Morgunblaðið - 13.01.1959, Qupperneq 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. jan. 1959
J Sími 13191
i Allir synir mínir
• anuni 28. okt. ’38: . . Sýning-
Sýning miðvikudagskv. ki. 8. 1
Aðgöngumiðasala kl. 4—7 i j
dag og eftir kl. 2 á morgun. 5
BluHaummæU
um sýnmguna: \
ý
Iriflríði G. Þorsteinsson ■ Tím- !
J
ar á þessu leikriti^ er fyrsta)
verkefni Leikfélagsins á þessu '
ári og um leið sýning, sem ý
markar timamót í íslenzku leik •
húsi....... Undirritaður vill j
leyfa sér að halda því fram, !
að með þessari sýningu hafi \
ý íslenzkt leikhús að fullu kom- >
ist úr því að vera meira og \
minna ein tegund félagslífs, )
yfir í að vera öguð og meitluð \
list .... S
S
Ásgeir Iljartarson i Þjóðvilj- ■
anum 29. okt. ’58: . . Hér er \
S slegið á marga strengi, stund- í
\ um leikið örvei'kt, stundum \
S mjög sterkt, kyrrð og stormar S
5 skiptast á, en við heyrum elcki ^
\ hjáróma rödd, ekki svikinn (
Stón .... S
s y
| SigurSur Grimsson í Morgun |
ý blaðinu 29. okt. ’58 .... Er ý
| heildarsvipur leiksins óvenju-|
í lega góður og samleikurinn s
i þannig að vart verður á betra •
t kosið og eru þó hlutverkin ý
í allmörg og vandasöm. .. Leik- i
| sýning þessi er einhver sú \
S heilsteyptasta og áhrifamesta,!
' sem hér hefur sézt um langt \
skeið — listrænn viðburður, S
sem lengi mun vitnað til; enda ^
hef ég sjaldan verið í lei'khúsi S
þar sem hrifning áhorfenda'
hefur verið jafn mikil og í S
Iðnó þetta kvöld .... •
Gunnar Bergmann í Vís! 5. \
nóv. ’58: ....... En nú hafa!
• s
‘ óvænt og enn meiri tíðindi \
| gerzt í Iðnó gömlu. „Hinir S
! ungu“ í Leikfélagi Reykjavík-^
| ur hafa sett á svið og gefiðs
i slíka túikun á ieikritinu „Öll--
um sonum mínum" eftir Art-s
hur Miller, að sjónarspilinu á!
hinu íslenzka leiksviði hefur\
verið lyft í æðra veldi........)
Efni leiksins verður annars^
ekki rakið hér. — TækifæriðS
skal hins vegar notað til að|
i hvetja sem fiesta að sjá þenn-S
| an yfirburða leik, eignast ó-\
i gleymaníega kvöldstund. S
i s
Y.S.V. í AlþýðublaSinu 5.S
| nóv. ’58. .. Leikritið er mikið\
listaverk og boðskapur. þess!
| sterkur. Afrek leikfélagsins er^
! f fullu samræmi við þetta. ÉgS
| get tekið undir við það fó!'k,J
i sem ég heyrði segja að sýning-s
• unni á sunnudagskvöld lokinni: \
i „Þetta er bezta leiksýning, sems
I ég hef séð lengi“. ^Þetta er!
| eftirminnilegasta stund sem égý
i hef átt í leikhúsi". i
Þórey Þorleifsdóttir
Minningarorð
í DAG hinn 13. janúar verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni,
Þórey Þorleifsdóttir, Bókhlöðu-
stíg 2, er andaðist í Landsspítal-
anum þann 7. þ.m. eftir langa
og örðuga legu.
Þórey var fædd á Syðri-Löngu-
mýri í Blöndudal 23. júní 1895 og
var dóttir hinna þjóðkunnu ágæt-
ishjóna: Þorleifs Jónssonar al-
þingismann og síðar póstmeistara
og konu hans Ragnheiðar Bjarna
dóttur. Bar Þórey nafn ömmu
sinnar konu Bjarna Þórðarsonar
bónda á Reykhólum.
Hún ólst upp hjá foreldrum
sínum, fyrstu 5 árin á Syðri-
Löngumýri og Sólheimum í Húna
vatnssýslu en síðan í Reykjavík
og þar átti hún sitt heimili alla
ævi á Bókhlöðustíg 2. Hún var
stjarna síns heimilis, sívinnandi,
prúð og elskuleg, allsstaðar til
gagns og greiða hvar sem hún fór,
enda elskuð og virt af öllu sínu
skyldfólki og öðrum heimamönn,-
um fyrr og síðar.
Faðir hennar Þorleifur póst-
meistari féll frá árið 1929 og eft-
ir það stjórnaði Þórey verzlun-
inni „Silkibúðin" ásamt móður
sinni. Nokkur síðustu árin hefir
hin aldraða sæmdarkona Ragn-
heiður Bjarnadóttir ekki getað
annast verzlunina með dóttur
sinni og hefir þá Þórey ein ann-
ast stjórn hennar og af mikilli
prýði, allt þar til að hún veiktist
á síðasta vori.
Þórey var mjög lengi í stjórn
blindravinafélags íslands og allt-
af gjaldkeri. Sýndi hún í því
starfi mikinn áhuga fórnfýsi og
skörungskap. Hún var gáfuð kona
svo sem hún átti ætt til; mjög
bókelsk og listhneigð. Einkum
hafði hún áhuga á tónlist og
söng.
Matse&ill kvöldsins
13. janúar 1959.
Creme-súpa Bagaralion
★
Sleikt ýsuflök m/remoulade
★
Ali-bainborgarhryggur
m/rauðkáli
eða
Tournet'o Maitre de’holel
Ávaxta-ís
★
Hnetu-fromage
Húsið opnaS VI. 6.
NEO-tríóið leikur
Leikhúskjallarinn.
Á hinu merka höfðingsheimili,
Bókhlöðustíg 2, var býsna oft gest
kvæmt af vinum og frændfólki,
ekki einasta á hátíðlegum dög-
um heldur mjög oft endranær.
Voru þær mæðgur Þórey og
Ragnheiður mjög samhentar um
alla rausn, glaðværð og skörungs-
skap. Yfir heimilinu hefir alltaf
verið hressandi blær og góður
andi alúðar, prúðmennsku og
manndyggða. Þar hefir oft verið
samkomustaður fyrir íjölmennan
hóp ættingja og vina og oft glatt
á hjalla. Síðustu árin, síðan yngri
systirin Salóme kom heim, hefir
hún líka tekið góðan og þýðingar-
mikinn hlut í því erfiði, sem því
fylgir, að stjórna þvílíku heimili.
En nú liggja dimmir skuggar
sorgar og saknaðar yfir þessum
ánægjulega stað, þegar stjarna
heimilisins er horfin yfir hafið
mikla.
En það bjargar miklu, að hin
aldurhnigna móðir og glaðlynda
og þróttmikla systir eru trúkonur
miklar. Þess vegna taka þær sorg
inni með trúarlegri stillingu og
hugrekki. Hugga sig líka við þá
gæfu, að minningarnar um hina
horfnu dóttur og systur eru allar
góðar og hreinar. Sú hin sama
huggun liggur fyrir augum
bræðranna, mágkonanna og ann-
ars venzlafólks.
Blessuð sé minning hinnar
látnu sæmdarkonu.
Jón Pálmason.
BRÓBURKVEBJA
Vafasamt kann að teljast að
menn skrifi minningarorð um
sína nánustu, en hér biður bróðir
um leyfi til að segja um látna
systur aðeins nokkur orð, sem
hafa öllu fremur almennt gildi.
Þótt erfitt sé oft og lengi að
sjá gildi og árangur listamanns-
ferils, þá er augljóst að sá ferill
verður aldrei eða sjaldan til,
nema foreldrar, skyldmenni eða
vinir láti hinum verðandi lista-
Lærið gjomlti dansana
Nýtt námskeið
í gömlu dönsunum hefst í kvöld kl. 7,30 í Silfur-
tunglinu. Einnig verða kenndir tangó og enskur
vals. Kennari verður frú Sigríður Valgeirsdóttir.
Þjóðdansafélag Beykjavíkur
BÚTASALA
Seljum næstu daga mikið úrval af allskonar
BÚTUM, KVENPEYSUM, KARLMANNABLOSS-
UM og fleiri vörutegundum með tækifæris verði.
Vesturgötu 4
manni í té aðstoð og traust — og
oft mikla þolinmæði langt fram
eftir aldri.
Sá jarðvegur, sem við systkin-
in vorum úr sprottin, niótaðist af
hugsjónum og erfiðleikum full-
veldisbaráttunnar. Menn, sem
varla höfðu til hnífs og sjceiðar,
að því er nú yrði talið, höfðu
bundizt samtökum til að gera
ísland frjálst, enda þótt ljóst
þætti oft að sjálfum þeim ein-
stökum til framfæris væri við-
urkenning á sambandinu við
Dani vænlegra. Faðir okkar var
um skeið gjaldkeri gamla Sjálf-
stæðisflokksins, og hann stjórn-
aði pósthúsinu í Reykjavík upp
úr aldamótunum. Skyldurækni
var fyrsta boðorðið. Þó að skip
kæmu t.d. að nóttu með póst frá
útlöndum, þá þótti sjálfsáfgt að
allir starfsmenn mættu þegar á
vinnustað og lykju að koma póst-
inum í hólf og undirbúa útburð-
inn áður en gengið væri til svefns,
enda þótt yfirvinna væri ekki
greidd.
Ekki gerði faðir okkar miklar
kröfur til hins daglega lífs, og
ekki man ég eftir að hann hafi
nokkurn tíma óskað neins
handa sjálfum sér. Umhyggjan
fyrir öðrum sat fyrir. Þegar móð-
ir okkar hafði með ofurlitlu láns
fé stofnað verzlun, þá var keypt
handa Þóreyju systur píanó, sem
varð tilefni til að ég sem yngri
var, komst í tengsli við tónlist.
Er faðir okkar kenndi síns
banameins, þá sagði hann lausu
embætti sínu frá árslokum 1928
og notaði mánuðina, sem hann
átti ólifaða, til að setja Þóeyju
systur, er var ein barna í heima-
húsum, inn í bókhald, alls kon-
ar undirbúning og aðstoð við
móður okkar, og umhyggja og
samvizkusemi Þóreyjar varð hin.
sama og föður okkar. Hún tók við
örðugu hlutverki, sem hún
hafði ekki ætlað sér. Hún var
sem einstæð kona móður sinni til
aðstoðar í þrjátíu ár og sýndi
fjarverandi bróður sínum, und-
irrituðum, í erfiðleikum lista-
I mannsferilsins alla tíð sömu
tryggð og jafnvel þótt mjög mik-
ið á reyndi. Fjörutíu ár eru lang-
ur tími að bíða eftir árangri af
starfi listamanns, og mikils þarf
til að missa ekki þolinmæði og
traust fyrir þá, sem standa þó
fyrir utan sjálfa baráttuna.
Ef til vill eiga síðar fleiri en
undirritaður eftir að finna til
þakklætis til Þóreyjar fyrir þetta,
því að fordæmið hefir í þessum
efnum sem öðrum varanlegt gildi
fyrir þá, sem á eftir koma: Hún
brázt aldrei er mest á reyndi.
Þegar erfiðleikar voru í seinasta
ófriði jafnvel á yfirfærslu hinna
opinberu listamannalauna til und
irritaðs erlendis, þá gafst Þórey
ekki upp fyrr en málin voru
afgreidd. Þegar hann svo kom
heim alsnauður eftir ófriðinn og
settist að í móðurhúsum, en lista
mannsferill hans í rústum við of-
sóknir beggja megin vígstöðv-
anna, þá brázt Þórey ekki held-
ur. Þegar hann svo hóf baráttu
fyrir því að knýja fram laun til
höfunda án árangurs árum sam-
an, þá missti Þórey ekki trúna,
þrátt fyrir óvinsældir, gagnáróð-
ur og vantraust annarra.
Hún fékk verðskuldaða viður-
kenningu. Vér vonum að hún
megi nú látin helga sig því, sem
hugur hennar stóð til mest.
Jón Leifs.
Crímur Crímsson - kveðja
í DAG fer fram útför Gríms
Grímssonar, Bragagötu 36, er -nd
aðist 2. þ.m.
Hann fæddist að Nauthól í
Seltjarnarneshreppi 7. apríl 1893
og var því á 66. aldursári er
hann andaðist.
Fóreldrar hans voru þau Sig-
ríður Ólafsdóttir og Grímur
Gunnlaugsson, en hann andaðist
árið 1894 frá konu og sex börn-
um og þvi sjöunda ófæddu.
Við andlát manns síns, varð Sig
ríður að koma börnunum í fóst-
ur hjá vandalausu fólki, nema
Grími. Hann hafði hún alltaf hjá
sér og ól hann upp og var svo
alla tið með honum, þar til hún
andaðist á áttræðisaldri. Grímur
reyndist móður sinni hinn ágæt-
asti sonur.
Grímur kvæntist árið 1931 Guð
rúnu Guðbjartsdóttur, beykis, frá
ísafirði, hinni ágætustu konu, sem
lifir mann sinn ásamt þrem
dætrum: Kristínu, gift Halldóri
Björnssyni, Sigríði, gift Ólafí
Lárussyni og Guðríði, sem enn
er í foreldrahúsum. Son eign-
aðist Grímur, áður en hann
kvæntist, Björgvin, kvæntan
Ástu Guðlaugsdóttur.
Þegar ég minnist Gríms, kemur
mér fyrst í hug hin góða skap-
gerð hans, hreinlyndi og glað-
lyndi, enda kom hann öllum í
gott skap og ávann sér með því
vináttu þeirra sem hann komst
í kynni við. Hann var fljótur til
svars og kom vel fyrir sig orði.
Yfirborðsmennska og mont voru
honum fjarri skapi, enda gat
hann veriS meinyrtur í garð
þeirra, sem þannig voru gerðir,
en sjaldan hægt að reiðast hon-
um fyrir það, því alltaf skaut
hann slíku fram í gáska.
Eigi fékk Grimur aðra mennt-
un en þá, sem tilskilin var til
fermingar, enda býst ég við, að
hann hefði ekki unað vel setu
á skólabekkjum, til þess hafði
hann of mikla starfsþrá og starfs-
orku. Hann gat aldrei setið auð-
um höndum.
Fyrir fermingaraldur hafði
hann keyrt margar hjólbörur af
nýjum fiski, sem hann seldi bæj-
arbúum. Þar kom í ljós sölumanns
hæfileikar hans, sem síðar urðu
snar þáttur í ævistarfi hans.
Um fermingaraldur byrjaði
hann að starfa í Nordalsíshúsi,
fyrst sem sendisveinn, en tiltölu-
lega fljótt sem afgreiðslumaður.
Það starf hæfði honum vel, enda
kom hans góða skapgerð og lip-
urð sér vel, til þess að laða að
sér viðskiptamennina. Afgreiðslu
starfið var því hans aðalstarf til
vorsins 1945 að starfsemi íshúss-
ins lagðist að fullu niður, en við
það starf þekktu flestir Reykvík-
ingar Grím í íshúsinu.
En hann átti einnig til að bera
verkstjórnarhæfileika, sem komu
sér_ vel þegar hann sá um ísupp-
töku á Reykjavíkur-tjörn, svo og
ísafgreiðslu til skipa og fleiri
verka sem tilheyrðu starfi íshúss-
ins.
Að loknu starfi í íshúsinu gerð-
ist hann samstarfsmaður Björg-
vins sonar síns í Fatagerðinni og
að því loknu var hann um skeið
starfsmaður hjá A. J. Bertelsen,
heildsala, eða þar til hann missti
heilsuna fyrir þrem árum.
Með glaðlyndi sinu og hrein-
lyndi ávann Grímur sér vináttu
og traust allra sem hann komst
í kynni við, svo að segja má,
að hann hafi átt „aðeins vini“.
Að síðustu þakka ég Grími fyr
ir samstarfið og einlæga vináttu
og votta eiginkonu hans, böm-
um og öðru skyldfólki innilega
samúð.
Sig. Árnason.