Morgunblaðið - 08.01.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1959, Blaðsíða 16
16 MORCIHVRLAÐIÐ Fímmtudagur 8. .ian. 1959 fceldur öskur sem tæpast átti nOkk ■bö skylt við söng. Svo sáu þau rússneska 'hermann inn í daufri ljósskímunni frá ein- nm kjallaraglugganum. Hann elangraði meðfram húshliðinni. Hann ætlaði að styðja sig við vegginn, en skyndilega var þar enginn veggur lengur. Hann hras aði, en staulaðist á fætur aftur og horfði reiðilega á vegginn eins og hann væri að ásaka hann fyrir að hafa ekki verið á sínum rétta stað. Svo bölvaði hann hástöfum. Helen og Jan höfðu þrýst sér upp að hrörlegum múrvegg. Hún hafði gripið um hönd hans og neglur hennar boruðust inn í lóf- ann á honum. Það var um seinan. Hermaður- inn hafði komið auga á þau og kom nú slangrandi í áttina til þeirra. Áfengisþef lagði frá vit- um hans. „Ungfrú", sagði hann. „Ung- frú.... “ Hann greip í handlegginn á Helen. „Ég er amerísk", sagði hún. Hún trúði á undramátt hinnar amerísku tungu. „Ekki amerískur", öskraði her- maðurinn, sem hélt að stúlkan áliti að hann væri amerískur. í>að jók á reiði hans um allan helm- ing. Jan reyndi að draga Helen með sér. Rússinn stanzaði fyrir framan hann, ógnandi á svip. Hann greip til byssunnar, sem hann bar við beltið og bölvaði í enn hærri tón. Hann hélt á byssunni í vinstri hendi, en með þeirri hægri þreif hann um nakinn handlegginn á Helen og dró hana til sín. Hann var aðeins meðalmaður á vöxt, en virtist hafa bjarndýrsburði. Jan greip í öxlina á Helen og reyndi að losa hana úr greipum Rússans. í eina óendanlega langa mín- útu háðu þeir hina þöglu bar- áttu. Kjóll stúlkunnar rifnaði, svo að brjóst hennar voru næst- um nakin. iiiuni Hermaðurinn virtist firrtur allri vitglóru. Byssan, sem hann hélt enn á í vinstri hendinni, varð honum til trafala og enda þótt hann væri ofuröívi þá skild- ist honum, að hann gat með engu móti sigrað, svo lengi sem hann gat aðeins beitt annarri hendinni. Hann gekk eitt skref aftur á bak, lyfti byssunni og hleypti af. Skot- ið þaut upp í loftið og hvellur- inn bergmálaði ömurlega í rúst- unum. Þegar hermaðurinn sheri sér aftur að Helen og í þetta skiptið með báðar hendur framréttar, greiddi Jan honum hnefahögg á vangann. Hann riðaði við og áður en honum tækist að grípa til skot vopnsins, fékk hann annað helj- arhogg á bringspalirnar. Rússinn skjögraði tvö eða þrjú skref aftur á bak, en féll svo til jarðar og sló höfðinu um leið við steinhrúgu. Helen og Jan héldu niðri í sér andanum. Hermaðurinn reis ekki á fætur aftur. Hann lá alveg hreyfingarlaus. „Komið þér!“ hrópaði Jan, „áð- ur en lögreglan kemur“. Það var eins og hvellurinn af þessu eina skoti héldi áfram að bergmála umhverfis þau. Þau hlupu af stað. oooOooo Ungfrú Helen Cuttler, frétta- ritara við Morrison-Blatter var líka boðin í hið mikla samsæti, sem ameríski hershöfðinginn Dweigth D. Eisenhower hélt næsta kvöld til heiðurs blaða- kónginum Richard Morrison, jun. Hið skrautlega hús, sem einu sinni hafði verið eign þýzks iðju- hölds, var nú uppljómað horna á milli. Þeir fáu borgarar, sem mætt höfðu, voru í smóking, en liðsforingjarnir báru sína fínustu einkennisbúninga. Meira að segja virtust kjólföt þýzka þjónsins, er gekk um beina, næstum alveg ný og ónotuð. Klukkan var að nálgast 11. Menn höfðu setið að kampavíns- drykkju um kvöldið, en samt var Hotel Kongen ai Danmark — Köbenhavn HOLMENS KANAL 15 C. 174 Herbergi með morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00 1 uiðborginni — rétt við höfnina. eins og einhver deyfð og drungi hvíldi yfir öllu. Inni í stóra saln- um voru aðeins sex eða sjö kon- ur. Þær voru eínnig einkennis- búnar: fréttaritarar og liðsfor- ingjar í kvennadeildum W.A.C. og W.A.V.E. Helen var stöðugt umkringd af heilli tylft karlmanna, en hún var hreint ekki neitt hreykin af því, þar eð tylft karla umkringdi líka Ruth Torn, majór í W.A.C., sem virtist einungis eftirsótt á stríðs- tímum. Á friðartímum leit hins vegar enginn karlmaður við henni. Stórum fríðari var Kate Summersby, hinn dökkhærði einkaritari hershöfðingjans. — Hvarvetna þar sem hún fór varð uppþot, eins og umhverfis götu- sala. Hvorki Eisenhower né Morrison, sem sátu og spjölluðu saman inni í reyksalnum, vöktu jafnmikla eftirtekt og einkaritar- inn. Að síðustu höfðu þau Helen og fréttaritari frá brezku fréttastof- unni „Reuter", Mr. Watson, forð- að sér út í eitt horn stofunnar. Mr. Watson var rauðbirkinn, fjörlegur, lítill maður um sjö- tugt. Þau sátu nálægt kalda mat- borðinu, sem nú hafði verið rutt. Ber fuglabein og auðar humars- skeljar stóðu út í loftið, eins og rústir. Undarlegt að maður skyldi alltaf þurfa að hugsa um rústir. Watson hafði talað um gigtina í sér og um „öruggt" meðal, sem úann hafði nýlega uppgötvað. Rétt í því gekk rússneskur íershöfðingi framhjá í fylgd með tveimur aðstoðarforingjum sín- um. Það var eins og Watson gleymdi skyndilega gigtinni: „Nú hefur enn einn rússneskur her- maður verið drepinn", sagði hann. Hjartað tók kipp í brjóstinu á Helen og hún varð náföl í fram- an. „Líður yður ekki vel?“ spurði Watson. „Jú, jú“, flýtti Helen sér að svara. „Ég.... ég vissi bara ekki... .“ „Hann fannst dauður snemma í dag“, hélt Watson áfram. „Það undarlegasta var þó það, að byss- an lá óhreyfð við hliðina á hon- um. Hann hafði skotið einu skoti áður en hann féll sjálfur“. „Vita menn nokkuð um....?“ „Um morðingjana? Nei. En þeir finnast víst fljótlega. Þeir finn- ast alltaf“. „Þeir finnast nú ekki alltaf", sagði Helen. Hún var að tala kjark í sjálfa sig. „Einum færri eða fleiri — það skiptir Rússana engu máli. Deo- dorow sárnar það aðeins að við skulum líka vera enn í borginni og að Þjóðverjar skuli láta okk- ur í friði. Þeir þræta fyrir allt, sem þeir hafa gert hér, þessir ágætu bandamenn okkar. Rúss- inn hefur eflaust átt vingott við einhverja stelpuna og fengið að gjalda þess. Feodorow hefur skipað svo fyrir að enginn rúss- neskur hermaður skuli lengur vera einn á ferð úti“. Helen lokaði augunum. Bjarti salurinn snerist með hana, sner- ist með einkennisfötunum, fjög- urra þjóða, ljósakrónunni og speglunum. Allt í einu varð hún þess vör að Morrison stóð fyrir aftan stólinn, sem Watson sat á. Hún stóð á fætur og kynnti mennina hvorn fyrir öðrum. Eft- ir nokkur kurteisleg orðaskipti dró Watson sig í hlé. Helen leit niður fyrir sig. Fram að þessu hafði hún látið heilan múrvegg af mönnum vernda sig fyrir Morrison. Nú var hún ein með honum. „Á morgun, klukkan tíu ætla ég að hafa formlegt viðtal við Ike“, sagði Morrison. Nóttin í Dahlemer Villa virtist máð burt úr huga hans. „Ég vil að þér verðið þar viðstödd". „Ég?“ „Já, Ike hefur hlegið að grein- inni yðar. Ég vil að þér komist í nánara samband við hann. Það er þýðingarmikið fyrir blöðin. Næstu fjórar vikurnar munu verða mjög örlagaríkar og ég vil að þér verðið um kyrrt hér á meðan". Hún settist. Hún fann til vax- andi máttleysis í hnjáliðunum. „Og svo.. ..?“ spurði hún. „Ég læt svo Jameson leysa yð- ur frá störfum“. Hún skalf ekki lengur í hnjá- liðunum og starði róleg í hin stóru, brúnu augu, undir breiðum loðnum brúnunum. Svo sagði hún næstum ögrandi: „Mér er þá sem sagt vikið úr starfi?“ „Hef ég nokkuð minnzt á brott vikningu úr starfi? Þér verðið leyst af. Það er með blaðamenn eins og stjórnmálamennina: Það á ekki að láta þá gegna of lengi sama starfinú. Þeir verða að föð- Bókaútsölunni lýkur í kvöld SiurbjönúicmssonS Co.h.f The English Hookshop 1) „Heyrðu, hefurðu tekið með| 2) „Komdu hérna, kalUnn" I 31 „Þú ert allra fallegasti hund I ur. Mér þykir leitt að þurfa að |)éz einhvern félaga þinn?“ ' I h>ha þig inni“. urlandsvinum — en föðurlands- vinum þess lands, er þeir hafa dvalizt of lengi í“. „Og hvert hafið þér þá hugsað yður að senda mig, hr. Morri- son?“ Hann tók ekki eftir óskamm- feilnistóninum í rödd hennar. Hann tók eftir því einu er hon- um hentaði, hugsaði Helen með sér. Morrison sagði rólega: „Ég hef fengið þá hugmynd síðan ég kom hingað, að ég hafi haft slæma eða ófullkomna ráðu- nauta í Þýzkalandsmálunum. Þér eruð manna fróðust í þeim efn- um, ungfrú Cuttler. Seint í októ- ber komið þér til mín í New York. Hér eftir verðið þér per- sónulegur ráðgjafi minn í Þýzka- landsmálum". Hann leit ekki á hana: „Fjórar vikur hér ættu að nægja yður til að fella tjald yðar hér“. Hann beið ekki eftir svari, en reis á fætur eins og maður, sem veit að síðasta orðið er jafnan hans. SHÍItvarpiö Fimmtudagur 8. janúar. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 ,,Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsd.) 18.30 Barnatími: Yngstu hlust- endurnir (Gyða Ragnarsd.). 20.30 Spurt og spjallað í útvarpssal: Þáttta'kendur eru dr. Björn Jó- hannesson verkfræðingur, Gunnar Bjarnason ráðunautur_ dr. Hall- dór Pálsson ráðunautur og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. — Umræðustjóri: Sigurður Magnús- son fulltrúi. 21.30 Útvarpssagan: „Útnesjamenn", XXII. (Séra Jón Thorarensen). 22.10 Upplestur: Guðmundur Frímann skáld les ljóðaþýðingar úr bók sinni „Undir bergmálsfjöllum“. 22.25 Sinfónísk ir tónleikar (plötur). 23.10 Dag- skrárlok. Föstudagur 9. jantíar: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagslkrá næstu viku. 18.30 Barnatími: Merkar uppfinn- ingar (Guðmundur M. Þorláksson kennari). 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.) 20.36 Góðtemplarareglan á íslandi 75 ára: Samfelld dagskrá, sem Stef- án Ágúst Kristjánsson, Einar Björnsson og Gunnar Dal búa til flutnings. Flytjendur auk þeirra: Benedikt S. Bjarklind, Indriði Indriðason, Sigþrúður Pétursdótt ir, Ólafur Þ. Kristjánsson og Ingimar Jóhannesson. — Ennfrem ur tónleikar. 22.10 Upplestur: Hvítt og svart“_ smásaga eftir Rós berg G. Snædal (Höfundur les). 22.25 „Á léttum strengjum“ (plöt ur). 23.00 Dagskrárlok. HAPPDJÍÆTTI HÁSKOLANS ÖRN CLAUSEN heraðsdómslögmaður MálFutningsskrifslofa. Bankastræti 12 — Sími 1Ö499. Málflutningsskrifstofa SVEINBJÖUN DAGFINNSSON EINAR VIÐAR Hafnarstræti 11, — Sími 19406. Gólfslípunin Barmahlíð 33. — Simi 13«57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.