Morgunblaðið - 13.01.1959, Page 9

Morgunblaðið - 13.01.1959, Page 9
Þriðjudagur 13. jan. 1959 MORGVISBLA ÐIÐ Er nú svo komið ? Rogalandsbréf frá Árna C. Eylands ER NÚ svo komið að ekki sé lengur til bændamenning á ís- landi, eða búnaðannenning, —? Ef til vill er síðara nafnið rétt- ara. Þannig spurði ég sjálfan mig, er ég lagði frá mér síðasta blað þessa árs af Norges bondeblad, eins konar jólablað. Mikil, og að mörgu leyti góð grein um Is- landsk bondekultur í blaðinu endar á jþessum orðum: „Þegar mín kynslóð er liðin, getur eng- inn ritað sannsögula grein um íslenzka bændamenningu, þetta sérstæða fyrirbæri meðal Norð- urlanda-þjóðanna". (Nár min gen erasjon er gátt bort, vil ingen kunne skrive en sannferdig artik- kel om islandsk bondekultur, dette serpregede fenomen innen for den nordiske folkefamelie".). Svo mörg eru þau orð. — Svo fá, giögg og ákveðin eru þau orð, sögð frændþjóðinni norsku, fyrst og fremst norskum bænd- um, sem véfrétt og forspá um afdrif íslenzkrar búnaðarmenn- ingar. Umsögnin verður ekki skilin nema á þann eina veg að íslenzk búnaðarmenning, sem eitt sinn var sérstæð og merk, sé með öllu liðin undir lok eða syngi nú svo á síðasta versinu, að enginn verði framar til frásagnar um hana af eigin sjó og raun, þeg- ar þeir menn og konur ‘sem nú eru af léttasta skeiði séu hofnir af sviðinu. Ekki settist ég niður við rit- vélina til þess að andmæla orð- um Ólafs Gunnarssonar ritstjóra um þessa hluti, það dettur mér ekki í hug. En greind orð hans urðu mér svo mikið umhugsun- arefni, að ég get ekki látið kyrrt liggja, mig langar til að leggja orð í belg um þetta. Málið er sannarlega umræðu vert, um það hljóta margir að verða sammála. Þó satt væri að íslenzk bún- aðarmenning sé að líða undir lok eða liðin, að áliti og reynslu höfundar, vil ég ekki túlka það svo, að fólk það sem nú býr í íslenzkum sveitum sé, eða sé að verða, menningarlaus lýður, þó þess sé raunar kostur að leggja þann skilning í orðin. Hinn kost- inn tek ég að túlka þessi til- greindu ummæli þannig, að nú sé ekki um neina sérstaka bún- aðarmenningu að ræða í sveitun- um. Nú sé svo komið högum þjóð- arinnar, hún svo samsteypt orðin, að sú menning að einum þræði og sá skortur á menningu að öðr- um þræði, sem þjóðina prýðir og lýtir, sé eitt og hið sama í borg og í byggð. En er þetta nú svo? Og enn má spyrja, er þetta ekki allt í lagi, er nokkur skaði skeð- ur þó að svona sé komið? Er þetta ekki góð jafnaðarmennska og framför? En efinn sækir á. Er ekki betra og farsælla fyrir þjóð ina að varðveita, sem nokkuð sérstæðan þátt menningar, margt það er að lífi og starfi lýtur við búskapinn í sveitunum, við rækt- un jarðar og búfjár, og fram- vindu þess lífs sem bóndinn og fólk hans hefir undir höndum og á velferð sína undir? Og ef svo er, verður lokaspurn mín. Er ekki ennþá um að ræða eitthvað af góðri og verðmætri og sérstæðri menningu í sveitunum, menn- ingu sem vert er að hlúa að og varðveita sem búnaðarmenningu? Og verður ekki þjóðin auðugri af menningarverðmætum með þeim hætti heldur en ef allir steypast í sama móti, svo enginn verði munur unglinganna í Austurstræti og austur á Síðu, um sannan manndóm og menn- ingu? Annar aðilinn þarf og á ekki að vera lakari en hinn þó þeirra sé munur, um þekking- arsvið og menningarhætti. Margt gæti ég sagt frá eigin reynslu til styrktar ummælum Ólafs Guniiarssonar, þannig skildum, að búnaðarmenningin sé búin að vera, og að senn muni fáir til frásagnar um hana af eig- in sjón og raun. Og enn fleira um hve þunglega mér virðist horfa um nýgræðing sérstæðrar og sannrar búnaðarmenningar í sveitunum. Ég hefi í starfi mínu liðna áratugi verið þeim ósköp- um haldinn að vilja alltaf líta á sveitabúskapinn og starf bóndans og húsfreyjunnar og skylduliðs þeirra, sem nokkuð annað og meira en blákalda atvinnu og peningamál eða „business“ svo ég sletti því leiða og jaskaða orði, en margir skilja þá bezt hvað ég meina. Mér hefir alltaf verið ljúft að fylgja þeim Ame- ríkumönnum að málum sem vilja líta á sveitabúskapinn sem „a form of live“, sem líf og lífshætti. En því er ekki að leyna, að er ég hefi haldið þannig á málum í ræðu og riti, hefi ég löngum fengið að reyna glögglega, að ég hefi verið einn á báti. Búnaðar- málamennirnir velflestir hafa verið svo blessunarlega lausir við þennan „barnaskap" minn. — En svo haldinn er ég af þessari hugsun minni, að hún hefir á engan hátt orðið veikari né misst öryggi^ sitt við „einstæðingsskap- inn“. Ég skil og skýri málið ein- faldlega á þann hátt, að ég hafi aðeins verið of lítill karl til þess að vinna skoðun minni fylgi og viðurkenningu. — Má vera að mikils þurfi með, að það þurfi hvorki meira né minna en spá- menn og prófeta til þess að vekja þann búnaðarmetnað og trú, sem þarf til þess að búnaðarmenning geti haldið höfði í sveitum lands- ins. Þess vegna trúi ég því og treysti að fram komi menn sem með áhrifum móti nýja þætti sannkallaðrar búnaðarmenningar. — Ég nefni sem dæmi starfs- íþróttirnar. Hversu þunglega hef ir ekki gengið og gengur með þær. Norska þjóðin er fræg fyrir forna búnaðarmenningu. Um það efast enginn sem gengur um garða á Maihaugen við Lilleham- ar og skoðar De Sandvigske saml- inger. Én er ekki norsk búnaðar- menning að biða afhroð í kal- viðrum krónu og aura? Jú, að vísu verður því ekki neitað, en hér er ekki um neint gjöreyðingu að ræða, síður en svo. Og það skemmtilega skeður, að nýtt grær þar sem gamalt hverfur og starfsíþróttirnar eiga sinii mikla þátt í því, þær eru blátt áfram orðnar snar þáttur í því að byggja upp nýja arienningarhætti víða í sveitum Noregs. — Þið megið trúa mér, ég veit hvað ég segi um þetta, af sjón og raun. Hér á Rogalandi er því t.d. þannig farið, að búnaðarráðunautarnir, hver einasti einn, eru alltaf boðn ir og búnir til að leggja hönd að verki og hjálpa til við starfs- íþróttirnar við æfingar og mót, hvenær sem kallið kemur og hversu sem þeir eru störfum hlaðnir. Annað kemur ekki til mála, þetta þykir svo sjálfsagt, að enginn ráðunautur sem vill njóta álits og virðingar í starfi sínu getur leitt starfsíþróttirnar hjá sér, eða látið svo mikið sem skina i það að hann hafi ekki áhuga á þeim eg vilja til að sinna slíku. En hvernig hefir farið um þetta heima? Hvaða lið hafa ráðunautarnir léð þessu máli, og bændaskólarnir — hér- aðsskólarnir? Þess eru jafnvel dæmi, þvi er nú miður, að „leið- beinandi" menn í búnaðarmálum hafa vikið illu að starfsíþróttun- um og viðleitni þeirra fáu manna sem við lítinn hlut hafa verið að reyna að vinna starfseminni vina og fylgis. Mér er fullljóst að hörð nauð- syn rekur á eftir að bændur verði sem aðrir að hugsa mikið í töl- um og reikna dæmi dagsins í krónum og aurum. Ennfremur, að tómt mál er nú orðið að tala um menningarlega reisn bænda nema fjárhagsafkoma þeirra sé nokkuð til jafns við þá sem neyta síns brauðs í svita síns andlits við önnur störf. En peningarnir eru ekki allt, sem betur fer. Hjá bóndanum sem hefir vel til hnífs og skeiðar getur verið meiri menn ingarbragur og sannari á hlutun- um en hjá granna hans sem hefir fullar hendur fjár, þess vitum við mörg dæmi, og gamla bænda- menningin sem Ólafur Gunnars- son minnist svo vel og maklega á í hinni norsku blaðagrein, var engan veginn einskorðuð við efnaheimilin þó að eigi skuli gert lítið úr þýðingu þeirra oft, sem burðarviða í málum bændanna og lífsbaráttu. En þó skugga beri á, er ég lít til margs þess sem ég tel mikils vert í málefnum bænda og menn ingarlífi i sveitum landsins hvarfl ar ekki að mér vafi um það að eftir daga mína og Ólafs Gunn arssonar muni hægt fullum fet- um að skrifa um menningu sveitum landsins, alveg til jafns við það sem er og verður í borg og kauptúnum. Um það má svo deila hvort þess sé von að menn ing bændanna verði svo sérstæð og mótuð af búsetu þeirra og starfi að nefna beri hana sér- nafni sem búnaðarmenningu. Ef til vill er það ekkert aðalatriði, en ég hvorki vil né get varpað frá mér þeirri von, að menning bændanna verði nokkuð önnur en mennÍHg borgarbúans. Ég er ekki með þvi að gefa í skyn að hún eigi að vera betri, en hitt er augljóst að það gerir þjóðina rík- ari að allt sé ekki með einum og sama hætti. Þess er engin von að lifa á ný þær stundir, eða slíkar sem við lifðum börnin, er við sátum, á meis í fjósinu og mjaltakonan sagði okkur sögur og ævintýri meðan hún mjólkaði kýrnar og lét sér ekki minna nægja en þá frásagnarlist er Laxness væri vel sæmdur af. Slíkir þættir búnað armenningar eru horfnir og koma vart aftur, en það getur fylgt bæði menning og vanmenning með mjaltavélunum og með traktornum. Ég sé sem betur fer enga ástæðu til að sleppa von- Einkarifari eða vélritunarstúlka óskast strax til starfa. Vinnutími frá kl. 9.30—12 og 13.30—17.. Góð laun. Tilboð ásamt uppl. um aldur og menntun sendist í pósthólf 783 fyrir 20. þ. m. Æskilegt að mynð fygi. ÞAKJÁRN nýkomið, pantanir óskast sóttar sem allra fyrst. w. Þoilóhsson & Norðmonn h.f. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 Það voru ekki til nema einir skautar heima, svo hann tók bara litla bróður á „háhcst“ og lagði út á ísinn. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) inni um góða menningarhætti í sambandi við hina nýju tækni og ræktunarhætti í sveitunum, þó að enn sé víða miklu ábótavant. Að baki þessara ummæla minna liggur sjón og raun. Ég minnist margra bændabýla sem sanna mál mitt. Ég leyfi mér að nefna nokkur dæmi sem ég þekki, jafn góð dæmi sem ég nefni ekki eru fjölmörg, bæði sem ég þekki, en hin þó sjálfsagt fleiri sem ég þekki ekki af eigin sjón. Móar og Brautarholt á Kjalarnesi. Hvít- árbakki og Hjarðarholt í Borgar- firði. Geitaskarð og Holtastaðir í Húnaþingi. Reynistaður og Hellu land í Skagafirði. Hof og Sakka í Svarfaðardal. Burstafell, Hof- og Strandhöfn í Vopnafirði. Gömlu höfuðbólin á Jökuldal efra. Geitagerði og Hrafnkels- staðir í Fljótsdal. Brekka í Mjóa- firði. Gilsárstekkur í Breiðdal. Berunes, Fossgerði og Skáli í Berufirði. Geithellur við Álfta- fjörð. Efri-Hvoll í Hvolhreppi og Keldur á Rangárvöllum. Holt og Sandvíkur í Flóa. Fagrihvammur og Þórustaðir í Ölfusi. Blikasta3» ir og Leirvogstunga í Mosfells- sveit o.s.frv. o.s.frv. — Sem dæmi um eyðurnar í þessari upptaln- ingu má benda á Vestfirðina, þar brestur mig mest kunnugleika, en annars voru þetta aðeins á- stungur, engin skilagrein. En hugsum til Vestfjarðanna. Dettur nokkrum lifandi manni í hug að búnaðarmenning sé öll og af ráð- in á Vestfjörðum, og að hún eigi sér ekki von og framtíð þar í nýj. um háttum? Það þarf ekki nema eina sönnun fyrir hinu gagn- stæða, og sönnunin er Guðmund- ur Ingi og kvæðin hans. — Svona lít ég nú á hlutina, svona reikn- ingslistarlaus er hugsun mín, svona vongóður er ég um fram- tíð sveitanna, bændanna, bæði karla og kvenna, starfið í sveit- unum, manndóm og menningu þeirra sem þar búa og byggja framtíð sína og sinna, sem merk- an hlut hins íslenzka þjóðfélags. Með þeim orðum læt ég lokið þessu áramóta-rabbi. Gleðilegt nýár! Á gamlársdag 1958. Árni G. Eylands. Sendisveinn Röskur og ábyggilegur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. ÓLAFUR GÍSLASON & co. h.f. Hafnarstræti 10-—12 — Sími 18370 Okkar árlega Útsaia hefst í dag Verzl. Ingibjargar Johnsen Trétex og masonite Nýkomið J. Þorlóksson & Norðmnnn h.f. Skúlagötu 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.