Morgunblaðið - 13.01.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.01.1959, Qupperneq 1
20 síður Tillögum Rússa um Þýzkaland tekið með varúð Vesturveldin eru einhuga um að sam eining Þýzkalands sé skilyrði friðarsamninga London, Washington og Bonn, 12. jan. NTB—AFP. M E Ð A L stjórnmálamanna í London gætti í dag ánægju með þann sáttfúsa tón, sem er í síð- ustu orðsendingu Bússa til Vest- urveldanna, þar sem lagt er til að hafnir verði friðarsamningar við Þýzkaland innan tveggja mán aða. Jafnframt er þó bent á, að Bússar hafi ekki breytt grund- vallarafstöðu sinni til vanda- málanna. Búizt er við, að brezka stjórn- in samþykki tillögur Rússa um, að hlutaðeigandi ríki skiptist á skoðunum um málið, og að hún leggi til að þessar umræður fari fram milli sendiherranna eða ut- anríkisráðherranna. Með tilliti til væntanlegra þingkosninga í Bret landi í ár, gera menn yfirleitt ráð fyrir að stjórn Macmillans muni taka vel í tillögur um fund æðstu manna. Macmillan og Lloyd ræðast við Brezka stjórnin hefur þegar haf ið viðræður við aðrar ríkisstjórn- ir um rússnesku orðsendinguna. Afstaða Breta var í dag rædd á fundi þeirra Macmillans og Sel- wyn Lloyds utanríkisráðherra, sem hefur ekki náð sér að fullu eftir veikindin. Enda þótt enn liggi ekki fyrir opinber yfirlýsing brezku stjórnarinnar, er ekki bú- izt við að hún vísi tillögum Rússa algerlega á bug, þótt málefna- listinn sem Rússar lögðu fram sé talinn útilokaður. Bretar hafa ekki skipt um skoð- un á vandamáli Þýzkalands. Grundvallarafstaða þeirra til vandamálsins er enn sem fyrr krafan um sameiningu Þýzka- lands með fr jálsum kosningum og um afnám austur-þýzku stjórnar- innar. ftrekun á fyrri afstöðu Formælandi bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði í Was- hington í dag, að síðasta orðsend- ing Rússa um vandamál Þýzka- lands hefði í stórum dráttum að- eins ítrekað fyrri afstöðu Rússa til friðarsamninga við Þýzkaland. Jafnskjótt og utanríkisráðuneytið hefur kynnt sér orðsendinguna til LEOPOLDVILLE, 12. jan. NTB- AFP. — Belgísku yfirvöldin í Kongó hafa gefið út tilskipun um, að Abako-hreyfingin skuli lögð niður. Hrefingin er í eðli sínu pólitísk, og var sagt að hún hefði átt nokkra sök á óeirðunum í Leopoldville á dögunum. Jafn- framt voru gefnar út tilskipanir um handtöku tveggja ínnborinna borgarstjóra, sem verða ákærðir fyrir að hafa neitað að vinna með yfirvöldunum. Þá hefur verið lagt blátt bann við að dreifa nafn- lausum flugmiðum í Belgisku Kongó. hlítar, hefjast viðræðru við Breta, ( Frakka og önnur ríki Atlantshafs- bandalagsins. — Formælandinn kvaðst ekki vita hvenær þessar umræður hæfust, en gaf í skyn að fyrst mundi Bandaríkjastjórn WASHINGTON, 12. jan. NTB-Reuter. — Á laugardaginn mun Eisenhower Bandaríkjaforseti eiga fund við Mikojan, fyrsta varaforsætisráð- herra Sovétríkjanna, samkvæmt frétt frá Hvíta húsinu í dag. — Dulles utanríkisráðherra verður viðstaddur fundinn, sem haldinn verður í skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. Fyrir viku átti Mikojan fund við Dulles, og sagði að þeim fundi loknum, að þeir hefðu skipzt á skoðunum um Berlín, Þýzkaland, viðskipti og afvopnun. Banda- ríska utanríkisráðuneytið gaf síð- ar út yfirlýsingu þess efnis, að samtalið hefði verið mjög gagn- legt. Stjórnmálafréttaritarar álíta, að síðasta orðsending Rússa um Berlínarmálið verði rædd á fundi Molotov sendi- herra í Haag MOSKVU, 12. jan. — NTB-AFP — Bússneska stjórnin hefur far- ið þess á leit við hollenzku stjórn- ina, að hún samþykki útnefningu Vjatsjeslavs Molotovs fyrrver- andi utanríkisráðherra í embætti rússneska sendiherrans í Haag. Þessi fregn er höfð eftir heim- ildum sem eru nákomnar hol- lenzka sendiráðinu í Moskvu. Moiotov, sem var rekin úr emb- ætti utanríkisráðherra fyrir „flokksf jandsamlega starfsemi“, hefur verið sendiherra í Ytri- Mongólíu fram að þessu. Liðsauki Deild 240 fallhlífahermanna hef- ur verið send frá Belgíu til Leo- poldville, þar sem 42 menn létu lífið í óeirðunum í síðustu viku. Fallhlífahermennirnir fóru frá Briissel um helgina, og var ætlun- in að þeir færu til herstöðvarinn- ar í Kamina, en landstjórinn í Kongó skipaði þeim að koma beint til Leopoldville og koma til liðs við fallhlífahermennina, sem voru sendir þangað'í síðustu viku. Önnur fallhlífasveit, sem var á leið heim til Belgíu frá Kongó, var stöðvuð í Lissabon og send til baka af belgíska landvarnar- ráðuneytinu. Eru nú um 1000 belgískir fallhlífahermenn í Kongó eða á leið þangað. hafa samband við stjórnir Frakk- lands og Bretlands. Óaðgengilegar tillögur 'Formælandi vestur-þýzku stjórnarinnar sagði í dag, að síð- ustu tillögur Rússa um Þýzka- land væru algerlega óaðgengi- legar frá sjónarmiði Bonn-stjórn- arinnar og vestrænna ríkja. Hann gaf þessa yfirlýsingu eftir að Adenauer kanslari og von Brent- ano utanríkisráðherra höfðu í þeirra Eisenhowers og Mikojans. Er gert ráð fyrir, að forsetinn muni ítreka þá ákvörðun Vest- urveldanna að afsala sér ekki rétti sínum í Berlín. Halda áfram truflunum í hádegisverðarboði, sem kvik- myndaframleiðendur og kaup- sýslumenn í Hollywood héldu Mikojan í dag, svaraði hann nokkrum spurningum, sem fyrir hann voru lagðar. Hann sagði m. a. að Rússar mundu halda áfram að trufla erlendar útvarps- sendingar, meðan kalda stríðið héldi áfram. Hann sakaði Banda- ríkin um að vera „lögregla léns- skipulagsins". Ekki fullkomið frelsi Samkvæmt frétt, sem send var út eftir hádegisverðarboðið, við- urkenndi Mikojan, að í Sovét- ríkjunum væri þróunin ekki komin á það stig, að menn nytu þar fullkomins frelsis, enda þótt lögð væri áherzla á eins mikið frelsi og mögulegt væri. „Búss- ar viija gjarna að Bandaríkja- menn ferðist um Sovétríkin,“ sagði Mikojan, „og ferðahöml- Framh. á bls. 2. HELSINGIN, 12. jan. NTB-Reut- er. — Sukselainen forseti finnska þingsins gafst í dag upp við til- raunir sínar til að mynda minni- hlutastjórn, eftir að sænski og finnski þjóðflokkurinn höfðu neit að að taka þátt í stjórnarsam- vinnu með öðrum armi sósíal- demókrata. Sukselainen lagði til, að í stjórn inni ættu sæti fimm fulltrúar Bændaflokksins, þrír frá sósíal- demókrötum, tveir frá sænska þjóðflokknum og einn frá finnska þjóðflokknum. Þá var það ætlun Sukselainens, að þrír fulltrúar finnsku verkalýðssamtakanna ættu sæti í stjórninni. Skýringar Sænski þjóðflokkurinn skýrir afstöðu sína svo, að hann líti ekki á vinstra arm sósíaldemókrata sem viðeigandi fulltrúa sósíal- demókrata i stjórn Finnlands. Hins vegar er sænski þjóðflokk- urinn reiðubúinn til stjórnar- samvinnu við hina fulltrúana, sem Sukselainen hefur stungið upp á. MICHEL DEBRÉ hinn nýi forsætisráð- herra Frakka, sem tók við völdum fyrir HELSINKI, 12. an. Retuter. — Um það gengur nú orðrómur í Helsinki, að Rússar muni þvinga Finna til að ljá þeim herstöðvar til að vega á móti flotastöð Vest- ur-Þjóðverja við Eystrasalt. Það eru meðlimir íhaldsflokksins og Sósíaldemókrataflokksins, sem láta hafa þetta eftir sér, og segja þeir, að finnski sendiherrann í Moskvu hafi skýrt Kekkonen for- WASHINGTON, 12. jan. NTB- Reuter. Bandaríska geimrann- sóknanefndin hóf í dag samninga við einkafyrirtæki í Bandaríkj- unum um smíði á eldflaug, sem nota á við fyrstu tilraunina til að senda mann út í geiminn. Eld- flaugin og tækin, sem verða í henni, munu kosta um 15 milljón. í neitunarbréfi sínu bendir finnski þjóðflokkurinn á, að tala fulltrúanna úr vinstra armi sósíal demókrata í fyrirhugaðri stjórn sé hlutfallslega of stór, en val fulltrúanna frá verkalýðssamtök- unum sé of einhliða. Tillaga Sukselainens útiloki fulltrúa hinna fjölmennu samtaka starfs- manna ríkis og bæja. Að öðru leyti er finnski þjóðflokkurinn ánægður með tillögur Sukselain- ens. Enginn vildi hliðra til í yfirlýsingu, sem Sukselainen birti í dag, segir að hann hafi tilkynnt Kekkonen Finnlandsfor- seta, að hann hafi gefizt upp við tilraunir til að mynda minnihlutastjórn. Hann ítrekar það, að enda þótt flestir stjórnmálaflokkar hafi fagnað til- raunum hans til að mynda stjórn, hafi ekki einn einasti þeirra vilj- að víkja ui» þumlung frá yfir- Framh. á bls. 2. Delgado biður um pólitískt hæli LISSABON, 12. jan. — NTB-AFP — Humbuerto Delgado hers- höfðingi, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Portúgal, sem féll við síðustu „forsetakosningar“, hefur beðið um pólitískt hæli í sendiráði Brazilíu í Lissabon. — Þetta er haft eftir formælanda stjórnarinnar í Lissabon. Tals- maður sendiráðsins staðfesti að Delgado væri þar staddur, en neitaði að gefa nánari upplýs- ingar. Fréttin um flótta Delgados barst fljótt um borgina, og mátti sjá smáhópa fólks safnast sam- an í námunda við heimili hans, en þeim var jafnharðan dreift af lögreglunni. Opinberir starfs- menn í Lissabon hafa látið í ljós furðu sína yfir athæfi Delgados, þar sem hann hefði getað fengið vegabréf til að fara úr landi, að þeirra sögn. Hershöfðingjanum hafði nýlega verið vikið úr hern- um fyrir óhlýðni. seta frá þessum fyrirætlunum Rússa. Samkvæmt varnarsamningl Rússa og Finna frá 1948 geta Rússar krafizt þess af Finnum, að þeir geri sameiginlegar hernað- arráðstafanir, ef hætta er á árás frá Þýzkalandi. íhaldsmenn og sósíaldemókrat- ar hafa verið öflugustu andstæð- ingar þess, að kommúnistar fengju sæti í nýrri stjórn Finn- lands. ir dollara. Samkvæmt þeirri áætl un, sem þegar hefur verið gerð, á að skjóta eldflauginni þannig, að hún komizt á braut umhverfis jörðina, en síðar verður henni stefnt til jarðar aftur. í tilkynningu geimrannsókna* nefndarinnar segir, að tilraun með mannaða eldflaug muni gera vísindamönnum kleift að kynna sér hin sálræænu og líkam legu áhrif ,sem ferð út í geiminn mundi hafa á menn. M.a. verður gerð rannsókn á viðbrögðum mannsins við því ástandi sem hann kemst í, þegar aðdráttar- afls jarðar gætir ekki lengur, og við þeim snöggu umskiptum sem eiga sér stað þegar eldflauginni er skotið á loft og þegar hún stöðvast aftur á jörðinni. Eld- flaugin hefur hlotið nafnið „Mercury" (Merkúr) og undir- búningur undir tilraunina mun sennilega taka mörg ár. Eldflaug in verður byggð af flugvélaverk- smiðjunni í St. Louis, sem valin var úr ellefu verksmiðjum, er sent höfðu tilboð. ★------------------------★ JisutripnMaW Þriðjudagur 13. janúar Bls. 3: Rósturnar í Leopoldville. Ú* bréfi frá Þorsteini E. Jónssyni, flugstjóra. — 6: Varðvcitið hugrekkið annars er allt tapað. — 8: Hugleiðingar um vísindalegt bókasafn landsins, eftir dr. Björn Sigfússon. — 9: Rogalandsbréf frá Árna G. Ey- lands. — 10: Ritstjórnargreinin: Gráglettni Karls. — 11: Akureyrarbréf. — 18: íþróttir. *------------------------* Belgíumenn herða tökin í Kongó Framh. á bls. 2. Mikojan rœðir við Eisenhower forsefa Viðurkennir að ekki riki fullkomið frelsi i Sovétrikjunum Sukselainen gefst enn upp við stjórnarmyndun helgina Rússneskar herstöðvar í Finnlandi ? Samið um byggingu mannbœrrar eldflaugar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.