Morgunblaðið - 08.01.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1959, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 8. Jan. 1959 19 MORGUISBLAÐIÐ Bretar almermt hataöir á Kúbu fyrir vopnasölur til Batista INNILEGAR ÞAKKIR flyt ég ykkur öll- um, ættfólki mínu, starfsmönnum og vinum, Sendiherra þeirra i Havana skamm sýnn svo furðu sætir HAVANA og London, 7. jan. (Reuter) — Her Fidels Cast- ros hefur ákveðið að sýna opinberlega nýjustu skrið- drekana, sem stjórn Batista fékk frá Bretum í nóvember sl. En vopnasölur Breta til hins kúbanska einræðisherra, allt fram á síðustu stund, hafa vakið óhemju gremju tneðal Kúbu-búa. Vegna þessa er sýnt að staða Breta gagnvart hinni nýju stjórn eyjarinnar veik- ist mjög. Er jafnvel útlit fyrir að Kúba setji algert bann við allri verzlun við Breta. Er nú mjög um það rætt að Bretar hafi verið furðulega skammsýnir, er þeir héldu áfram að selja einræðisherranum Bat- ista vopn, jafnvel eftir að öllum Rústirnar — Framhald af bls. 1 kom í atvinnulíf Vesturlanda hefui dregið úr iðnaði borgarinn ar og munu nú um 50 þúsund svertingjar vera atvinnulausir í borginni. Þó herma fregnir frá Leopold- vilie að hin svonefnda Abako- hreyfing standi að baki óeirðun- um. Hún var upphaflega einskon- ar átthagahreyfing eins þjóð- flokksins, en er nú orðinn öflug pólitísk hreyfing og hafa forustu menn hennar komið fram með kröfur um að Kongó verði sjálf- stætt og óháð ríki. í dag bárust fregnir um minni háttar átök milli svertingja og lögreglu í þorpinu Kasangulu sem er skammt frá Leopoldville og í Kimuenza, aðsetri háskólans í Kongó. f gær börðust hópar svert ingja innbyrðis í Thysville, sem er um 200 km suðvestur af Leo- poldville. Fallhlífaherlið er á verði á I strætum höfuðborgarmnar Leo- poldville meðan unnið er að því að koma aftur á röð og reglu. ★ ★ ★ London, 7. jan. (Reuter). •— Stórblaðið Times í London, sagði í dag, að fregnirnar af kynþátta- óeirðunum í Leopoldville myndu berast eins og eldur í sinu um gervalla Afríku og þykja stórtíð- indi. Atburðir þessir hafa komið Ev- rópumönnum á óvart, vegna þess að álitið hefur verið að Kongó væri tryggasta og rólegasta lands svæðið í Afríku. Hafa mjög litlar fregnir borizt þaðan af þjóð frelsishreyfingu svertingja, sem þó breiðist út um alla álfuna. Afríkanskir þjóðernissinnar munu hins vegar mjög fagna at- burðunum, því að þeir sanna, að svertingjar í gervallri hinni svörtu álfu munu ekki þola stjórn málaleg yfirráð hvítra manna. Skiptir þar ekki máli, þótt hinir hvítu heiti þeim bættum lífskjör- um og félagslegum umbótum. Times segir að sérstakar að- stæður hafi að vísu stuðlað að, óeirðunum í Leopoldville. Er þar j fyrst að nefna atvinnuleysi, en í öðru lagi, að á ur.danförnum árum hefur nokkrum sinnum komið til óeirða í borginni Brazza ville í frönsku Afríku, en milli I þessara tveggja skilur aðeins Kongó-fljótið. Blaðið segir, að Belgíumenn þurfi ekki að verða miður sín vegna þessara atburða. Þeir verði aðeins að skilja, að ástandið í ný- lerr,u þeirra sé hið sama og i ný- leiiuum annarra hýlenduþjóða. mönnum með sæmilega greind átti að vera ljóst, að hann hafði beðið ósigur. Hefði verið ólíkt skynsamlegra hjá Bretum að fylgja fordæmi Bandaríkjamanna, sem hættu vopnasölum til Batista í apríl sl. Hinn 19. nóvember sl. skýrði Sel- wyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta frá áliti sínu á Kúbu-mál- unum. Hann dró þar mjög úr sigurmöguleikum Castros og það var ekki fyrr en 15. desember sem Allan Noble, varautanríkis- ráðherra Breta, skýrði neðri mál- stofunni frá að frekari vopnasölu til Batista yrði frestað. Noble sagði þó við það tækifæri, að eng in rök bentu til að Castro, upp- reisnarforingi, nyti stuðnings nema á takmörkuðu svæði á aust urhluta Kúbu. En rúmlega hálf- um mánuði seinna reis gervöll þjóðin upp gegn Batista og Castro er þjóðhetja á eyjunni. Böndin berast nú mjög að sendi ráði Breta í Havana, einkum þó sendiherra þeirra, Mr. Fordham. Virðist sýnt að í skýrslum sínum hafi hann annaðhvort eða bæði verið á bandi Batista eða svo furðu skammsýnn og úr tengsl- um við daglegt líf á eyjunni, að engu tali tekur. ★ Hefur brezki rithöfundurinn Graham Green nú skýrt opinber- lega frá þvi, að hann hafi í einka- heimsókn til Kúbu í október sl. komizt að því að uppreisnarher Castros réð yfir nær allri Kúbu og að stjórn Batista hafi verið dæmd til dauða. Kveðst Greene hafa bent Fordham sendiherra mjög ákveðið á þessa staðreynd, en ekkert var farið eftir ábend- ingum hans. Graham Greene vinnur nú að því að skrifa nýja skáldsögu, sem hann ætlar að kalla „Our man in Havana“ (Okkar maður í Havana). Mun hann þar ræða háðslega um upplýsingaþjónustu Breta. Er Fordham sendiherra þegar kallaður 'almennt í háði: „Our man in Havana". De Gaulle verður forseti — Debré forsætisráðherra MEÐ deginum í dag, 8. janú- ar, tekur de Gaulle við em- bætti sem fyrsti forseti hins fimmta franska lýðveldis. — Samtímis verður mynduð fyrsta ríkisstjórn lýðveldisins undir forsæti Michel Debré, eins af helztu foringjum Lýð- veldisfylkingarinnar. í fregnum frá París í gær segir að vaxandi óánægju gæti meðal almennings í Frakklandi vegna hinnar ströngu sparnaðaráætlunar þeirra de Gaulles og Pinays, Ejármálaráðherra. Verkalýðs- félögin hafa lýst yfir andúð sinni á lífskjaraskerðingunni, en þó er ekki búizt við nein- um verkföllum fyrst um sinn. ÆT ■ Atta tonn AKRANES, 7. jan. — Fyrsti bát- urinn sem í róður fór á vertíð- inni, Sigurvon, kom með 8 tonna afla í kvöld og hafði skipið feng- ið gott sjóveður. Um helmingur aflans var þorskur, hitt ýsa og lít- ilsháttar af smálúðu. í kvöld munu róa héðan 6—7 bátar. ■— Oddur. Moskoviis ‘59 ósknsl nú þegar, leyfi fyrir Moskwitz kemur einnig til greina. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir ki. 6 á föstudagskvöid merkt: „Moskwitz 1959“. Minniingarsjóður Soffiu Gublaugsdóttur Minningarspjöld afgreidd í hannyrðaverzluninni Refli Aðalstr. 12 og bókaverzlun Olivers Steins í Hafnarfirði. U nglinga vantar til bfaðburðar í eftirtalin hverfi Bráðræðisholt Efstasund Lindargata Aðalstræti 6 — Sími 22480. er sýndu mér vinsemd á SEXTUGSAF- MÆLI MÍNU 26. DES. S.L. og glöddu mig og fjölskyldu mína með heimsóknum, stór- gjöfum og góðum kveðjum. Óska ég ykkur öllum góðs árs, heilla og blessunaa*. Akureyri 3. jan. 1959 Valgarður Stefánsson Oddeyrargötu 28. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðjum, á sjötugsafmæli mínu þann 1.1. 1959. Guð blessi ykkur öllum nýja árið. Bjarnfríður Ásmundsdóttir, Akranesi. Císli Einarsson héraðsdóinslög ma Aur. WkmWi Málflulniugsskrifstofa. HRINOUNUM Laugavegi 20B. — Sími 19631. C/’ TJ HAFNAfi*T* 4 5 0 fl 0 0 0$ fi 0 tt'Si' 0 0 *"0 * 0} Eiginkona mín SIGUREY SIGURÐARDÓTTIR Hjallavegi 27, sem andaðíst 3. janúar verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkjunni föstudaginn 9. janúar kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim er vildu minnast hennar er bent á Slysavarnarfélag ís- lands. '"nur Nielsson. Dóttir mín ÞÓREY ÞORLEIFSDÓTTIR andaðist í Landsspítalanum miðvikudaginn 7. janúar. Ragnheiður Bjarnadóttir, Bókhlöðustíg 2. Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir SIGURÐUR KR. HJALTESTED bakarameistari, andaðist 7. janúar. Rannveig Hjaltested, Margrét og Úlrieh Richter. Móðir mín KRISTfN JÓHANNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja að Fagradal á Hólsfjöllum, anúaöist í Landsspítalanum í gær. F.h. okkar systkinanna. Gunnar Jóhannesson. Jarðarför mannsins míns SIGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Fíflholtum, sem andaðist 2. janúar s.I. fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. þ.m. og hefst með bæn að heimili hans Ásabraut 5 kl. 1 e.h. Blóm afþökkuð. Soffía Kristjánsdóttir. ÓLAFUR J. GUÐLAUGSSON fyrrum veitingamaður Grettisgötu 94, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 9. jan- úar kl. 1,30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóð Soffíu Guðlaugsdóttur, leikkonu. IFyrir hönd aðstandenda. Ingibjörg Jónsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.