Morgunblaðið - 13.01.1959, Side 11
Þriðjudagur 13. jan. 1959
MORSUNBLAÐIÐ
11
AKUREYRARBRÉF
Annáll ársins 1958
eftir Vigni Gubmunásson
f STUTTUM annál ársins, sem
leið, er að sjálfsögðu ekki hægt
að gera nema fáum atburðum
skil og engum nema að litlu
leyti. Ég mun freista þess að
tína fram nokkur atriði er varða
atvinnulíf, stjórnmál (bæjarmál
fyrst og fremst), almenn tíðindi,
íþróttir, slysfarir og nokkur
mannslát. Ég vil í upphafi benda
á að þetta geta ekki orðið annað
en annálsbtfot.
Ég vil geta stuttlega þróunar
atvinnumálanna hér í bænum.
Þar ber hæst starfsemi Útgerð-
arfélags Akureyringa, sem var
komið á nokkurn veginn fastan
grundvöll á árinu. Að sönnu er ó-
kunnugt um afkomu þess, en
vonir standa til að hún hafi batn-
að. Ber þar fyrst og fremst til
það, að aflabrögð togaranna hafa
verið með bezta móti á árinu og
svo hitt að nú er hraðfrystihús
félagsins tekið til starfa af full-
um krafti. Bygging hraðfrysti-
hússins hafði verið á döfinni um
nokkurt árabil, en þó lögð mikil
áherzla á að hraða henni. Þrátt
fyrir þetta tafðist hún um nokk-
urt skeið og var það eitt af frægð
arverkum fyrverandi ríkisstjórn
ar og getuleysis þingmanna stað
arins. En nú er þetta hins vegar
allt á framfarabraut að því er
menn vona. Samfara aukinni út-
gerð batnar hagur annarra at-
vinnugreina á staðnum. Það fær-
ist líf í iðnað og verzlun, þótt
innflutningsörðugleikar og hrá-
efnaskortur hafi látið nokkuð á
sér bera. í heild verður ekki
annað sagt, en að atvinnulíf Ak-
ureyringa hafi verið allgott á I
liðnu ári.
Stjórnmál.
Á sviði stjórnmálanna ber bæj-
arstjórnarkosningarnar í janúar
hæst og hinn mikli sigur Sjálf-
stæðisflokksins í þeim. Þeir bættu
við sig nýjum bæjarfulltrúa og
eiga nú 5 af 11. Atkvæðamagn
flokksins jókst að miklum mun
eða um 500 og er nú 1631. Mál-
efnabarátta flokksins var mjög
sterk. Hann átti í harðri bar-
áttu við alla hina flokkana, sem
sameinuðust gegn honum undir
einni málefnayfirlýsingu. Auk
þess sömdu þeir um bæjarstjóra-
efni sameiginlega, bæjarstjóra-
efni Sjálfstæðismanna var Jónas
G. Rafnar fyrrum alþingsmaður.
Eitt þeira mála. sem andstæðing-
arnir reyndu að klekkja á Sjálf-
stæðisflokknum með voru fjár-
hagsörðugleikar Útgerðarfélags-
ins, en sá draugur snerist til
ásóknar á þá sjálfa.
Meðal þeira framfaramála, sem
Sjálfstæðismenn hétu að beita sér
fyrir, má nefna stækkun drátt-
arbrautar, byggingu elliheimils,
endurbætur á Krossanesverk-
smiðjunni, athugun á hitaveitu í
bænum, aukningu á vatnsveitu-
kerfinu o. m. fl.
Að öllum þessum málum hefur
verið unnið meira og minna og
mörg þeirra þegar framkvæmd
eða langt á veg komin.
í febrúar kaus bæjarstjórnin
nýjan bæjarstjóra, Magnús E.
Guðjónsson með 6 atkv., Jónas G.
Rafnar fékk 5 atkvæði.
í marz fluttu Sjálfstæðismenn
í bæj«rstjórn tillögu um að skora
á Alþingi að samþykkja frv.
Gunnars Thoroddsens borgar-
stjóra um að bæjarfélögin fái
hluta af söluskattinum. Var
hún samþykkt með 8 atkv. gegn
1.
í maí samþykkti bæjarstjórn
með 6 atkv. gegn 4, að bærinn
tæki að sér rekstur Útgerðarfé-
lags Akureyringa h.f. með tiltekn
um skilyrðum.
í ágúst var elliheimilinu val-
inn staður í landi Fjórðungs-
sjúkrahússins.
í nóvember var samningur
gerður um framkvæmd um upp-
setningu heilmjölsvinnslutækja í
Krossanesverksmiðju og fram-
kvæmdir hafnar.
í árslok var að mestu lokið
við aukningu vatnsveitukerfisins.
Almenn tíðindi.
Janúar: Guðmundur Jörunds-
son útgerðarmaður selur togar-
ann Jörund útgerðarfélaginu
Þórólfi Mostrarskegg í Stykkis-
hólmi.
Febrúar: Vélaverkstæði brenn-
ur að Auðbrekku í Hörgárdal.
Brunnu þar fólksbíll og jeppi,
ásamt dýrmætum tækjum.
Marz: Harðbakur kemur til
Akureyrar til tundurdufl, er hann
hafði fengið í vörpuna. Björg-
unar- og varsðskipið Albert, sá
um eyðileggingu þess.
Smásíldveiðar hefjaet á Akur-
eyrarpolli og gengu veiðar fram
í apríl. Var aflinn lagður upp í
Krossanessverksmiðj u.
Vatnsskömmtun tekin upp í
bænum sakir vatnsskorts. Bif-
reiðanámskeið til meiraprófs.
Þátttakendur 27.
Apríl: Fjölmennur hluthafa-
fundur í U. A. óskar eftir að Ak-
ureyrarbær taki við rekstri fé-
lagsins.
Skákþingi Akureyrar lýkur og
varð Guðmundur Eiðsson skák-
meistari Akureyrar 1958.
Sett á stofn ný úra- og skart-
gripaverzlun í bænum.
Maí: Ólöf Elíasdóttir á Hóli í
Staðarbyggð varð 100 ára 5. maí.
Hinn 2. maí liðin 20 ár frá
fyrsta farþegaflugi Flugfélags
fslands milli Akureyrar og
Reykjavíkur.
Guðmundur Karl Pétursson yf-
irlæknir heiðraður með því að
afhjúpað er af honum brjóstlík-
an í Fjórðungssjúkrahúsinu.
48 gagnfræðingar útskrifast úr
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Júní: 52 stúdentar útskrifast frá
Menntaskólanum á Akureyri.
Steini Steinsen fyrrv. bæjar-
stjóra haldið fjölmennt kveðju-
samsæti.
Karlakórinn Aalesunds Mand-
sangsforening heimsækir Akur-
eyri og færir með sér verðmæt-
ar gjafir.
36 námsmeyjar ljúka prófi frá
Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi.
Júlí: Fulltúar vinabæja Akur-
eyrar á Norðurlöndum heim-
sækja Akureyringa og dveljast
hér dagana 18.—24. júlí.
Ný sjúkraflugvél kemur til
bæjarins.
Ágúst: Ferðafélag Akureyrar
hefur byggingu sæluhúss í Herðu
breiðarlindum. Húsið gert fok-
helt.
Kexverksmiðjan Lórelei flytur
í nýtt húsnæði á Gleráreyrum.
Héraðsmót Sjálfstæðismanna
haldin víðs vegar í Eyjafjarðar-
sýslu. Aðalræðumenn alþingis-
mennirnir Bjarni Benediktsson og
Magnús Jónsson.
Október: 100 ára afmæli Bægis
árkirkju minnzt með hátíðaguðs
þjónustu á staðnum.
Örlygur Sigurðsson heldur mál
verkasýningu á Akureyri á veg-
um fyrirtækjanna Valbjarkar hf.
og Bókabúðar Rikku.
Nóvember: Geislalækningatæki
sett upp í Fórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri.
Desember: Skákkeppni 100
manna á Akureyri og í Eyjafjarð
arsýslu lýkur með sigri Akur-
eyringa 30 vinningar gegn 20.
Lokið sumarlöngum fram-
kvæmdum við Vatnsveitu Akur-
eyrar og vatni er nemur helm-
ingsaukningu hleypt á vatnskerfi
bæjarins.
Frækileg björgun skipsmanns
á bv. Kaldbak. Magnús Lórenz-
son kastar sér fyrir borð eftir
félaga sínum.
Nýtt skip, Sigurður Bjarnason,
kemur til bæjarins, eign Súlur
hf. (Leó Sigurðsson o. fl.)
Listir og félagastarfsemi.
Janúar: Leikfélag Akureyrar
sýnir „Tannhvassa tengda-
mömmu", Leikstjóri Guðmundur
Gunnarsson, en með gestahlut-
verk fór Emilxa Jónasdóttir.
Febrúar: Kvenféíag Akureyrar
kirkju minnist 20 ára afmælis
síns með hófi í kapellu kirkj-
unnar.
Afmælishljómleikar Geysis í til
efni 35 ára afmælis söngfélagsins.
Marz: Leikfélag Akureýrar
frumsýnir „Ást og ofurefli (Jú-
piter hlær)“ eftir A. J. Cronin.
Leikstjóri Ragnhildur Steingríms
dóttir.
Bridgefélag Akureyrar lýkur
keppni í meistaraflokki. Sveit
Karls Friðriksson sigurvegari.
Maí: Tónlistarfélag Akureyrar
gengst fyrir tónlistarviku í til-
efni 15 ára afmælis síns.
Leikfélag Akureyrar frumsýn-
ir „Afbrýðissama eiginkonu". —
Leikstjóri Jóhann Ögmundsson.
Stofnað Matthíasarfélag á Ak-
ureyri og er hlutverk þess, að
stofna minjasafns um þjóðskáld-
ið Matthías Jochumsson. Formað
ur kjörinn Marteinn Sigurðsson.
Júní: Þjöðleikhúsið heimsækir
Akureyri með leikinn „Horft af
brúnni“.
Október: Leikfélag Akureyrar
frumsýnir sjónleikinn „Gasljós“.
Leikstjóri Guðmundur Gunnars-
son.
Stofnað félag lamaðra og fatl-
aðra með 50 stofendum. Form.
Emil Andersen.
Nóvember: Helgileikurinn
„Bartimeus blindi“ sýndur í Ak-
ureyrarkirkju og _ Möðruvalla-
kirkju. Leikstjóri Ágúst Kvaran.
Á árinu heimsóttu þau Árni
Jónson og Guðrún Tómasdóttir
Akureyri og héldu hér söng-
skemmanir. Svo og sendi útvarp-
ið og menntamálaráð listafólk
hingað.
Slysfarir.
Marz: Sviplegt flugslys verð-
ur á Öxnadalsheiði, er lítil flug-
Frh. á bls. 13.
Frá sundmelstaramóti íslands, sem haldið var á Akureyri í júní.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna á Akureyri, aðalfulltrúar og varafulltrúar. Frá vinstri, i fremri
röð: Gísli Jónsson, Jón G. Sólnes, Jónas G. Rafnar, Helgi Pálsson og Árni Jónsson. Aftari röð:
Ragnar Steinbergsson, Gunnar K. Kristjánsson, Bjarni Sveinsson, Jón H. Þórvaldsson og Árni
Böðvarsson.
Hér sjást þrír af togurum Útgerðarfélags Akureyringa, sem fært hafa mikla björg í bú á sl. ári.
Fnnfremur má sjá togarann Jörund, sem nú hefur verið seldur til Stykkishólms.