Morgunblaðið - 08.01.1959, Page 6
6
MORCV\nr. 4niÐ
Fimmtudagur 8. jan. 1959
Michel Debré myndar fyrsfu
ríkisstjórn fimmta lýðveldisins
Með jbv/ er gengið framhjá öfgamann-
inum Jacques Soustelle
í DAG, 8. janúar, tekur de Gaulle
við forsetaembætti í Frakklandi.
Við það losnar embsetti forsætis-
ráðherra og mynda verður nýja
ríkisstjórn, — fyrstu stjórn
fimmta franska lýðveldisins.
Að undanförnu hafa Frakkar
verið að geta sér til um hverjum
de Gaulle fæli stjórnarmyndun.
Hafa ýmsir verið nefndír, en
mörgum þótt eðlilegast að við
st j órnartaumum tæki J acques Sou
stelle kunnasti foringi Lýðveldis-
fylkingarinnar, sem vann stór-
sigur í þingkosningunum.
Fyrir nokkrum dögum ákvað
de Gaulle hins vegar að fela öðr-
um foringja Lýðveldisfylkingar-
innar stjórnarmyndun. Það er
Michel Debré, sem verið hefur
dómsmálaráðherra að undan-
förnu. Með því er gengið framhjá
Soustelle. En til þess liggja eðli-
legar ástæður. Soustelle er öfga-
seggur, sem aðrir flokkar óttuð-
ust og fannst erfitt að starfa með.
Og ef til vill er de Gaulle sjálfur
hræddur við að þessi óstýriláti
harðjaxl kunni að skyggja á
hann.
Þótt meira hafi borið á Sou-
stelle í kosningabaráttunni og
hvarvetna á opinberum vettvangi
má vera að hinn væntanlegi for-
sætisráðherra, Michel Debré, hafi
ekki verið minni áhrifamaður í
Lýðveldisfylkingunni. Hann hef-
ur í meira en áratug verið einn
traustasti stuðningsmaður de
Gaulles í Frakklandi.
★
Michel Debré er nú 46 ára.
Harn er sonur eins frægasta lyf-
læknis Frakklands prófessors
Koberts Debré, sem enn er á lífi
og starfandi, 76 ára að aldri. Mic-
hel stundaði lögfræðinám við
Sorbonne háskóla og hefur æ síð-
an haft orð á sér fyrir lærdóm
í þeirri grein. Hann hefur starfað
sem málflytjandi í Paris. Hann er
kvæntur og á fjóra syni.
í síðustu heimsstyrjöld gegndi
hann herþjónustu í frönsku véla-
herdeildunum en var handtekinn
af Þjóðverjum. Hann slapp úr
fangabúðum nazista og gekk í
frönsku neðanjarðarhreyfinguna.
Síðan komst hann til Lundúna
og starfaði með de Gaulle bæði
í London og Alsír eftir að Norð-
ur Afríka var frelsuð.
Eftir frelsun Frakklands sneri
Michel Debré heim með de
Gaulle og fékk sæti sem undir-
ráðherra í fyrstu stjórn hans.
Var honum falið að gera rann-
sóknir og tillögur til úrbóta á
stjórnarfarskerfi Frakklands.
Vann hann það starf í samráði
við de Gaulle. Árið 1948 var
Debré kjörinn þingmaður til öld-
ungadeildarinnar og hefur verið
það síðan. Kjördæmi hans er um-
hverfis borgina Tours í Leirudal,
skammt suður af París.
★
Debré hefur öll þessi ár haldið
tryggð við de Gaulle. Hann hefur
verið fjandmaður Evrópumark-
aðs þar til fyrir rúmu ári að
hann snerist til fylgis við hann.
Hann hefur prédikað það sýknt
og heilagt, að Frakkland flyti
sofandi að feigðarósi og aðeins
einn maður, de Gaulle, gæti
bjargað því. Þegar öngþveiti
skall yfir Frakkland síðastliðið
vor voru það þeir þrír félagarnir,
Soustelle, Debré og Chaban-Del-
mas sem unnu nótt sem nýtan
dag að því að greiða götu de
Gaulles til valdatöku í Frakk-
landi. Þeir voru styrkir, jafnvel
ósvífnir samningamenn og hót-
uðu stjórnmálamönnum blóðugri
borgarastyrjöld ef de Gaulle
væru ekki afhent völdin.
Þegar de Gaulle svo komst til
valda, skipaði hann Michel Debré
dómsmálaráðherra. Hann fól hon
um sem hálærðum lögfræðingi að
sjá um samningu á uppkasti að
nýrri stjórnarskrá. Hann bað
hann um að hraða verkinu.
Helztu eiginleikar Degrés, hraði
og viljakraftur komu nú í ljós og
stjórnarskrárfrumvarpið var til-
búið í tæka tíð.
Þvínæst tók Debré til við að
skipuleggja Lýðveldisfylkinguna.
sem vann sigur í þingkosningun.
um í nóvember. Þótt meira hafi
borið á Soustelle í kosningabar-
áttunni á vegum Lýðveldisfylk-
ingarinnar átti Debré ríkari þátt
í skipulagningu hins nýja flokks.
★
Síðustu daga hefur Michel
Debré undirbúið stjórnarmynd-
un. Það var von de Gaulles, að
allir flokkar nema kommúnistar
sameinuðust um fyrstu ríkis-
stjórn fimmta lýðveldisins. En
stjórnarmyndunin hefur ekki
gengið eins vel og bezt hefði orð-
ið á kosið.
Það er nú Ijóst, að Jafnaðar-
menn undir forystu Guy Mollet
ganga úr stjórninni. Meginorsök
þess er efnahagsmálaaðgerðir
ríkisstjórnarinnar. Jafnaðarmenn
hafa mótmælt þeim aðgerðum að
lækka gengi frankans um 17,5%.
Eins og vitað var hafa verðhækk.
anir fylgt gengislækkuninni og
de Gaulle hefur lýst því yfir, að
almenningur verði nokkuð að
herða mittisólina meðan efna-
hagsmálin eru að komast í jafn-
vægi og þar til framleiðslan hef-
ur aukizt.Þjóðin getur ekki lifað
um efni fram, en efnahagsmála-
aðgerðir stjórnarinnar munu þeg
ar nokkur tími líður stuðla að
aukinni framleiðslu og auknum
útflutningi.
Verkalýðssamtökin eru orðin
tortryggin í garð de Gaulles
vegna hinnar skyndilegu gengis-
lækkunar, sem þau hafa alla tíð
staðið gegn. Þeim vaxa mjög í
augum verðhækkanirnar á al-
mennum neyzluvörum, er leiða
af gengislækkuninni, svo sem 12
franka hækkun á rauðvíni, 3
franka hækkun á hveitibrauði og
4 franka hækkun á mjólk. Þá
hækka sykur, hrísgrjón, svína-
feiti, ávaxtamauk og súkkulað
um 10—15%. Einföld símtöl og
póstgjöld hækka um 5 franka og
benzínið hækkar um 3 franka.
Gegn þessu ætlar de Gaulle
aðeins að hækka lægstu launin
um 5%. Hann dregur enga dul
krafizt þess fyrst hann var ekki
gerður forsætisráðherra, að fá
embætti innanríkisráðherra, en
aðrir samstarfsflokkar hafna því
gersamlega að þessi öfgamaður
sem blés eld að glæðum Alsír-
byltingarinnar fái þannig yfiráð
frönsku lögreglunnar. í stað þess
hefur honum verið boðið embætti
menntamálaráðherra. Því hefur
Saustelle hafnað og virðist því
allt benda til að hann verði utan-
veltu.
(Nú síðast hefur þó komið upp
orðrómur um að nýtt embætti
verði stofrlað fyrir hann svonefnt
f ramkvæmdaráðuney ti).
Þegar de Gaulle valdi Michel
Debré sem nýjan forsætisráð-
herra vildi hann hneigja Lýðveld
isfylkinguna til frjálslyndrar
stefnu miðflokks. Lýðveldisfylk-
ingin hefur ekki enn fengið fast-
mótaða stjórnmálastefnu en inni-
heldur bæði vinstrisinnuð og
hægrisinnuð öfl. Með valdi De-
brés reynir de Gaulle að fara bil
beggja en við það vaknar sú
hættan að Soustelle kljúfi sig út
úr flokknum.
♦ *
BRIDCE
♦ *
AV
Michel Debré myndar
stjórn í dag.
á það, að lífskjörin verða þrengri
en áður og er fyrsti stjórnmála-
maðurinn sem þorir að segja þjóð
inni sannleikann um efnahags-
ástandið og framkvæma læknis-
aðgerðir. Hann er líka í betri að-
stöðu en aðrir stjórnmálamenn,
þar sem nú er endanlega frá því
gengið að franksa ríkisstjórnin
verður sterkari en nokkru sinni
fyrr. En líklega eiga miklar deil-
ur eftir að rísa út af þessum að-
gerðum og sést þá hve styrk
stjórnin er í raun og veru.
Jafnaðarmenn hafa ákveðið að
vera í stjórnarandstöðu. Auk
þess sem fyrrnefnt deilumál er
risið upp milli þeirra og gaullista,
mun Mollet foringi flokksins
telja það eðlilegra, þar sem Jafn
aðarmannaflokkurinn tapaði í
þingkosningunum. Hann mun
ætla að það sé þjóðinni hollara
að Jafnaðarflokkurinn verði á-
byrgur stjórnarandstöðuflokkur,
fremur en að kommúnistar einir
standi á móti stjórninni.
Búizt er við að Couve de Mur-
ville verði áfram utanríkisráð-
herra, Pierre Guillaumat her-
málaráðherra og Emile Pelletier
innanríkisráðherra.
Viðkvæmasta málið við þessa
stjórnarmyndun er hvað á að
gera við Jacques Soustelle. Fyrst
gekk de Gaulle framhjá honum,
er hann fól Debré stjórnarmynd-
un, og er Soustelle vafalaust
særður vegna þess. Síðan hefur
hörð deila staðið í nokkra daga
um stöðu hans. Soustelle hefur
HID árlega Reykjavíkurmeist-
aramót í tvímenning fer að þessu
sinni fram n. k. sunnudag, mánu-
dag og þriðjudag. Rétt til að
taka þátt í keppni þessari hafa
alls 48 pör frá bridgefélögunum
í Reykjavík, þ. e. Bridgefélagi
Reykjavíkur, Bridgefél. kvenna
og Tafl- og Bridgeklúbbnum. —
Keppnin fer fram í Skátaheim-
ilinu við Snorrabraut og hefst
eins og áður er sagt n. k. sunnu-
dag kl. 1,30. Er búizt við mjög
spennandi og tvísýnni keppni.
Núverandi Reykjavíkurmeistarar
eru þeir Guðjón Tómasson og
Róbert Sigmundsson, sem hafa
náð mjög jöfnum og góðum
árangri í tvímenningskeppnum.
Hér kemur spil, sem sýnir
hve nauðsynlegt er fyrir sagn-
hafa að gera sér strax í upphafi
grein fyrir styrkleika andstæð-
inganna og spila síðan eftir því.
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta pass pass dobl
pass 1 spaði pass 2 grönd
pass 3 grönd pass pass
pass
* K 8 5 4 2
V 7 6
* 10 5 2
* K 10 2
AÁG7 ♦ 10 9 6
♦ DG 10 93 N V 8 2
♦ A 9 6 V A ♦ 8 4 3
*85 S AG9743
A D 3
V A K 5 4
* K D G T
* A D 6
Vestur lét út hjartadrottningu.
Mjög sennilegt er, eftir sögnum
að dæma, að Vestur hafi báða
ásana sem úti eru og geti því
gert hjartað gott, áður en sagn-
hafanum tekst að fá 9 slagi. Ein
leið er þó til, sem sjálfsagt er að
reyna, en hún er þessi: Drepa
hjartadrottninguna, láta síðan
út spaða þrist. Ef Vestur gefur þá
er drepið með kóngi og tigli spil-
skrifar úr
daglega lifinu
Óliðleg afgreiðsla. I
KONA nokkur kom að máli við J
Velvakanda fyrir nokkrum,
dögum og tjáði honum vandræði
sín.
Hún kvaðst ekki með nokkry
móti fá keypt minna magn af
skyri í mjólkurbúðinni, sem hún
verzlar við, en 250 gr. Hún á ung
barn, sem borðar 50 gr. af skyri
á dag, en vill ekkj gefa því gam-
alt skyr. Þess vegna hefur hún
farið fram á það, að fá 100 gr.
skammt hverju sinni. Við það er
ekki komandi, kvörtunum hennar
er svarað þannig, að hún geti þá
bara verzlað einhvers staðar ann-
ars staðar. Það er auðvitað eng-
in lausn á málinu, þar sem langt
er í næstu mjólkurbúð, og konan
verður að eyðileggja rúmlega
helminginn af skyrskammtinum
sínum.
Varla trúi ég því, að afgreiðslu
stúlkum í sumum mjólkurbúðum
sé heimilt að ákveða hve mikið
viðskiptavinirnir verði að kaupa
af vörunni, þegar aðrar reglur
virðast gilda í öðrum búðum
sama fyrirtækis. Og sjálfsagt
væri fyrirtækinu greiði gerður
með því að láta það vita, ef af-
greiðslufólk þess tekur upp slíka
afgreiðsluhætti. Slíkt fólk vill
enginn' hafa í þjónustu sinni. í
öðrum mjólkurbúðum bæjarins
er liðleg afgreiðsla og afgreiðslu-
fólk, sem er til sóma fyrir fyrir-
tækið, en því miður er ein og
ein afgreiðslustúlka innan um,
sem ekki á heima á slíkum stað.
Súkkulað.
Borgfirðingur skrifar:
„XTAK það misheyrn min, að frú
» Sigríður Björnsdóttir segði
súkkulað, en ekki súkkulaði, í
hinu einkar hugðnæma útvarps-
erindi sínu á annan í nýári, þar
sem hún sagði frá jólum í sveit
fyrir og um aldamót? Ég vona að
svo hafi ekki verið. Ég var um
sama leyti að alast upp í Borg-
arfirði, og þar heyrði ég aldrei
talað um súkkulaði (það hefði
verið alltof hrá danska fyrir
sveitafólkið) heldur ávallt súkku
lað. Og nógu leiðinlegt er orðið
þó að því sé gefin þessi íslenzka
mynd (beygð eins og spað, hlað,
svað), en ekki hin, sem enga hlið-
stæðu á í málinu. Hugsanlegt er
að vísu að frú Sigríður hafi þá
fyrst lært þessa sómasaml. mynd
orðsins, er hún fluttist suður í
Borgarfjörð, en hitt er þó senni-
legra að hún hafi numið hana
í bernsku á sínu góðfræga heim-
ili norður í Skagafirði. Hér syðra
heyri ég aldrei annað en afskræm
ismyndina og hana nota blaða-
menn og rithöfundar sér til sæmd
ar. Hvernig væri það, að þeir
tækju nú þessa merku konu sér
til fyrirmyndar?"
Eftir þessa ákæru á hendur
iþeim, sem í blöðin skrifa, væri
kannski ekki úr vegi, að benda
á grein í Morgunblaðinu 31. des.
sl., þar sem hvað eftir annað er
minnzt á súkkulað. Sú grein fjall
aði um verksmiðjúiðnaðinn í land
inu, og var eftir framkvæmda
stjóra Félags ísl. iðnrekenda. Ef
þau samtök hafa tekið upp orð-
myndina súkkulað, ætti það að
vera drjúgt á metaskálunum.
að og fást þannig 9 slagir. Drepi
Vestur aftur á. móti með spaða
ás þá fást 4 slagir á spaða af
því að spaðinn er jafnt skiptur
hjá andstæðingunum og spilið
vinnst þannig, án þess að nokk-
ur slagur fáist á tigul. Sýnir
þetta spil, að ekki er rétt að
gefast upp fyrr en allar leiðir
hafa verið reyndar.
Taka hlut
á þurru
landi
SVO bar við í sjávarþorpi einu
hér sunnanlands, um aldamótm
síðustu, að menr nokkrir rædd-
ust við. Einn þeirra var Norð-
lendingur. Þarna var talað um at-
vinnuhætti sunnanlands og norð-
an. En Norðlendingurinn var sá
eini, er þekkti hvernig högum var
háttað norðanlands.
Og meðal annars sagði Norð-
lendingurinn frá starfsemi tengda
föður síns, er búsettur var í kaup
túni norðanlands. Hann var at-
hafnamaður og vegnaði vel. En
sérkennilegt var það við tengda-
föðurinn, að hann hafði aldrei
verið viðriðinn sjávarútveg, því
til þess væri hann of hygginn.
Um þetta voru þeir sammála
tengdafegðarnir.
„Svo er margt sinnið sem
skinnið", var einhvern tíma sagt,
Þá hefir verið sagt, að menn séu
misjafnlega hneigðir fyrir sjó, og
satt er það. En um aldaraðir hefur
það þó verið nauðsyn er knúð hef
ur menn til að stunda sjó, sú
nauðsyn að draga fram lífið. Öll-
um er kunnugt, hver breyting
hefur á urðið við komu vél-
knúnu skipanna. Nú bera menn
yfirleitt meira frá borði en áð-
ur, hlutir hafa hækkað, hver fiskr
ur er fiskvirði, sem áður var,
þótt krónan falli í verði. Allir
vita hvernig ástandið er, þeir sem
í stríðinu standa, segja átsandið
geigvænlegt. En hver er orsökin?
Hún er flestum kunn, þótt fátt
sé um talað.
Þetta á sér djúpar rætur. Það
hefur ekki komið „með því arn-
ana tunglinu", heldur verið að
búa um sig í aldarfjórðung. Eða
síðan gjaldeyrishöftin voru lög-
fest „með annað að yfirvarpi".
Þeir sem að þeirri löggjöf stóðu
munu hafa verið sama sinnis og
Norðlendingur sá, er fyrr var get
ið: verið of hyggnir til þess að
stunda sjó eða gera út fiski-
skip.
Og síðastliðinn aldarfjórðung
hefir svo það gerzt, er fyrr á ár-
um var kallað: „að taka hlut á
þurru landi“.
Nú berast þær fréttir af Suð-
urnesjum, að þriðjungur báta-
flotans komist ekki á veiðar
næstu vertíð, vegna manneklu.
Eina lausnin þar á virðist sú, að
Færeyingar fáist, en um það mun
þó engin vissa.
En myndi það ekki örva ís-
lendinga til sjósóknar, ef þeir
fengju hlut sinn greiddan í er-
lendri mynt?
Um vetrarsólhvörf 1958.
Einar Runólfsson.