Morgunblaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 12
12 MORGUISM.AÐIP Föstudagur 16. jan. 1959 Nýgift í Vestmannaeyjum C - Jón Magnússon — Framh. á bls. 12 ar hljótt yfir minningu hans. Það stóð sjaldnast mikill styr um hann. Og ekki vissi ég til, að hann ætti neina óvini. Þeir Bjarni frá Vogi voru til dæmis miklir mátar, þó að sitt sýndist hverjum í sjálfstæðismálunum. Þeir vissu báðir, að takmarkið var hið sama, þótt þá greindi á um leiðir, og létu það ekki varpa skugga á kunningsskapinn. — Kusu Strandamenn yður ekki á þing 1914? — Jú. — Kynntust þér Jóni þá fyrst? — Nei, nei, hann var fjárhaids- maður minn í skóla frá aldamót- UBum og þangað til ég lauk stúdentsprófi 1904, og eftir það var ég honum mjög handgeng- inn, þar til ég gerðist læknir vesitur á Ströndum 1909. — Þér hafið verið daglegur gestur á heimili þeirra hjóna? — Ekki vil ég segja það. En ég kom þangað oft. Heimilisiífið var til fyrirmyndar. Prúð- mennska þeirra beggja dæma- laus. Þau voru höfðingjar að fornum sið. Frú Þóra var dóttir Jóns háyfirdómara, eins og þér vitið. Hún var myndarkona og nákvæm við kunningja sina. Hún var frændrækin með afbrigðum og naut ég góðs af því. — Jón hefur verið afkastamað- ur við vinnu? — Já, hann var dugnaðarfork- ur, er mér óhætt að segja. Þegar ég kynntist honum fyrst, var hann landritari, en gerðist síðar Skrifstofustjóri. Á þeim árum beitti hann sér lítið í stjórnmála- baráttunni, en var eindreginn heimastjórnarmaður. Aldrei reyndi hann að hafa pólitísk á- hrif á mig og talaði yfirleitt mjög sjaldan um þá hluti, fyrr en við vorum á þingi saman. Og þegar ég bauð mig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn gamla, skipti hann sér ekkert af því og lét það gott heita. Hugur hans í minn garð breyttist ekkert fyrir það. Jón var of mikil persóna til þess að dæma menn eftir stjórnmála- skoðunum þeirra. — Hvernig þótti yður að hafa hann fyrir fjárhaldsmann, reyndi hann að halda í við yður? — Nei, aldrei varð ég var við það. Hann var mjög frjálslyndur 1 þeim efnum. Hann var alltaf ljúfur og lipur, þótt hann væri fastur í lund. Maður fór til hans með öndina í hálsinum að biðja um túkall, eins og skólapiitar gerðu, þegar þeir vildu komast á ball, og ekki stóð á Jóni að láta peningana af hendi. Hann skildi vel, að mig langaði á dansleik öðru hverju. — En hann hefur samt verið mikill fjármálamaður. ■— Ojá, það hefur hann sjálf- sagt verið. Og hann hafði gott vit á fjármálum. Heimili hans bar vitni um mikla búsæid og enginn vafi er á því, að hann hefur verið vel efnaður, ekki sízt eftir að hann varð bæjarfógeti hér í Reykjavík. Það þótti mikið virðingarstarf og eitt tekjuhæsta embætti landsins. Hann byggði Frentarahúsið, sem kallað er, við Hverfisgötu, og þar áttu þau hjón rikmannlegt heimili. Áður höfðu þau búið i Þinghoitsstræti 29 og þar hafði Jón skrifstofur sinar. — Höfðuð þér nánari kynni af honum en áður, þegar þér kom- uð á þing? ■ — Nei, það var ósköp svipað. En þegar fullveldisnefndin var stofnuð 1917, var samstarf okkar mjög náið. — Fullveldisnefndin gerði mik- ið gagn, þegar samningaviðræð- urnar um Sambandslögin fóru fram. Þér báruð fram tillöguna um að stofna nefndina? — Já. ■— Var það í samráði við Jón Magnússon? — Nei, hann átti engan þátt í því. Aðrir flutningsmenn voru „langsum“-mennirnir í Sjálf- stæðisflokknum. — Báruð þér málið ekki undir hann? — Jú, það gerði ég. Hann las framsöguræðu mína fyrir tillög- unni og hafði ekkert við hana að athuga. Hann sagði, að það væru engin diplómatísk gönu- hlaup, hvorki í tállögunni né framsöguræðunni. — Yður hefur þótt vissara að bera málið undir hann? — Já, það þótti mér. Ég tel hann hafi verið bezt að sér af hérlendum mönnum í öllu, sem laut að diplómatískri kurteisi. Kurteisi og prúðmannleg fram- koma var honum í blóð borin. Hún mótaði allan stjórnmála- feril hans. — Danir hafa kunnað að meta það? — Já, enginn efi. En þér megið ekki misskilja þetta, Jón Magn- ússon var enginn Danasleikja. Síður en svo. En hann naut trausts Ðana vegna framkomu sinnar fyrr og síðar og kom það sér vel í samningaviðræðum við þá. Ég held þeir hafi borið meiri virðingu fyrir honum en flestum öðrum íslenzkum stjórnmála- mönnum um þetta leyti og það átti vafalaust sinn þátt í því, hversu góður árangur náðist ár- ið 1918. — Þér haldið, að hann hafi haft'mikil áhrif á samningagerð- ina. — Já, enginn vafi. Hann hafði persónuleg áhrif á Danina, tel ég víst. Hage, formaður dönsku nefndarinnar og verzlunarmála- ráðherra Danmerkur, bjó hjá honum, meðan hann dvaldist hér í Reykjavík, svo Jón hafði gott tækifæri til að beita persónuleg- um áhrifum sínum. Mér var kunnugt um, að hann notaði hvert tækifæri, sem gafst, til að ræða við dönsku nefndarmenn- ina, meðan þeir voru hér. — Átti hann auðvelt með að hafa persónuleg áhrif á memi? — Já, það þótti mér. Hann var ákaflega laginn samningamaður og jafnvel andstæðingar fengu traust á honum vegna ljúfmann- legrar framkomu hans. En hann hélt vel á sínum málum, það er ekki svo að skilja. — Teljið þér sambandslögin 1918 hans verk? — Það vil ég ekki segja. Þar lögðu margir merkismenn hönd á plóginn. Og við hlið Jóns stóðu pólitískir samherjar og vinir, sem voru honum mikill styrkur i stjórnmálabaráttunni. Andstæð- ingar Jóns kunnu vel að meta hæfileika hans og áhrif hans náðu inn í andstæðingaflokk- ana. Hann óskaði sérstaklega eft- ir því, að Einar Arnórsson yrði fulltrúi okkar „langsum“-manna í sambandslaganefndinni. Hann vissi, að þekking Einars mundi njóta sín þar vel. Það er ekki rétt hjá Einari Arnórssyni, þegar hann segir í bók sinni um þessi mál, að við Magnús Guðmunds- son höfum neitað að vera í nefnd inni og þess vegna hafi hann tekið sæti í henni. Okkur datt aldrei í hug annað en fara að ráðum Jóns Magnússonar og kjósa Einar í nefndina. — Voruð þið Sjálfstæðismenn ánægðir með sambandslögin? — Já, það vorum við, í höfuð- dráttum, þegar það ákvæði var komið inn í samningana, að þeir væru uppsegjanlegir eftir 25 ár. Auðvitað skildum við mætavel afstöðu þeirra manna, sem greiddu atlrvæði á móti samning- unum. En við spurðum sjálfa okkur þessarar spurningar: Hvað eru 25 ár i lífi þjóðar, sem hef- ur verið ófrjáls öldum saman? — Að lokum, sagði Magnús Pétursson, tel ég Jón Magnússon hafa verið einn merkasta stjórn- málamann sinnar tíðar á íslandi og giftusamlegasta. ☆ Sigurjón Markússon, fyrrum sýslumaður, var nákunnur Jóni Magnússyni og vann hjá honum um skeið. Hann var fús að eiga stutt samtal við Mbl. um þennan gamla húsbónda sinn: — Ég vann hjá Jóni Magnús- syni 1909—1911, sagði Sigurjón. Þá var hann bæjarfógeti hér i Reykjavík, eins og kunnugt er. Ég var fulltrúi hans og þegar ég lét af því starfi, tók Oddur Her- mannsson við. Hann varð síðar tengdasonur Jóns. Þau hjón áttu eina fósturdóttur, sem Þóra hét Guðmundsdóttir, læknis í Stykkishólmi. Hún lézt í inflú- ensunni 1918. — Var ekki oft erils'amt í skrif- stofunni? — Ójú, það var það nú. Um- gangur mikill allan daginn, sem skrifstofan var opin, og urðum við oft að vinna að reiknings- haldi eftir lokun. Þá vorum við einnig sendir út um bæinn að taka lögtök og þess háttar, og þótti mér það heldur óskemmti- legt starf. — Jón hefur unnið mikið sjálf- ur? — Já, hann var sívinnandi og hlífði sér aldrei. Hann var fædd- ur embættismaður upp á gamla móðinn. Og honum var samvizku semin svo í blóð borin, að hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu. — Var hann góður húsbóndi? — Já, hann var sérstaklega góður húsbóndi. Hann vildi auð- vitað, að menn leystu starf sitt vel af hendi, en var nærgætinn í umgengni við undirmenn sína. Hans gagnrýni særði engan mann. En hann gat verið harður í horn að taka, ef því var að skipta, og fastur fyrir í pólitík. Hann var ákaflega þolgóður og þéttings- framkvæmdamaðtir. Hann var svo góður júristi, að ég hygg að flestir dómar hans hafi staðizt æðri dómstóla. Og hann var lag- inn að láta menn tala af sér við yfirheyrslur. — Jæja. — Já, og kunni að nota þau tækifæri, sem buðust til að koma sökudólgunum í opna skjöldu. Eitt sinn lá hér franskt fiskiskip. Skipverjarnir voru sumir allher- skáir, þegar þeir komu í land, og brutu bryggju, sem Chouillou, kolakaupmaður, hafði með að gera. Hann var líka franskur, en verzlaði hér í bæ. Jón sendi mig um borð við fjórða mann og átt- um við annaðhvort að fá skips- skjölin eða greiddar skaðabætur. Okkur tókst að klöngrast um borð í skipið, en þá var skips- höfnin þar öll fyrir úti á dekk- inu, augsýnilega í miklum víga- hug. Ég sagði við skipstjórann: — Þetta getið þið ekki gert. Fyrst þið viljið ekki greiða skaðabæt- ur, verðið þér að afhenda skips- skjölin. Hann þvertók fyrir það. Ég hafði ekki umboð til að láta handtaka hann, svo ég sendi tvo lögregluþjóna í land, bað þá fara á fund Jóns bæjarfógeta, og spyrja hann, hvað gera skyldi. Það var mikil veizla í Hótel ís- Jón Magnússon á námsárunum land og Jón var þar staddur. En það gerði ekkert, því að hann drakk ekki vín, og gat komið niður á höfn þess vegna. Svo koma þeir með hann um borð kjólklæddan. Ég sagði við skip- stjórann, að hér væri bæjarfóget- inn og yfirmaður lögreglunnar og hann skipaði honum að greiða skaðabætur, eða afhenda pappir- ana að öðrum kosti. Fransmað- urinn þrjózkaðist enn við. Franskt eftirlitsskip lá hér á höfninni. Jón bendir á það og segir mér að skýra skip- stjóranum frá því, að ef hann hlýði ekki strax, þá fari hann um borð í eftirlitsskipið, sem þarna liggi, kæri framferði hans og láti síðan taka hann með valdi. Þá gafst skipstjóri upp og fylgdi okkur í land með skjöl- in. Við fórum með hann á skrif- stofu Chouillous. sem var i næsta húsi við Ellingsensverzlun, í Hafnarstræti. Þar dæmdi bæj- arfógeti hann í sekt og lét hann greiða skaðabæturnar. Svo fór hann aftur niður á Hótel ísland. — Jón Magnússon hefur verið fljótur að afgreiða sín mál. — Já, hann var afar skjót- ráður, en ákvarðanir hans voru þó alltaf þaulhugsaðar. Og hann var óvenju öruggur, fannst mér. Hann þurfti samt aldrei að hækka tóninn. Hann var einstaklega kurteis maður alla tið og náði oftast meiri árangri með kurt- eisinni en aðrir með stóru orð- iunum. Það var gaman að heyra hann spyrja sökudólga fyrir rétti. Hann hækkaði aldrei róminn, hvernig sem þeir létu. Ég man eftir skipstjóra austan af fjörð- um, sem hann yfirheyrði ein- hverju sinni. Skip karlsins lá hér í höfninni og hann hefur senni- lega verið búin að fá sér eitthvað neðan í því. En hvernig sem það var nú, þá neitaði hann að greiða hafnargjöld. Brúkaði bara kjaft og sagðist „ekki greiða nokkum skapaðan hlut“. Þá tekur Jón stjómartíðindi, bendir á laga- greinarnar og segir: — Hérna sjáið þér lögin, þér verðið að hlýða þeim, komizt ekki undan því. En hinn svaraði með þjósti: — Ég hef miklu betra vit á lög- unum en bæjarfógetinn. Þá seg- ir Jón: — Jæja, þér getið farið. En þegar maðurinn var kominn út, sagði hann við mig: — Þú ferð á eftir honum og tekur hann, það er ekkert annað að gera. Ég fór í humátt á eftir manninum og náði honum niðri á Steinbryggju. Ég tek heldur ó- þyrmilega í öxlina á honum og segi: — Þér eruð hér með tek- inn fastur, maður minn. Honum varð svo bilt við, að hann kom ekki upp neinu orði. Svo þegar hann hafði jafnað sig ,sagði hann: — Ja, get ég ekki borgað þetta? — Jú, það er einmitt það, sem þér eigið að gera .svaraði ég. Svo spurði ég hann, hvemig hann hygðist greiða gjöldin og fór hann þá með mig til Jóns Her- mannssonar gullsmiðs: — Jón borgar þetta fyrir mig, sagði hann, því að ég hef viðskipti við hann. Það stóð heima. Jón gekk í ábyrgð fyrir manninn, og hnúturinn var leystur. Ég tel víst að Jón Magnússon hafi vitað, hver viðbrögð sjómannsins yrðu við handtökuna. En oft hef ég furðað mig á stillingu hans. Það var ómögulegt að koma honum úr jafnvægi. Ég varð þess aldrei var, að hann hækkaði róminn eða gæfi skapsmunum sínum laus an tauminn. — Þér sögðuð áðan ,að Jón Magnússon hefði verið ákaflega samvizkusamur maður og það hefði ekki sízt komið fram i embættisferli hans. — Já, það sagði ég. Hann var mjög vandur að virðingu sinni, og tók allt föstum tökum, sem hann kom nálægt. Hann var heið- arlegur gagnvart tilfinningum sínum, en aldrei svo, að það yrði á kostnað skynseminnar. Kom þetta ekki sízt fram, þegar lagai- bókstafurinn var annars vegar og viðkvæmnin hins vegar. Ég get sagt yður eitt lítið dæmi, ef þér viljið. f nóvember 1913 var framið morð í Reykjavík og spannst út af því svonefnt Dúks- kotsmál. Kona nokkur hafði gefið bróður sínum rottueitur til að komast yfir peninga hans. Málið vakti mikla athygli um land allt, ekki sízt vegna þess að þá var Morgunblaðið nýstofnað og flutti nákvæmar fregnir af atburðinum. Konan játaði að hafa myrt bróð- ur sinn til fjár og lá dauðarefs- ing við því. Jón Magnússon var dómari í málinu. Hann neyddist til að dæma konuna til dauða, og hafði það svo mikil áhrif á hann, að hann var niðurbrotinn maður í marga mánuði á eftir. Ég hitti hann á götu um þetta leyti. Hann stöðvaði mig og fór að tala um dauðadóminn. Það var auðséð, að hann lá eins og farg á hjarta hans: — En það var ekkert und- anfæri, sagði hann. Lögin sögðu: Dauðadómur. Ég gat þar engu um breytt. Hann kvaðst ekki geta bægt þessu máli úr huga sínum: — Ég get ekki gleymt þessu nokkra stund ,sagði hann mæðu- lega. Svo kvaddi hann mig. Ég sá í hendi mér, að þetta hafði djúp áhrif á hann. En smám sam an fyrntist yfir þetta óhugnan- lega mál eins og annað. í stjórn- málunum biðu Jóns Magnússonar mörg erfið verkefni og svo var konan ekki tekin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.