Morgunblaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 1
20 síður
48. árgangu*-
12. tbl. — Föstudagur 16. janúar 1959
Prentsmiðja MorgunblaSstaW
De Gaulle og Debré flytja Brezkir sjómenn hóta verkfalli,
þinginu hoðskap sirm
PARÍS, 15. jan. Reuter. — For-
seti fulltrúadeildar franska þings
ins las í dag á þingfundi ávarp
frá de Gaulle fyrsta forseta
fimmta lýðveldisins. Var þetta
fyrsti fundur hins nýkjörna þings.
í ávarpinu sagðí de Gaulle,
að fyrsta verkefni stjórnarinnar
og það, sem leysa þyrfti á undan
öllum öðrum málum væri að
koma á friði 1 Alsír. Ekki væri
unnt að snúa sér að lausn pólit-
ískra vandamála, fyrr en efnt
hefði verið til frjálsra kosninga
í Alsír,-og kosningar yrðu ekki
frjálsar í landinu, fyrr en þar
hefði verið ttyggður friður.
Breyting á vinnubrögðum.
De Gaulie sagði að endurreisn
Frakklands væri að vísu hafin,
en hún myndi ekki takast nema
alger breyting yrði á vinnubrögð
um í samhandi við lausn vanda-
málanna, og lausn Alsírvandans
væri fyrsta verkefnið sem nú
lægi fyrlr. Gifta Frakka væri
undir því komin, að þingið styddi
stjórnina í þessu máli.
Önnur verkefni.
A8 lausn Alsírvandamálsins
fenginni yrðu Frakkar að tryggja
stöðu sína í alþjóðlegum samtök-
um og marka stefnu sína í aþjóða
málum yfirleitt.
Þriðja málið á dagskrá væri
gkipulagning ríkisins með sér-
stöku tilliti til landsvæða Frakka
erlendis. Þá kæmi endurskipu-
lagning landvarna með tilliti til
kjarnorkuvæðingar hersins.
Fimmta viðfangsefnið yrði efling
iðnaðar í landinu og ráðstafanir
til að tryggja gjaldmiðil og heil-
brigða efnahagsþróun. Loks yrði
að gera víðtækar ráðstafanir til
að auka menntun, efla vísindi
og stuðla að viðgangi lista og
menningar í landinu.
Því aðeins að franska þingið
bæri gæfu til að styðja viðleitni
stjórnarinnar í þessa átt, mundi
endurreisn landsins heppnast.
Debré aðvarar NATO-ríkin.
Þegar ávarp forsetans hafði
verið lesið, tók Michel Debré for-
sætisráðherra til máls. Hann var
aði samherja Frakka í Atlants-
hafsbandalaginu við því að snú-
ast gegn þeim í Alsír-málinu.
Eining og varnir Evrópu gætu
ekki samrýmzt andstöðu við brýn
ustu nauðsynjar bandalagsríkj-
anna í Afríku eða Asíu. Hann
kvað Alsírmálið vera þess eðlis,
að ef haldið yrði fram sem nú
horfði, mundu engir hagnast á
því nema fjandmenn Frakka, und
irróðursmennirnir, hermdarverka
mennirnir og þeir sem blésu að
glóöum kynþáttahaturs og spilltu
friði og kæmu í veg fyrir bræðra
lag.
Forsætisráðherrann sagði, að
tilboð de Gaulles frá þvi í fyrra
til þjóðernissinna í Alsír, sem
hann kallaði hetjur, stæði enn við
það, að þeir mættu koma til Par-
ísar í fullum griðum til að semja
um vopnahlé.
Kröfur þjóðernissinna.
Eins og kunnugt er, hafa for-
ingjar þjóðernissinna í Alsír kraf
izt þess, að Frakkar gangist inn
á að ræða við þá um lausn pólit-
ískra vandamála, áður en hætt
verði vopnaviðskiptum.
Ókyrrð í Algeirsborg.
Stjórnarfulltrúi Frakka í Al-
geirsborg sagði í Oran í dag, að
franska stjórnin kynni að ræða
vopnahlésmál við fulltrúa upp-
reisnarmanna, en alls ekki stjórn
mál. Kvað hann franska menn
í Alsír mega minnast þess,
hversu oft de Gaulle forseti hefði
ítrekað það, að hann teldi Alsir
óaðskiljanlegan hluta af Frakk-
landi. Að vísu væri það rétt, að
de Gaulle hefði enn ekki sagt það
skýrum orðum, að hann vildi
innlima Alsír í Frakkland, en
hann yrði ekki sakaður um að
leika tveim skjöldum.
Talsverð ókyrrð hefur verið í
Algeirsborg og gætt nokkurrar
óánægju með stefnu de Gaulles,
sem öfgamenn til hægri kalla af-
sláttarstefnu í málefnum Alsír.
9Í íslenzkum fiski verður landað í Bretlandi
HULL, 15. jan. — Reuter. — Brezkir sjómenn hótuðu í dag að
gera verkfall, ef yfirvöldin tækju ekki þegar í stað fyrir inn-
flutning á íslenzkum fiski í mótmælaskyni við útfærslu íslenzku
fiskveiðilögsögunnar.
Fulltrúar yfirmanna á togurum í Grimsby, Hull og Fleetwood
ákváðu á fundi í Hull í dag, að verkfallið skyldi hefjast 12. febrú-
ar, ef fisklandanir íslenzkra togara hefðu ekki verið stöðvaðar þá.
Tveir íslenzkir togarar hafa landað fiski í Grimsby í þessari
viku. —
Bandaríkjastjórn kveðst
ekki hafa sfutt Batista
HAVANA, 15. jan. NTB-Reuter.
— Foringi uppreisnarmanna á
Kúbu, Fidel Castro, svaraði í dag
spurningu um það, hvað mundi
gerast, ef sendur yrði bandarísk-
ur flotastyrkur til að binda endi
á aftökurnar á fylgismönnum
Batista fyrrverandi einræðis-
herra. Castro svaraði, að þá
mundu 200.000 Bandaríkjamenn
líka liggja í valnum.
Spurningunni var kástað
fram af ónafngreindum manni í
fólksmergðinni, sem safnazt hafði
fyrir utan gistihúsið, þar sem
Castro hafði legið rúmfastur í in-
flúenzu. Bandarískir þingmenn
og bandarísk blöð hafa gagnrýnt
Castro, eftir að skýrt hafði verið
frá nokkrum aftökum á samstarfs
mönnum Batista.
Yfirlýsing Bandaríkjastjórnar
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
Ný aðferð við
krabbameiiiS'
lækningar
WASHINGTON, 15. jan. Reuter.
— Vísindamenn frá ísrael og
Bandaríkjunum hafa fundið, að
skjaldkyrtilhormóninn „triorotir-
odin“ eykur mjög viðkvæmni
krabbameins fyrir röntgengeisl-
um. Með aðstoð þessa hormóns,
sem örvar efnaskiptin í frumun-
um, reyndist auðvelt að eyða ill-
kynjuðum æxlum, sem annars er
mjög erfitt að uppræta með geisl
um. Þessi aðferð sem enn er á til
raunastigi hefur verið reynd á
dýrum og einnig á tveimur sjúkl-
ingum með mjög útbreitt krabba-
mein í lungum.
ið sendi í dag út yfirlýsingu, þar
sem segir að aðdróttanir þess efn
is, að Bandaríkin hafi veitt Ba-
tista aðstoð með vopnaser dingum
og pólitískum stuðningi, meðan
hann barðist við uppreisnar-
menn, séu gripnar úr lausu lofti.
Stefna Bandaríkjanna að því er
snertir uppreisnina á Kúbu hef-
ur verið sú að hafa engin af-
skipti af innanríkismálum lands-
ins, segir í yfirlýsingunni. Banda-
rískir sendiherrar á Kúbu hafa
jafnan starfað í samræmi við
þessa reglu.
Bandaríski sendiherrann á
Kúbu sagð ", eftir að fram
höfðu komi .;anir um stuðn-
ing hans við Batista.
Berggrav biskup látinn
OSLÓ, 15. jan. NTB. — Eivind
Berggrav biskup lézt á heimili
sínu í gær. Norska stjórnin hefur
ákveðið, að útför hans verði gerð
á kostnað ríkisins og fer hún
fram frá dómkirkjunni 20. janúar
kl. 3 e.h. eftir norskum tíma. Berg
grav hafði farið þess á leit, að
ekki yrði haldin nein ræða við
útförina og engir kransar lagðir
á kistu hans.
Johannes Smemo biskup í Osló
mun jarðsetja hinn látna biskup,
sem var einn af helztu andans
mönnum Norðmanna og víðþekkt
ur rithöfundur.
Berggrav fæddist 25. okt. 1884 í
Stafangri, og var sonur Otto Jens
ens biskups. Hann tók stúdents-
próf. 1903, var
kennari við lýð-
skólann á Eiðs-
velli 1909—14,
yfirkennari við
kennaraskólann
í Holmestrand
1914—15, skóla-
stjóri við héraðs
skólann í Nerdr
um 1915—19,
sóknarprestur í
Hurdal 1919—25, prestur við fang
Berggrav
elsið í Osló og 1928 biskup I
Trömsö. Berggrav var ritstjóri
hins kunna tímarits „Kirke og
Kultur“. Hann var skipaður
biskup í Osló 1937.
í heimsstyrjöldinni lét Berg-
grav mjög til sín taka í barátt-
unni við nazista í Noregi og kom
upp sameiginlegri nefnd allra
kirkjustefna í landinu, sem kom
fram fyrir hönd norsku kirkjunn
ar í veigamiklum málum. Eftir
að hann hafði verið yfirheyrður
bæði af Quisling og Þjóðverjum
og lagt niður embætti sitt ásamt
öðrum biskupum, var hann settur
í stofufangelsi, þar sem honum
var haldið til stríðsloka.
Eivind Berggrav var einn svip-
mesti maður lútherskrar kirkju
á Norðurlöndum, frábær ræðu-
maður og snjall rithöfundur.
Hann lét kirkjumál og stjórnmál
mjög til sín taka og var einn
helzti brautryðjandi alkirkju-
hreyfingarinnar. Þegar biskups-
starfið í Osló varð honum of um-
fangsmikið, sótti hann um
biskupsembættið í Hamri, en
vegna fjölda áskorana var hann
áfram í Osló, og var biskups-
dæminu þar skipt.
Færeyingar kæra framkomu Breta
Danir herða eftirlitið við Færeyjar
Danir fá eldflaugar
Kaupmannahöfn, 15. jan.
Einkaskeyti til Mbl.
FREIGÁTAN „Holger
Danske“ hefur fengið skipun
um að herða á eftirlitinu með
fiskveiðum við Færeyjar. —
Stafar það af því að færeysk-
ir sjómenn hafa kvartað und-
an framkomu brezkra togara
við Suðurey.
Skipstjóri freigátunnar á
einnig að rannsaka kærur
færeysku sjómannanna út af
því að Bretar eyðileggi net
þeirra og línur með veiðiað-
ferðum sínum, og séu hrezkir
Rússar vilja ekki flug-
völl á Spitsbergen
KAUPMANNAHÖFN, 15. jan. —
Reuter. — Bandaríski aðstoðar-
landvarnaráðherrann, Donald E.
Quarles, sagði í dag í Kaup-
mannahöfn, að Bandaríkin hefðu
í hyggju að bjóða Dönum miðl-
ungslangdrægar eldflaugar. Hann
sagði, að það væri undir dönsku
stjórninni komið, hvort þessar eld
flaugar yrðu búnar kjarnorku-
sprengjum.
Quarles, sem er á ferðalagi um
aðildarríki NATO í Evrópu,
sagði að í Danmörku virtist vera
minni fullvissa en í öðrum NATO
ríkjum um það hlutverk sem land
ið ætti að gegna í samtökunum.
Hann bætti þó við, að i Dan-
mörku færi áhugi manna á
Atlantshafsbandalaginu og hlut-
verki Dana í því vaxandi. Þegar
hann var spurður hvort hann áliti
Danmörku ,veikan hlekk' í banda
laginu, svaraði hann: „Vissulega
er það alls ekki skoðun mín“.
OSLO, 15. jan. — Reuter. — Það
er haft eftir góðum heimildum í
Oslo, að Rússar hafi sent Norð-
mönnum orðsendingu út at fyrir-
hugaðri byggingu einkaflugvallar
á Spitsbergen. Hins vegar hefur
norska utanríkisráðuneytið ekki
viljað láta neitt uppi um málið
til þessa.
Það staðfesti í síðustu viku, að
flugfélag í Noregi væri að ganga
Frakkar viður-
kerma Guineu
PARÍS, 15. jan. Reuter. —
Franska stjórnin viðurkenndi í
dag opinberlega hið nýja franska
Afríkuríki, Guineu, sem var eina
nýlenda Frakka er kaus sjálf-
stæði sér til handa í atkvæða-
greiðslunni um stjórnarskrána.
frá éætlunum um að byggja einka
flugvöll á eyjunni.
Halvard Lange utanríkisráð-
herra sf.gði, að bygging slíks flug
vallar á eyjunni væri ekki brot
á Spitsbergen-sáttmálanum, svo
fremi að flufvöllurinn kæmist
ekki í hendur annarra ríkja en
Noregs.
Elztu lífverur
SIERRA NEVADA, 15. jan. — Ný
lega var ákvarðaður aldur á svo-
kölluðum broddfurum, sem vaxa
í háfjöllum Sierra Nevada í Kali-
forníu. Mörg trén reyndust vera
yfir 4000 ára gömul, og þau elztu
4600 ára. Eru þau þannig elztu
lífverur, sem nú lifa á jörðinni.
Hingað til hefur verið álitið, að
risafururnar í Kaliforníu, sem
eru allt að 3500 ára gamlar, væru
elztar allra lífvera.
togarar oft að slíkum veiðum
innan 3 mílna landhelgi.
Færeyingarnir segja, að um
30 brezkir togarar hafi hvað
eftir annað síðustu vikurnar
siglt með þeim hætti, að ó-
verjandi sé. Hafi færeyskir
sjómenn oft orðið að skilja
eftir veiðarfæri sín til að kom
ast hjá því að verða koll-
sigldir.
Færeysk nefnd skipuð
Landstjórnin í Færeyjum hef-
ur skipað nefnd með fulltrúum
frá Sósíaldemókrötum, Sambands
flokknum, Þjóðveldisflokknum
og Fólkaflokknum, og á hún að
taka afstöðu til dansk-brezku til-
lögunnar um fiskveiðilögsögu
Færeyja. Sennilega verður end-
anlega gengið frá því máli í
næsta mánuði.
Föstudagur, 16. janúar.
Efni blaðsins m.a.:
BIs. 3: Kommúnistar geta ekki rætt
landhelgismálið án þess af
grípa til rógs og blekkinga.
— 6: Efnahagsafkoma Dana mjög
góð (Kaupmannahafnarbréf).
— 8: Á lúðuveiðum undir Jökli (SUS
síða).
— 10: Ritstjórnargreinin: Fáryrðum
sporðrennt.
Utan úr heimi: Eva Bartok og
fljúgandi diskar.
— 11 og 12: Aldarminning Jóns Magn
ússonar, forsætisráðherra.
— 18: íþróttir.