Morgunblaðið - 09.01.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1959, Blaðsíða 13
j’östudagur 9. jan. 1959 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá því tímaritið Stefnir hóf fyrst göngu sína. Að vísu fer því fjarri, að ritið hafi komið út reglu lega öll þessi ár, «n samt sem áður verður upphaf ritsins rakið allt aftur til ársins 1929. Vegna þessara merku tímamóta í sögu þess, komum við að máli við nú- verandi ritstjóra Guðmund H. Garðarsson, viðskiptafræðing, og spjölluðum við hann um Stefni og hlutverk hans. — Hvert álítur þú hlutverk Stefnis meðal íslenzkra tímarita? ■— Þessari spurningu verður ef til vill bezt svarað með því að rifja upp þau þrjú atriði, sem Magnús heitinn Jónsson, próf- essor, upphafsmaður og fyrsti rit- stjóri Stefnis taldi helztu verkefni hans: „1. Stefnir vill ræða um þjóð- mál og fræða um þau, frá sjón- armiði einstaklingsframtaks og athafnafrelsi* . . . 2. Hitt aðalerindið, sem Stefnir vill rækja, er það að flyjta mönn- um sem glöggast og bezt yfirlit um það, sem er að gerast út í löndum, hvaí þar er aðhafzt, ritað og hugsað og hvaða áhuga- mál og vandamál eru þar á dag- skrá .... 3. Loks mun svo Stefnir flyjta bæði greinar »g sögur og myndir til fróðleiks eg skemmtunar . . .“. Segja má, að þessi þrjú verk- efni séu enn í dag helztu verk- efni Stefnis. Að sjálfsögðu hafa hinir ýmsu ritstjórar litið dálít- ið misjöfnum augum á það, hvert efni ritsins ætti að yera, þó að þjóðmálin og stjórnmál yfirleitt hafi alltaf skipað öndvegi. — í seinni tíð hefur verið lögð megin- óherzla á stjérnmálin og fræðslu um bau. — Hverjir hafa verið ritstjór- ar og útgefendur Stefnis frá upp hafi? — Magnús heitinn Jónson próf- essor, gaf ritið út og ritstýrði því 1929—1934. Var hann lengst af einn ritstjéri þess, nema árið 1931, þá var Kristján Guðiaugs- son meðritstjóri hans. Var efni ritsins fjölbreytt og vandað. T. d. birtust þá frumsamdar og þýdd- ar greinar um stjórnmál, greinar um merka samtíðarmenn og sam- tíðarviðburði innanlands og er- lendis, marg* konar ffóðleikur um önnur lönd, ritdómar, sögur eftir íslenzka og erlenda höfunda, kvæði og ótalmargt fleira. Eftir 1934 lá útgáfan niðri í nokkur ár, en 1950 tók svo Sam- band ungra Sjálfstæðismanna að- gefa út tímarit, og varð Stefnis- nafnið fyrir valinu. Magnús Jónsson, alþingismaður, og Sig- urður Bjaraason, alþingismaður, ritstýrðu því til ársins 1955, en þá tóku jtcir Gunnar G. Schram, Matthías Jóhanncssen og Þor- steinn Ó. Thorarensen við rit- stjórn Stefnis. Höfðu þeir rit- stjórnina á hendi til ársloka 1957. Bérstök ritnefnd sá um útgáfu 1. heftis 1958. Með 2.-3. hefti árgangsi** tók ég við ritstjórn- inni, en i ritnefnd Stefnis sitja þeir Þór Vilhjálmsson, Magnús Óskarsson, Björn Þórhallsson og Benedikt Blöndal. — Og hvað er um útgáfuna í framtíðinni að segja? — Eins «g sjá má á titilsíðu ritsins, og raunar efni þess, er Stefnir tímarit utt þjóðmál og menningarmál. Við munum því! fyrst og fremst leggja áherzlu á birtingu greina um stjórnmál, og það jafnvel í enn ríkara mæli en nú er. Ennfremur munum við Dr. Magnús Jónsson unar Alþingis er ekki auðið aðj taka efnahagsmálin þeim tökum að einhver frambúðarlausn fáist Þjóðin treystir ekki réttsýn; manna, sem halda völdum í skjóli ranginda eg ólýðræðislegra kosn ingahátta. Þegar Alþingi er orð- in rétt mynd af þjóðarviljanum þá eru stórauknar líkur fyrir því að samþykktir þess njóti stuðn- ings og trausts þjóðarinnar“. Þá skrifar Geir Hallgrímssoi, nokkrar hugleiðingar í tilefni Pasternak málsins, sem hann nefnir „Andlegt frelsi — efna- hagslegt skipulag“, og lýkur hann grein sinni með þessum orðum: „Sósíalistar vitna löngum í of sóknir Hitlers og nazista gegi rithöfundum. Eignaréttur var aii vísu í orði kveðnu viðurkenndur af nazistum, en umráðaréttur eig’- andanna, völdin yfir (atvinnutækj unum, var frá eigendum tekinn. því að í Þýzkalandi Hitlers var rekinn fullkominn áætlunarbú- leitast við að kynna lesendum okkar það bezta í menningarlífi þjóðarinnar, og í þeim efnum munum við «inkum kappkosta að birta verk yngri kynslóðarinnar. Að lokum vil ég beina þeirri áskorun til allra kaupenda Stefn- is og allra Sjálfstæðismanna, að þeir útbreiði blaðið eftir föngum, því að traustur fjárhagur er eitt meginskilyrði þess, að það geti rækt hlutverk sitt í framtíðinni, og nýir áskrifendur er bezta af- niælisgjöfin, sem velunnarar Stefnis geta fært honum. Um leið og við kveðjum Guð- mund og árnum Stefni heilla í framtíðinni, stingur hann að okk- ur eintaki af tölublaði því, sem kom út núna fyrir jólin, og leyf- um við okkur að birta hér nokk- ur sýnishorn af efni þess. M. J. ritar Víðsjá, grein um stjórnmálaástandið og segir þar m. a. um kjördæmaskipunina: „Allir hljóta að sjá þá upp- lausn, sem framundan væri, ef Alþingi og ríkisstjórn afhentu raunverulega úrslitavaldið í helztu vandamálum þjóðarinnar hinum ýmsu stéttarsamtökum í landinu, hversu nytsamleg og góð, sem þau samtök eru. Þá væri komið 'geigvænlega nærri ástandi Sturlungaaldarinnar, þegar þeir réðu lögum og lofum, sem sterk- astir voru. Slík ógæfa má ekki henda íslenzku þjóðina. Um það verða öll þjóðholl öfl að sam- einast. En þá er aftur komið að því vandamáli, að Alþingi verður þess aldrei umkomið að njóta nægilegs trausts þjóðarinnar nema það sé á hverjum tíma skipað í sem nánustu samræmi við skoðanir þjóðarinnar. Nú fer því víðs fjarri að svo sé og keyrði um þverbak í síðustu kosn ingum vegna bellibragða Hræðslu bandalagsins. Það er tvímælalaust mesta nauðsynjamál þjóðarinnar í dag að lögleiða lýðræðislega kjör- dæmaskipun. Ýmsum kann að finnast sem efnahagsmálaöng- þveitið beri hærra og mikilvæg- ara væri að taka höndum saman um lausn þess heldur en leggja út í stjórnarskrárbreytingu og tvenn ar kosningar.En staðreynd málsins er sú, að án lýðræðislegrar skip- Kristján Gudlaugsson skapur. Hitler hafði allt vald í efnahagsmálum í sínum höndum, og þess vegna náði hann einnig algerum yfirráðum, á andlega sviðinu. Þannig hlýtur alls staðar að fara, þar sem áætlunarbúskapur er upp tekinn, og allt vald í efna- hagsmálum er komið á eina hendi. Það er skilyrði andlegs frels- is, að hið efnahagslega vald sé dreift meðal margra, — að fjár- magnið sé í höndum þeirra, sem afla þess, og eingarréttur ein- staklanga sé viðurkenndur. Sönn skáld eru oft samvizka þjóðfélagsins. Stjórnskipulag vest rænna lýðræðisþjóða, efnaha^s- kerfi eignarréttar og athafna- frelsis hefur skapað skáldunum betri lífsskilyrði til þess að gegna þessu hlutverki en nokkurt ann- að stjórnskipulag og efnahags- kerfi, sem um getur. Megi augu rithöfunda, sem nú ganga erinda sósíalismans hér á landi, opnast fyrir þessari stað- reynd, áður en þeir hafa leitt yfir sig örlög „sovétrithöfunda", svipt sjálfa sig og lesendur sína and- legu sem efnahagslegu frelsi". „Um Sjálfstæðisstefnuna" nefn ist ítarleg grein eftir Birgi Kjar- an, þar sem gerð er grein fyrir þeim grundvallarhugsjónum, sem stefna 'Sjálfstæðisflokksins bygg- íst á: „Félagsviðhorf Sjálfstæðisstefn unnar bvggist á trúnni á mann- inn, þroskamöguleika hans, hæfni til þess að stjórna sér sjálfur, til að velja og hafna og til að leita sjálfur að eigin lífshamingju án þess að troða öðrum um tær eða þurfa á fyrirsögn eða handleiðslu annarra manna að halda um eigin mál. í krafti trúarinnar á mann- inn teljá Sjálfstæðismenn, að ein- staklingurinn skuli njóta mann- helgi, og að frumréttur hans sé frelsi og efnahagslegt frelsi. Æðsta takmark samfélags á því að vera að veita einstalingunum allt það frelsi, sem þeir þarfnast til þess að fá að fullu notið hæfi- leika sinna og mannkosta, án þess að þrengja eða óvirða rétt ann- arra einstaklinga eða tefla öryggi þjóðarheildarinnar í hættu. Sér- hver einstaklingur er því verð- mætasta eining þjóðfélagsins, en ekki sérhver stétt eða aðrar fé- lagseiningar, eins og sumar aðr- ar þjóðmálastefnur vilja láta í veðri vaka. Ríkið hefur engan tilgang í sjálfu sér, og sízt af öllu eru þegn- arnir til vegna ríkisins. Ríkið er aðeins rammi utan um þjóðfé- lagið. Ríkið er til vegna þjóðar- innar og aðeins vegna hennar. Engu að síður er ríkið þýðingar- mesta tæki þjóðarinnar, sökum þess fjölbreytilega hlutverks, er það getur gegnt“. „Þýðingarmesta tækið við á- kvörðun efnahagsaðgerða“, nefn- ist grein eftir Sigurð Helgason. Fjallar hún um þjóðhagsreikn- inga og þjóðhagsáætlanir og nauð syn þeirra fyrir íslenzkt efnahags iíf. Þar segir m a.: „Hiklaust má telja, að þau mis- tók, sem átt hafa sér stað í efna- hagsmálum okkar megi rekja til þess að stjórnarvöldin og fremstu Sigurdur Bjarnason menn þjóðarinnar hafa ekki næga yfirsýn yfir efnahagsmálin í heild. Höfuðverkefni efrahagsmál- anna héi á iandi er að skapa al- mennt jafnvægi í þjoðarbúskapn- um og viðhalda þvi, en slíkt verð ur ekki hægt nema með nægi- legum þekkingargiundvelli og verður að vinda bráðan bug að því, að gerðir verði þjóðhagsreikn ingar og þjóðhagsáætlanir. Nauð- syn felur ekki í sér að auka eigi bein afskipti ríkisvaldsins af efnahagslífinu heldur að birt sé sönn, skýr og hlutlaus mynd af því, eins og það raunverulega er“. í grein Sigurðar Líndal „Stúd- entsmenntun og kennaramennt- un“, er bent á helztu hugsanlegar leiðir til þess að kennara- stéttin fái sitt sérstaka stúdents- próf, svo sem að Kennaraskól- anum „væri breytt í mennta- skóla með sömu kröfum og al- gerlaga hliðstæðu námsefni“, eða „að skólinn tæki að veita full- komna kennaramenntun auk full kominnar stúdentsmenntunar". Síðan segir Sigurður orði-étt: „Loks er leiðin, sem líklegast er, að farin verði. Hún er sú, að það sérnám, er kennara varð- ar, verði gert að uppistöðu í stúdentsmenntuninni. Þessa leið virðast og formælendur kennara stúdentsprófsins vilja fara. Ef þetta verður að ráði, er lagt inn á stórvarhugaverða braut, sem ekki verður séð fyrir endann á. Er líklegt að ýmsir muni spyrja, hvaða ástæða sé til þess, að sérnám kennará eigi að vera uppistaða stúdentsmenntunar, fremur en sérnám annarra stétta, sem telja má allt eins mikilvægar eða mikilvægari en kennarastétt- ina. — Ætli helztu framleiðslu- stéttir þjóðarinnar teldu sig ekki eiga rétt á sínu stúdentsprófi eins og kennarastéttina. Sjó- mannastéttin krefist stúdents- prófs, þar sem verkleg sjóvinna og siglingafræði væri uppstaðan, bændur síns stúdentsprófs, þar sem búfjárfræði og ræktunar- fræði ýmiss konar væri uppistað- an og iðnaðarmenn yrðu loks að fá sitt iðnaðarstúdentspróf, og sannarlega mætti benda á viss rök þessu til stuðnings“. Magnús L. Sveinsson ritar greinina „Að treysta sjálfum sér og eigin skynsemi“. Eftir að hafa farið nokkrum orðum um verzlun á íslandi frá einokunartímabil- inu og upphafi kaupfélaganna, bendir hann á þá dapurlegu stað- reynd, sem nú blasir við íslenzku þjóðinni, „að hin göfuga hugsjón samvinnufélaganna hefur verið misnotuð á herfilegan hátt af þeim mönnum sem trúað hefur verið fyrir ábyrgðarstöðum í fé- lögunum. Þessir menn stefna nú fyrst og fremst að því, að sam- vinnufélögin nái sem mestu valdi yfir fjármunum almennings, því að þá geta þeir frekar ráðið orku og hagsmunum manna. En það telja þeir sér lífsnauðsyn til þess að öll samkeppni verði útilokuð, og þá er takmarkinu náð, — al- ræði örfárra forustumanna. Þeir menn, sem halda að vald- ið sé þeim dýrmætast, og nota Framh. á bls. 17 Magnús Jónsson jrá Mel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.