Völku til síðarnefnda flokksins. Halldór Kiljan er nfl. einn af örfóum höfundum, sem í bókum sínum hafa spannað djúpið milli þessara andstæðna í frásagnar- list. En það er ekki um hann sem ég ætlaði að skrifa, heldur um Vilhelm Moberg. Það er mikið djúp staðfest milli hinnar dönsku barónessu og bóndans frá Smá- löndum. — Salvíati kardináli myndi að líkum hafa kallað frá- sagnarlist hans dæmigerða and- stæðu þeirrar, sem er goðaættar — en ég held hann hlyti að hafa talið beztu sögur Mobergs virð- ingarverðar og jafnvel aðdáun- arverðar. Og það eiga þau barón- essan og bóndinn sammerkt, að hafa skrifað mestu metsölubækur síðari ára hvort í sínu landi. Er ég las sögu Salvíati, hafði ég ný- lokið við að lesa hið mikla þriggja binda epos Mobergs um Ameríkufarana. Vissulega hefur Moberg unnið bókmenntalegt af- rek með sögunum um kotbónd- j ann Karl Oskar Nilsson, Krist- ínu konu hans, sveitarhóruna Ulrikku og annað það fólk, er reif sig upp úr eymd afskekktr- ar Smálandssveitar og hélt yfir úfna Atlantsála á seglskútunni Charlotte á því Herrans ári 1850 í leit að mannsæmandi lífskjör- um í Nýja heiminum. Það er furðulegt, að íslenzkir bókaútgef- endur skulu æ láta fallerast af flatneskjulegum og fánýtum reyf urum Margit Söderholm, en koma ekki auga á þessa sögubók Mobergs, sem á þó erindi til ís- lenzkra lesenda og vel gæti einnig orðið metsölubók hér eins og í heimalandi höfundar. Vilhelm Moberg þekkir sína Smálendinga. Sjálfur er hann fæddur í Smálöndum 1898, son- ur atvinnudáta, er síðar varð smá bóndi. Börn átti dátinn mörg og áttu þau eigi kost skólagöngu, en Moberg las snemma allar þær bækur, sem hann komst yfir. Hann komst síðar á lýðháskóla og fór svo að stunda blaða- mennsku, en gerðist síðar bóndi. Fyrsta skáldsaga hans, Raskens, kom út 1927 og vakti verðskuldaða athygli. Þar koma þegar fram flestir eiginleikar Mobergs sem rithöfundar, raun- sæi kryddaður húmor, sem stund um er næsta grófur, en alltaf heil brigður, frásagnargleði, sem stundum fer út í öfgar, sósíalt skyn og hrjúfur en hressilegur frásagnarmáti. Eftir Raskens rak hver róman- inn annan, og ber þar einna hæst „trílógíuna" um Knut Toring (Sankt sedebetyg, Sömnlös og Giv oss jorden), sem fjallar um flóttann úr sveitunum, rótleysi sveitamannsins á mölinni og aft- urhvarf hans til sinnar sveitar þar sem hann á ekki heldur heima lengur eftir langa kaup- staðardvöl. Meðal annarra skáldsagna Mo- bergs má nefna Mans kvinna (Kona manns), sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu. Reynt var á sínum tíma að örva sölu þeirr- ar bókar hér með því að gefa í skyn í auglýsingum að hún væri klámfenginn, hvað ekki er satt. Moberg á það þó til, einkum í bókunum um Ameríkufarana, að vera að því er virðist óþarf- lega klúr, en hann er enginn Mykle. Á stríðsámnum skrifaði Moberg skáldsöguna Rid í natt (Þeystu þegar í nótt) til að stappa stáli í þjóð sína gegn allri undanlátsemi við ofbeldi nazista. Vilhelm Moberg hefur einnig unnið sér orðstír sem leikrita- skáld. Hafa a.m.k. fimm leik- rit eftir hann verið leikin í aðal- leikhúsum Svíþjóðar. Mesta at- Þórunn Cuðmundsdóttir hygli hafa vakið leikritin V&ld (1933), er fjallar um óhamingju- samt hjónaband, og síðasta leik- rit höfundar til þessa, Domaren, sem nú á að fara að leika í Þjóð- leikhúsinu. Síðari árin hefur Mo- berg látið mjög til sín taka og veitzt óvægilega að sænku réttar- fari og Vísíndaakademíunni sænsku í sambandi við tvö „skandala“ mál, sem verið hafa á döfinni í Stokkhólmi. Annað er kennt við dómara, Lundquist að nafni, og hitt við ungan prófessor við Naturhistoriska Riksmuseet í ^ Stokkhólmi, Selling. Ekki skulu þessi mál rædd eða dæmd hér, en bæði hafa þau minnt á það, að jafnvel í landi eins og Svíþjóð, þar sem margt er til fyrirmyndar að flestra dómi, einnig um réttarfar, getur það komið fyrir, að menn eigi erfitt með að ná rétti sínum gagnvart því opinbera. Og sjálfsagt mun hverju ríki, sem halda vill lýð- ræði, hollt að hafa einhverja Mo- berga, sem stöðugt eru reiðubún- ir til að hnippa í réttvísina, ef henni skyldi verða á að dotta. Eitthvað virðast skrif Mobergs í sambandi við þetta mál hafa kom ið við einhverja á æðri stöðum því þegar háskólinn í Limdi ætl- aði að gera hann að heiðursdokt- or, gerðist það fáheyrða að yfir- maður sænsku háskólanna, há- skólakanzlarinn, beitti neitunar- valdi til þess að koma í veg fyrir þetta. í leikritinu Dómarinn, sem frumsýnt verður I Þjóðleikhús- inu þ. 6. janúar, hefur Moberg haft áðurnefnd tvö mál í huga. Leikritið er þó alls ekki það staðbundið að það eigi ekki er- indi til annarra en Svía. Nú er von á Vilhelm Moberg hingað til lands. Hann verður viðstaddur frumsýningu leikrits síns í Þjóðleikhúsinu. Væntan- lega mun hann einnig flytja fyr- irlestur bókmenntanlegs efnis í Háskólanum á vegum íslenzk- sænska félagsins þ. 7. janúar. Væri óskandi að sá fyrirlestur yrði eitthvað sóttur. Vart munu þó margir stúdentar sjást þar í sal. Ef dæma ætti eingöngu af því hverjir það eru; sem sótt hafa fyrirlestra erlendra skálda og bókmenntafræðinga, sem flutt ir hafa verið í Háskóla íslands hin siðari árin, er það einn hóp- ur manna, sem er öðru fólki áhugalausari um erlendar bók- menntir og sá hópur er íslenzkir háskólastúdentar. En væntanlega verða ýmsir aðrir til þess að leggja leið sína út í Háskóla þeg- ar Moberg flytur fyrirlestur sinn. Sigurður Þórarinsson. — Ur verinu Framhald af bls. 3 Samningar Samningar standa nú yfir miUi fulltrúa ríkisstjórnarinnar og fulltrúa sjávarútvegsins og þeirra, er á fiskiflotanum vinna. Slikir samningar hafa farið fram árlega, síðan stríðinu lauk, og eru mjög hvimleiðir fyrir alla aðila. En þetta er bein afleiðing af því, að alltaf er verið að skirrast við að skrá rétt gengi krónunnar.Og þegar sætta hefur orðið þjóðina við nýjar drápsklyfjar í verð- bólguhítina, er henni sagt, að þetta sé allt til styrktar blessaðri útgerðinni, þótt mörgum öðrum haíi dropið þar drjúgt og ekki sízt ríkissjóði. Og svo er komið, að allra skynsömustu menn eru farnir að trúa því, að sjávarút- vegurinn sé raunverulega mesti styrkþegi þjóðarinnar, þótt þjóð- in hafi frá honum allar nauð- þurftir, sem hún þarf að kaupa af öðrum þjóðum. Hvernig má þetta samrýmast: Mesti þurfaling urinn og gjafari allra erlendra gæða. Nei, sjávarútvegurinn þarf engrar hjálpar, ef hann er ekki rændur. Hann getur þvert á móti hjálpað öðrum í ríkari mæli en nokkur annar atvinnuvegur landsmanna. Sú stund nálgast, að íslending- Fædd 8. nóvember 1866. Dáin 25. desember 1958. Á MORGUN verður til moldar borin merkiskonan Þórunn Guð- mundsdóttir í Lækjarhvammi. Hún andaðist á jóladaginn að heimili sinu, þar sem hún hefur notið umönnunar dóttur sinnar og tengdasonar í ellinni. Þórunn er fædd í Nýja-Bæ á Álftanesi, dóttir hjónanna Guð- mundar Þorvaldssonar frá Set- bergi og Helgu Jónsdóttur frá Hofi á Kjalarnesi. Ung missti Þórunn föður sinn og ólst svo upp með móður sinni, sem við fráfall manns síns átti fyrir 10 börnum að sjá, en kom þeim öllum upp af eigin ramleik. 16 ára flytzt Þórunn að Hliðsnesi á Álftanesi og dvelst þar hjá hjónunum Kristrúnu Sveinsdóttur og Krist- jáni Jónssyni. Árið 1889 giftist Þórunn Sveini Steindórssyni, syni Kristrúnar af fyrra hjónabandi og reistu þau bú í Hafnarfirði, þar sem Sveinn stundaði sjómennsku, en hann var skipstjóri á þilskipum. Frá Hafnarfirði flytjast þau hjónin að Hvassahrauni og reka þar myndarlegt bú. Húsbóndinn stundar sjóinn eftir sem áður, en húsfreyjan verður að annast _bú- stjórnina að miklu leyti. Árið 1910 fara þau að ’Stapakotií Njarð víkum. Þaðan gerir Sveinn út bæði mótorbát og opið skip, auk þess sem búskapur er rekinn áfram. Árið 1917 keyptu þau hjónin jörðina Lækjarhvamm við Reykjavík og fluttu þangað, en sama ár missti Þórunn mann sinn. Þeim hjónum hafði orðið ar öðlast meira athafna og við- skiptafrelsi. En það verður ekki fyrir þeirra tilvernað, því að þeir streitast á móti þróuninni eins og þeir geta: Auka afskipti þess opin bera, hækka tollana og skattana og magna skrifstofubáknið. Allar nágrannaþjóðir íslend- inga létta nú af viðskipta- og gjaldeyrishöftum og vilji þeir halda samfélagi við hinar vest- rænu þjóðir, brýtur þjóðin sjálf af sér hlekkina, hvað svo sem pólitíkusarnir segja. Innflutningur fiskiskipa 11 vélbátar voru fluttir inn á s.l. ári, og 4 eru rétt ókomnir. Auk þess komu til landsins 2 tog- arar. í smíðum fyrir íslendinga erlendis eru nú 31 fiskiskip stór og smá, þó yfirleitt ekki undir 70 lestum. Það er ekki ósjaldan, að þeim skoðunum skýtur upp, að það þýði ekki mikið að vera að kaupa fiskiskip, þegar ekki sé hægt að manna þau, sem fyrir eru. Það eru margar þjóðir, sem verða að sækja til annarra með sjómenn á skipastól sinn, meira að segja yfirmenn, eins og Danir og Norðmenn. Enginn talar um í þessum löndum að hætta að láta byggja skip af þeim sökum. Skipin skila kaupverði sínu á tveimur árum, enda þótt tekið tveggja barna auðið, sem voru uppkomin þegar faðir þeirra and- aðist. Þormóður búsettur í Reykjavík, giftur Theodóru Stef- ánsdóttur frá Krókvelli í Garði, og Berta húsfreyja í Lækjar- hvammi. Hjónabandið hafði verið hið farsælasta. Bæði voru þau hjónin mikilhæf og mikilvirk, hvort á sínu sviði, og þegar erfið- leikar steðjuðu að lét Þórunn ekki á sér standa að leggja fram alla krafta sína og stunda erfiðis- vinnu utan heimilisins til þess að firra það vandræðum. ★ Eftir lát manns síns bjó Þór- unn í 8 ár í Lækjarhvammi með Bertu dóttur sinni, en þá giftist Berta Einari Ólafssyni frá Flekku dal og tóku þau hjónin þá við búinu og hafa búið í Lækjar- hvammi síðan, en Þórunn dvalizt þar hjá þeim. Þórunn heitin var ein þeirra kvenna, sem ótrauðar bjóða hverjum erfiðleika birginn og standa við hlið manna sinna reiðubúnar að taka á sig allan þunga heimilisins þegar á bját- ar. Óhætt er að fullyrða að hún hafi átt í óvenjulega ríkum mæli einmitt þá eiginleika, sem reynzt hafa íslenzku þjóðinni dýrmæt- astir á tímum þrenginga og ör- birgðar. Þórunn var þrekkona og þrautseig með afbrigðum. Yinn- an var henni bæði nautn og nauð- syn. Hálfníræð gekk hún enn að mjöltum á málum.En ellin beyg- ir alla að lokum og síðustu árin gat Þórunn ekki lengur gegnt bústörfum, en hafði þó fótavist fram til hins síðasta. Naut hún þá nærfærinnar umönnunar dóttur sinnar, en þær mæðgur voru alla tíð mjög samrýmdar. Þegar ég fyrst kynntist Þór- unni hafði hún þegar náð hárri elli, en gekk þó að öllum störf- um með gleði og bjartsýni ungl- ingsins. Þrotlaust strit alla ævi hafði síður en svo náð að beygja þessa þróttmiklu konu. Hún hafði notið átakanna við lífið og lært að meta það eins og það birtist með sínum björtu og dökku hliðum. Þetta gaf henni óvenjulega sterkan og heil- steyptan persónuleika, sem hlaut að hrífa þá, sem kynntust hennL Æðrulaus gekk hún í gegnum lífið og tók því, sem að höndum bar. Megi fleiri fylgja dæmi hinnar látnu heiðurskonu. Þorbjörn Sigurgeirsson. væri tillit til gjaldeyriseyðslu £ sambandi við rekstur þeirra. Nú er það þó svo, að flest þessi fiski- skip fást lánuð til nokkurra ára eða verulegur hluti af verði þeirra, ef til vill allt að 70%. Og þó að manna þurfi íslenzku fiskiskipin erlendum sjómönnum að einhverju leyti, skila þeir til þjóðarinnar mörgum sinnum meira verðmæti með starfi sínu en fer til greiðslu á kaupi þeirra. Hitt er svo annað mál, að það væri heilbrigðari stefna að vinna að því, að erlendir sjómenn sett- ust að í landinu, en væru ekki „farfuglar". Ekkert hefur lyft „ungu þjóðunum" sem innflutn- ingur á fólki, auðvitað að því til- skyldu, að það sé af góðu bergi brotið. En það er ekki nóg að segja: Þið eruð velkomnir. Búa verður hér í haginn fyrir innflytjendur eins og í öðrum löndum. Það þarf að vera hægt að vísa þeim á sama stað. Ekki þyrfti að gefa þeim íbúðirnar, en það þyrfti að lána þær. Eitt af því, sem ber hvað mest- an vott um almenna velmegun á íslandi, er, hve mikið hér er af framleiðslutækjum. En það vant- ar verkafólk og þá sérstaklega sjómenn, til þess að þau verði nýtt til fulls. Það vandamál verð- ur bezt leyst með nokkur hundr- uð innflytjendum á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.