Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 9
Flmmtuðagur 8. jan. 1959 MORGVN BLAÐI» 9 Sjötugur í dag: Bernharð Stefánsson alþingismaður BERNHARÐ Stefánsson, fyrri þingmaöur Eyfirðinga og forseti Efri déildar Alþingis, á í dag sjö- tugsafmæli. Er hann hinn sjötti núverandi alþingismanna, sem á sjö áratugi að baki. Bernharð Stefánsson er fæddur 8. jan. 1889 að Þverá í Öxnadal. Voru foreldrar hans Stefán Bergs son, bóndi þar, Bergssonar, bónda á Rauðalæk á Þelamörk og kona hans Þorbjörg Friðriksdóttir, bónda á Gili í Eyjafirði Vigfús- sonar. Var Þorbjörg uppeldisdótt ir Stefáns, alþm. á Steinsstöðum. Bernharð stundaði nám í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri og síðan í kennaradeild Flensborg- arskóla og lauk prófi þaðan 1908. Var síðan barnakennari í Öxna- dal 1910—1923. Árið 1912 hóf Bernharð búskap á Hrauni í ÖXnadal, en 1917 gekk hann að eiga Hrefnu Guðmunds- dóttur, hreppstjóra á Þúfnavöli- um. Settust þau hjónin að á Þverá og stunduðu þar búskap til ársins 1931. Naut Bernharð mikils trausts sveitunga sinna, sem völdu hann til ýmissa trún- aðarstarfa innan sveitar. Var hann um skeið hreppsnefndarodd viti, sýslunefndarmaður og for- maður sparisjóðs. Árið 1930 setti Búnaðarbanki Islands á fót útibú á Akureyri. Var þá Bernharð falin forstaða útibúsins og hefir hann síðan gegnt því starfi. Félagsmál ýmis konar hefir Bernharð Stefánsson látið til sín taka. Er hann einn af frumherj- um ungmennafélagsskaparins og hefir jafnan verið einlægur stuðn ingsmaður ungmennafélaganna, enda er hann mikill unnandi þjóð legrar menningar og fróður mjög í sögu þjóðarinnar. Þá hefir hann verið ötull talsmaður samvinnu- stefnunnar og unnið mikið starf í þágu Kaupfélags Eyfirðinga. Hef- ir hann átt sæti í stjóm þess fé- lags síðan 1921. Þegar á ung» aldri gerðist Bernharð áhugasamur um þjóð- mál. Varð hann þingmaður Ey- firðinga 1924 og hefir nú setið á Alþingi í 35 ár. Er hann nú for- seti Efri deildar. Árið 1927 var Bernharð skipað- ur í millíþinganefnd í landbúnað- armálum, 1936 í milliþinganefnd um tekjuöflun bæjar- og sveitar- félaga og 1937 formaður milli- þinganefndar í bankamálum. Frá stofnun Norðurlandaráðs- ins hefir Bernharð verið einn af fuiltrúum Alþingis í ráðinu. Afskipti Bernharðs Stefánsson- ar af þingmálum á hans langa þingmannsferli verða hér ekki rakin, enda yrði það alltof langt mál. Það eitt skal sagt, að hann mun jafnan hafa rækt þing- mennsku sína af einlægni og al- vöru, og hann er í hópi þeirra þingmanna, sem annast láta sér um að halda uppi virðingu þings- ins. Innan þings nýtur Bernharð mikilla vinsælda, eigi síður meðal andstæðinga en samherja. Er það mjög að vonum, því að þótt hann geti verið harðskeytt- ur í málflutningi, þá er hann ætíð drengilegur í sókn og vörn og hið mesta ljúfmeani 1 persónu legri umgengni. Mér er það mikil ánægja að fá tækifæri til þess að minnast sam skipta okkar Bernharðs Stefáns- sonar á þessum merkisdegi í ævi hans. Stjórnmálabaráttan í landi vorU hefir oft þótt óvægin og oft er um það talað, að mannskemm- andi sé að koma nálægt stjórn- málum. Víst er það, að mörg orð væru betur ótöiuð eða órituð af því, sem menn hafa látið frá sér fara í hita baráttunnar, en það er jafn víst, að stjórnmálabaráttan þarf ekki að einkennast af æru- meiðingum og ódréngilegum mál flutningi. Ég fullyrði hiklaust, að vinur minn, Bernharð Stefánsson, er í hópi hinna drengilegustu ís- lenzku stjórnmálamanna. Við höfum tekizt á sem andstæðing- ar í stjórnmálum í rúman áratug og vinátta okkar hefir varað jafn lengi og þó farið vaxandi. Úrslit hafa jafnan verið í allmikilli óvissu í þeim kosningum, sem ég hefi tekið þátt í á vegum Sjálf- stæðisflokksins í Eyjafirði og því baráttan þar oft hörð. Mér eru sérstaklega minnisstæðar kosn- ingarnar 1949, er ég var fyrst í framboði, í það sinn varamaður hins ágæta héraðshöfðingja Stefáns í Fagraskógi. Blönduðust inn í kosningabaráttuna ýms at- vik, sem hér verða ekki rakin, en þá fann ég bezt hversu óheiðar- legar baráttuaðferðir eru fjarri skapi Bernharðs. Persónuleg áreitni er óþekkt hugtak í hinni pólitísku orðabók Bernharðs. Bæði í ræðu og riti er hann ætíð málefnaiegur og er bæði hnyttinn og skeinmtilegur ræðumaður. Bernharð er sann- gjarn maður og réttsýnn og hefir þvi áreiðanlega ekki ætíð átt létt með að tala af sannfæringu fyrir málstað flokks síns. Er líka ótví- rætt, að á stjórnmálaferli hans hefir flokkurinn haft meira gagn af honum en hann af flokknum. Svo miklar eru persónulegar vin sældir hans í Eyjafirði. Ég hygg, að á hinum langa stjórnmálaferli sinum hafi Bern harð Stefánsson engan óvildar- mann eignazt. Er það mikil gæfa fyrir hvern mann og þá ekki sizt þá, sem standa í hafróti stjórn- málabaráttunnar. Einnig að öðru leyti er Bernharð gæfumaður. Hann er kvæntur hinni ágætustu konu, sem verið hefir honum traustur og umhyggjusamur lífs- förunautur. Eiga þau hjón tvö mannvænleg börn, Steingrím, skólastjóra á Ðalvík og Berghildi, sem býr á ættaróðali móður- frænda sinna á Þúfnavöllum. Ég hefi aðeins þekkt Bern- harð Stefánsson um einn sjöunda hluta þess æviskeiðs, sem hann á nú að baki, og get því ekki dæmt um störf hans almennt. Síðan Ey firðingar fólu okkur saman að fara með umboð sitt á Alþingi höfum við haft náið samstarf um málefni héraðsins og hefir sú samvinna verið snurðulaus og mjög ánægjuleg. Kynni mín af Bernharði Stefánssyni hafa sann- fært mig um það, að menn geti í senn verið framherjar í and- stæðum pólitískum fylkingum og góðir vinir. Ég á eingöngu góðar minningar um viðskipti okkar og margra ánægjustunda hefi ég not ið á heimili hans og hans ágætu konu. Þetta hvorttveggja þakka ég og met mikils. Bernharð sagði eitt sinn við mig í gamni, að gallinn á mér væri sá, að ég væri bindindis- maður. Ég myndi segja, að gall- inn á honum væri sá, að hann er Framsóknarmaður. Á þessum merkisdegi óska ég Bernharð, vini mínum, langra lífdaga, heilbrigði og hamingju og þakka honum góða og einlæga vináttu. Konu hans og börnum óska ég einnig alls hins bezta. Magnús Jónsson. Sviðsmynd úr fyrsta þætti: Úr biðsal furstans í Karlsburg. „Gamla Heidelbarg" Sýnt á Akranesi Sjónleikurinn „Gamla Heidel- berg“, eftir Wilhelm Meyer Förster, hefur að undanförnu verið sýndur á Akranesi á veg- um Leikfélags Akraness og i Karlakórsins Svanir. Samstarf i þessara félaga er nýmæli í leik- starfsemi bæjarins, sem ástæða j er til að fagna. | Hér skal ekki rakið efni þessa ‘ leiks, enda varla ástæða til þess, því svo víða um landið hefur i „Gamla Heidelberg" verið sýnt | og jafnan við miklar vinsældir. 1 En þó efnið sé hugþekkt, þá er ' hljómlistin, sem ofin hefur verið inn í leikinn, það ekki síður, og það er ef til vill fyrst og fremst hennar vegna, sem sjónleikur þessi hefur notið svo almennra vinsælda. Ragnhildur Steingrímsdóttir frá Akureyri hefur annazt leik- stjórnina. Ragnhildur er þegar vel þekkt fyrir störf sín í þágu leiklistarinnar. Hún hefur stund- að leiklistarnám bæði heima og erlendis, en síðan leikið allmikið sjálf, en þó einkum lagt stund á leikstjórn, og m. a. stjórnað „Gamla Heidelberg“ áður. Hún er því enginn viðvaningur í starfi, og ber leikstjórn hennar að þessu sinni því glöggt vitni. Var sýningin í heild yfirleitt mjög vel heppnuð. Fyrsti og fjórði þáttur voru að vísu nokk- uð þunglamalegir, en slíkt verð- ur ekki talið sök leikstjórans, því þættir þessir og þó sérstaklega sá fyrsti, eru nokkuð langdregnir af hendi höfundar. Heildarsvipur sýningarinnar var því, svo sem fyrr segir, góður og á Ragnhild- ur Steingrímsdóttir þakkir skild- ar fyrir vel unnið verk. Tvö veigamestu hlutverkin, Kathie og Karl Heinrich erfða prins, eru leikin af þeim Sigur- borgu Sigurjónsdóttur og Baldri Ólafssyni. Sigurborg náði mjög góðum tökum á hlutverki Kathie, var innlifun hennar mjög næm og látbragð og hreyf- ingar allar frjálslegar og eðlileg- ar. Bar leikur hennar af, að öðr- um leikurum ólöstuðum. Hlut- verkið gerir að vísu ekki miklar kröfur til söngs og enda þótt Sigurborg hafi ekki mikla rödd, þá skilaði hún þó einnig söngn- um á sómasamlegan hátt. Höfuð-sönghlutverkið hvílir á herðum Baldurs Ólafssonar, sem Karl Heinrich erfðaprins. Bald- ur hefur blæfagra og lýriska tenórrödd. Þrátt fyrir nokkra skólun hefur Baldur þó enn ekki náð nægilegu valdi yfir radd- beitingu sinni. Er það og að sjálf- sögðu ekkert undarlegt, um svo ungan mann. En með áframhald- andi þjálfun er ekki ósennilegt, að þarna sé á ferðinni gott efni í lýriskan tenórsöngvara. Baldur fór yfirleitt vel með hlutverk erfðaprinsins. Söngur hans var góður, einkum fannst mér hann syngja Steinchen vel, en nokkuð bar á þreytu í röddinni, er á leið leikinn. Tómleika og einstæðings- skap prinsins túlkaði hann vel og samleikur hans og Kathe var mjög góður. Af öðrum hlutverkum má nefna Lutz kammerherra, sem leikinn var af Júlíusi Kolbeins. Júlíus er nýliði á leiksviði á Akranesi, en hefur þó lagt nokkra stund á leikstarfsemi áð- ur. Hann lék hlutverk kammer- herrans af góðri kimni. Tókst honum vel að sýna tepruskap þessa uppskafnings, en röddin hefði mátt vera skarpari og ákveðnari, einkanlega er hann átti í erjum við Júttner gamla. Dr. phil. Júttner lék Óðinn Geirdal. Var Óðinn skemmtileg- ur í þessu nýstárlega gervi. Tókst þessum sviðsvana leikara vel að sýna hjartahlýju og mannlegheit þessa vingjarnlega lærimeistara. En röddin hefði að ósekju mátt vera þýðari og mýkri. Þá má nefna Valtý Benedikts- son, sem Jósep Rúder veitinga- mann, Sigurð B. Sigurðsson, sem Kellermann þjón, og Sólrúnu Ingvarsdóttur, er lék frú Dörffel. Fóru þau öll skemmtilega með hlutverk sín. Alfreð H. Einarsson var og mjög hressilegur sem for- söngvari og leiðtogi stúdentanna. Önnur hlutverk voru minni og gefa ekki sérstakt tilefni til um- sagnar. Ekki verður þó svo við leiksýningu þessa skilið, að elcki sé minnzt á söng stúdentanna í Heidelberg. Lögin, sem þeir syngja, eru mjög geðþekk og var meðferð þeirra allra hin prýði- legasta. Bezt sungu þeir þó hinn gamalkunna stúdentasöng „Gau- deamus igitur". Var söngur stúdentanna ef til vill eitt hið athyglisverðasta við þessa sýn- ingu. Leiktjöld hefur Lárus Árnason málað. Eru þau hin smekkleg- ustu, enda Lárus sívaxandi í starfi sínu. Leiksviðsstjórn er í höndum Gísla Sigurðssonar og ljósameistari er Jóhannes Gunn- arsson. Hárgreiðslu hefur Ragn- heiður G. Möller annazt, og und- irleik Sigríður Auðuns. Mikil gróska hefur verið í starf semi Leikfélags Akraness á und- anförnum árum. Hefur félagið tekið mörg stór leikrit til sýn- Málflutningsskrifstofa Eiuav B. Guðuiundsson GuSIaugur Þorláksson Guðmundur Péti rsson Aðalstræii 6, III. liæð. Símar 12002 — 13202 — 13602 ingar. Má þar m. a. nefna Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson og Skugga-Svein eftir Matthias Jochumsson. Þá hefur félagið og sýnt mikinn fjölda af léttum gamanleikum. Þar, eins og annars staðar úti um land, er starfsemin eingöngu borin uppi af áhuga- mönnum, sem fórnr þannig frí- tíma sínum til að skemmta sam- borgurum sínum og flytja þeim verk, sem menningargildi hafa, um leið og þeir svala sinni eigin þrá og hugðarefnum. Vinnan, sem býr að baki slíkum leiksýn- ingum, er mikil og margvísleg. Um borgun fyrir þá vinnu er sjaldnast að ræða, en bezt er þessu fólki launað, þegar það veit að verk þeirra hafa vel tekizt og fyrirhöfn þeirra borið þann ár- angur að veita samborgurunum ánægju. Má hiklaust fullyrða, að svo hafi nú til tekizt með sýn- ingunni á „Gamla Heidelberg“. Leikfélag Akraness og Karlakór- inn Svanir mega því vissulega Úr þriðja þætti: Karl Heinrick erfðaprins (Baldur Ólafsson) og Káthie (Sigurborg Sigur- jónsdóttir). vera ánægðir yfir árangrinum og eiga þakkir skildar fyrir að hafa tekið þennan vinsæla söngleik til sýningar. Núverandi formaður Leikfé- lags Akraness er Þórður Hjálms- son. Formaður Karlakórsins Svan ir er Stefán Bjarnason. Árni Gretar Finnsson. Félagslif ICnattspyrnufélagið Valur. Æfingarnar eru byrjaðar aftur. Verið með frá byrju i. Þjálfari. KF. Þróttur. Hand'knattleiksæfing í kvöld 1 ’ Valsheimilinu kl. 10.10—11.00 hjá Meistara-, 1. og 2. fl. karla. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Körfuknattleiksdcild KR. STÚLKUR: Munið æfinguna í kvöld W. 7 í Háskólanum. Næsta æfing er á mánudaginn kl. 7. Mætið vel og stundvislega. — Stjórnin. Ármenningar — Handknaltleiks- dcild. — Æfingar að Hálogalandi í kvöld sem hér segir: KI. 6 III. flökkur karla kl. 6.30, meistara-, 1. og 2. flokkur karla. KI. 7.40 Kvennaflokkar. Iinnritun nýrra félaga. Mætið vel og stundvíslega. ______________-— Þjálfarinn._____ Frjálsíþróttadeild KR Skemmti- og fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 8. jan. kl. 8,30 , félagsheimilinu. 1. Nýtt æfingafyrirkomulag. 2. Kvikmyndasýning, OL 1952. — Stjórnin. S’kvlmingafélagið Gunnlogi Æfingar eru alla mánudaga og fimmtudaga kl. 8,45 í fimleikasal Miðbæjarbarnaskólans, bæði fyrir pilta og stúlkur. Komið og iðkið þessa fögru íþrótt. — Stjórnin. íþróttafélag kvenna Munið leikfinmina { kvöld kl. 8 í Miðbæjavbarnaskólanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.