Morgunblaðið - 13.01.1959, Page 6
6
MORGVNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 13. jan. 1959
Varðveitið hugrekkið
— annars er allt tapað
H C. Hansen forsætisiáðherra Dana lýsir
reynslu sinni af langri sjúkdómslegu
DöNSKU þjóðinni varð hverft
við dag nokkurn í byrjun októ-
bers sl. þegar henni bárust þau
tíðindi, að H. C. Hansen forsæt-
isráðherra væri hættulega veik-
ur, með krabbamein í hálsi, hann
yrði þegar að taka sér frí frá
störfum og ganga undir uppskurð.
Nú um áramótin sneri H. C.
Hansen aftur til starfa. Telur
hann sig orðinn jafngóðan eftir
læknisaðgerðina. Hann hefur
sama vinnuþrekið og áður og
menn gera sér rökstuddar vonir
um, að læknum hafi tekizt að
komast fyrir meinið. Hann er
nú 45 ára að aldri, er elskaður
af flokksmönnum sínum sem
ágætur foringi og virtur af öll-
um landslýð fyrir góða mann-
kosti.
f tilefni þess að hann tók aft-
rir við embætti forsætisráðherra
átti danska stórblaðið Berlingske
Tidende samtal við hann um þá
reynslu sem hann hefur fengið
af sjúkdómslegunni og þeim
snöru umskiptum sem urðu er
hinn sístarfandi maður varð allt
í einu að leggja hendur í skaut
sér og segja skilið við hin mörgu
H. C. Hansen, forsætisráðherra
verkefni. Verður hér nokkuð
greint frá ummælum forsætisráð-
herrans í lauslegri þýðingu.
— ★ —
H. C. Hansen viðurkennir að
úrskurður læknanna um að hann
gengi með þetta mein hafi komið
sér á óvart. Þó hafi hann ekki
fundið til neinnar hræðslu. Það
hvað hann hafi verið kaldur og
rólegur megi e. t. v. rekja til
hernámsáranna, þegar lífshættur
voru allsstaðar og menn vöndust
á örlagatrú. — Á stríðsárunum
þurfti að framkvæma hitt og
þetta og maður gerði það alveg
án þess að hugsa nokkuð um lífs-
hættuna.
— Tilkynning læknanna hafði
það aðeins í för með sér, segir
H. C. Hansen, — að ég varð
skyndilega að taka þrjár ákvarð-
anir:
1) Fela Jens Otto Krag em-
bætti utanríkisráðherra.
2) Afþakka heimboð Macmill-
ans til Lundúna.
3) Leggjast í sjúkrahús. Mér
fannst leiðinlegt að geta ekki
lagzt í sjúkrahúsið í kyrrð og
næði, heldur var opinberlega rit-
að um það í blöðin.
Það skal þó tekið fram, segir
ráðherrann, að ég gat e. t. v.
tekið þessu svo kæruleysislega,
vegna þess, að læknarnir fullviss-
uðu mig um að sjúkdómurinn
væri aðeins á takmörkuðu svæði
og hægt að komast fyrir hann.
Þess vegna gat ég verið örlagatrú-
ar og litið á aðgerðina sem eitt-
hvað sem yrði að framkvæma og
myndi að líkindum ekki valda
mér tjóni. Ég nefni þetta aðeins
vegna þess að mér finnst að þessi
afstaða hafi styrkt mig í að sleppa
heill í gegnum erfiðleikana, þótt
þar komi einnig til öll sú vinátta
sem mér var sýnd, hvort sem var
frá pólitískum samherjum eða
andstæðingum.
Næst vék H. C. Hansen að því
hve umskiptin voru mikil að
þurfa að hætta skyndilega öllum
störfum.
— Það óþægilegasta fyrir
mann sem er vanur miklum önn-
um, er þegar æðra afl þvingar
hann til að láta af störfum. Hann
verður að láta sér lynda athafna-
leysið. Skyndilega er maður að-
eins orðinn áhorfandi og horfir á
atburðina úr fjarlægð. Að sjálf-
sögðu reyndi ég að fylgjast með
fréttunum eins vel og ég gat. Eg
las öll morgunblöðin, bæði síð-
degisblöðin, þrjú kvöldblöð og
nokkur blöð af landsbyggðinni.
Þetta hafði sínar björtu hliðar.
Það var á vissan hátt skemmti-
legt, að fylgjast með þeim at-
burðum úr fjarlægð sem maður
áður hefur lifað og hrærzt í. Við-
brögð manns urðu viðbrögð hins
venjulega blaðalesanda, en ekki
þau sömu eins og þegar maður
var að lesa fréttir af atburðum
sem maður vissi allt um fyrir-
fram. f þessu sambandi vil ég þó
taka fram, að Viggo Kampmann
(sem gegndi embætti forsætisráð
herra) dvaldist stundarfjórðung
hjá mér á hverjum degi og sagði
mér innri fréttir, sem blöðin gátu
ekkert vitað um.
í sjúkdómslegunni kveðst H. C.
Hansen aðeins þrisvar hafa orðið
andvaka. Um það segir hann m.a.:
— Þegar ég er spurður, hvort
óttinn komi ekki stundum yfir
mann á einverustundum í langri
sjúkdómslegu, þá verð ég að við-
urkenna að það væri heimskulegt
að halda því fram, að maður finni
Hvar er klukkan?
RISTJÁN Eldjárn þjóðminja-
vörður hefur beðið Velvak-
anda að koma eftirfarandi á fram
færi:
„Okkur á Þjóðminjasafninu
leikur mikill hugur á að vita hvað
orðið hefur gömlu sæluhúsklukk-
una frá Kolviðarhóli. Það er kunn
ara en frá þurfi að segja, að við
Kolviðarhól var lengi sæluhús og
Xi.l.
raunar gistihús mun fyrsti
gestgjafinn hafa amt þar að árið
1877. Um 1885 var klukka sett
upp yfir útidyrum. Hún var úr
kopar og mun hafa verið um 25
cm. í þvermál um op. Klukku
þessari var hringt í dimmviðrum
aldrei til hans. Ég var svo hepp-
inn, að það kom aðeins tvisvareða
þrisvar fyrir mig meðan ég lá,
að vakna upp um miðja nótt og
verða andvaka. Þegar þannig
stendur á vaxa vandamálin og
áhyggjurnar og iosna úr tengslum
við allt venjulegt mat manns á
þeim. Þær leggjast á mann með
undarlegum og óeðlilegum hætti
við slík tækifæri. En um leið og
ég tala um þessi óþægindi verð
ég að taka fram, að það sem hafði
lang mest áhrif á mig við
sjúkrahúsvistina var öryggistil-
finning sú sem fylgir samband-
inu milli sjúkrahúss og sjúklings.
Hún fer mjög snemma að hafa
áhrif á mann, og hún veitir manni
ró. Hún var mér vissulega mikils
virði, þegar ég komst að því að
ég skyldi liggja hálfum mánuði
lengur á sjúkrahúsinu en upphaf-
lega var ráðgert.
H. C. Hansen segir að enn eitt
hafi honum þótt gott við sjúkra-
húsvistina, þ.e. að hann fékk tíma
til að lesa. Hann kveðst elska bæk
ur, en því miður sé hann alltaf svo
önnum kafinn, að hann hafi varla
tíma til að lesa þær. Nú notaði
hann tl'kifærið til að lesa.
Þegar hann var útskrifaður af
sjúkrahúsinu hvíldi H. C. Hansen
sig fyrst í sumarbústað á Norður
Sjálandi. Þar kveðst hann hafa
legið í leti og komizt í það skap
sem einkennir menn í sumarfríi.
Eftir það fór hann í skemmti- og
hvíldarferð til ftalíu. Hann seg-
ist hafa hrifizt af fegurð þess
lands, en þó ekki hafa notið
ferðarinnar m.a. vegna þess að
honum var farið að leiðast að-
gerðarleysið. Hann kitlaði í fing-
urgómana eftir að byrja að starfa.
Hann fann að þrek hans var óbil-
að og vænst þótti honum það að
læknarnir kváðust ánægðir með
heilsufar hans.
— ★ —
Að lokum sagði H. C. Hansen
í samtalinu:
Dýpsta reynsla mín af þessum
atburðum er, að ekki getur hjá
því farið, að svo alvarlegur sjúk-
dómur hafi nokkur áhrif á sálar-
líf bæði manns sjálfs, og þeirra
er næst manni standa. Ég varð
til dæmist var við það í bréfum
frá dóttur minni Kirsten sem er
búsett í New York, að margt hef-
ur birzt henni í öðru ljósi en áð-
ur var. Mér virðist einnig að mörg
vandamál séu ekki eins þýðingar-
mikil og mér þótti þau áður. Mér
finnst að maður eigi að gefa sér
meiri tíma til að njóta lífsins og
gæða þess í orðsins fyllstu merk-
ingu, verja meiri tíma í að dvelj-
til þess að beina ferðamönnum
leiðina að Kolviðarhóli.
Margir eldri menn muna enn
vel eftir þessari klukku. Hún
hékk á sínum stað fram yfir
aldamót, en eftir að hún var tekin
niður, var hún enn lengi til á
Hólnum. En nú er hún týnd, eða
öllu heldur; við vitum ekki hvað
af henni hefur orðið. Okkur lang-
ar því til að mælast til þess, að
þessum línum verði komið á fram
færi við almenning með þeirri
ósk, að þeir sem þetta lesa og
vita hvar þessi klukka er niður-
komin eða hver örlög hennar
urðu, geri svo vel að skýra okkur
frá því“.
Fugla. varasamastir
smitberar
HEIMILI einu hér í bænum
kom fyrir skömmu upp ó-
kennilegur sjúkdómur og voru
þrír af fimm fjölskyldumeðlim-
um fluttir í sjúkrahús. Kom í ljós
að fólkið var með svokallaða
páfagaukaveiki, sem það hafði
fengið af páfagaukunum á heim-
ilinu. Ég hefi litlar spurnir af
þeirri veiki, en mér er sagt að
nú orðið séu til meðul sem vinni
á henni, en að áður hafi hún oft
reynzt páfagaukaeigendum er-
lendis lífshættuleg.
Þeíta gefur tilefni til hugleið-
ast hjá sínum nánustu, lifa sínu
eigin lífi. Um daginn tók ég mig
til og gerði hreint í bókaskápun-
um mínum, tók sumar bækur út
og setti aðrar inn í staðinn. Þó
þetta væri erfitt verk, naut ég
þess sannarlega.
Ég get sagt með Saroyan: —
Lífið er dásamlegt. Ég held að
sú sannfæring að lifið sé dásam-
legt þurfi ekki að yfirgefa mann,
þótt sjúkdómar berji að dyrum.
Hugtakið uppgjöf stendur mér
fjarri og margir af sjúklingunum,
Kiel, 27. desember.
LAUGARDAGINN 21. des. s.l.
hljóp af stokkunum hér í Kiel,
stærsta olíuflutningaskip og þar
með flutningaskip, sem byggt hef
ir verið til þessa í Evrópu.
Skip þetta er byggt af Howalt-
skipasmíðastöðinni hér fyrir
gríska skipaeigandann Aristote-
les Onassis.
Dag þann sem skipið hljóp af
inga um það, hvort á heimilum
manna geti verið fuglar, sem
haldnir eru einhverjum sjúk-
dómum, ekki aðeins páfagaukar
heldur líka smáfuglar af öðrum
tegundum. Ég er hræddur um að
fólk geri sér ekki vel grein fyrir
þvi hvað það er að gera, þegar
það kemur með smáfugla inn í
landið, sem einhvern veginn fara
fram hjá tollvörðum og eru ekki
rannsakaðir af dýralækni. Stund-
um eru slíkir fuglar keyptir í
einhverri verzlun erlendis, og
gefnir börnum þegar heim er
komið. Slíkt atferli getur verið
stórhættulegt og ætti enginn
maður að láta slíkan barnaskap
þó ekki væri nema af um-
hyggju fyrir sér og sínum. Fuglar
geta borið sóttkveikjur.
Ekki veit ég hversu stranglega
þeim reglum er fylgt, sem gilda
um innflutning fugla, en í því
efni ætti ekki að sýna neina lin-
kind. Öl'.um ætti að vera ljóst
hvílíku tjóni farsótt í fuglum
gæti valdið, ef hún næði að breið-
ast út.
Mér er ókunnugt um hvernig
páfagaukarnir, sem að ofan eru
nefndir, eru til komnir, og von-
andi er, að þeir hafi aldrei verið
þar sem aðrir eru fyrir hér á
landi. Þetta dæmi ætti að sýna
okkur að fuglar eru varasamir
smitberar.
sem ég hitti á Radium-sjúkrahús-
inu voru sömu skoðunar. Samtöl
við þá urðu manni hvatning, en
ekki til að vekja ótta. Langflestir
hugsuðu minna um þjáningar sín
ar, en þá staðreynd, að duglegir
læknar og hjúkrunarkonur voru
alltaf reiðubúin að koma til að-
stoðar með beztu og fórnfúsustu
hjálp. Fyrir hvern þann sem
kemst í sömu aðstöðu og ég, er
þetta aðalatriðið: — Varðveitið
hugrekkið, — annars er allt tap-
að.
stokkunum, var mikið um að
vera í Kiel. Snemma dags tók
fóik að safnast saman, til þess að
vera sjónarvottar að þessum ein-
stæða atburði. Veður var heldur
kalt ag hrálagalegt og þokuslæð-
ingur yfir. Áhorfendur þeir er
öndverðu megin fjarðarins stóðu,
greindu aðeins útlínur þessa fer-
líkis í þokunni.
Klukkan 14.30 átti athöfnin að
hefjast. Um tólfleytið voru þegar
tugþúsundir manna samansafn-
aðir beggja vegna fjarðarins og
stöðugt bættust fleiri í hópinn
svo að lögreglan átti fullt í fangi
með að halda uppi röð og reglu.
Klukutíma eftir auglýstan
tíma hófst svo athöfnin. Seinna
fengu menn að vita ástæðuna
fyrir seinkun þessari. Kvöldið
áður hafði Onassis verið við-
staddur frumsýningu á óperunni
TOSCA, í París, með löndu sinni
Mariu CALLAS í aðalhlutverki.
CALLAS er, sem kunnugt er,
komin hingað aftur til Evrópu,
eftir að hafa deilt meiningum við
forstöðumenn Metropolitan óper-
unnar í New York.
Flugvél Onassis seinkaði svo
frá París að hlutaðeigandi yfir-
völd sáu sér ekki annað fært, en
að leigja lögreglubifreið frá Ham
borg, með öll gjallarhorn í gangi,
svo Onassis kæmist í tæka tíð til
Kielar, því einnar stundar bið í
viðbót hefði þýtt frestun til
næsta dags, vegna myrkurs.
Athöfnin fór öll hin virðuleg-
asta fram. Onassis, sem aldrei
þessu vant, birtist án sólgler-
augna, gat ekki ávarpað mann-
fjöldann vegna hæsi. Eiginkona
aðal-forstjóra Howaldtskipa-
smíðastöðvarinnar, frú Westphal,
hafði það hlutverk á hendi, að
skíra skipið, sem hlaut nafnið
OLYMPIC CHALLENGER.
Kampavínsflaskan tvístraðist á
stefninu, festar voru leystar, og
með eldglæringum og gauragangi
rann þetta mikla ferlíki með
þungum skrið aftur á bak út á
fjörðinn.
Framhald á bls. 16.
skrifar ur
daglega lifinu
Stœrsta olíuflufninga-
skipi Evrópu hleypt at
stokkunum