Morgunblaðið - 08.01.1959, Page 11
Fimmtudagur 8. jan. 1959
MORGUNBLAÐIÐ
11
Fullkomið blindlendingarkerfi
sett upp á Keflavíkurflugvelli
Rætf við Agnar Kofoed Hansen, flug-
málastjóra, um flugvallaframkvæmdir
á siðasta ári
Á ÁRINU, sem leið, var unnið
að flugvallargerð og endurbótum
á flugöryggisþjónustunni víða
um land eins og undanfarin ár,
en samt urðu framkvæmdir allt
of litlar, vegna mjög naumrar
fjárveitingar, sagði Agnar Ko-
foed Hansen, flugmálastjóri, er
fréttamaður blaðsins átti tal við
hann á dögunum.
— En við reyndum að gera okk
ur eins mikið úr þessu fé og við
frekast gátum, miðluðum því
eftir beztu getu til þeirra staða,
sem mesta höfðu þörfina. f raun-
inni er það furðulegt hve tekizt
hefur að gera mikið, ef litið
er á þær upphæðir, sem við
höfum haft milli handanna —
og ég held að við eigum
það fyrst og fremst að þakka
velvildarmönnum og áhugamönn
um um flugmál um allt land,
sem jafnan hafa verið fúsir til
að veita aðstoð og fyrirgreiðslu
— oft fyrir lítil eða engin laun.
Styrkleiki þess er sem svarar
30 millj. ljóskerta — og gefur
þessi viti leiftur, sem varir fer-
tugasta hluta úr sekúndu. En
þetta ljós er svo sterkt, að það
sést í gegnum öll veður að heita
má í órafjarlægð frá vellinum.
Ratsjá hefur líka verið komið
upp við völlinn, en ekki hefur
enn verið hægt að hafa full not
af henni. Fyrst og fremst hefur
okkur skort sérfróða menn til
þess að fullreyna hana. Útlend-
ingar hafa að vísu verið hér með
annan fótinn við uppsetningu og
tilraunir, en við þurfum að þjálfa
hóp íslendinga til viðhalds og
starfs við hana. Við erum hins
vegar fáliðaðir og flestir okkar
manna hafa verið uppteknir út
á landi í sumar, en vonir standa
nú til að málið komist í sæmi-
legt horf á næstunni. Enda þótt
sjónskífunni hafi verið komið
fyrir uppi í flugturni, þá eru í
ræða radíóvita, mjög nákvæman,
því að með hans aðstoð er hægt
að stýra flugvél hvernig sem
viðrar beint niður á miðja aðal-
flugbrautina. Má til gamans geta,
að sjálfvirk stjórntæki hafa ver-
ið sett í samband við móttöku-
tæki vitans í flugvél — og síð-
an hefur nákvæmni vitans ver-
ið reynd. Flugvélin lenti nákvæm
lega beint á miðja brautina, og
nam við jörðu á bláenda braut-
arinnar, án þess að snert væri
á stýri flugvélarinnar. Geislar
vitanna gefa sem sé bæði
stefnuna og hæðarhornið. Með
aðstoð tveggja merkivita, sem
eru við völlinn, geta flugmenn
því lent hvernig sem viðrar —
og ekki á að geta skeikað nema
nokkrum metrum að flugvélin
lendi nákvæmlega á miðri endi-
langri brautinni.
**
— Slík tæki sem þetta hafa
um langt skeið verið í notkun á
öllum helztu flugvöllum beggja
vegna hafsins — og það hefur
verið stöðug krafa Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar í fjölda ára,
að slíkur viti yrði settur upp á
Keflavíkurflugvelli.
inum og væntum við þess að
flugumferðarstjórnin geti flutt í
turninn á þessu ári. Lítið sjúkra-
flugskýli hefur verið reist þar og
sérstakar járnplötur lagðar á
báða brautarenda vegna malar-
ryksins, sem getur orðið Viscount
flugvélunum skeinhætt. Flug-
brautin á Akureyri er 1550 metra
löng.
Á Egilsstöðum er hafin bygging
flugstöðvarhúss og fyrsta hæðin
þegar komin upp. Gamla ratsjá-
in, sem var á Akureyri, verður
nú sett upp á Egilsstöðum og
verður hún fluginu þar til ómet-
anlegs gagns. Smálagfæringar
hafa verið gerða á brautinni þar
í sumar, en hún er nú 1520 metra
löng.
Töluvert hefur verið unnið við
flugbrautina í Vestmannaeyjum
í sumar. Hefur verið tekið mikið
úr Sæfelli, sem er við austur-
enda brautarinnar — og jarðveg-
inum ekið til uppfyllingar við
hinn brautarendann — og þann-
ig hefur brautin þar lengzt um
110 metra í sumar. Hafa þessar
framkvæmdir komið að góðu
— f raun réttri ætti nauðsyn-
legt viðhald að ganga fyrir öllu,
hélt flugmálastjóri áfram — og
svo hefur jafnan verið hjá okk-
ur. En ég verð að segja, að við-
haldskostnaður í sumar hefur
verið algert lágmark.
Kostnaður við viðhald flug-
brautanna á Reykjavikurflug-
velli hefur numið liðlega 600
þúsundum 1958 og á því sést hve
lítið hefur verið gert miðað við
hve malbikun er dýr, flatarmál
brautanna mikið og slit þeirra
að sama skapi mikið.
— Við höfum verið að lengja
norður-suður brautina dálítið, til
suðurs. Er brautin, sem er hin
lengsta á Reykjavíkurflugvelli,
nú orðin um 1700 metra löng —
og enn væri hægt að lengja hana
kij pkorn. Það verður að sjálf-
sögðu gert smám saman þegar
við getum séð af einhverju fé til
verksins. Lenging þessarar braut
ar í suður hefur tvo kosti í för
með sér. Fyrst og fremst léttir
þetta flugumferð lágt yfir Reykja
vík. í öðru lagi geta sífellt stærri
flugvélar haft not af vellinum.
— Nú er verið að hefja bygg-
ingu flugstöðvarhússins á Reykja
víkurflugvelli. Fyrst verður mið-
hlutinn fullgerður, en það er sá
hluti, sem stendur undir flug-
turninum sjálfum. Sannleikurinn
er nefnilega sá, að vinnu- og
þjónustuskilyrði eru fyrir neðan
allar hellur í gamla flugturnin-
um. Alþjóðaflugmálastofnunin
stendur að miklu leyti straum
af kostnaðinum við flugumferð-
arstjórnina og loftferðaeftirlitið.
Fulltrúar stofnunarinnar komu í
heimsókn hingað fyrir skemmstu
og leizt þeim síður en svo á húsa-
kynnin, töldu þau með öllu ónot-
hæf — svo að við urðum að láta
til skarar skríða. Á flugstöðvar-
byggingin að verða 5 hæðir, en
turninn tveimur hæðum hærri.
Vonumst við til þess að geta
flutt turninn í nýju húsakynnin
snemma á árinu 1960, ef allt
gengur að óskum. — Öll starfsemi
flugmálastjórnarinnar og örygg-
isþjónustunnar verður einnig
flutt í þessi nýju húsakynni —
og, þegar flugstöðvarbygging-
unni er lokið að fullu mun öll
starfsemi við flugvöllinn flytjast
þangað, afgreiðslur beggja flug-
félaganna með meiru.
**
— Þá má geta þess í sambandi
við framkvæmdir á Reykjavík-
urflugvelli í sumar, að nýlega
var sett upp þar mjög sterkt
aðflugsljós við eina brautina.
Flugvellir á
/ slandi
Flugvellir nægilegir millilanduflug- 5. Miklaholt 22. Skipeyri við hóll á Höfða-
vélum okkar: (ófullgerður) Skutulsf jörð strönd
1. Keflavík 4. Sauðárkrókur 6. Stykkishólmur 23. Laugardalur 38. Sigluf jörður
2. Reykjavík 5. Egilsstaðir 7. Skógarströnd við ísafj.djúp (ófullgerður)
3. Akureyri 8. Fellsströnd (ófullgerður) 39. Ólafsfjörður
(ófullgerður) 24. Reykjanes 40. Dalvík
Flugvellir fyrir minni farþegaflugvélar 9. Skarð á við ísafj.djúp 41. Lómatjörn í
svo sem Douglas DC-3: Skarðsströnd 25. Arngerðareyri Höfðahverfi
1. Sandur 10. Foss-sandur 10. Stórholt í við ísafj.djúp 42. Krossar, Ljósa
2. Kambsnes á Síðu Saurbæ 26. Melgraseyri vatnsskarði
1 Akiir 11. Kirkjubæjar- 11. Króksfjarðar- við ísafj.djúp 43. Flatey á
o. HKur klaustur nes 27. Bæir Skjálfanda
4. Grímsey 12. Hornafjörður 12. Geiradalur við ísafj.djúp 44. Stóru-Vellir,
5. Aðaldalur 13. Álftaver 13. Reykhólar 28. Aðalvík Bárðardal
6. Ásbyrgi 14. Skógasandur 14. Melanes við 29. Gjögur 45. Laugaskóli
7. Kópasker 15. Hella Gufufjörð 30. Hólmavík 46. Reykjahlíð,
8. Þórshöfn 16. Vestmanna- 15. Skálmarness- 31. Kollafjarðar- Mývatnssveit
9. Fagurhólsmýri eyjar múli nes 47. Raufarhöfn
16. Flatey á 32. Óspakseyri 48. Grímsstaðir
Breiðafirði 33. Borðeyri 49. Bakkaf jörður
Flugvellir með 900 m langar brautir (ófullgerður) 34. Krókstajfc- 50. Vopnafjörður
og styttri (fyrir sjúkraflugvélar): 17. Hrísnes á melar 51. Borgarf jörður
1. Ferjubakki 3. Refsstaðamel- Barðaströnd 35. Miðfjarðar- eystri
við Hvítá ar í Hálsasveit 18. Látrar sandur 52. Norðfjörður
2. Brekkukots- 4. Garðmelar í 19. Bíldudalur 36. Gauksstaðir á 53. Reyðarfjörður
melar við Kolbeinsstaða- 20. Þingeyri . Skaga 54. Fáskrúðsfj.
Deildartungu hreppi 21. Bolungarvík 37. Mannskaða- (ófullgerður)
55. Eydalir,
Breiðdalsvík
56. Djúpivogur
57. Álftafjörður
eystri
58. Lón
59. Árbær á Mýr-
um, Hornaf.
60. Borgarhöfn í
Suðursveit
61. Svínafell,
Nesjahreppi
62. Maríuhakkar,
Fljótshverfi
63. Hnausar,
Meðallandi
64. Vík í Mýrdal
65. Berjanesfitjar
66. Múlakot
67. Þykkvibær
68. Skarð á Landi
69. Við Tröll-
konuhlaup
70. Einholtsmelar
71. Kaldaðarnes
72. Stóri-Kroppur
73. Sandskeið
rauninni alls engin skilyrði fyrir
ratsjána þar — og ekki sízt þetta
hefur háð framgangi málsins.
— Þá erum við komnir að
Keflavíkurflugvelli. Bandaríkja-
her annast allt viðhald flug-
brauta þar, en við sjáum þar
m.a. um öryggistækin og um-
ferðarstjórnina. Nýlega var sett-
upp blindlendingarkerfi (IKS)
þar á eina braut og bætir það
mjög lendingarskilyrði milli-
landaflugvélanna, sem viðkomu
hafa á vellinum. Hér er um að
— En við höfðum ekki bolmagn
til þess að kaupa tækin, þau kosta
hvorki meira né minna en 4 millj.
íslenzkra króna — svo að flug-
málastjórn Bandaríkjanna var
svo vinsamleg að lána okkur þau.
Uppsetningu önnuðumst við sjálf
ir — og kostaði hún eina milljón
króna svo að ljóst er, að hér
er um margbrotin og fullkomin
tæki að ræða.
Á Akureyrarflugvelli er flug-
turninn nú orðinn fokheldur. Ný
ratsjá hefur verið sett upp í turn
haldi, en stefnt er að því, að
Skymasterflugvél'.r geti lent í
Vestmannaeyjum — hvenær sem
það verður annars. Verkinu verð
ur haldið áfram eftir því sem
tök eru á — og jafnframt verða
brautarljós sett upp í sumar.
,
— Þá er það Isafjörður. fs-
firðingar eru orðnir óþreyjufullir
eins og von er. En gallinn er sá,
að fé hefur skort eins og víðar,
en úr þessu rættist nokkuð fyrir
skemmstu. Við byrjuðum á jarð
vegsflutningum í haust, en varla
sést högg á vatni. Nauðsynlegt
Agnar Kofoed Hansen
verður að gera mikinn sjóvarn-
argarð meðfram miklum hluta
brautarinnar og síðan að fylla
upp. Þá hefur reynzt nuðsynlegt
að færa þjóðveginn hærra til
fjalls á kafla meðfram brautinni
— og hefur m.a. verið unnið að
því í haust og vetur. Er það verk
komið vel á veg — og verður
framkvæmdum við flugbrautar-
gerðina haldið áfram eftir því
sem fé hrekkur til — og allt kapp
lagt á að tafir verði sem minnst-
ar. Er ætlunin að þessi braut
verði um 1400 m löng og ættu
Skymasterflugvélar því að geta
athafnað sig þar við heppileg
skilyrði. Og ekki sakar að geta
þess, að Viscount-flugvélarnar
þurfa ekki jafnlangar flugbraut-
ir og Skymaster.
— f sambandi við ísafjörð má
geta þess, að undanfarið hefur
starfað nefnd, sem rannsaka átti
og gera tillögur um lausn sam-
gönguvandamálanna við Vest-
firði. Þessi nefnd hefur nú skilað
áliti, eða öllu heldur heildartil-
lögum. Þar er gert ráð fyrir
að gerðir verði fjórir flugvellir
á Vestfjörðum, sem hinar minni
farþegaflugvélar eiga að geta at-
hafnar sig á. Hér er um að ræða
ísafjörð, Hólmavík, Patreksfjörð
og Dýrafjörð.
Á Norðfirði hefur verið unnið
að flugbrautargerð. Áætlað er,
að hún verði 1200 metra löng,
nægilega löng fyrir Douglas-flug-
vélar. Undanfarin tvö ár hefur
verið dælt upp í hálfa brautina
— og þar verður unnið áfram
eftir því sem fjárhagurinn leyfir,
eins og annars staðar.
— Af öðrum minni fram-
kvæmdum mætti t.d. geta þess,
að farþegaskýli hefur verið reist
við flugbrautina á Kópaskeri. í
Stykkishólmi er nú líka komin
400 m flugbraut. Þar hefur far-
þegaskýli einnig verið reist.
Sjúkraflugbrautir hafa verið
gerðar og merktar á fleiri stöð-
um og hafa þeir Haukur Claes-
sen og Bjön Pálsson annazt það,
en Haukur hefur á hendi eftirlit
með flugvallagerð og viðhaldi
um allt land. Ekki var unnið
jafnmikið að sjúkraflugbrautum
og mörg undanfarin ár.
Flugvellir, sem farþegaflugvél-
ar eins og Douglas DC-3 geta
lent á, eru nú orðnir 21 á landinu
— og þar að auki eru 73 fyrir
sjúkraflugvélar og aðrar smærri
flugvélar. Margir þessir sjúkra-
flugvellir, ef svo mætti nefna þá,
verða vonandi innan tíðar færir
stærri flugvélum að undangengn
um lágfæringum og lengingum.
Þar er um að ræða velli eins og
t.d. á ísafirði, Norðfirði og e. t. v.
í Bolungarvík, Hólmavík og á
fleiri stöðum. En allt er þetta
háð fjárveitingum til flugmál-
anna, eins og gefur að skilja.
Enda þótt áhugi fólks — sér í
lagi í dreifbýlinu, sé mikilL fyrir
bættum flugsamgöngum, þá næg-
ir hann ekki einvörðungu. Ég
veit, að við værum ekki komnir
jafnlangt og raun ber vitni, ef
áhugi manna og ósérhlífni hvað
framgang málanna snertir, væri
ekki svona mikill. Og á meðan
svo er, þá veit ég að okkar mál-
um er borgið, sagði flugmála-
stjóri að lokum. — h.j.h.