Morgunblaðið - 13.01.1959, Side 20
V EÐRID
Hægviðri, léttskýjað.
Frost 1—5 stig.
Píi0r0ijiiií»lat»íl»
9. tbl. — Þriðjudagur 13. janúar 1959
Akureyrarbrét
Sjá bls. 11.
Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins
haldinn í marz
MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins hefir ákveðið, að þrettándi
lanðsfundur Sjálfstæðisflokksins skuli koma saman í Reykjavík
miðvikudaginn 11. marz n. k.
Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokks-
ins og markar heildarstefnu flokksins. Er fundurinn nú kallaður
saman með hliðsjón af væntanlegum Alþingiskosningum á þessu
ári Síðast var landsfundur haldinn árið 1956.
Nánari tilhögun fundarins verður tilkynnt flokksfélögunum
bréflega.
Fjórir bílar í árekstri á
Keflavíkurveginum
Amerísk kona og lítill drengur meiddust
SÍÐASTLIÐINN sunnudag um
kl. 11.45 varð harður bifreiða-
árekstur við Rauðhóla í Óttar-
Það vantar
300-400 sjómenn
Enginn Fænreyingur
kom með Gullfossi
HVER einasti hinna færeysku
sjómanna, sem gert hafði ráð-
stafanir til þess að tryggja sér far
með Gullfossi, sem kom hingað
siðdegis í gær, fór eftir fyrirskip
un Fiskimannafélagsins um það
að fara ekki fyrr en náðst hefðu
samningar við íslendinga um
kjörin á vetrarvertíðinni.
Fimm farþegar komu að visu
frá Færeyjum, en það voru ekki
sjómenn.
Þó svo hafi nú farið þá mun
mál þetta ekki vera úr sögunni
með öllu.
Eins og nú ástatt mun vanta
milli 300—400 menn á vélbáta,
aðallega frá Vestmannaeyjum,
Akranesi og Snæfellsneshöfnum.
Tveir bílar slökkvi
liðsins biluðu
AÐALSTIGABÍLL slökkviliðs-
ins, sem er 20 ára gamall bilaði,
er hann var á leið inn á Kirkju-
sand þar sem kviknað hafði í
hraðfrystihúsi Júpiters og Marz.
Kúlulegur við viftureimina eyði-
lögðust. Einn af dælubílum bilaði
líka, þ.e.a.s. dælan, en ekki kom
það samt alvarlega að sök við
þennan bruna.
F r æðslimámskeið
um atvinnu- og
verkalýðsmál
VERKALÝÐSMÁLARÁÐ Sjálf-
stæðisflokksins og Málfundafé-
lagið Óðinn efna til fræðslunám-
skeiðs um atvinnu- og verkalýðs-
mál nú á næstwini. Á námskeið-
Inu verða fluttir ýmsir fyrirlestr-
ar er varða sérstaklega málefni
launþega, svo sem um þróun og
skipulag verkalýðssamtakanna
og ýmis atvinnu- og efnahagsmál.
Einnig verða haldnir málfundir,
þar *em þessi mál verða sérstak-
lega rædd.
Nauðsynlegt er að þeir, sem
vilja taka þátt í þessu námskeiði
tilkynni það sem allra fyrst í
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins og
þar verða einnig gefnar allar nán
ari upplýsingar um tilhögun nám
skeiðsins.
staðarlandi, og lentu hvorki
meira né minna en fjórar bifreið-
ar þar í einni kös. Amerísk kona
og lítill drengur meiddust eitt-
hvað og voru flutt á sjúkrahús.
Bifreiðarnar, sem þarna óku
saman, voru áætlunarbifreiðin
Ö 106, og varnarliðsbifreiðin VLE
1266, bifreið frá Siglufirði F 6,
og loks bifreið úr Suður-Múla-
sýslu, U 462. Þrjár þær síðast-
töldu voru litlar fólksbifreiðir, og
munu bílarnir mikið skemmdir.
Mikil hálka var á veginum og
er talið að það sé aðalorsök slyss
ins, því löng bremsuför voru eftir
a.m.k. eina bifreiðina.
Aðalfundur Sögufélagsins —
verður haldinn miðvikudaginn
14. janúar í Háskólanum kl. 5 e.h.
Ingólfur Arnarsonl
landar i Grimshy \
UM miðnætti í gærkvöldi átti ►
togarinn Ingólfur Amarson að £
landa um 160 tonnum af fiski ►
í Grimsby og er þetta í fyrsta >
skiptið sem íslenzkur togari £
Iandar þar nýum fiski síðan »
íslendingar færðu fiskveiði- >
takmörk sín út í 12 mílur. >
Skömmu eftir jól var landað ►
íslenzkum freðfiski í Grimsby. ►
Saiiiið í Grundavík
4 eru byrjaðir
róðra
GRINDAVÍK, 12. jan. — Bæði
sjómenn og útvegsmenn héldu
fundi í gærkvöldi og voru sjó-
mannasamningar og fiskverðs-
samningar samþykktir af báðum
aðilum. Fimm bátar fóru í róð-
ur í gærkvöldi, og munu fleiri
fara jafnskjótt og þeir eru til-
búnir.
Minna tjón en talið
var í fyrstu
Var það rafmagnspera sem orsaka&i
íkveikjuna ?
VÖNIR standa til þess, að ekki
hafi orðið eins mikið tjón í brun-
anum í frystihúsi Júpiters &
Marz á laugardagskvöldið eins
og talið var í fyrstu. Mjög ýtar-
leg rannsókn fer fram á elds-
upptökunum, en vitað er að þetta
ér í þriðja skiptið, sem eldur
kemur upp í frystihúsi á meðan
staðið hefur yfir vinna við ein-
angrun í frystiklefum.
Á laugardagskvöldið, þegar
fréttin af brunanum var skrifuð,
voru allar horfur á því að
slökkviliðið hefði ráðið niður-
lögum eldsins að mestu eftir
klukkustundar slökkvistarf. Þetta
fór þó á annan veg, því svo erfitt
var við eldinn að fást, óhægt um
vik að sækja að honum, að segja
má að slökkviliðið hafi ekki ver-
ið búið að ráða niðurlögum elds-
ins fyrr en á fyrsta tímanum um
Bifreiðaslys við Keflavík
Maður stórslasast
KEFLAVÍK, 12. jan. — Um kl. 5
síðastliðinn laugardagsmorgun
varð bifreiðaslys á Hafnavegi,
móts við svonefnt Patterson-hlið.
Fólksbifreiðin VLE 1392, sem er
eign varnarliðsmanns, rann
þarna út af vegin og kastaðist á
hliðina. í bílnum voru tveir ís-
lenzkir menn, þeir Friðrik Þor-
björnsson, bifvélavirki, sem ók
bílnum, og Jóhann Jónsson. Frið
Friðrik Ólafsson heldur
enn forystunni
BENVERWIJK, 12. janúar. —
Friðrik Ólafsson og Belgíumað-
urinn O’KelIy sömdu jafntefli í
skák sinni úr 3. umferð án þess
að tefla hana frekar. Þá gaf Bent
Larsen skák sína við Argentínu-
manninn Eliskases úr 2. umferð
án frekari taflmennsku.
Úrslit 4. umferðar urðu þau, að
Jóhann Hafstein
Donner vann Van der Berg, en
aðrar skákir urðu jafntefli, þ.e.
skák Friðriks og Torans, Eliska-
ses og Barendregt, Langeweg og
Larsen og O’KelIy og Van Schelt-
inga.
Staðan eftir 4 umferðir: — 1.
Friðrik Ólafsson 3 vinninga,
Donner, Van Scheltinga og
Eliskases 2>4 vo., Toran, Baren-
dregt og O’Kelly 2 v., Van der
Ber 114 og Larsen og Langeweg
1. — Reuter.
Drengur fyrir bíl
AKRANESI, 12. jan. — Um fimm
leytið í dag bar svo við, að 6 ára
drengur, Marteinn Einarsson, til
heimilis að Háteigi 8, hljóp aftan
á vörubíl og viðbeinsbrotnaði.
Hús eitt skagar fram í Suður-
götuna, beint á móti Nýa bakarí-
inu og myndar blint horn, og þar
stökk drengurinn út á götuna, án
þess að athuga fyrst hvort bíll
væri nú ekki að koma upp göt-
una. — Oddur.
rik meiddist mjög illa, hlaut
hann höfuðkúpubrot og fram-
handleggsbrot. Jóhann slappt aft
ur á móti við meiðsli.
Lögregla Keflavíkurflugvallar
kom þarna rétt á eftir, svo og
læknir, og var Friðrik þá meðvit-
undarlaus. Hann var þegar flutt-
ur á sjúkrahús Keflavíkur og
kom hann ekki til meðvitunar
fyrr en á mánudag. Er hann enn
þungt haldinn.
Nánari tildrög þessa slyss eru
þau að Friðrik hafði haft þessa
bifreið varnarliðsmannsins til
viðgerðar. Hafði hann lokið við-
gerðinni og þar sem hann hafði
leyfi til að nota bifreiðina meðan
hún var í viðgerðinni hjá honum,
hugðist hann skreppa suður í
Hafnir, en þaðan er hann ættað-
ur. Allmikil hálka var á vegin-
um á fyrrnefndum stað og er
hann kom þangað missti hann
vald á bifreiðinni með þeim af-
leiðingum sem fyrr getur.
— Ingvar.
Gísli Guðmunds=»'^
Aimennur stúdentafundur rceöir
bteytingu á kjördœmaskipuninni
STÚDENTAFÉLAG Reykjavikur
efnir til almenns stúdentafundar
um breytingar á kjördæmaskip-
uninni í kvöld kl. 8.45 í Sjálf-
stæðishúsinu. Þar sem málið er
mjög ofarlega á baugi þessa dag
ana, má búast við að margir hafi
hug á að kynna sér meginsjónar-
miðin í rnálinu.
Framsögumennirnir hafa verið
valdir með það í huga, að þessi
meginsjónarmið kæmu fram. —
Jóhann Hafstein alþingismaður
mun tala fyrir hönd þeirra sem
fylgjandi eru fyrirhuguðum
breytingum á kjördæmaskipun-
inni, en Gísli Guðmundsson al-
þingismaður mælir fyrir munn
þeirra, sem ekki vilja gera breyt-
ingar á kjördæmaskipuninni að
sinni.
Að enduðum framsöguræðum
verða frjálsar umræður um mál-
ið, eins og venja er á stúdenta-
fundum, og koma þá e. t. v. fram
enn önnur sjónarmið. Menn eru
hvattir til að fjölmenna á fund-
nóttina. En brunaverðir voru á
verði í húsinu alla nóttina og
fram á mánudagsmorgun.
Spurningunni um hvort mik-
ið tjón hafi orðið á hraðfrystum
fiskflökum í nærliggjandi frysti-
klefum, varð ekki svarað til
fullnustu af þeim, sem gjörst áttu
að þekkja. En þeir sögðu, að
líkur væru til þess, að skemmd-
irnar væru minni en í fyrstu
hefði mátt ætla. Milli 10.000—
12.000 kassar af frystum
karfaflökum voru í nærliggjandi
frystiklefum. Með varavélum var
hægt að halda frostinu í klefun-
um svo miklu, að vatn, sem kom
inn í klefana, fraus á samri
stundu og af sömu sökum varð
reykur er í klefana komst óskað-
legur fiskinum, því til þess að
hann gæti „samlagast” ísnum,
hefði hitastigið í klefanum þurft
að komast niður undir frostmark.
Vitað er að vatn og reykur
skemmdi frystan fisk, en hve
mikil brögð voru að því, var
ekki vitað í gær, en þá stóð
yfir ýtarleg athugun á þessu.
Rannsókn stóð yfir í gærdag
á því með hverjum hætti elds-
upptök hafi orðið. Mjög er hall-
ast að því, að 150 kerta pera í
vinnuljósi hafi orsakað íkveikju.
Var unnið við það ljós í frysti-
klefanum við að koma kork-
mylsnu, sem no^uð er til ein-
angrunar, í loftið yfir klefanum.
Líkur eru taldar til þess, að
hin stóra pera, hafi einhverra
orsaka vegna fallið ofan á vinnu-
pall. Við það hefur myndazt
sprenging, en sprengingin aftur
kveikt í rykmettuðu loftinu, en
eldur sá kveikt í korkmylsnunni.
Geta má þess að brunaskemmd-
irnar á vinnupallinum benda
nokkuð til þessa. Þá er önnur
skýring að einhver óviðkomandi
hafi komið inn í frystiklefana og
farið þar óvarlega með eld. Að
hinu er þó miklu fremur hallast.
Hraðfrysti fiskurinn var vá-
tryggður hjá Tryggingarmiðstöð-
inni h.f.
Eldur í íþrótta-
húsinu á Akranesi
AKRANESI, 12. jan. — Viku frí
að minnsta kosti hefir orðið að
veita nemendum Barnaskólans og
Gagnfræðaskólans frá því að iðka
leikfimi og aðrar íþróttir. Er það
vegna þess, að í gærmorgun kom
upp eldur í miðstöðvarherbergi
íþróttahússins. Brunnu og sviðn-
uðu borð í miðstöðvarherberginu
og kom af því þvílíkur reykur,
að allt húsið varð svart að innan.
Verður að þrífa húsið og mála
allt að nýju. Talið er að miðstöð-
in hafi bilað. — Oddur.
Miskalt
í gær
í GÆR var ákaflega miskalt á
ýmsum stöðum á landinu. Á
Grímsstöðum á Fjöllum mældist
í gærmorgun 25 stiga frost, og
er það sennílega kaldasti dag-
urinn á árinu. Á Akureyri var
15 stiga frost, en hlýrra á annesj-
um, eða 3—5 stig.
Sunnanlands var austan þræs-
ingur og hiti um frostmark við
ströndina. í Reykjavík, á Reykja-
nesvita og í Vestmannaeyjum
mældist 1 stigs hiti í gærmorgun,
en í gærkvöldi var komið eins
stigs frost hér.
Veðurstofan spáði því í gær-
kvöldi að hér sunnanlands mundi
haldast svipað veður, og að ekki
mundi linna frosti fyrir norðan.