Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 12
12 MOnCVNBLAÐIÐ Flmmtuðagur 8. j«n. 1959 Haraldur Cuömundsson Seyðisfirði „Ver allur í þessu“. I. Tim. 4,15. HINN 29. október sl. andaðist á Seyðisfirði Haraldur Guðmunds- son, fyrrum bæjarverkstjóri, 82 ára að aldri. Haraldur hefur ver- ið næsti granni minn síðustu 14 ár og vinur minn jafn lengi. Ándlátsfregn hans barzt mér til útlanda fyrir nokkru, og hef- ur því dregizt óhæfilega, að ég ritaði niður þessi kveðjuorð. Fregnin kom mér ekki á óvart, því að þegar ég kvaddi Harald síðla sumars veikan og þjáðan, sagði hann við mig að skilnaði: „Líklega losnar þú við að jarð- syngja mig“. Eigi að síður ól ég þá von í brjósti, þótt veik væri, að ég mætti aftur heilsa honum heilum, því að hann var hraustmenni og karlmenni og hafði sigrað marga sjúkdómsraun einnig í elli sinni. En „eitt sinn skal hver deyja" og það tré, sem „bognar aldrei, brotnar í bylnum stóra seinast". Einar Friðrik Haraldur Guð- mundsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur í Firði hinn 4. febrúar 1876, og var oft fram- an af ævi kenndur við það höfuð- ból, en síðari hluta ævinnar við hús sitt, Tanga. Faðir hans var Guðmundur Pálsson, ættaður frá Borgarfirði eystra, en móðir hans, Rebekka Einarsdóttir, ætt- uð af Seyðisfirði. Þau hjón, Guð- mundur og Rebekka, bjuggu á Seyðisfirði alla sína tíð. Má því segja, að Haraldur væri Seyð- firðingur í húð og hár og sjálfur ól hann þar allan sinn aldur. Haraldur ólst upp með íoreldr- um sínum, fyrst í Firði, en síðan í Hátúni, litlu býli í Fjarðar- torfu. Það býli tók af í^snjóflóð- inu mikla veturinn 1Í85. Var Haraldur þá 9 ára og mundi glöggt þann voðaviðburð. Eigi man ég, hvernig heimilisfólkinu reiddi af í flóðinu, en þess minn- ist ég, að Haraldur sagði mér, að móðir sín og bróðir hefðu stór- meiðzt. Voru þjáningar þeirra óskaplegar og mikið kvalræði drengnum, ráðþrota og hjálpar- vana. Hefði slík reynsla getað orðið mörgu barni hættuleg, svo að það hefði beðið tjón á sálu sinni. En Haraldur hlaut fágæta hugdirfð í vöggugjöf. Og í stað þess að buga þrekið, efldi þessi bernskuraun þolgæði hans og þrautseigju, og þeir eiginleikar einkenndu Harald alla tíð. Lífið fór oftar ómjúkum höndum um hann og lífsbaráttan var oft hörð„ — minning en í krafti karlmennsku sinnar og sálarþreks var Haraldur jafnan hinn sigursæli. Haraldur var tvikvæntur. Var fyrri kona hans Anna Irigimund- ardóttir ættuð úr Hornafirði. Þá konu missti hann á bezta aldri og var hún honum mikill harm- dauði. Þau hjón eignuðust þrjú börn, dætur tvær, sem báðar eru vel metnar húsfreyjur á Seyðis- firði og son, Guðmund að nafni, efnismann, sem fórst kornungur með vélskipinu Seyðfirðingi. Var það eitt þyngsta áfall, sem Har- aldur hlaut um sína daga. Seinni kona Haralds er María Þórðardóttir, ættuð úr Borgar- firði eystra. Eiga þau eina dótt- ur, sem nú er gift kona og tekin við bústjórn á hinu góða, gamla heimili. Þakklæti mitt og fjöl- skyldu minnar til þessa heimilis verður ekki með orðum tjáð. Manngildi Haralds og störfum er heldur eigi auðgert að lýsa í stuttu máli svo sem verðugt er. Saga hans er saga hins almenna verkamanns og líf hans líf hins óbreytta alþýðumanns. Eigi að síður var hann svo sérstæður og eftirminnilegur persónuleiki og svo fágætur starfsmaður, að hann stendur mörgum fyrir hug- skofssjónum sem fjallið Einbúi. Ég hef aldrei kynnzt duglegri manni og mjög fáum, sem við hann jafnast. Verkamaður var honum sæmdarheiti og hann setti stolt sitt í að vera það, því að hann var afburða verkmaður jafnframt. Munu það margir votta, er sáu hann vinna, að slíka hamhleypu við vinnu hafi þeir naumast séð. Verkfærin léku i höndum hans og svo mátti segja, að hann hamað- ist allan vinnutímann. Og þannig vann hann allt frá bernskudögum til þess dags, er banameinið lagði hann í rúmið. Haraldur lagði á margt gjörva hönd. Hann var hestamaður góð- ur og ferðamaður ágætur á yngri árum, kappsamur og áræðinn, röskur og úrræðagóður. Land- póstur um firnindi Austurlands var hann um tveggja ára bil, fór markaðsferðir fyrir verzlunina Framtíðina mörgum sinnum og var fylgdarmaður ferðalanga yf- ir fjöll og heiðar á Austfjörðum. Komst hann oft í hann krappan á ferðum sínum, og veit ég dæmi þess, að með þreki sinu og óbug- andi kjarki, bjargaði hann lifi sinu og annarra. Búskap stundaði hann alla tíð ásamt almennri vinnu og var skepnuhirðir ágætur og dýravin- ur mikill. Verkstjóri Seyðisfjarð- arkaupstaðar var hann um 40 ára skeið og er fullvíst, að fyrir fáum sýslunum bæjarfélagsins hefur betur verið séð þann tíma. Hann gekk í fylkingarbrjósti eins og herforingjar fornaldar og stóð sjálfur þar sem heitast var stríðið. Hann mokaði mest og hraðast, tók fyrstu rekuna og síðustu rekuna, og það heyrði ég, að verkamönnum, sem undir hann voru gefnir, hefði stundum þótt nóg um ákefð hans, því að hann krafðist mikils af öðrum, en mest þó af sjálfum sér. Hann var verkamaður hins gamla tíma og vann í anda þeirra, sem „al- heimta ei daglaun að kveldi". Honum var í mun, að verkið gengi og mat meir ábyrgð þess og árangur en laun þess. Minnistæðastur verður Har- aldur vinum sinum fyrir dreng- skap sinn, skemmtilegt hispurs- leysi sitt, hreinlyndi og bersögli. Hann kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur. Hann þótti stundum bráðlyndur og orðhvass, en brjóstheilindi hans voru slík og hjartahlýja, að ég veit hann engan óvildarmann átt hafa, en vinafjölda. Mannkostir þeir, sem birtust í störfum Haralds, einkenndu og viðskipti hans við aðra menn. Hann reyndi að duga hverjum sem bezt hann gat og dugur hans var mikill. Bezt þekktu það þeir, sem hann unni. Tryggð hans var trölltryggð, ! ást hans heil og óskipt og um- I hyggja hans fyrir heimili og j ástvinum til fyrirmyndar, enda var heimili hans traust og gott og griðastaður mörgum, en fram- ar öllu elskulegt og skemmtilegt. Á ég marga glaða minning frá kaffiboðinu í Tanga, sem ég mun geyma í þakklátum huga. En Haraldur var ekki einn um sköp- un þessa heimilis. Þar naut hann við sinnar ágætu konu, sem reynd ist honum eins og bezt er hægt að reynast, enda kunni Haraldur vel að meta. Trú Haralds var sem ást hans, einföld, heil og sterk. Hún var eins sjálfsögð og blóðið í æðun- um, íins og það, að berjast bar- áttu lífsins og kenna til í storm- um samtíðarinnar. Hún var sjálf- sögð eins og hátíðin í hversdags- leikanum og hvíldin eftir önn dágsins. Hann var ekki vanga- veltumaður í neinu. Þegar hann gekk að starfi, var hann allur í starfinu og þannig var hann í lífi sínu, ást sinni og trú. Og þótt hann ekki væri boð- beri fagnaðarerindisins, finnst mér fá einkunnarorð eiga betur við hann en þessi postullega á- minning „ver allur í þessu'*. Fáir hafa prédikað betur fyrir mig en Haraldur í Tanga með drengskap sínum og dáð — með því að vera ávallt allur og heill í orði sínu og verki. Seyðisfirði, 18. desember 1958. Erlendur Sigmundsson. Dreifing jólapóstsins auðveldari en í fyrra Jólabrétin voru borin út jafnóðum og þau bárusf til PÓSTMAGNIÐ, sem póststofan í Reykjavík fékk að þessu sinni til meðferðar frá í byrjun desember og til jóla, reyndist vera nokkru meira en í desember í fyrra. Dreif ing póstsins um borgina varð miklu auðveldari en áður, þar eð sá háttur var hafður á, að jóla- bréfin voru borin út jafnóðum og þau bárust lil póststoíunnar, en ekki geymd til jólanna eins og verið hefir undanfarin ár. Þetta fyrirkomulag auðveldaði mjög alla vinnu við jólabrefin, enda þótt segja megi, að talsverður hluti þeirra hafi ekki komið í póst, fyrr en síðustu vikuna fyrir jólin. Almenningur hefir yfirleitt tekið þessum breyttu vinnuhátt- um við útburð jólapóstsins með skilningi. Einnig má fullyrða, að fyrirkomulag þetta hafi leitt til betri póstskila en áður, þegar all- ur jólapósturinn var borinn út á aðfangadag í misjöfnu veðri. Ókleift var þó vegna hins breytta fyrirkomulags að telja póstmagnið nema 6 síðustu dag- ana fyrir jólin, en á þeim tima voru borin út 420 þús. bréf og bréfspjöld. Á þriðja í jólum voru borin út 4350 jólabréf, sem komu póststofunnar í póst, eftir að siðasti útburður hófst á aðfangadag. Tala jóla- bréfa, sem ekki var hægt að koma til skila vegna ófullnægjandi ut- anáskriftar, voru 3040. Af þeim voru 176 án heimilisfangs. Tala vanskilabréfa er nú með allra minnsta móti. Á jólunum 1957 voru bornar út 390 þús. sending- ar. Við sundurlestur og útburð póstsins unnu í ár 40 fastir starfs- menn og 116 aðstoðarmenn aðal- lega skólapiltar. ★ í desembermánuði námu inn- borgaðar ávisanir í póststofunni 2511.000 kr., og útborgaðar póst- ávísanir 17.103.000 kr. 'Spari- merki voru seld fyrir 2.206.713 kr., endurgreidd sparimerki fyrir 1.003.627 kr. og sparimerki lögð inn fyrir 1.126.475 kr. Frá 1. til 24. des sendi póst- stofan 4822 póstpoka til innlendra póststöðva, samtals 105,2 tn. enfrá innlendum póststöðvum bárust 2460 pokar, samtals 47 tn. Til út- landa voru sendir 944 pokar af bréfa-, blaða- og bögglapósti, sam tals 22,6 tn. en frá útlöndum bár- ust 1685 póstpokar, samtals 39,7 tn. Hugrun: Fuglar á flugi. Ljóð- mæli. ísafoldarprenlsmiðja h.f., Reykjavík 1958. ÞAÐ er ekkj sama, hvernig Ijóð er lesið. Þú nýtur ekki lags, ef þú leikur með einum fingri. Jú, það má njóta lags í huganum. Það syngur sig inn í heilann. En ég á við þetta: þú getur tekið nótnabók og blaðað í henni fram og aftur, leikið allt lauslega og einskis notið. Þannig máttu ekki lesa Ijóð, ef þú vilt geta notið þeirra. Betra er að lesa lítið og njóta þess en mikið og fara þó alls á mis. Takirðu bókina ,Fuglar á flugi* eftir Hugrúnu, hefurðu milli handanna bók, sem vert er að njóta. Hugrún yrkir hugljúf kvæði. Fuglarnir fljúga, jurtirnar spretta, blöð visna, vor bregðast og vor færa líf og kraft. Köttur- inn leggst út, af því að mennirn- ir eru miskunnarlausir. Lóan boð ar birtu og hlýju. Dúfurnar koma í dyrnar. „Leikur lágt á hörpu lítil dalaefla". „Andvarinn bærir blöð, bliknuð af haustsins þyt“. „Förukona deyr“. „Elfa timans áfram streymir". Taktu þér tíma. Lestu. Njóttu. Hugrún hefur ort mikið. Ljóðin hennar finnurðu í fjórum bók- um, sem heita „Mánaskin", „Stjörnublik", „Vængjaþytur", „Fuglar á flugi“. Nöfnin eru ljóð, og gefa til kynna, hvað bæk- urnar geyma. Yrkisefnin, sem Hugrún hefur valið sér, eru flest algeng. Sum- um kann að þykja fráleitt að yrkja um visið laufblað. En Hug- rún finnur til með því. „Mig lang- ar til þess að lífga það / og leggja það mér að hjartastað, / þótt kalt sé það eins og klaki“.------Svo getur hún verið glettin. Arfinn verður að yrkisefni. Síldin og lóan verða fegurðardrottningar. En „maðurinn með hattinn“ nýt- ur meðaumkunar. Hættir, rím og stuðlar eru í há- vegum höfð. Eitthvað má að finna. Svo mun jafnan verða. Hér er þéttrímað og margrímað, en einnig órímað. Háttum er stundum raskað, en stundum &:u bragliðir styttir. Skáldum leyfist margt, en nú er sú öld, að þörf er á þröngsýni og bragreglum. Stuðlun er víðast rétt, en hún er höfuðdjásn. Orðfærið, er einfalt og auðskilið; það er ekki litils virði, þegar tízkan er sú að Hugrún. hröngla saman nýyrðum, forn- yrðum og orðskrjpum. Gefið gaum að „Fuglum á flugi“. Hugrún er skáld. — Það er ekki ofmælt. Magnús Runólfsson. að augiýsing ■ stærsta og útbreiddasta blaffinu — eykur söluna mest — JHarðtuUhlafttd S 't m i 2-24-80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.