Morgunblaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Allhvass norðan, Iéttskýjað, 5—10 stiga frost. 2. tbl. — Sunnudagur 4. janúar 1959 Reykjavíkurbréf er á bls. 11. Samningar við báta- sjómenn á lokastigi Ríkisstjórnin á fundi í allan gærdag EINS og frá hefur verið skýrt í fréttum blaðsins hófust á annan jóiadag viðraeður milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og fulltrúa liJ.tT. um starfsgrundvöll útvegsins á þessu ári. 29. desember hófust síðan viðræður með fulltrúum L,.Í.Ú. og fulltrúum sjó- mannasamtakanna um hlutaskiptasamninga og samninga um fiskverð til skipta. Jólatrésfagnaðurinn er mikið tilhlökkunarefni hverju barnl, en það er nú orðin föst venja margra félaga að efna til slíkrar gleði fyrir börn meðlima sinna. Myndin hér að ofan er tekin á jólatrésskemmtun Varðar sl. föstudag. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Þrír lœknar sœkja um landlœknisembœttið Sjö um yfirlæknisembættið á Kleppi Af hálfu sjómannasamtakanna taka þátt í samningaviðræðum þessum fulltrúar frá Alþýðusam- bandi íslands, Sjómannasam- bandi íslands og fulltrúar frá sjó mannafélögunum víðs vegar um land. Sérslök netnd skipuð af ríkis- stjórnin hefur annazt viðræður við LIÚ sem kunm gt er, og hefur hún jafnframt fylgzt með við- ræðum LÍÚ og fulltrú? sjómanna. Hlé varð á þessum samninga- viðræðum um áramótin. En á föstudaginn 2. þ. m. hófst að nýju fundur með útvegsmönnum og sjómönnum klukkan 10 árdegis og stóð sá fundur viðstöðulaust til kl. 8,30 í gærmorgun. Frá því hefur verið skýrt, að aðalfundur LÍÚ hófst hér í bæn- um 3. desember og stóð þar til 8. des. Síðan var honum frest- að fram að áramótum, til þess að hann gæti þá tekið endanlega af- stöðu til vandamála útvegsins. Ríkisstjórnin á fundi. Mbl. er ekki kunnugt um ár- angur af þeim viðræðum, sem áður getur, en í gærdag allan fram á kvöld var ríkisstjórnin á fundi, þar sem rætt mun hafa verið um niðurstöðurnar af fyrr AKUREYRI, 3. jan. — Stöðug norðaustanátt með hríð af og til er hér fyrir norðan. — Færð hef- ur heldur þyngzt, einkum í gær og í dag. Bifreið Norðurleiðar kom ekki hingað til bæjarins fyrr en laust fyrir miðnætti í gær. Hafði hún notið aðstoðar dráttar- bíls frá Grjótá á Öxnadalsheiði og fyrir Varmavatnshóla. Að öðru leyti var leiðin að sunnan alauð og færðin ágæt. Bifreiðin átti að halda suður í morgun, en ferðinni var frestað um einn dag, m. a. vegna slæms veðurs. Hún mun njóta aðsíoðar vegagerðar- innar vestur yfir heiði á morgun, ef fært þykir. Síðan mun vega- gerðin greiða fyrir fólki á leið frá Skagafirði til Eyjafjarðar á morgun. í dag kom áætlunarbifreið frá Húsavík, og var hún 5 klst. á leiðinni. Naut hún hjálpar jarð- ýtu á Vaðlaheiði. Þung færð var mestan hluta leiðarinnar og talið Maður með hönd í færiband SÍÐDEGIS í gær slasaðist maður á hendi í Fiskiðjuveri ríkisins við Grandagarð. Hafði færiband stöðvazt vegna mikils álags. Við það stöðvaðist reimin á valsi, sem snýr henni. Ætlaði maðurinn þá að lagfæra þetta, fór með hendina inn á milli reimarinnar og valsins, en skyndilega tók reimin við sér aftur og lenti þá maðurinn með höndina á milli. Færibandið var stöðvað fljótt, en skera varð það í sundur til að ná hendi og handlegg mannsins. Maður þessi heitir Guðmundur Ingason, Hólmgarði 9, og var hann þegar fluttur í sjúkrahús. nefndum næturfundi útvegs- manna og sjómanna. í gærkvöldi, er blaðið var fullbúið til prent- unar, lá ekkert fyrir um það frá opinberum aðilum, hvort samn- ingar væru komnir á eða ekki. í gærdag boðaði L.Í.Ú. til fram- haldsaðalfundar hér í bænum á mánudaginn, þar sem rætt verð- ur um samningana, eins og þeir liggja þá fyrir og mun sá fund- ur skera úr um það, hvort róðrar skuli hefjast nú þegar eða ekki. Vantar menn á 18 báta á x4kra- nesi AKRANESI, 3. jan. — Nú er fullráðið aðeins á þrjá eða fjóra báta hér á Akranesi af öllum flotanum, sem vænzt er að stundi veiðar á vetrarvertíðinni. Á 18 báta vantar fleiri eða færri menn. Sú var þó tíðin að tveim mán- uðum áður en vetrarvertíð átti að hefjast var fullráðið á hvern einasta mótorbát hér. Ýmis fyrir- tæki, svo sem Sementsverksmiðj- an, hafa fækkað starfsfólki frá áramótum. — Oddur. að Vaðlaheiði væri hartnær ófær. í dag var fyrirhugað að flóa- báturinn Drangur færi til Gríms- eyjar og síðan til Sauðárkróks og heim um Siglufjörð. Lagði hann af stað, en komst ekki nema út hjá Hrísey. Þar lá hann í vari í nokkra tíma ,en hélt síðan hing- að inn aftur, þar sem tilgangs- laust var að bíða sakir óveðurs. — Vig. ELDSNEMMA í gærmorgun dró ti] tíðinda á bílastöð einni hér í Miðbænum, er ölvaðir sjómenn tókust þar á Voru héi á ferðinni þrír ungir menn. Tveir þeirra komu samtímis inn á stöðina og hittu þar þriðja sjómanninn. Þeir tóku að ræðast við, en brátt kast- aðist í kekki með þeim. Félagarn- ir tveir vildu þá hætta þrasi og stimpingum við þriðja sjómann- inn og hugðust halda á brott. En þá var þriðji sjómaðurinn orð- inn svo illur, að hann greip vasa- Áramótum fagnað á Hornafirði HÖFN í Hornafirði, 3. jan. Ára- mótunum var fagnað hér með flugeldum,. stóru báli og dans- leik, og var mikið um dýrðir á gamlárskvöld. Veður var ágætt, alveg auð jörð, og jólaskreyting- in, sem margir höfðu sett upp utan við húsm, setti sinn svip á bæinn. Dísarfell ei hér í dag að losa 450 tonn af áburði. —G.S. UM ÁRAMÓTIN var útrunninn umsóknarfrestur um landlæknis- embættið og yfirlæknisembættið á Kleppi. Þrír læknar sóttu um embætti landlæknis og sjö um stöðu yfirlæknis á Kleppi. Umsækjendur um embætti landlæknis eru þessir: Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir á Ak- ureyri, Páll G. Kolka, héraðs- læknir á Blönduósi og dr. Sig- urður Sigurðsson berklayfir- læknir. Um yfirlæknisembættið á Kleppsspítalanum sækja þessir menn: Alfreð Gíslason, Esra Pét- hníf sinn, opnaði hann, tók sér stöðu í hurð bílaafgreiðslunnar og meinaði hinum tveim að komast út, og hótaði að beita hnífnum gegn þeim. Af því lét hann líka verða, því allt í einu stakk hann annan manninn. Kom hnífsblaðið efst í læri mannsins og gekk nokkuð inn. Ekki vildi hinn særði tefja frek ar, eigandi á hættu að fá hnífinn aftur í sig og komust þeir nú út. Árásarmaðurinn veitti þeim eftir- för. Hljóp hann fram úr hinum særða í Austurstræti án þess að skipta sér af honum frekar og elti félaga hans, sem misst hafði annan skóinn á hlaupunum. Sá hljóp rakleitt inn á lögreglustöð, og lýsti málsatvikum stuttlega, en götulögreglumenn brugðu skjótt við, fóru út á götu og hard tóku árásarmanninn. Við yfirheyrslu í gærmorgun, eftir að hafa sofið í kjallaranum nokkra stund, sagðist árásarmað- urinn ekkert muna eftir þessum átökum eða því, að hann hefði stungið nokkurn mann. Særði maðurinn var fluttur í slysavarðstofuna ®g þar gert að sári hans. ursson, Þórður Möller, sem nú gegnir starfinu, Jakob Jónasson, starfandi læknir í Svíþjóð, Karl Strand, starfandi læknir í Lon- don, Ragnar Karlsson, starfandi læknir í Bandaríkjunum og Tóm- as Helgason, sem stundar fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Nýárskveðjur til f orseta Islands MEÐAL fjölda árnaðaróska, sem forseta íslands bárust á nýárs- dag, voru heillaskeyti frá þjóð- höfðingjum hinna Norðurland- anna, frá Eisenhower, forseta Bandaríkj anna, og Voroshilov, forseta Sovétríkjanna, og Krú- chev, forsætisráðherra. Ennfremur bárust forseta heilla skeyti frá Dr. Theodor Heuss, forseta Vestur-þýzka Sambands- lýðveldisins, O’Ceallaigh, forseta írlands, Franco, rikisleiðtoga Spánar, Tító, forseta Júgóslavíu, Kubitschek, forseta Brasilíu, og Mohammed Rega Pahlavi, írans- keisara. Þá bárust og heillaóskir frá er- lendum sendiherrum, íslenzkum sendiherrum og ræðismönnum er- lendis og ýmsum öðrum. AKRANESI, 3. jan. — Stjórn Út- vegsmannafélags Akraness ann- ars vegar og hins vegar stjórnir sjómanna-, vélstjóra- og mat- sveinadeilda Verkalýðsfélags Akraness hafa nú komizt að end- anlegu samkomulagi varðandi kaup og kjör sjómanna á vetrar- vertíðinni. Forseti Sameinaðs þings kosinn á morgim Á MORGUN klukkan 1,30 hefur verið boðaður fundur í Samein- uðu Alþingi. Á dagskrá er kosn- ing forseta Sameinaðs þings í stað Emils Jónssonar forsætis- ráðherra. Fyrri varaforseti Sameins þings er nú Gunnar Jóhannsson og annar varaforseti Karl Kristjáns- son. Einnig ber að kjósa fyrri vara- forseta í Efri deild í stað Friðjóns Skarphéðinssonar dómsmálaráð- herra. Kvilmaði í bæ í Helgafellssveit STYKKISHÓLMI, 3. jan. Laust fyrir klukkan 11 í morgun, varð eldur laus á bænum Svelgsá í Helgafellssveit. Var þegar gert aðvart á bæi í sveitinni og kall- að á slökkviliðið í Stykkishólmi, sem brá mjög fljótt við og tókst að ráða niðurlögum eldsins eftir stutta stund, enda ekki orðinn mjög magnaður, en hvasst var þetta kvöld. Hafði kviknað í tróði í rjáfri og til þess að hægt yrði að slökkva, varð að taka nokkrar plötur af þakinu og hluta af súð- inni. Einhverjar skemmdir munu og hafa orðið af vatni og reyk. —Fréttaritari. í samningum þeim, sem hér voru gerðir, er einungis um sára- litlar breytingar að ræða frá samningum þeim, sem áður giltu. Samningsatriði verða síðar lögð fyrir fundi viðkomandi deilda, ásamt fiskverði, tryggingarupp- hæð og öðru því, er samið verður um í Reykjavík fyrir atbeina rík- isstjórnarinnar. —Oddur. Slœm fœrð á Norðurlandi Ölóðir sjómenn slást Einn stunginn með vasahnif Samið um kaup og kjör sjómanna á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.