Morgunblaðið - 09.01.1959, Side 12
12
MORGVNRLAÐ1Ð
Föstudagur 9. jan. 1959
Forseti Ferðafélags Islands
— Geir G. Zoega
hann hafi þekkt þá alia á land-
inu, og svo mannglöggur, að af
bar'. Allra manna var hann hóf-
samastur í þessum ferðum við
sjálfan sig og okkur, þar var
hann líka okkar fyrirmynd.
Ég veit að aðrir en ég verða
til þess að þakka Geir G. Zoéga
það frábæra starf hans í sam-
göngumálum, að vega allt landið,
eða því sem næst, á þessum
skamma tíma, tæpum 40 árum.
En ég veit ekki hvort öllum er
ljósara en okkur sem unnum hjá
honum, allir þeir erfiðleikar er
sÓTtu á hann frá ýmsum hliðum.
1 fyrsta lagi fólkið sem þurfti
GEI G. ZOEGA, fyrrum vega-
málastjóri, lézt að heimili sínu,
árla <iags hinn 4. þ. m., eftir all
®tranga sjúkdómslegu.
Geir lauk prófi í bygginga-
verkfræði frá Tækniskólanum í
Kauj>mannahöfn árið 1911 og er
þannig úr hópi hinna fyrstu ís-
lenzku verkfræðinga. Hann hefur
Mnnið óslitið að verkfræðistörfum
hér á landi lengur en nokkur
«nnar, eða í nærri hálfa öld og
er fyrir löngu orðinn landskunn-
•wr, fyrir hin fjölþættu störf sín.
Kann var einn af 13 stofnend-
um Verkfræðingafélags íslands
<VFÍ) ári'ö 1912 og ótrauður og
gegn félagsmaður til hinztu
stundar. Tvisvar var hann for-
»naður félagsins, 1916—1916 og
aftur 1928—1930. Þá sat hann í
stjórn félagsins 1920—1928, en
átti auk þess sæti í f jölmörgum
nefndum innan vébanda þess.^
ífér skal aðeins minnst á fátt
eitt af störfum hans í þágu fé-
lagsins. Hann var kjörinn full-
trúd VFÍ í samvinnunefnd nor-
rænna verkfræðinga í Reykjavík
1950, formaður unddrbúnings-
rtefndar að 5. norræna verkfræð-
ángamótinu, er haldið var í fyrsta
sinn hér á landi árið 1956. Enn-
fremur var hann fuUtrúi ís-
lenzkra verkfræðinga í forsæti
mótsins. f>á átti hann sæti í
framkvæmdaráði húsnæðissjóðs
féiagsins frá stofnun þess 28.
febrúar 1951.
Brautryðjandi i
ÞEGAR ég á sunnudagsmorgun
þann 4. p.m. frétti um andlát
Geirs G. Zoega, fyrrv. vegamálá-
stjóra, flugu ósjálfrátt um hug
minn minningar frá ýmsum sam
verustundum, sem ég var svo
lánsamur að hafa átt með honum,
einkum í sambandi við störf
hans, þau er lutu að brunavarna-
málum, en hann hafði á hendi
yfirumsjón með þeim málum
óslitið í um 30 ár, jafnhiiða öðr-
um umfangsmiklum embættis-
störfum
Á Alþingi 1929 var gerður sá
viðauki við brunamálalögin frá
1907, að skipaður skyldi sérstak-
ur eftirlitsmaður með því að
ákvæði laganna um skipulegar
brunavarnir í kaupstöðum og
kauptúnum væri framfylgt. En
samkv. ýmsum heimildum frá
þeim tíma er Ijóst, að brunavarn
ir vona þá mjög í molum og víð-
ast hvar alls engar. Geir Zoéga
var falið þetta eftirlit, sem síðar
hlaut nafnið Brunavarnaeftirlit
ríkisins, að aukastarfi og hafði
hann það einn á hendi fyrstu
árin, en frá 1934 var ráðinn mað-
ur í hið daglega eftirlit honum
til aðsttíðar.
Geir Zoéga hófst þegar handa
af sínum alkunna dugnaði og
stjórnsemi að vekja áhuga og
framkvæmdarvilja bæja og
sveitastjórna fyrir auknum
brunavörnum. Miðaði málum
þessum strax mjög í rétta átt, en
viða urðu þó erfiðleikar í vegi,
eins og oft vill verða þegar um
brautryðjendastörf er að ræða.
En með óbilandi atorku og dugn-
aði tókst Zoéga að fá menn í lið
með sér til þess að hrinda þess-
um málum áleiðis.
Honum var strax ljóst, að ekki
var einhlítt að beita sektarákvæð
um laga eða reglugerða ef út af
veganna með, þráði þá, og að
mörgu leyti átti rétt á þeim. í
öðru lagi takmörkuð fjárveiting,
jafnhliða hækkandi kaupi og í
þriðja lagi sívaxandi vélakaup.
Þetta skildum við verkstjórar
hans ef til vill betur en fólkið.
Einmitt í sambandi við þetta
mætti vegamálastjóri oft gagn-
rýni. Oft var hún ósanngjörn, því
fáir vissu hvað Geir Zoéga vann
marga stórsigra með persónuleik
sínum og skapfestu í þessum mál-
um.
Ég vil enda þessar línur með
innilegri samúðarkveðju til konu
hans, barna og annarra vanda-
manna.
í virðingar- og þakklætisskyni
fyrir frábær störf var hann kjör-
inn heiðursfélagi VFÍ árið 1955.
Eitt af einkennum Geirs G.
Zoéga var, hve heill og óskiptur
hann gekk að hverju starfi. Mér
eru efst í minni, nokkrir fundir,
er ég sat með honum í húsnæðis-
málanefnd félagsins sl. sumar og
haust, allt fram að þeim tíma, er
hann lagðist banaleguna. Hann
lét sér mjög annt um húsnæðis-
mál félagsins og var á fundum
þessum hinn gjörhuguli og lífs-
reyndi maður. Eftir að hann
lagðist, átti hann nokkrum sinn-
um símtöl við framkvæmdastjóra
félagsins, ýmist til þess að fylgj-
ast með framgangi þessa máls,
eða til að leggja eitthvað gott til
málanna.
Geir G. Zoéga var prúður
í framkomu, hæverskur, jafn-
geðja og farsæll í störfum. 1 þau
30 ár, sem kynni okkar stóðu,
minnist ég ekki annars en að
hann legði alltaf gott til manna
og málefna og aldrei hnjóðsyrði
til nokkurs manns.
íslenzkir verkfræðingar munu
lengi minnast hans með virðingu
•og þakklæti.
Fyrir hönd Verkfræðingafélags
íslands, vil ég votta konu hans,
frú Hólmfríði Zoéga, börnum
þeirra og öðrum venzlamönnum
innilega samúð.
Jón Á. Bjarnason.
brunavarnarmálum
var brugðið — heldur vaeri væn-
legra til árangurs að leiðbeina,
fræða og byggja upp. Sjálfur lét
hann ekkert tækifæri ónotað til
þess að kynna sér fyrirkomulag
þessara mála í nágrannalöndum
sem og nýjungar á sviði bruna-
varnatækja. Sótti hann í þessu
skyni heim ýmsa forystumenn
þessara mála á Norðurlöndum og
sat ýmsar ráðstefnur er fjölluðu
um þessi efni.
Árið 1948 voru sett ný lög um
brunavarnir og brunamál og síð-
ar regiugerð um sama efni, hvort
tveggja að mestu undirbúið og
samið af Geir Zoega með hlið-
sjón af sams konar löggjöf á hin-
um Norðurlöndunum.
Það var ekki ætlun mín með
þessum fáu línum að rekja til
hlítar þennan þátt í starfssögu
Geirs Zoéga, heldur aðeins stikla
á því helzta og um leið koma á
framfæri persónulegum þökkum
fyrir lærdómsríkt samstarf og
kynni svo og þökk frá Bnmabóta
féíagi íslands, sem jafnan hefir
haft náið samstarf við Bruna-
varnaeftirlit ríkisins og forstöðu
mann þess Geir G. Zoéga.
Árangur sá, er náðst hefir í
brunavamamálunum í heild á
tiltölulega skömmum tíma er
ótrúlega mikill, en um þetta
starf sem svo mörg önnur verður
ekki sagt að því sé eða verði
lokið — nýir tímar koma með ný
verkefni — ný vandamál.
Fyrir þann áfanga sem náðst
hefir undir handleiðslu og fyrir
brautryðjendastörf Geirs G.
Zoéga, stendur þjóðin í mikilli
þakkarskuld við þennan mæta og
starfsama embættismann.
Eiginkonu, börnum og öðru
skyldfólki hins látna votta ég
innilega samúð.
Ásgeir Ólafsson.
í DAG er til moldar borinn for-
seti Ferðafélags íslands, Geir G.
Zoéga. Hann andaðist að morgni
sunnudagsins 4. þ. m.
Ferðafélag Islands er orðið
fjölmennt félag, vinsælt með
landsmönnum og hefir unnið nyt-
söm og þjóðholl störf.
En það hefir á tiltölulega fáum
árum sætt þungum áföllum.
Á stuttum tíma hefir það átt
á bak að sjá ekki færri en fimm
ágætum forystumönnum sínum,
þeim Steinþóri Sigurðssyni,
Kristjáni Ó. Skagfjörð, Þorsteini
Þorsteinssyni, Pálma Hannessyni
og nú síðast forseta sínum, sem
verið hafði rösk tuttugu ár.
Geir G. Zoéga var kosinn for-
seti F. í. árið 1937. Hafði hann
þá verið varaforseti þess áður.
Árið 1937 átti félagið aðeins
10 starfsár að baki; var enn ekki
fjölmennt, né hafði orkað að af-
kasta stórmiklum framkvæmd-
um, enda þótt það hefði frá byrj-
un átt á að skipa hinum mæt-
ustu áhugamönnum um stefnu-
mál þess og markmið.
Þá átti félagið t. d. eitt sælu-
hús í Hvítárnesi, sem það hafði
látið reisa.
Undir forystu Geirs G. Zoéga
hefir F. í. tekið miklum vexti og
afkastað miklu starfi. Nú á það
8 sæluhús í óbyggðum, og nú er
það eitt af fjölmennustu félögum
á landinu.
Þrátt fyrir geysi umfangsmikil
embættisstörf og erfið, og þrátt i
fyrir fjölmörg trúnaðarstörf önn-
ur, sem á hann hlóðust, veitti
Geir F. í. forystu af miklum á-
huga, dugnaði og farsæld.
Hann var mikill ferðamaður.
Þess kröfðust embættisstörf hans.
Hann þekkti ísland betur en
flestir aðrir bæði byggðir og
fjallvegi. Hann sá og fann, hví-
líkt gildi það hefir fyrir okkur
íslendinga, að kynnast ættlandi
okkar, hinni voldugu náttúru
þess, fjölbreytni óendanlegri og
fegurð.
Uppdráttum af íslandi, sem
orðið hafa frábærlega vinsælir,
átti hann allra manna mestan
þátt í að koma út. Þýðing vega-
bóta, sem F. í. voru svo mikils
virði inn á öræfin, skildi vega-
málastjórinn og ljósar en flestir
aðrir, og var þar betri en eng-
inn. í skemmstu máli mótaðist
stjórn hans öll af ljósum skiln-
ingi og miklum áhuga á sérhverj-
um þætti í starfsemi Ferðafé-
lagsins — og af þeirri festu og
trausti, sem einkenndi persónu
þessa glæsilega manns.
Ferðafélagið á mikilhæfum og
ágætum forystumanni á bak að
sjá.
Við, sem áttum við hann í þess-
um félagsskap nána samvinnu,
finnum, hve þar er orðið skarð
fyrir skildi.
En í gegnum endurminningar
þess samstarfs munum við ávallt
ágætan leiðtoga og góðan dreng.
Hallgr. Jónasson.
— Dómarinn
Framh. af bls. 8
og leikur hans skemmtilega „stíli
séraður“, ef svo mætti segja. —
Valur Gíslason leikur Arnold lög-
fræðing, sem tekið hefur að sér
mál Kristars, og er líka settur á
geðveikrahæli vegna afskifta
sinna af málinu. — Arnold vill
í byrjun vinna skjólstæðingi sín-
um það sem hægt er, en hann er
ekki mikill persónuleiki og gugn-
ar á málinu þegar á herðir. Bregð
ur hann þá yfir kaldhæðni og
kæruleysi, sem kemur hvað bezt
í ljós í viðræðum hans við dóm-
arann í síðasta þætti. Er leikur
Vals í hlutverki þessu einkar góð
ur. — Fröken Bernhard, skrif-
stoíustúlku Róars réttarfulltrúa
leikur Guðbjörg Þorbjarnardótt-
ir. Er fröken Bernhard bergmál
af húsbónda sínum og mjög í stíl
við hann. Er gervi Guðbjargar
prýðilegt og leikur hennar hnit-
miðaður. — Rúrik Haraldsson
leíkur ritstjóra blaðsins „Þjóð-
dómsins", sem er málgagn gagn-
rýningar á valdamenn þjóðarinn-
ar. Ekki felli ég mig við þessa
ritstjóra-týpu, finnst hann eitt-
hvað öðru vísi en hann ætti að
vera. Hygg ég að það sé báðum
að kenna, höfundinum og leikar-
anum. Hins vegar er aðstoðarrit-
stjórinn, sem Indriði Waage leik-
ur, réttur maður á réttum stað og
bráðskemmtilegur í snjallri túlk.
un Indriða. Þá er og Inga Þórð-
ardóttir prýðileg í hlutverki
frammistöðustúlkunnar. Róbert
Arnfinnsson leikur Lonard geð-
veikralæknir og Arndis Björns-
dóttir gamla konu. Eru þetta lítil
hlutverk og vel með þau farið. —
í.árus Pálsson leikur Cunning
dómara, hinn kaldrifjaða fant. Er
leikur Lárusar góður en fram-
sögn hans, að mér finnst, full til-
breytingalítil. — Önnur hlutverk
eru smærri og gefa ekki tilefni
til umsagnar.
Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar
eru hin prýðilegust.
Helgi Hjörvar hefur þýtt leik-
inn á gott og vandað mál.
Höfundur leiksins og kona
hans voru viðstödd frumsýning-
una.
Var leiknum ágætlega tekið og
voru höfundur og leikarar og leik
stjóri kallaðir fram hvað eftrr
annað og þeir ákaft hylltir af
Kunni vel með að tara með
hið mikla, sem honum var veitt
i vöggugjöf
MEÐ GEIR G. ZOEGA er geng-
inn fyrir ætternisstapa einn
þeirra manna, sem var mest
prýði embættisstéttar íslands um
sína daga.
Geir var af gamalli Reykja-
vikurætt, fæddur hér og ól hér
allan sinn starfsaldur. Bryndís
móðir hans stendur mér frá
æskudögum fyrir hugskotssjón-
um sem glæsileg höfðingskona,
og Geir rektor faðir hans var
hugljúfur kennari og hæglátur en
farsæll stjórnandi. Náin fjöl-
skyldubönd tengdu þá frændur’
annars vegar við Benedikt Grön-
dal skáld, einn viðfeðmasta and-
ans mann íslendinga, og hins
vegar Geir Zoéga útgerðarmann,
er var ötulastur og eftirminnileg-
astur athafnamaður í Reykjavík
á síðari hluta nítjándu aldar og
fram á hina tuttugustu.
Geir vegamálastjóri óx því upp
í umhverfi, sem um margt var
óvenjulegt og fremra en þá gerð-
ist. Hann bar þess merki alla
ævi með þeim hætti, að honum
var hvarvetna veitt athygli sem
aðsópsmiklum en þó hóglátum
fyrirmanni.
Þegar litið er til stærðar lands-
ins, fámennis og fátæktar, lengst
af, nálgast að telja verði til
kraftaverka hinar miklu vega-
lagnir og brúargerðir hér á síð-
ustu áratugum. Þar hafa margir
átt drjúgan hlut að, en enginn
þó drýgri en Geir vegamála-
stjóri. Hann þurfti ekki einung-
is að sjá um hinn verkfræðilega
undirbúning heldur og að hafa
yfirstjóm allra framkvæmda víðs
vegar um land. Hefur þar oft
orðið að láta lítið fé nægja til
mikils. Hagsýni, árvekni og óbil-
andi vinnuþrek voru forsendur
þess, að svo vel tækist sem raun
ber vitni.
Geir var óþreytandi ferðamað-
ur og þekkti öllum öðrum betur
staðhætti um land allt. Hann var
ríkisstjórn og Alþingi ómetanleg-
ur ráðgjafi um fjárveitingar og
framkvæmdir, vel metinn af sam-
starfsmönnum og vinsæll af und-
irmönnum sínum hvarvetna.
Samhliða umfangsmiklum emb
ættisstörfum tók Geir mikinn
þátt í athafnalifi hér í bæ, bæði
útgerð og iðnrekstri. Formaður
Ferðafélags íslands var hann
áratugum saman, á meðal odd-
vita stéttar sinnar og í marg-
háttuðum öðrum félagsskap, sem
miðar að því að bæta bæjar-
braginn. Geir hafði ánægju af
mannfagnaði, naut sín þar ætíð
vel og var sjálfur höfðingi heim
að sækja, enda var gestrisni
beggja, hans og frú Hólmfríðar
við brugðið.
Geir vegamálastjóri var þrctt-
mikill gæfumaður, sem fékk að
njóta sín í lífinu svo sem hæfj-
leikar hans stóðu til. Ætt hans
og umhverfi mótuðu hann, en
heilladrýgst varð sjálfum honum
og þjóðinni það, að hann kunni
vel að fara með hið mikla, sem
honum var veitt í vöggugjöf.
Bjarni Benediktsson.
Sigurðnr Grímssoa.
Bandarikjamenn hafa gert nýja kvikmynd eftir Dagbók un»iu
Franks. Vekur kvikmyndin mikla eftirtekt og þykir listavel
gerð. Með aðalhlutverkið, Önnu, fer ung, bandarísk stúlka,
óþekkt fram að þessu, að nafni MiIIie Perktns. Hér sést bnn
vera að skrifa í dagbók sina.
Jónas Magnússon,
Hefir unnið að verkfræðistörfum
hér á landi lengur en nokkur annar