Morgunblaðið - 09.01.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 09.01.1959, Síða 6
6 MORCUNfíLAÐlÐ Föstudagur ‘an 1959 1958 - AR MIKILLA ATAKA ÞEGAR litið er yfir atburði ársins 1958 í heild, má segja að það sem setji svip sinn á það sem gerðist í milliríkjamálum, séu hin áfram- haldandi átök milli austurs og vesturs, átökin milli hinna tveggja kerfa, hins frjálsa heims annars vegar og hins vegar þess hluta sem kommúnistar ráða yf- ir. Kalda stríðið hefur haldið áfram og stundum hefur virzt svo sem það ætlaði að breytast í blóðuga bardaga, þó betur hafi farið en á horfðist. ★ Sumir stjórnmálaritarar benda á, að þó engar stórbreytingar hafi orðið á árinu 1958 og ástand kalda stríðsins hafi haldist í stór- um dráttum, þá sé að því að gæta, að alltaf verði styttra og styttra á milli þess að upp komi einhvers konar ágreiningur eða deiluefni, sem stefnt gæti friðnum í hættu. Að vísu er ennþá mikið talað um friðsamlega sambúð hinna tveggja kerfa í veröldinni og enn ræðast vestrænir menn og Rússar við innan ramma Sameinuðu þjóðanna og í Genf þar sem setið er við sama borð og talað um möguleika á að hætta tilraunum með -jarnorkuvopn og annað því um líkt. En þrátt fyrir þetta hef- ur, eins og áður hefur verið sagt, stundum litið svo út sem allt ætlaði að fara í bál og brand á árinu sem leið og er að minnast þess, þegar borgarastríðið braust út í Líbanon og byltingin í írak. f>á landsettu Bandaríkjamenn her menn í Libanon og Bretar sendu her inn í Jórdaníu til hjálpar Hussein konungi. Því er ekki að neita að um tíma leit svo út sem nú drægi til stórfellds hernaðar en skjótt kom í ljós að stórveldin vildu ekki láta þetta verða tilefni til meiriháttar átaka og fór svo eftir skamma stund að kalda stríðið hélt áfram og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, bæði aftan og framan við tjöldin, án þess að til vopnaviðskipta drægi. ★ Varla voru herbrestirnir fyrir botni Miðjarðarhafs liðnir hjá, þegar kínversku kommúnistarnir tóku að skjóta á eyjuna Quemoy, sem Formósustjórn Chiang Kai- Cheks hefur á valdi sínu. Banda- ríkjamenn höfðu nú mikinn flota tilbúinn, ef til átaka drægi og svo virtist í bili sem hér kynni að blossa upp alvárleg styrjöld. En fallbyssudrunurnar við Que- moy-eyju hljóðnuðu bráðlega og sama kalda stríðið heldur nú áfram á þessu svæði, eins og áð- ur. Það fór þarna svipað eins og fyrir botni Miðjarðarhafs, að í orði kveðnu er allt með kyrrum kjörum en undir niðri er bálið, sem hvenær sem er getur brotizt út til yfirborðsins. ★ Enn er það í fersku minni, þegar Stalin reyndi að hrifsa til sín alla Berlín með því að loka samgönguleiðum til hennar. Þessu var forðað með „loftbrúnni“ svo- kölluðu, þegar bandamenn tóku sig saman um að flytja loftleiðis allt sem þurfti til borgarinnar. Nú virðist svo sem stjórn Krús- jeffs vilji með nýju móti reyna að ná yfirráðum yfir Vestur- Berlín og innlima þannig borg- ina alla í Austur-Þýzkaland. Rétt fyrir nýárið lýstu vestrænu þjóðirnar yfir, að þær mundu ekki sætta sig við það, ef Rúss- ar reyndu á einn eða annan hátt að sölsa undir sig yfirráð í Vest- ur-Berlín og yrði það talin næg stríðsorsök, ef rússneska stjórnin gerði tilraun til slíks. Enn er ekki séð hvað úr þessu máli verð- ur endanlega. Eftir því sem fregn ir herma frá komu Mikojans til Bandaríkjanna nú síðustu dag- ana, þá er ekki svo að sjá sem Rússar hafi enn látið af hugmynd um sínum um að ná tangarhaldi á Vestur-Berlín. En í orði kveðnu er það þó enn samt svo, að sama ástand helst þar í borginni og áður, og er hér en* hið sama fyrirbæri á ferðinni, að hvenær sem er getur nýtt vandræðaá- stand komið upp og grundvöllur- inn fyrir friðnum er á margan hátt veikur. ★ Þegar litið er yfir seinasta ár, er þess líka að minnast að ný skipan komst á stjórnmál í Frakk landi. Hið svonefnda 4. lýðveldi leið undir lok við lítinn orðstír, en við tók 5. lýðveldi de Gaulles, sem svo hefur verið nefnt. Enn er of snemmt að leggja nokkurn dóm á, hvernig hin nýja skipan í Frakklandi tekst, en það mun framtíðin leiða í Ijós. Það er víst að franska þjóðin var orðin leið á hinum sífelldu deilum og krít- um innanlands, og loks braust svo út uppreisn meðal hermann- anna frönsku í Alsír, sem varð til þess að de Gaulle var kallað- ur til stjórnar, en hann er nú orðinn fyrsti forseti 5. lýðveld- isins, eftir að ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. ★ Ekki verður litið yfir árið 1958 án þess að augunum sé rennt austur til Kína, en þar eru nú að gerast hinar örlagaríkustu atburð ir. Stjórnin þar hefur tekið þá stefnu að þjóðnýta landbúnaðinn á miklu hraðari og róttækari hátt en rússnesku kommúnistunum nokkurn tíma datt í hug. Þegar þess er minnst að Stalin lét þau orð falla, að þjóðnýting rúss- neska landbúnaðarins hefði kost- að meiri fórnir en þær sem Rúss- ar færðu í seinni heimsstyrjöld- inni, geta menn rennt grun í, hvaða fórnir Kínverjar verða að færa í sambandi við hina nýju og hröðu þjóðnýtingu landbúnaðar- ins. Kínverjar finna mikið til sín og þá dreymir stóra drauma. Það er ekki yafi á því, að Kínverjar telja að Rússar séu hvergi nærri þeir einu sem hafi höndlað allan sannleika í sambandi við komm- únismann og framkvæmd hans. Kínverjar ætla að þar megi þeir Heimsóknin vel leggja orð í belg. Telja margir að hér blasi við mikill ágrein- ingur milli Rússa og Kínverja og að hann kunni að koma fljót- ar í ljós en margan hefur órað fyrir. En einnig hér er allt í deiglunni og erfitt að spá og ómögulegt að ræða. Árið 1958 hefur visað hér nokkuð fram á við um það hvað verða vill, en þó er ómögulegt enn að segja, hvaða stefnu málin kunni að draga með Rússum og Kínverj- um innan fyrirsjáanlegs tíma. Víða var mikil ókyrrð og órói á árinu og á það ekki síst við um ýms lönd í Asíu og Afríku. Stjórn irnar í Burma, Thailandi, Paki- stan og Sudan féllu og mikil átök urðu í Indónesíu, þar sem blóðug borgarastyrjöld braust út. í öllum þessum löndum má segja, að flest sé á hverfanda hveli og megi vænta þaðan nýrra tíðinda á hinu nýbyrjaða ári. Fréftabréf úr Holfahreppi MYKJUNESI, 5. jan. — Árið sem nú er á enda runnið var um margt sérstætt og eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Vetur- inn fremur harður frá áramótum og fram undir vor, svo að mjög gáfust upp hey. Maímánuður var einn hinn harðasti um langt bil og jörð gróðurlaus fram í júní. Sláttur hófst í seinna lagi og spretta um eða undir meðallagi, en nýting heyja með afbrigðum góð, stöðugir þurrkar fram í öktóber. Fénaðarhöld urðu yfir- leitt góð hér um slóðir, en lömb reyndust í lakara lagi til frálags. Aftur á móti varð kartöfluupp- skera yfirleitt góð og stóðu kart- öflugrös ófallin í görðum fram í október. Haustið var gott og hlýtt fram í desember, svo að fé var ekki tekið á gjöf fyrr en á skrifar ur daglegq lífinu y>«' inu j Regnbogi af tungli. Eftirfarandi frásögn barst mér frá Sn. J.: „jt|EGAR ég, eins og allir út- " varpshlustendur, fékk tæki- færi til að dást að því hvernig Hjörtur hinn tunglfróði (og raun ar ákaflega margfróði) svarar vandasömum spurningum, kom mér til hugar að segja frá regn- boga, er ég eitt sinn sá eftir dag- setur. Það var 13. desember 1935. Ég var stundarkorn niðri í búð (bókaverzlun minni, sem þá var) og bar svo við að G. E. Selby, sem fjlödi Reykvíkinga áreiðan- lega man eftir, bæði frá þeim tíma og svo frá stríðsárunum, kom þar inn. Nýlega hafði ég ver- ið heima og vissi að húsfreyjan ætlaði að fara að baka kökur. Þurfti ekki að efa, að Selby mundi koma það vel að fá heitar enskar kökur, svo að ég sagði, að við skyldum fara heim og fá okkur tesopa. Þegar við gengum vestur Túngötu, tókum við eftir því, að regnbogi var á lofti i suð- urátt, en þetta hefur líklega verið nálægt kl. 5, eða milli kl. 5 og 6. Minnir mig að regnborginn væri vestanhalt við Keili að sjá. Þessa sjón hefi ég ekki séð í annað sinn. En hvenær sem ég dvelst í Englandi, les ég gjarna The Times, og mundi sannast að segja ávallt lesa það blað ef það væri ekki of dýrt fyrir mig, því ekki á það sér neinn líka. í einhverri utanför minni núna á síðustu árum, las ég þar i bréfa- dálkunum frásögn manns, er séð hafði regnboga að næturlagi. Hans frásögn var nákvæmari en mín, eftir svona langan tíma“. Ömurleg bið. NÝLEGA hitti ég kunningja minn, sem var að koma norð- an af Akureyri úr jólafríi. Barst talið að ferðalaginu að norðan og norður, en þangað hafði hann flogið. Kom þá i ljós, að ferðin norður hafði verið vægast sagt óþægileg. Við sliku má að vísu alltaf búast, þegar flogið er milli staða hér á landi yfir vetrarmán- uðina, en þessa ferð held ég að hefði mátt gera miklu minna ó- þægilega. Þannig var mál með vexti, að ekki var hægt að lenda á Akur- eyri og þar eð vélin átti líka að fara til Egilsstaða, var lent þar fyrst. Völlurinn þar var þá svo slæmur, að sópa þurfti af honum snjó eða eitthvað þess háttar, áð- ur en hægt var að flúga upp af honum. Af þessum ástæðum biðu farþegarnir þarna í fimm tíma. Við því var að sjálfsögðu ekk- ert að gera. En þessa fimm tíma biðu þeir í óupphituðum skúr, þar sem hvorki var hægt að fá vott né þurrt, og var ekki leyft að skreppa niður að Egilsstöðum, til að fá sér kaffisopa, þó það sé skammt frá. Fyrir þessu kunna að vera einhverjar ástæður, en í hópnum voru tvær konur með líil börn. Börnin voru fljótlega búin af pelanum sínum, en ekki var hægt að fá mjólk fyrr an eftir talsvert þóf. Þá var loks ek- ið á nokkrum mínútum niður að Egilsstöðum eftir henni. Hrein- ustu vandræðum olli það líka, þegar þurfti að skipta á börn- unum, bæði vegna kulda og einnig vegna þess, að hvergi var hægt að leggja þau frá sér. Ekki veit ég hvort stólar voru þarna af skornum skammti í þetta sinn, en í sumar beið þarna hungraður farþegahópur hálfan dag, og fengu aðeins sumir sæti. Biðin á flugstöðinni var sem sagt eins ömurle'g og frekast er hægt að hugsa sér. Að sjálfsögðu megum við ekki gera kröfur til þess að fyrsta flokks aðbúnaður sé við litla flugvelli úti á landi — ekki eihu sinni sæmilega góður aðbúnaður. En þar sem farþegum er ætlað að bíða tímunum sam- an, verður að vera hlýtt, og þegar um svo langa bið er að ræða, hljóta að vera einhver ráð með þó ekki sé nema kaffisopi handa fullorðnum og mjólk handa börn- um, ef ekki er hægt að eyða hálí tíma í að koma þeim á sta&. b«r sem slikt er á boðatóium. jólaföstu. Síðan hefur yfirleitt verið kalt í veðri, oft allmikið frost og norðan næðingur. Framkvæmdir voru hér með svipuðu móti og áður, bæði rækt unar- og byggingar. Alltaf er eitthvað af peningshúsum í bygg ingu, en ræktunarframkvæmdir ef til vill heldur minni síðustu árin. En það sem einna eftir- minnilegast verður í eftirmælum ársins er hin mikla dýrtíðaralda, er flæddi yfir landið síðari hluta ársins og lenti með heljarþunga og í sívaxandi mæli á landbúnað inum. Er það víst að til að ráða bót þar á duga ekki niðurgreiðsl- ur og eftirgjafir, þar sem rekstr- arvörur landbúnaðarins hafa hækkað svo gífurlega í verði. Og nú er nýtt ár byrjað, það er heldur kuldalegt og í dag er kaldasti dagur vetrarins. En hvað um það, með hækkandi sól fá menn kannski meiri trú á að úr rakni. Og um eitt munu allir ís- lendingar vera sammála og það er um óskina um betra stjórnar- far á nýbyrjuðu ári, en við átt- um við að búa á árinu sem leið. — M. G. Glsli Kristjánsson heiðraður HINN 12. desember sl. sæmdi Friðrik IX Danakonungur Gísla Kristjánsson ritstjóra, Búnaðar- félagi íslands, riddarakrossi Dannebrogorðunnar. (Frá danska sendiráðinu) Gagnkvæiitur löndunarsamning- ur milli kaupstaða NESKAUPSTAÐ, 7. jan. — Út- gerðarfélög togaranna Brimnes á Seyðisfirði og Gerpis hér í Nes- kaupstað, hafa gert með sér gagn kvæma löndunarsamninga. Eru þeir í því fólgnir, að togararnir skuli koma við á báðum höfnum er þeir koma með karfaafla af Fylkismiðum við Nýfundnaland. Samningur þessi er hagstæður fyrir baða aðila, því Seyðfirðing- ar hafa eigi vinnuafl nægilegt til þess að anna þar meiri fisk- förmum en 80 tonna. Hér á Norð firði munu koma til vinnslu 180 til 250 tonn af karfa í hverri veiðiför skipanna. Hér veldur það erfiðleikum að vinna úr 250 tonna togarafarmi, þó það hafi verið gert í eitt skipti nú í haust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.