Morgunblaðið - 09.01.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 09.01.1959, Síða 1
20 siður iqvmwtt 46. árgangur 3. tbl. — Föstudagur 9. janúar li>aa Prentsmiðja Morgunblaðsina Frystihús í Accra ACCRA, 8. jan. — Hér hefur ver- ið stofnað félag, sem hefur það á prjónunum að byggja frystihús hér í borg. I stjórn fyrirtækisins eru þrír Norðurlandabúar, einn frá Noregi og tveir frá Dan- mörku. Xveir aðrir stjórnarmeð- limir eru Ghanabúar. Félagið hefur til umráða 110 þús. sterl- ingspund. Frystihúsið verður tilbúið f haust og á það að geta fullnægt innanlandsþörfinni, en síðar er í ráði að byggja annað frystihús, sem á að taka við matvörum frá Norðurlöndum, t. d. norskri síld. Þegar það frystihús hefur byrjað starfsemi sína, vonazt Norður- landabúarnir í stjórn fyrirtækis- ins, að það verði til þess að auka mjög innflutning á matvörum frá Norðurlöndum. Þessi mynd var á sínum tíma tckin á verndarsvæði Breta úti fyrir Vestfjörðum, eða nánar til tekið úti fyrir Dýrafirði. Hún sýnir H.M.S. Russell bægja íslenzku varðskipi frá landhelgisbrjóti. — Nú hafa stormar og Vetur konungur neytt landhelgisbrjótana til að leggja niður þetta verndarsvæði sitt. — Sjá fréttina. News Chronicle segir Verndarsvœðin lögð niður yfir UrSu að selja Hackness vegna að- gerða stjórnarinnar fyrir Vestfjörðum veturinn BREZKA stórblaðið News Chronicle sagði írá því sl. þriðju- dag að eigendur togarans Hackness hafi krafizt skaðabóta af enska ríkinu, vegna þess að flotamálaráðuneytið fyrirskip- aði skipstjóra hans á sínum tíma að sigla heim til Bretlands. í frétt blaðsins segir, að framkvæmdastjóri togarafyrirtækis- ins, sem er í Fleetwood og heitir Fern Leaf Fishing Co., Mr. William Newton, hafi skýrt stjórninni frá því, að íslands- ferðin hafi kostað fyrirtækið „meira en 3,000 sterlingspund . . . og síðan höfum við beðið í höfn í sex vikur til þess að fá vitneskju um málavexti alla“. Xil Lundúna Því má skjóta hér inn í frétt News Chronicle, að Þór skaut á togarann hinn 13. nóvember sl. Xogarinn var 2.5 sjómílur frá landi skammt suður af Látra- bjargi. Togarinn var með ólög- legan útbúnað veiðarfæra og var gefið stöðvunarmerki. En hann sinnti því ekki. Russel var nær- staddur og kom í veg fyrir töku togarans með ofbeldi: Ef þið Churchill hóf kalda StríðÍð, se9lr Mikojan Athyglisverð ræða hans í gærkvöldi DETROIT, 8. jan. — Mikojan hélt í kvöld ræðu hér í borg, og voru margir af helztu iðju- höldum borgarinnar viðstadd- ir. Henry Ford var gestgjafi. í ræðu sinni sagði Mi- kojan m. a., að það hefði ver- ið Sir Winston Churchill, sem kom kalda stríðinu af stað, í Fulton, Missouri, í febrúar 1946, studdur af Truman for- seta. ★ Þá sagði ráðherrann, að langur tími myndi líða áður en bifreiðaframleiðsla Sovétríkj- anna væri komin í það horf, að unnt væri að framleiða bíl handa hverjum verkamanni, eins og gert sé í Bandaríkjunum. ■ár Þá var hann spurður að því hvers vegna Rússar héldu að Bandaríkjamenn vildu koma af stað styrjöld, þegar allt benti til hins gagnstæða. Hann svaraði því til, að Rússar litu svo á, að Ame- ríkanar gerðu skyssur og Ame- ríkanar, að Rússar gerðu skyss- ur. Hann bætti því við, að Saló- mon konungur hefði sennilega í slíku tilfelli kennt báðum aðilum um. Framh. á bls. 2. skjótið á togarann, þá skjótum við ykkur í kaf, sagði skipherr- ann á Russell. Laust eftir klukk- an átta um kvöldið bárust Russ- ell fyrirmæli um það, að togar- inn skyldi sigla til Lundúna. Seldur Mr. Newton, sem fyrr er nefndur, segir, að Hackness hafi verið í fullum rétti. „Við erum fórnardýr alþjóðastjórn mála“, sagði hann ennfrem- ur, „og lítil f jölskylda eins og við hefur ekki efni á að tapa slíkum fjárhæðum. Af þeim sökum höfum við orðið að selja togarann“. Þá sagði hann, að togarafélagið hefði Ný stjórn í Fœreyjum ÞÓRSHÖFN, 8. jan. — í kvöld leit svo út, að tekizt hefði að mynda nýja landstjórn í Færeyj- um eftir meira en mánaðar- samningaviðræður. Undanfarið hefur Peter Mohr Dam, leiðtogi jafnaðarmanna, sem unnu mik- inn sigur í kosningunum, rætt við stjórnmálamenn í Færeyjum og nú segja fréttamenn, að viðræð- urnar hafi borið þann árangur, að ný landstjórn verði mynduð á morgun með aðild jafnaðar- manna, Sambandsflokksins og ó- háðra. Þeir hafa 17 þingmenn samanlagt af 30, sem sitja í lög- þinginu. Fullvíst þykir, að Peter Mohr Dam verði lögmaður. krafizt skaðahóta frá brezku stjórninni eða togarasamband inu brezka. — Beiðninni um skaðahætur hefur verið hafn- að. — Hackness fór á veiðar aftur í gær. En hinir nýju eigendur skipsins segja, að það muni ekki fara á Islandsmið. Þá segir hlaðið að lokum, að tilkynnt hafi verið á mánu- daginn, að allri vernd brezkra herskipa á vestursvæðinu hafi verið hætt yfir vetrarmánuð- ina. Castro í Havana LUNDÚNUM, 6. jan. — Castro uppreisnarforingi kom til Havana í dag. Honum var ákaft fagnað, kirkjuklukkum var hringt og herskip á höfninni skutu heiðurs- skotum. Brezku og bandarísku stjórn- irnar hafa viðurkennt hina nýju stjórn uppreisnarmanna. Þjóðsöng Ceylon breytt af hjátrú COLOMBO, 7. jan. — Það hefur verið ákveðið að breyta fyrstu Ijóðlínu í þjóðsöng Ceylons. Er það gert fyrir áskoranir stjörnu- spekinga, sem segja að orðalag ljóðlínunnar hafi fært hinu nýja Asíu-ríki ógæfu. Strax og þjóðsönguri*n var tekinn upp mótmæltu stjörnu- spekingar honum og eftir nokk- urra ára reynslu, þar sem Ceylon hefur orðið fyrir hverri ógæf- unni á fætur annarri, svo sem þeirri, að forætisráðherra eyjar- innar Senanayake hálsbrotnaði, er hann datt af hestbaki, — hef- ur verið ákveðið að verða við tilmælum stjörnuspekinganna. 600 tilbúnir í reyingar íslandsför KAUPMANNAHÖFN, 8. jan. Information skýrir frá því í frétt í dag, að á Færeyjum séu menn mjög spenntir að vita, hvort færeysku fiski- mennirnir taka tillit til þess hanns, sem Erlendur Paturs- son, formaður Fiskimannafé- lagsins, hefur lagt á, að þeir ráði sig á íslenzk fiskiskip. Sem kunnugt er, hefur ekki náðst samkomulag milli Fiski mannafélagsins og Islendinga um gjaldeyrisfríðindi fær- eyskra sjómanna og hefur sjómönnunum verið bannað að ráða sig á íslenzka togara af þeim sökum, segir Informa tion. Samt sem áður er búizt við, að 600 færeyskir sjómenn séu reiðubúnir að fara til ís- lands og ráða sig þar á fiski- skip, en ekki er enn hversu margir fara, blaðið að lokum. víst, segir Efni blaðsins m.a.: Föstudagur 9. janúar. Bls. 3: Góðtemplarareglan 75 ára. — 6: 1958 — ár mikilla átaka (Erl. yfirlitsgrein). — 8: „Dómarinn'* leikrit Þjóðleik- hússins. —■ 9: Bandaríkjastjórn klofin . um sparnað í opinberum útgjöld- um. Niðurgreiðsla á innfluttum á- burði. (Frá Alþingi). — 10: Forystugreinin: Hringsnúning- ur kommúnista. „Drekkum bróðir — við verð- um öreigar hvort sem er“ — (Utan úr heimi). — 11: Geirs G. Zoega minnst. — 13: Stefnir 30 ára (SUS-síða). — 18: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.