Morgunblaðið - 13.01.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. jan. 1959 MoncinsnL 4ðið 3 Rósturnar i Leopoldville Úr bréfi frá Þorsteini E. Jónssyni, flugstjóra 1 GÆR barst Snæbirni Jóns- syni bréf frá Þorsteini syni sínum, sem er búsettur í Leopoldville í Belgisku Kongó ,starfandi flugstjóri hjá belgíska flugfélaginu SABENA. Segir Þorsteinn í bréfinu frá óeirðunum, sem urðu á dögunum í Leopold- ville og hefur faðir lians góð- fúslega leyft blaðinu að birta þann kafla bréfsins, en það er dagsett hinn 7. jan. Þið þarna heima eruð sjálf- sagt búin að frétta í gegnum út- varp og blöð um „heljarmiklar" óeirðir hérna í Leopoldville. Má búast við að slíkar fréttir ýkist talsvert í meðferð, og oftast verða atburðirnir miklu verri séðir úr fjarska en þeir eru í raun og veru. Auk þess má telja nokkurn veginn víst að ýmsir aðilar reyni að gera sér pólitískan mat úr þessu með reyfaralegum frásögn- um um múgmorð, nýlendukúgun og annað slíkt. Það sem hér hefir gerzt er alls ekki eins alvarlegs eðlis og í fyrstu kann að hafa virzt. Mun ég nú reyna að lýsa því í megin- atriðum. Til að byrja með, verðum við að hyggja ofurlitið að bakgrunn- inum, svo að við skiljum betur atburðarásina. Hér í Leopold- ville þekkist sama vandamálið og við höfum átt við að stríða í Reykjavík; of margir vilja yfir- gefa sveitirnar og flykkjast til stórborgarinnar í leit að atvinnu, gleði og glaumi. Stjórnarvöldin hafa reynt að sporna við þessu með því að heimta að allir hafi sérstök atvinuskilríki áður en þeir geti fengið vinnu í borginni, og auðvitað fá ekki aðrir en skráðir borgarar slík plögg. Þrátt fyrir þetta streyma menn til borgarinnar og setjast upp hjá ættingjum og kunningjum í svertingjahverfunum. Við þetta skapast oft mikið þröngbýli og eymd, vegna hinna mörgu at- vinnuleysingja, sem verða ífð lifa á takmörkuðum tekjum ætt- ingjanna. Að vísu má segja að í aldaraðir hafi svertingjar þekkt lítið annað en eymd og volæði, þangað til hvíti maðurinn kom og kenndi þeim að rækta land- ið, í stað þess að drepa hvor annan. Hvað um það, hér í borg- inni hafði skapazt töluvert vanda mál af þessum sökum, og furða að ekki skuli fyrr hafa orðið róstur. Nú skulum við athuga hvað gerzt hefir síðustu dagana. Á sunnudaginn (4. jan.) hélt fé- lagsskapur nokkur fund í sam- komusal í elzta og stærsta hverfi innfæddra manna í borginni. Upphaflega var félagsskapur þessi trúarlegs eðlis, en mold- vörpustarfsemi og leynilegur undirróður höfðu gert hann að mestu leyti pólitískan. Hafði hann nú á stefnuskrá sinni stofn- un bandalagsríkis er í skyldu vera Belgiska Kongo, Franska Kongo og Portugalska Angola. Svo margir sóttu fund þenna — þar af fjöldinn allur í mótmæla- skyni — að hvergi nærri allir komust inn í salinn, og safnað- ist stór hópur úti fyrir með æs- ingu og hávaða. Komu þar að nokkrir innfæddir lögregluþjón- ar og reyndu að reka fólkið heim til sín. Hér verð ég að skjóta inn ofur- litlu baktjaldi, svo að betur skiljist það sem nú gerðist. Innbyggjendur Kongo, og raun ar allrar Afríku, eru saman settir af mörgum þjóð- og ætt- flokkum, sem frá örófi alda hafa hatazt og barizt hver við annan. Þrátt fyrir núverandi kyrrð, undir stjórn hvítra manna, er langt frá að þessar erjur séu úr sögunni. Undir niðri logar allt í hatri, afbrýðisemi, öfund og drápfýsn. Það tekur efalaust marga mannsaldra að uppræta þetta, ef það þá tekst nokkurn tíma. Þetta sama þekkjum við Þorsteinn E. Jónsson vel í okkar „civiliseruðu" Ev- rópu. Af öryggisástæðum hafa ný- lendustjórnir yfirleitt haft þann hátt á löggæzlu, að hafa lögreglu og herlið í hverju héraði úr öðr- um ættbálkum innfæddra manna. Þetta er einnig altítt í Evrópu þar sem lönd eru byggð fleiri þjóðflokkum en einum, og þarf vart skýringar. Þannig er þessu líka háttað hér í Kongo, og þó að það hafi jafnan gefið góða raun, þá felst samt í því skýr- ing á því, sem næst tók við úti fyrir áðursögðum fundarsal. Lögregluþjónar þeir, er á vett- vang komu og reyndu að tvístra múgnum, voru alltof fáir. Tóku nokkrir óaldarseggir að kasta í þá grjóti (líkt og komið hefir fyrir hjá þeirri miklu menning- arþjóð, íslendingum, svo að hvers var þá annars að vænta af ódönnuðum svertingjum?), en það varð til þess, að lögreglu- þjónarnir beittu kylfum sínum. Og nú var eins og allir viðstadd- ir legðu pólitíska innbyrðis- misklíð á hilluna, er þeir sáu tækifæri til þess að lumbra á erkifjandanum, lögreglunni. Fá- ir af þjónum laganna komust lif- andi út úr slagnum, að maður nú ekki tali um að nokkur væri óskaddaður. Nú var líka skríll- inn búinn að fá „blod paa tand- en“ og tók að vaða um sitt eigið verzlunarhverfi, rænandi og ruplandi, hvolfdi bílum og kveikti í þeim, braut niður skóla og húsakynni trúboða og framdi alls konar ódæðisverk. Það sem mest áberandi var við þetta allt saman var að flestar búðir, búl- ur og bílar, sem urðu fyrir ráni og tortímingu, voru eign svert- ingja. Nokkrir Portugalar, sem áttu verzlanir í hverfinu eða á næstu mörkum við það, urðu fyrir óskunda, en þeir hvítir menn, sem í hverfinu voru þeg- ar þetta gerðist, sluppu allir með lífið, enda þótt fæstir þeirra komi nokkru sinni til að sjá aft- ur bílana sína heila. I stuttu máli, óeirðirnar voru svo að segja eingöngu skrílslæti og ráns- fýsn, og að mjög litlu leyti stefnt gegn stjórnarvöldunum eða hvítu fólki. Moldvörpurnar fóru nú samt að láta sjá sig í dagsljósi og reyndu að eggja skrilinn til að beita sér gegn yfirboðurum, en með tiltölulega litlum árangri. Meðan þetta var að gerast, var allt lögreglulið borgarinnar kvatt út, búið skotvopnum, og síðan var hverfið fljótlega umkringt. Á einstaka stöðum, þar sem skríllinn gerði tilraunir til að brjótast út, til þess að halda á- fram rupli, kom til bardaga, en alls staðar höfðu lögregluþjón- arnir vitanlega yfirhöndina, þar sem þeir höfðu skotvopn, en hin ir ekkert nema hnífa, spjót, kylf- ur og grjót. En nú hófst nýtt vandamál Fangarnir í aðaltukthúsi borgar innar fengu fljótlega nasasjón af því, sem var að gerast, og ályktuðu að nú væri ágætt tæki- færi til þess að gera sameigin- lega tilraun til að brjótast út, meðan lögreglan ætti svona ann- ríkt. Fáir voru þeir víst samt sem sluppu. Voru flestir gripnir af herverði um leið og þeir komu út, og hinir gáfust fljótlega upp. Rétt um þetta leyti brutust svo út óeirðir í þorpi innfæddra manna austan við borgina, en einnig þar einkenndust þær aðal- lega af ránskap og skemmda- fýsn. En nú var búið að kalla út herlið borgarinnar og var þetta ?orp fljótlega umkringt og her vörður settur á ýmsa aðra staði, til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Eigi að síður héldu óeirðir áfram að blossa upp í áðursögðum hverfum all- an mánudaginn, og var nú kall- að til mikið herlið úr nærliggj- andi héruðum bæði til öryggis og til þess að hreinsa til í þess um hverfum. Á mánudaginn mættu til vinnu langflestir íbúar þessara hverfa, þeir eru atvinnuskilríki höfðu. Var því einsætt að rósturnar voru að langmestu leyti sprottn ar af aðgerðum atvinnuleysingj- anna, með aðstoð og áeggjan glæpamanna og leynisendiboða utanaðkomandi afla. Það er einn ig orðið algerlega ljóst að yfir gnæfandi meiri hluti landsmanna er gersamlega andvígur þessum ólátum og að baki við þetta allt liggur engin sjálfstæðisbarátta, enda vita og sjá flestir hinna innbornu manna að þeir eru fjarri því að vera undir það bún- ir að taka stjórnartaumana í eig- in hendur. I þessum óeirðum létu þrjátíu innfæddra manna lífið, og auk þess særðust um eitt hundrað. Fimmtán hvítir menn urðu fyrir meiri eða minni meiðslum. Nú er allt með kyrrum kjörum borginni, en her og lögregla eru víðs vegar á verði, unz áður- sagðir atvinnuleysingjar og eirðarseggir hafa verið handsam “ 5 K R E KKS ítfrud-; * KJ sn IMM Eil □ ua 1» a Q E3 ilu □ UM □ nra 13 E3 ra III a CJI □ □ x K x (1 ■3T5I laci - ■ mr»«i 1 =r a a t' T A GF 'D 3. j' L R I x .... 0 X A r A Ð c.ti- / S' 0 d tr n Ea A s 0 K V R K A x L L x x X Tr A T x * x N x . ■ K Ð □ li L íL x .. M W 1 ■V ) s '/ O* B r~' ~Ú x 1 X N ll'H' A A záíi zm G L A u M 0 K TfZ. R ~u S T A T 'A T T T Ú I F ua a m L X JL R 'X R '0 M ¥ U R 3 0 x 7-í 3 x •’.I'. £■ T x x x 3. niA»» 1» K n E T r / JL r-.c x d X u x T x X x x T K. T \L \ ’ v ‘o K x x i □ 1 / I r ý K i Í ri; K 0 T niK ‘A R SlAG T JÉ N Tl- K 0 4 P B Ð 5; Tl ~e~ & Cf x T R X s T 'A T A t- A ¥ * l" a 1 c JL 1 JL 3. i|r H 'JL 'A x A 1. = X A J|: A R A g JL 1 jcóe> 1 V m R '0 A K 'Mr & 7 L T x R R 'o x 7? T] K I x M 1* B h X \1 E X 1 1 ,A- X x 1- T TTT - n '0 R rr- A M x K JL a ii 4 T x u D x x T\ x L x x s Aj ■"* mm 5 VtR . L A K iA T Tvn* IINÍ R ¥ “ól’ u R || ..... VJ I Ð A 4 i G R A x Tí '1 x. E z J< x ~~7 M ’/ 3 £ I x R c H T x r T 1 c R '0 Rj E 'A / H x ÍMwg A» V4XMI 77 ft X h 'D T 1 T ■ u 114 'E Ð mVa| T M s T T x mAI s T K 1 S H R X T T s R TTi ... . T A M D x L—5 'ii*'. '1 w 'u A F A Ð T x ... X G A R E ú T is A D \Æ s! F x ~ A F L l L T? F A L T T cr x 3l !? t R x s X x ¥ T Al <s x x 1X1*4 »> 5 T Y T T X x x x 1 ÍH Á. x A R ‘J. x X x A.PA VOUA Æ 'A u TOT- o..» jr ’A Y A r‘.; L T / T o' x íf x u Aj T A lJ 'o R X í? X M A». Pc 10. X R er R E 1 x s L x A T D H 1 z KV.O.Í T R x x Ö x 1 L * A K h' B ‘A L T Ð U x 3 T T 'c R A KS K T x A x f* W R T 1 A R -M . f> 8 A M H T n x Ð T V Þ R Ö x x il F L önr 5 x T rÝTijJz x X x '1 S T x x I u 'A M i7 l L L r 'o w. ros- •UPM 7L / H ngr K ■0 F .1 c« ú x T Zá & jA N KS T X T 1 m ÍÉ x x T ’A x x R -4s., M. '1 HUTir T A F JL L Jj N 1 ' - 4 ÍlAt » 1, ÍV “7 Hc. Sc x T x x X T x x ulnu 'o L A m A F A E T [/[ K ...... x E T A x e x K x T Sf A L L • l*K'. R A K x L 'A s x A *r*» R X K A X .... X y f x a1 »u6r 'A É 2»’Hl Mkj L L Xl»ll T x 0 L 1 x T S x 0 R s N T Ð x l.«lh N ! 7 'SL L SE A T T '0 s x fl N s T ■A R A x T rrrrr X u Aí D '0 L (í U öSi '0 5 K u R VK»' G A T x N u '0 x T s K 1 il \ L «... E 5 K 1 M '0 A 1 L 1 H A 'A T R HAI L T R B 1 ’K 1? R T x M 5 M x jo L -* m M A ¥ s x Ð i Lausn verðlaunakrossgátunnar UM 600 ráðningar bárust við verðlaunakrossgátu Morgunblaðslns, sem birt var í jólablaðinu. Dregið var um verðlaunin, og hlutu þau þessi: 1 verðlaun, kr. 500,00: Unnur Jónasdóttir, Skúlagötu 64, Rvík 2. verðlaun, kr. 300,00: Heiðar Þór Hallgrímsson, Gamla stúdenta garðinum, Reykjavík. 3. verðlaun, kr. 200,00: Sigurður B. Guðbrandsson, Þórólfsgötu 80, Borgarnesi. Þóttist „eiga‘* Alþýðuflokkinn Þess verður mjög vart þessar mundir, að Framsóknar- menn telja Alþýðuflokkinn hafa svikið sig herfilega í tryggðum. Leiðtogar Framsóknarflokksins litu þannig á Alþýðuflokkinn, að hann væri orðinn nokkurs kon- ar þinglýst „eign“ þeirra. Þei» töldu sig þess vegna geta ráðstaf- að honum að eigin vild. Óhugs- andi væri að hann lifði sjálf- stæðri tilveru og tæki sjálf- stæðar ákvarðanir um stefnu sína. Þessi afstaða Framsóknar- flokksins til samstarfsmanna sinna dregur upp mjög rétta mynd af eðli hans. Yfirgangs- og ofbeldishneigðin stendur Ijóslif- andi fyrir sjónum áhorfandans. En við því var varla að búast að hin gamla maddama gæti til lengdar haldið einstökum stjórn- málaflokkum þannig í herkvL Bæði kommúnistum og Alþýðu- flokksmönnum varð það ljóst strax eftir bæjarstjórnarkosning- arnar á sl. vetri, að samvinna þeirra við Framsókn hafði leikið þá grátt. Fylgið hrundi af þeim, bæði hér í Reykjavík og víðs vegar úti um land. Sannaðist það enn, að sá flokkur, sem Fram- sókn slær ást sinni á, er glataður. „Þjóðareining“ Framsóknar Tíminn se'gir sl. sunnudag að „þjóðareining“ sé nauðsynleg". Alveg rétt. En hvernig hefur Framsóknarflokkurinn unnið að því undanfarin ár að skapa „þjóðareiningu"? Hann hefur einbeitt kröftum aðir og fluttir á brott. Aldrei i í öllum þessum róstum var hvíta s*num að því, að einangra Sjálf- fólkið í neinni hættu í hverfum sínum, né heldur í aðalverzlUn- arhverfinu, og fráleitt er talið að svo verði héðan af. Skákmeistaramót Keflavíkur KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 8. janúar. — Skákmeistaramóti Keflavíkur er nýlega lokið. Úr- slit urðu þau að Ragnar Karlsson varð skákmeistari Keflavíkur annað árið í röð. Úrslit í meistaraflokki urðu þessi: 1. Ragnar Karlsson 6 vinninga, 2. Óli Karlsson 4,%, 3. Guðm. Páll Jónsson 4%. 4. Borgþór H. Jónsson 3%, 5. Gísli Alfreðsson 1A4 vinning. Tefld var tvöföld umferð í meistaraflokki. Kaupfélag Suður nesja gaf bikar sem evrðlauna- grip fyrir Keflavíkurmeistarann. í 1. flokki sigraði Skarphéðinn Agnarsson með 3 vinninga, en Marteinn Jónsson sigraði í 2. flokki með 7% vinning. í unglingaflokki urðu úrslit þau, að Haukur Angantýsson og Hrafn Kjartansson urðu jafnir með 17*4 vinning hvor. Nýjárskveðjur FORSÆTISRÁÐHERRA, Emil Jónssyni, hafa borizt nýjárs- kveðjur frá Voroshilov, forseta Æðsta ráðs Sovétríkjanna, og Krúseff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna. — Hefur forsætisráð- herra endurgoldið kveðjur. Áður hafði fyrrverandi forsæt- isráðherra, Hermann Jónasson, skipzt á nýjárskveðjum við Eisen hower Bandaríkjaforseta, Aden- auer, forsætisráðherra Sambands lýðveldisins Þýzkalands, og H.C. Hansen, forsætisráðherra Dan. merkur. (Frá forsætisráðuneytinu). stæðisflokkinn, langsamlega stærsta og þróttmesta stjórn- málaflokk þjóðarinnar. Hann hef ur sagt þjóðinni, að það væri mikilvægast af öllu mikilvægu, að hindra öll áhrif Sjálfstæðis- flokksins, beita hann hvers kon- ar fantabrögðum og yfirgangi til þess að koma í veg fyrir að hann nyti þeirrar aðstöðu, sem kjós- endur landsins hafa fengið hon- um í frjálsum kosningum. Halda menn að þetta atferll Framsóknar hafi miðað að því að skapa „þjóðareiningu"? Nei, áreiðanlega ekki. Það leiðir ekki til þjóðareiningar þeg- ar helmingur þjóðarinnar er beitt ur rangindum og yfirgangi og reynt að afflytja hann og rægja á alla lund. Ástæða skoðanaskiptanna En hver er ástæða þess að Framsóknarflokkurinn þykist nú allt í einu vilja þjóðstjórn og þjóðareiningu? Ástæða þeirra skoðanaskipta er engin önnur en sú, að hin gamla maddama stendur nú i rústum vinstri stjórnarinnar og sér það öngþveiti, sem hún hefur leitt yfir þjóðina. Hún gerir sér líka ljóst að pólitískir klikuhags- munir hennar sjálfrar eru í voða. Hjúin eru gengin úr vistinni og reyna eftir megni að þvo af sér Framsóknarlyktina. Þegar þannig er komið þykist Framsókn vilja koma á „þjóðar- einingu“ og þjóðstjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Ætli almenningur á íslandi geri sér ekki ljóst, hvar hundurinn liggur grafinn, þegar Framsókn gamla skiptir þannig skyndilega um skoðun? Yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar telur það nú skipta mestu máli að grundvöllur verði lagður að aukinni festu í stjórn- málum þjóðarinnar með nýrri og heilbrigðri kjördæmaskipun. í baráttunni fyrir henni verða allir frjálslyndir íslendingar að sameinast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.