Morgunblaðið - 08.01.1959, Page 3

Morgunblaðið - 08.01.1959, Page 3
Hmmtudagur 8. Jan. 1959 MORCUISBL AÐIÐ 3 Um 1400 manns á skemmtunum Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík UM 1400 manns sóttu skemmtan-1 spilakvöld Sjálfstæffismanna í ■ Borg, og seinni jólatrésskemmtun ir Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- Reykjavík, sem haldið var bæði Varðarfélagsins, sem haldin var vík sL þriðjudag. Var þetta ' í Sjálfstæðishúsinu og að Hótel í Sjálfstæðishúsinu, en hin fyrri var haldin 2. janúar sl. Báðar jóiatrésskemmtanir voru mjög vei sóttar. Aðsókn að spilakvöldinu var svo mikil að færri komust að en vildu og má af því vera ljóst hve miklum vinsældum spilakvöld- in eiga að fagna. — Stjórnandi í Sjálfstæðis- húsinu var Sveinn Helgason, stórkaupm., varaform. Varðar, en að Hótel Borg stjórnaði Sveinn Björnsson, kaupm. gjaldkeri Varðar. Skemmtinefnd Varðar sá um allan undirbúning að spila- kvöldinu. Ræðumenn voru þeir Bjarni Benediktsson ritstjóri, sem talaði í Sjálfstæðishúsinu og Jóhann Hafstein, bankastjóri, að Hótel Borg. Guðmundur Jónsson óperu söngvari og Baldur Hólmgeirsson skemmtu fólkinu með söng og gamanvísum. Að lokinni spila- mennskunni var dansað. Mjög var vandað til verðlaun- anna, en þau voru: 1. verðlaun kvenna: Hoower- gufustraujárn, 2 verðl. Thermos- kanna og 3. verðl. kökukassi. 1. verðl. karla voru standlampi, 2. og 3. verðl. vandaðar bækur. Aðgöngumiðar giltu einnig sem happdrættismiði og var þar 12 manna matarstsll vinningur. Sams konar verðlaun og vinning- ar voru í báðum húsunum. Hin mikla aðsókn að skemmt- unum þessum og góðar undirtekt ir gesta undir ávörp ræðumanna sýna Ijóslega samhug og baráttu- vilja Sjálfstæðismanna, og spáir vissulega góðu fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í þeirri baráttu og átök- um sem framundan eru á þessu ári. Mianiiigtugjöf til Ganlverjo- bæjorkirkjn SELJATUNGU, 3. janúar. — Við guðsþj ónustu í Gaulverjabæjar- kirkju annan jóladag var kirkj- unni afhentur forkunnarfagur kertastjaki úr silfri, er komið hafði verið fyrir á prédikunar- stóli kirkjunnar. Er stjakinn þriggja álma og á hann letrað „Til minningar um hjónin Ólöfu Jónsdóttur og Tómas Friðriksson frá Vorsabæ“ 1858-2/12-1958. Frá dætrum þeirra“. En dætur þeirra hjóna oggefendurstjakans eru þær Margrét Tómasdóttir fyrrum húsfreyja í Klængseli hér í sveit og Kristín Tómasdótt- ir fyrrum húsfreyja að Hafsteini á Stokkseyri. Faðir þeirra Tómas var fæddur hinn 2. desember 1858 og var minningargjöfin gef- inn í tilefni af því að þann dag á s.l. ári voru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. ik Sóknarpresturinn, séra Magnús Guðjónsson, þakkaði gefendun- um rausn þeirra og tryggð, er þær sýndu kirkjunni með þessari fögru gjöf, svo og færði formað- ur sóknarnefndar, Páll Guð- mundss., á Baugsstöðum, gefend- um þakkir fyrir hönd safnaðar- ins. Skal hér ítrekað þakklæti safnaðarins til þeirra systra, Mar grétar og Kristínar, enda hafa sóknarbörn Gaulverjabæjar- kirkju jafnan metið að verðleik- um er kirkju þeirra hefir verið sýndur sérstakur sómi svo sem gert hefir verið með áðurnefndri gjöf. Ég vil og nota þetta tækifæri og þakka hverjum þeim er á s.l. ári færði kirkjunni gjafir og áheit, en þeir eru margir er þar eiga sameiginlegt þakklæti. Megi blessun jafnan fylgja góðum gjafara. Gunnar Sigurðsson. ulandlœknis Hannibal fórekki að tillög en hvað gerir Friðjón? Á DAGSKRÁ sameinaðs Alþingis í gær var tekin fyrir fyrirspurn frá Benedikt Gröndal til ríkis- stjórnarinnar um yfirlæknis- embætti Kleppsspítala. Er fyrir- spurnin svohljóð.andi: Hvað veldur því, að heilbrigð- ismálaráðherra hefur ekki sinnt tillögu landlæknis um breytingu á skipan yfirlækmsstöðu Klepps spítala? Benedikt Gröndal fvlgdi fyrir- spurninni úr hlaði og gat þess, að hún væri borin fram í tíð fyrr verandi ríkisstjórnar og væri henni því beint til fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra, sem bæri ábyrgð á þeirri ákvörðun, sem tekin hefði verið eða ákvörð unarleysi. Kvað hann landlækni fyrir alllöngu hafa beint þeirri tillögu til heilbrigðismála- ráðherra, að yfirlæknisembætti Kleppsspítala yrði jafnframt gert að prófessorsembætti við háskól- ann. Fór fyrirspyrjandi um það nokkrum orðum , að geðsjúk- dómar færu vaxandi í nútíma- þjóðfélögum, en tillaga landlækn is hefði miðað í þá átt, að bæta úr í þessu efni og auka læknis- menntun á þessu sviði. Hannibal Valdimarsson, fyrr- verandi heilbrigðismálaráðherra, varð fyrir svörum. Kvað hann það rétt hjá fyrirspyrjanda, að landlæknir hefði gert grein fyrir þeirri hugmynd, við sig. að yfir- iæknisembætti Kleppsspítala yrði jafnframt gert að prófessorati. Hefði hann tekið þessa hugmynd til athugunar og ráðfært sig við ýmsa lækna varðandi þetta mál. Af þeim sökum hefði hann einnig frestað um tvo mánuði að aug- lýsa yfirlæknisembætti Klepps- spítala laust til umsóknar. Læknar þeir, sem hann hefði haft samráð við, hefðu verið þeirr ar skoðunar, að ef tekin yrði upp kennsla í geðsjúkdómum við há- skólann, væri ekki síður eðlilegt að þar væri einnig tekin upp kennsla í brjóstsjúkdómum og hol sjúkdómum. Ef þessi þrjú embætti hefðu verið stofnsett hefðu útgjöld ríkisins aukizt um 1% embættislaun, en innan fyrr- verandi ríkisstjórnar hefði verið samkomulag um að auka ekki útgjöld ríkisins nema með sam- þykki sérstakrar nefndar. Hefði hann því ekki séð neina ástæðu til að gera sérstaka breytingu varðandi þetta embætti, en aug- lýst það laust til umsóknar. Benedikt Gröndal tók aftur til máls og þakkaði fyrrverandi heil- brigðismálaráðherra veittar upp- lýsingar. Kvað hann hafa komið fram það, sem vænzt hefði verið með fyrirspurninni. Bjarni Benediktsson: Ég skal ekki blanda mér í það, hvort skynsamlegt er að verða við tii- lögum landlæknis eða ekki og engan veginn víta hæstv. fyrrv. heilbrmrh. Hannibal Valdimars- son fyrir að gera það ekki, því að ég hef ekki átt kost á því að kynna mér málið.En ég var nokk uð hissa á orðum fyrirspyrjanda Benedikts Gröndals, að hann taldi málinu lokið með svari hæstv. fyrrverandi heilbrmrh. Mér skilst að það hljóti að skipta öllu máli Framhald á bls. 18. Frá spilakvöldinu að Hótel Borg SIAK8TEINAR Var hægt að kcma á þjóðstjórn? Tíminn gerir að umtalsefni f forystugrein í gær, að forystu- menn Framsóknarflokksins hafl lagt það til „þegar stjórnarmynd unartilraunirnar áttu sér stað á dögunum að reynt yrði að mynda stjórn allra flokka, er leitaðist við að gera myndarlegt átak í efna- hagsmálunum. Þessi hugmynd fékk ekki undirtektir þá. Þar með er hins vegar síður en svo sagt að hún sé úr sögunni". Þetta voru ummæli Tímans. Alþýðublaðið gerir þessa þjóð- stjórnarhugmynd einnig að um- talsefni í forystugrein í gær og falast þannig orð: „Sú hugmynd hefur komið fram eftir að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins settist að völd- um, að þjóðstjórn allra flokka myndi hafa reynzt farsæl lausn stjórnarkreppunnar. Þá álykt- un ber ekki að vanmeta. íslend- ingum væri hollt að hverfa frá dægurþrasi og ríg og taka hönd- um saman á örlagastundum. AI- þýðuflokkurinn var heldur eng- inn þröskuldur í vegi þjóðstjórn- ar eins og reynt er að gefa í skyn. En hugmyndin um þjóð- stjórn var óframkvæmanleg af öðrum ástæðum. Þær voru þess- ar: Framsóknarflokkurinn fór ekki dult með þá'afstöðu sína, að hann tæki engan þátt í stjórnarmynd- un nema kjördæmamálinu og kosningum yrði frestað tii ársins 1960. Sjálfstæðisflokkurinn léði hins vegar ekki máls á öðru en kjördæmamálið yrði afgreitt á þessu ári. Þar með var samvinna þessara tveggja flokka útilok- uð og hugmyndin um þjóðstjórn þar með úr sögunni. Sannleikur- inn er líka sá, að foringjum stærstu flokkanna bar skylda til að reyna þjóðstjórnarmyndun, ef átt hefði að hverfa að því ráði. Hermann Jónasson fékkst ekki til þeirrar viðleitni. Ólafur Thors reyndi stjórnarmyndun og tókst ekki. Þá kom röðin að Alþýðu- flokknum með þeim árangri, að hann myndaði minnihlutastjórn til að bjarga landinu frá stjórn- leysi. Þess vegna er ekki við hann að sakast, ef einhverjir hafa vilj- að þjóðstjórn. Tíminn ætti að ræða það mál fremur við Her- mann Jónasson en Alþýðuflokk- inn. Um Alþýðubandalagið þarf ekki að tala. Það mátti sín ósköp lítils eftir að samvinna fyrr- verandi stjórnarflokka rofnaði að frumkvæði þess. Af þessu ætti að vera Ijóst, að hugmyndin um þjóðstjórn var raunverulega aldrei fyrir hendi“. Það sem lofað var og efndirnar Tíminn segir í forystugrein í gær, að „sú reynsla, sem hér hef- ur fengizt, bendi hiklaust til þess, að eigi að hefjast handa um að koma efnahagsmálum þjóðarinn- ar á traustan og varanlegan grund völl, og þá þarf helzt að losa að mestu eða öllu við uppbóta og styrkjakerfið, þurfi að standa að því verki sem allra sterkustu og víðtækustu pólitísk og stétt- arleg samtök“. í sambandi við þessi ummæli Tímans er vert að minnast þess, að árið 1956 fyrir kosningar og eftir þær einnig, lofaði Framsókn arflokkurinn og bandalagsfiokk- ar hans, sem stóðu að ríkisstjórn inni, að „brjóta blað í efnahags- málunum“, „að kippa atvinnu- vegunum upp úr styrkjafeninu** og koma í einu orði sagt efnahags málum þjóðarinnar á nýjan grundvöll. Þessu var lofað 195C en það var aldrei efnt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.